Alþýðublaðið - 31.08.1938, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 31.08.1938, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAG 31. Ág. 1938. ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ KITSTJÓHí: F. R. VALDBMARSSON. AFGREIÐSLA; ALlÞÝBUHtSINU (Inngangur frá Hverfiagötu). SÍJVIAB: 4908—49®®, 4900: Afgreiösla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar firéttir). 1902: Riístjóri. 4903: ViJhj. S.Vilhjálmsson(heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Alþýöuprentsmiðjan, 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIBJAN Hvorn kostini kýs Fraisókn? EITSTJÓRI Nýja dagblaðs- ins skrifaði nýlega grein, í tilefni af viðtölum þeim, er Finnur Jónsson hafði átt við forystumenn Alþýðuflokkanna á NorðurlÖndum, sem hver mað ur hlaut að skilja þannig, að hann teldi ekki samvinnu AI- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins æskilega og í raun og veru óhugsandi, þar sem hann sagði að skilyrði af hálfu Fram- sóknarflokksins fyrir slíkri samvinnu væri að Alþýðuflokk- urinn breytti algerlega um stefnu, hafnaði úrlausnum sós- íalismans og legði hann á hill- una. í raun og veru mátti skilja á greininni, að Alþýðuflokkur- inn hefði rekið kommúnistiska pólitík, og þetta er undirstrik- að sem ákveðnast í ritstjórnar- grein N. dagbl. í gær, þar sem því er haldið fram, að Alþýðu- flokkurinn hafi jafnvel ,,gengið lengra“ en kommúnistar í ,,þjóð- nýtingar- og kaupkröfum“. Þar sem ekkert liggur fyrir um það, að Alþýðuflokkurinn ætli að yfirgefa eða breyta um þá stefnu, sem hann hefir fylgt á undanförnum árum, og sem mörkuð hefir verið af forseta flokksins frá upphafi, „öfga- manninum“ Jóni Baldvinssyni, hlutu lesendur N. dagbl. að draga þá ályktun, að samvinna við Alþýðuflokkinn væri ó- hugsanleg. Daginn eftir birtist í sama blaði önnur grein, þar sem lýst var viðhorfi Framsóknarflokks- ins til íhaldsins og stjórnar þess á landinu 1924—1927. Hvernig er þessi lýsing á þeim flokki, sem vitað er að þeir Framsókn- armenn, sem hugsa eins og Þ. Þ. og halda á lofti stöðugum ó- hróðri um Alþýðuflokkinn, — hugsa til samvinnu við? Því er fyrst lýst, að stjórnar- tímabil íhaldsins hafi verið paradís milliliðanna. „Allar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar höfðu það markmið, að auka þann gróða.“ Ekki óskemtileg hugsun fyrir flokk, sem hefir samvinnustefnuna sem æðsta boðorð á stefnuskrá sinni. Það var „létt undir með byggingu skrauthýsa“, það var sem sé aðaláhugamál ríkisstjórnarinn- ar, að milliliðirnir gætu átt — ekki aðeins ,,arðsama“ — held- ur einnig „náðuga“ daga. Hvað fengu svo bændur í sinn hlut? „Þeim var neitað um allan stuðning til að gera land- búnaðinn jafnréttháan öðrum atvinnuvegum landsins um að- gang að veltufé.“ íhaldið barð- ist á móti „vegalagningum, byggingar- og landnámssjóði, á- burðareinkasölunni,“ og öðrum umbótum í þágu landbúnaðar- ins,- Bændur voru „settir skör neðar en allar aðrar stéttir" — (leturbr. Alþ.bl.). Er þetta þá það, sem koma skal? hljóta lesendur N. dagbl. að hugsa, eftir að þeim hefir verið sýnt fram á það af rit- stjóra Nýja dagblaðsins, hr. Þórarni Þórarinssyni, að Al- þýðuflokkurinn sé jafnvel verri en kommúnistar og við hann eigi Framsókn enga samvinnu að hafa, nema hann afneiti al- gerlega sinni fortíð og stefnu. Það er óhætt að segja hr. Þ. Þ. og Framsóknarmönnum, sem hugsa eins og hann, að Ai- þýðuflokkurinn mun ekki gera það. Hann mun halda áfram á sömu braut, á sama grund- velli og áður, eins og Alþýðu- flokkarnir á Norðurlöndum. — Framsóknarflokkurinn verður svo að gera upp við sig sjálfan — hvort hann kýs heldur á- framhaldandi samvinnu við Al- þýðuflokkinn eða íhaldið. íhaldið hefir þegar birt sín skilyrði: Framsóknarflokkurinn verður að afneita sinni stefnu, Þ. Þ. virðist á mjög góðum vegi með það, — og „biðja þjóðina afsökunar á tuddaskap sínum og svikum.