Alþýðublaðið - 05.08.1938, Síða 3
FÖSTUD. 5. ÁGÚST 1938.
ALÞÝBUBLABIfi
RðgbnrðHr kommúnisía
um Diúpuviknrdeiluna.
ALÞÝðUBLAÐIÐ
IIHnéM:
F. E. VALBEMAE8SON.
AFGREIBSLA:
ALÞtðVHÚSINV
(Inngangur Irá Hverflsgötu).
SÍMAR: 4980—499i.
4930: Algreiösla, auglýslngai.
4001: FTiÍBtfórn (innlendar fréttir).
4902: Rltetjórl.
4903: Vilhj. S.Vilhjálmsson(heima)
4904: F. R. Valdemarsaon (heima)
4905: Alpýðuprentsmiðjan.
4906: Afgreiðsla.
ALÞÝÐUPRENTSMroíAN
„Fáfæirgfraifærl
og atkvæðiiréttnr“.
AÐ hefir margt og mikið
verið skrifað um fátækra-
framfærið hér í Reykjavík í
seinni tíð og þær sívaxandi fjár-
upphæðir, sem til þess fara. —
Engum dettur í hug, að slíkt
ástand geti verið til frambúðar,
en flestir hafa skilið það, að
hinn ískyggilegi vöxtur fram-
færslukostnaðarins á undan-
förnum árum stafar af neyðar-
ástandi, sem hin síðasta og
versta viðskiftakreppa auð-
valdsskipulagsins, með öllu sínu
atvinnuleysi, hefir skapað hér
á landi eins og annarsstaðar í
- heiminum.
Ritstjóri Nýja dagblaðsins
virðist þó vera undantekning í
þessu efni. Eftir grein að dæma,
sem hann birtir undir eigin
nafni í blaði sínu í gær og nefnir
, Fátækraframfæri og atkvæð-
isréttur“, virðist hann al-
gerlega saklaus af því,
að hafa nokkurn tíma gert sér
. nokkra skynsamlega grein fyrir
því, hvernig á hinum vaxandi
kostnaði af fátækraframfærinu
hér í Reykjavík stendur. Hann
talar í grein sinni um „meira
og minna óþörf milljónafram-
lög til fátækraframfærslunnar“,
og telur "þau ekkert annað en
„fjármálaspillingu“! Og hvar
halda menn, að hann leiti að
orsökum þessarar fjármála-
spillingar? Ekki í auðvalds-
skipulaginu, ekki í kreppunni
og ekki í atvinnuleysinu, held-
ur á allt öðru sviði „Þátttaka
þurfamanna í bæjarstjórnar-
kosningum í' Reykjavík“ —
þannig hljóðar sú skýring, sem
ritstjóri Nýja dagblaðsins gef-
ur — „hefir skapað einhverja
þá stórfelldustu fjármálaspill-
ingu, sem þekkst hefir hér á
landi“!
Það lætur að líkindum, að
ritstjóra Nýja dagblaðsins verði
ekki skotaskuld úr því, eftir að
hann hefir komizt að þessari
vísdómslegu niðurstöðu, að finna
ráðið til þess að gera enda á
þessari fjármálaspillingu. Og
ráðið er þetta: að þurfamenn
hafi yfirleitt ekki atkvæðisrétt
við sveitar- og bæjarstjórnar-
kosningar! Ilann telur það ó-
eðlilegt, að þeir hafi aðstöðu til
þess, með atkvæðisrétti sínum,
að ráða nokkru um það, hvern-
ig fátækramálin séu fram-
kvæmd, og augljóst, að það
hljóti að leiða til hinnar örg-
ustu spillingar. Það þarf svo
sem ekki að ganga að því grufl-
andi, hvert næsta skrefið ætti
að vera, að hans áliti, eftir að
búið væri að svifta þurfamenn-
ina atkvæðisrétti í þæjum og
sveitarfélögum. Það er vitan-
lega að svifta þá sjálfum fá-
tækrastyrknum. Um hitt talar
hann ekki, hvernig hann ætlar
að fara að útvega þurfamönn-
unum atvinnu og hvernig þeir
yfirleitt eiga að fara að því að
lifa.
Ritstjóri Nýja dagblaðsins er
svo óheppinn, að sýna flónsku
sína enn betur með því, að vitna
í Danmörku máli sínu til stuðn-
ings. Þar „þekkist það ekki“,
segir hann, ,,að þurfamennirnir
séu dómarar í sínum eigin mál-
um með því að taka þátt í sveit-
ar. og bæjarstjórnarkosningum.
Þar er atkvæðisrétturinn í þeim
kosningum bundinn þvtí skil-
yrði, að. kjósandinn greiði skatt
til hlutaðeigandi sveitar- og
bæjarfélaga. Slíkt þykir þar
ekki brot á lýðræðinu, heldur
er beinlínis gert til að tryggja
það í sessi“!