“ Nýja dagblaðið hefir gefið greinargóða lýsingu á stjórnar- farinu, þegar íhaldið réði stjórn arstefnunni. Þá voru forvígis- menn íhaldsins Jón Magnússon, Jón Þorláksson og Magnús Guðmundsson, gætnir, hófsam- ir og velviljaðir út frá sínu í- haldssama sjónarmiði. Nú standa í broddi fylkingar hjá íhaldinu öfgafyltir lýð- skrumarar, eftir því sem blöð Framsóknarflokksins margsinn- is hafa lýst þeim; nú er það Ól- afur Thors, sem markar fjár- málastefnu og fjármálasiðgæði flokksins, Fra#isókn má búazt við að þurfa að semja við Sig- urð „mosaskegg“ um afurða- verðið til bænda og menn eins og Knút Arngrímsson um upp- eldismál þjóðarinnar. Afstaða Alþýðuflokksins er skýr og ótvíræð: Hann er reiðubúinn til samvinnu við Framsóknarflokkinn á jafnrétt- isgrundvelli, á þeim grundvelli, sem markaður hefir verið af flokknum með starfi hans á liðnum árum, hann álítur slíka samvinnu hagkvæma báðum stærstu vinnustéttum landsins, verkamönnum og bændum, en hann hræðist það engan veginn, þótt Framsóknarflokkurinn taki þann kost, sem ritstjóri Nýia dagblaðsins virðist óska eftir. Mðf Mj]i d«g- blaðsins. IjJÝJA DAGBLAÐIÐ hefir gefist algerlega upp á því, að finna þeim orðum sínum stað, að Alþýðuflokkarnir á Norðurlöndum hafi „hafnað úr- lausnum sósíalismans“ og að ís- lenzki Alþýðuflokkurinn hafi fylgt annari stefnu en þeir, m. a. með „stórfeldum“ og „heimskulegum þjóðnýtingar- kröfum.“ í stað þess að rökræða þessar fullyrðingar og færa dæmi þeim til sönnunar, end- urtekur blaðið staðhæfingar sín ar án nokkurra röksemda, á sama hátt og það hefir gert ó- tal sinnum með nokkurra daga millibili í rúmt ár, síðan J. J. tók Kveldúlf upp á arma sína. 1. Ritstjóri Nýja dagblaðsins hefir ekki enn orðið við til- mælum Alþýðublaðsins um, að útskýra, við hvað hann á með ,,þjóðnýtingu,“ sem virðist vera stefna, sem Framsóknar- flokkurinn fordæmir algerlega, þrátt fyrir það, þó hann hafi samvinnuna á stefn'uskrá sinni og álíti hana framtíðarlausn á öllum sviðum atvinnulífsins. Leon Blum á útifundi í París Maurice Thorez. Samkomulagið milli jafnaðarmanna og kommúnista verra en nokkru sinni áður, segir norski jafnað" armaðurinn Finn Moe I: ]kT ORSKI rithöfundurinn og jafnaðarmaðurinn Finn Moe, sem undanfarið hefir dvalið suður á Frakk- landi til þess að kynna sér stjórnmálaástandið þar, hefir j! nýlega skrifað ítarlega grein í Arbeiderbladet í Oslo um ;j það millibilsástand, sem nú ríkir þar syðra og hina nei- ;j kvæðu reynslu af samfylkingunni, sem undanfarin fjögur I; jj ár hefir verið milli jafnaðarmanna og kommúnista á !; jj Frakklandi. !; j; Greinin, sem hér fer á eftir er útdráttur úr ritgerð ;j ![ Finns Moe. jj ÁTTTAKAN í hópgöngu samfylkingarinnar í Par- ís á þjóðhátíðardegi Frakka þ. 14. júlí í sumar var áberandi mikið minni en undanfarin ár. Og það leyndi sér ekki, að hóp- gönguna vantaði þann eldmóð, sem hún hafði í fyrra og hitt eð fyrra. Sérstaklega tóku menn eftir því, að þátttakan var lítil af hálfu sósíalradikala flokks- ins, sem nú fer svo að segja einn með stjórn landsins. Það væri þó ekki rétt að á- lykta af því, eins og svo margir vilja gera, að samfylkingin á Frakklandi sé þegar dauð. En sem bandalag milli flokka bæði 2. Ritstjórinn nefnir ennþá ekkert dæmi úr tillögum Al- þýðuflokksins á vorþinginu 1937, um hættulegar þjóðnýt- ingarkröfur. 