Það lítur helzt út fyrir það, að
ritstjóri Nýja dagblaðsins haldi,
að þetta sé eitthvert nýtt fyrir-
komulag, sem Alþýðuflokks-
stjórnin í Danmörku hafi komið
á „beinlínis“ til þess „að tryggja
lýðræðið í sessi“! Hann virðist
engan grun hafa um það, að
slíkar takmarkanir á kosningar-
réttinum eru eldgamalt og úr-
elt skipulag, sem yfirstéttirnaf
í öllum löndum sköpuðu sér til
tryggingar gegn framsókn hinna
vinnandi stétta og fullkomnu
lýðræði, og að þær eru nú ekki
til í lýðræðislöndum öðruvísi
en sem leyfar gamals óréttlætis
og gamallar yfirstéttakúgunar.
Þannig er það líka í Danmörku.
Fram á þennan dag hefir alþýð-
an í Danmörku ekki getað gert
enda á þessu óréttlæti fyrir hinu
úrelta landsþingi, þar sem í-
haldsflokkunum hefir verið
tryggður meirihluti og stöðvun-
arvald gegn allri umbótalög-
gj öf Alþýðuflokksstj órnarinnar,
endaþótt hún hefði þjóðþings-
meirihlutann og þar með þjóð-
armeirihlutann að baki sér. —
En nú er eftir langa og harða
báráttu verið að leggja lands-
þingið niður, og ritstjóri Nýja
dagblaðsins getur verið viss um
það, að þessar takmarkanir á
kosningarrétti fátæklinga, sem
honum finnst svo mikil fyrir-
mynd í, verða áreiðanlega ekki
langlífar í Danmörku eftir það.
Það skal að endingu.sagt rit-
stjóra Nýja dagblaðsins til
málsbóta í þessu leiðinlega til-
felli, að hann sjálfur á ekki
hugmyndina að þeirri uppá-
stungu, að svifta þurfamenn at-
kvæðisrétti við sveitar- og bæj-
arstjórnarkosningar, frekar en
öðru, sem hann hefir skrifað
um í blaði sínu. Það var Jón
Árnason framkvæmdastjóri,
sem kom fyrstur með þessa
uppástungu í grein, sem hann
skrifaði í Nýja dagblaðið síð-
astliðinn vetur, og það má
máske segja, að ritstjóra þess
sé nokkur vorkunn, þó að hann
hafi viljað sýna þeim háa hús-
bónda sínum dugnað sinn í því
að koma þessari hugmynd hans
enn betur á framfæri. En af því,
að Jón Árnason á uppástung-
una, er rétt að gera enn við hana
eftirfarandi athugasemd:
Jón Árnason á sæti í banka-
ráði Landsbankans. Þar á einn-
ig sæti Ólafur Thors, lang-
stærsti þurfamaður Landsþank-
ans, maður, sem skuldar hon-
um margar milljónir króna, en
hefir aðstöðu til þess sem með-
limur bankaráðsins að greiða
atkvæði með nýjum og nýjum
lánum sér til handa á kostnað
bankans og kostnað þjóðarinnar.
Jón Árnason hefir hingað til
ekki haft neitt við þessa fjár-
málaspillingu að athuga, enda
þótt virkilega fá dæmi hafi
þekst annar eins hér á landi. En
værl íionum ekki nær, að beita
sér fyrir því, að þessi þurfamað-
ur verði sviftur atkvæðisrétti
um sín eigin skulaamál við
Landsbankann, heldur en að
fara hamförum til þess að svifta
fátæklingana í landinu almenn-
.........
JÓÐVILJINN hefir tvo
undanfarna daga verið að
stagast á lausn vinnudeilunnar
í Djúpuvík, og réðist með sinni
venjulegu prúðmensku á stjórn
Alþýðusambandsins út af því
máli og öðrum vinnudeilum,
sem sambandsstjórn hefir haft
með höndum að undanförnu.
Þó það sé vitanlega þýðingar-
laust að reyna að rökræða við
Þjóðviljann nokkurt mál, og þó
hér í blaðinu hafi mjög ýtarlega
verið skýrt frá Djúpuvíkurdeil-
unni og öðrum vinnudeilum,
sem Alþýðusambandið hefir
haft afskifti af í vor og sumar,
þá er rétt að taka það fram hér
einu sinni enn, að Alþýðusam-
bandsstjórnin greip þá fyrst
fram í í Djúpuvíkurdeilunni, er
sýnt var, að félagið ætlaði al-
gerlega að bera fyrir borð hags-
muni aðkomufólksins, sem
vinnur á Djúpuvík og er marg-
falt fleira en það fólk, sem þar
er fyrir á staðnum.
Stjórn Alþýðusambandsins
hafði áður sjálf með samning-
um trygt að verulegu leyti kjör
þessa aðkomufólks, en þröng-
sýni þeirra, sem deilunni stjórn
uðu í Djúpuvík, var svo mikil,
að þeir virtust ekki ætla að hika
við að troða algerlega á rétti
þessa fólks.
Alt skraf þessa Eyjólfs Val-
geirssonar um að verksmiðju-
stjórinn, Óskar Ottesen, réði
nokkrum hlut í samningum
þessum er vísvitandi blekking
eða ósannindi, því nú er þessi
maður farinn þaðan sem fram-
kvæmdastjóri og auðvitað voru
það eigendur verksmiðjunnar
hér, sem öll völd höfðu í þeim
samningum hvað verksmiðjuna
snerti.
Um afstöðu kommúnista til
vinnusamninga er það annars
að segja, að ekki er kunnugt um
að þeir hafi síðan 1930 nokkurn
tíma talið neina samninga, sem
náðst hafa með tilstyrk Alþýðu-
sambandsins, annað en svik við
félögin, sem í deilum áttu.
Þeirra aðferð hefir alt af verið
aðferð rógberans, og verður
meðan þeir eru til sem sjálf-
stæður flokkur. Þeirra eina
hlutverk í íslenzkum stjórnmál-
um og verklýðsmálum hefir
verið það að rægja og níða þá
menn, sem alþýðan í landinu
hefir falið forystu mála sinna
bæði í verklýðsfélögunum og í
stjórnmálunum. Þetta verk hefir
þeim tekist að nokkru að vinna,
og svo starblindir eru þeir enn,
að þeir sjá ekki, að frekari ár-
angur í því gæti ekki orðið til
neins annars en að leiða einræð-
íð í valdasess á íslandi, eins og
þeirra flokkömenn áður hafa
gert í nokkrum öðrum löndum.
Þriðja síða Þjóðviljans í gær
(4. ág.) er næsta hlægileg á að
líta. í ,,leiðaranum“ eru skamm
ir og rógburður um stjórn al-
þýðusamtakanna hér, en í
dálkunum við hliðina á „leiðar-
anum“ er því lýst átakanlega,
hve nauðsynlegt sé að komm-
únistarnir sameinist þessum
svikahröppum og vandræða-
mönnum ,sem að þeirra dómi
hafa aldrei gert annað en svíkja
alþýðuna.
Á svona flokki er ekkert
mark takandi og alveg óskiljan-
legt að nokkur maður með
um kosningarrétti til sveitar. og
bæjarstjórna af því að þeir hafa
á neyðartímum orðið að þiggja
lítilfjörlegan fátækrastyrk?
fullri skynsemi og dómgreind
skuli geta fylt slíkan flokk,
sem nú í íull 8 ár hefir sýnt, að
hans eina hlutverk er að rægja
og níða alþýðusamtökin og for-
ustumenn þeirra og skapa
sundrungu og upplausn, sem
mest hlýtur að skaða alþýðuna
sjálfa.
Gloggt er gests-
augað.
—•—
Ferðamenaimir og bærinn.
ERÐAMANNASTRAUM-
URINN hefir verið afar
mikill hingað í sumar. Ég hefi
átt tal við afarmarga og leitað
mér álits þeirra á landinu, fólk-
inu og móttökunum.
Yfirleitt má segja að þeir hafi
verið ánægðir með komuna og
dvölina hér, en þó er margt,
sem þeim líkaði ekki og virtist
þurfa umbóta með, enda er
það ekki nema eðlilegt. Sumt
af því eru málefni ,sem mikið
hefir verið rætt um (t. d. Tjörn-
in), en annað er ýmislegt smá-
vægilegt, sem auðvelt er að
ráða bót á. Eftirfarandi er það
helzta, sem þeir hafa minst á
við mig:
Tjörnin er það, sem flestir
þeirra hafa hneykslast á, enda
er það ekki nema eðlilegt, því í
staðinn fyrir að vera bæjar-
prýði er hún Reykjavíkurbæ til
stórskammar. Ég veit, að það er
erfitt vandamál að ráða fram
úr, hvernig bezf væri að hreinsa
og laga hana svo til frambúðar
sé, og hefi ég leitast við að
skýra það fyrir þeim, sem ég
hefi talað við. En annað er það,
að það er alveg óverjandi að
hreinsa ekki slímið og skítinn af
yfirborði hennar, heldur láta
það safnast fyrir þangað til það
liggur í þykkum lögum á henni.
Það væri bæði auðvelt og fljót-
legt verk.
Umferðin á hinum mjóu göt-
um í miðbænum er annað, sem
margir hafa minst á. Finst þeim
hún vera nokkuð losaraleg og of
hratt ekið, einkum á hornum.
En það eru þó hjólhestamir,
sem þeim þóttu verstir, enda er
það ekki nema eðlilegt.
Hjólhestaumferðin í bænum
er alveg dæmafá. Virðist svo
sem hjólreiðamenn hér í bæn-
um þurfi ekki að fara eftir nein-
um umferðareglum. Hægri og
vinstri handar umferð virðist
þeim hér um bil jafntöm. Ekki
virðast þeir hlýta neinum regl-
um með hvar eða hvernig þeir
snúa við og meira að segja
gangstéttirnar eru ekki óhultar
fyrir þeim.
Væri mjög æskilegt að lög-
reglan tæki hér vel í taumana
og reyndi að koma einhverju
skipulagi á þetta.
Okur er eitt, sem við íslend-
ingar megum ekki vera þektir
fyrir þegar ferðamenn, eða hver
sem er, eiga í hlut. En því miður
hefir það átt sér stað. Hafa
margir farþegar á hinum stóru
lystiskipum kvartað undan því
að það sé hér um bil helmingi
dýrara að fara í ferðirnar, sem
ferðaskrifstofurnar gangast
fyrir, heldur en leigja einkabíl.
Slíkt mælist afar-illa fyrir með-
al ferðamanna og ætti ekki að
eiga sér stað.
Margir hafa eínnig minst á
hvað margt væri selt óhæfilega
dýrt á Hótel Borg, þó sérstak-
lega vínföng. Hjá mörgum þjóð
um er sá siður að drekka vín á
undan eða með mat. Hafa marg-
ir útlendingar haldið þeim sið
hér, þegar þeir sáu að vín var á
boðstólum. En þeim hefii* flest-
um brugðið illilega í brún þeg-
ar reikningurinn kom og hver
sopi kostar svo krónum skiftir.
Á ég bágt með að trúa að þar
eigi sér ekki stað nokkuð stíf á-
lagning.
Nú skulum við snúa við blað-
inu og taka hina hliðina.
Börnin í bænum hafa vakið
mikla aðdáun hjá flestum ferða-
mönnum. Hafa þeir dáðst að
hvað þau séu lagleg, björt yfir-
litum og siðprúð. Sérstaklega
man ég eftir hrifningunni hjá
nokkrum útlendingum, sem
fóru inn í Sundhöll og sáu þar
hóp af telpum við sundnám
undir handleiðslu Jóns Páls-
sonar sundkennara. Enda er
það áreiðanlegt, að Sundhöllin
vinnur og á eftir að vinna ómet-
anlegt starf í þágu hinnar upp-
vaxandi kynslóðar. Finst mér
sérstaklega ánægjulegt, að það
skuli vera yfirleitt börnin, sem
mesta eftirtekt vekja, því ekk-
ert getur verið betri auglýsing
fyrir land og þjóð en hraustleg,
siðprúð og lagleg börn.
Kirkjugarðurinn hefir sætt á-
kúrum, frá mörgum, en svo
undarlega bregður við að ferða-
mönnum lízt yfirleitt vel á
hann. Þykir þeim hann ein-
kennilegur að sjá með legstein-
ana upp úr runnum og blómum.
Sérstaklega hafa þeir, sem kom-
ið hafa upp á turn kirkjunnar í
Landakoti, haft orð á honum.
Austurvöllur hefir einnig
fengið góða dóma. Þykir flest-
um hann laglegur og vel hirtur.
En allir ljúka upp sama munni
að hann hefði átt að ná að Aust-
urstræti og að húsin þar séu
bæði Ieiðinleg og ljót.
Slim.
Sorraaír lcgfræðingar
fjðlmcana hlmgað 1948.
—o—
KHÖFN í gærkveldi. FÚ.
ULLNAÐARÁKVARÐ-
ANIR hafa nú verið tekn-
ar um það, að norrænir lög-
fræðingar koma til íslands
1940.
Er áformað að þeir leigi stórt
farþegaskip til fararinnar, og
búa lögfræðingarnir á skipinu
meðan þeir dveljast hér.
Útbreiðið Alþýðublaðið!
Næsta hraðferð
til Akureyrar
er á mánudag
Bifreidastðd Stein
Sfml 1580.
Hraðterðtr tU ðkureyrar
alla daga nena mánndaga.
Afgreiðsla i Reykjavík:
Bifreiðastðð tslands, Simi 1540.
Blfrelðastðð Atoeyrar.
Bezta
Munntóbakið
er frá
Brödrene Braun.
KAUPMANNAH0FN
Hiðlill «am
B. B, munntóbak
Fmmt siis