3. Hann leggur Alþýðublað- inu þau orð í munn, að það haldi því fram, að Framsóknar- flokkurinn sé búinn að „leggja samvinnustefnuna á hilluna“, af því hann hafi ekki fram- kvæmt hana á meðan hann sat einn við völd. Alþýðublaðið sagði, að það væri jafn fávís- legt að ásaka Framsókn um að hafa lagt samvinnustefnuna á hilluna og það að halda því fram, að sósíalistaflokkarnir á Norðurlöndum hefðu „hafnað úrlausnum sósíalismans“, af því þeir hefðu ekki „framkvæmt sósíalismann2 3 * * * * * * * 11 á þeim fáu árum, sem þeir hafa setið að völdum. „Framsóknarflokkurinn hefir aldrei haft þingmeirihluta einn“, segir Nýja dagblaðið, og gat því ekki komið öllum sín- um málum fram, en það þýðir ekki að hann hafi breytt um stefnu. Nákvæmlega hið sama má segja um Alþýðufloklcana. Þeir hafa ekki „hafnað úrlausn- um sósíalismans,“ þótt þeir hafi ekki getað „framkvæmt sósíalismann“ að öllu leyti í minnihlutaaðstöðu, á örfáum árum, enda engum sósíalista dottið í hug, að hægt væri að framkvæma sósíalismann á ör- fáum árum. Skýrar gat N. dag- bí. ekki játað, að það fór með staðlausa stafi, þegar það full- yrti, að Alþýðuflokkarnir á Norðurlöndum hafi „hafnað úr- lausnum sósíalismans.“ á þingi og í stjórn landsins hef- ir hún upp á síðkastið beðið mikinn hnekki. Og það kemur ekki aðeins til af því augna- bliks- eða millibilsástandi, sem nú er í stjórnmálum Frakk- lands, síðan sósíalradikali flokk urinn myndaði stjórn án þátt- töku jafnaðarmanna, heldur einnig og miklu meira af því, að samfylkingin — bandalagið milli sósíalradíkala flokksins, jafnaðarmanna og kommúnista — var byggð á algerlega nei- kvæðri stefnuskrá: baráttunni á móti fasismanum. Það hlutverk, sem hún setti sér — að afstýra fasismanum — hefir samfylkingin leyst af hendi. Hin eiginlegu fasista- samtök og foringjar þeirra, de la Rocque og Doriot, hafa að minnsta kosti i bili verið kveðin alveg niður á Frakklandi. En þar með hefir samfylkingin líka Verið svift þeim grund- velli, sem hún var byggð á. Þegar hún átti að sýna, hvaða jákvæða stefnuskrá hún hefði, hvaða umbætur hún gæti gert í atvinnulífi og félagslífi lands- ins, kom ágreiningurinn í ljós. Þegar samfylkingin var mynduð fyrir fjórum árum, var það mjög greinilega tekið fram af öllum flokkunum, sem tóku þátt í þessu pólitíska banda- lagi, að þeir héldu eftir sem áð- ur hver sínu sjálfstæði og sinni stefnuskrá. Það var ekkert ann- að en baráttan á móti fasism- anum, sem sameinaði þá. Og í vitundinni um það, hefir inn- byrðis baráttan milli flokkanna í samfylkingunni haldið áfram — og farið vaxandi undir niðri, þannig að segja má að allt sé nú í báli milli þeirra. Hve hat- römm þessi barátta er, mátti heyra í hópgöngunni þ. 14. júlí í sumar, þegar kommúnistarn- ir hrópuðu: „ Lifi Thorez!“ til þess að reyna að yfirgnæfa her- óp jafnaðarmanna: „Lifi Leon Blum!“ Sannleikurinn er sá, að jafnaðarmenn og kommúnistar standa lengra hvorir frá öðrum nú, en nokkru sinni áður, síð- an samfylkingin var mynduð. Samfylkingarstjórnin á Frakklandi fór undir forsæti Leons Blum vel af stað sumarið 1936. Þær umbætur á kjörum verkamanna, sem Blum gerði — sameiginlegir vinnusamning- ar, lögskipað sumarfrí með fullu kaupi og margt fleira — hafa haft stórkostlega þýðingu. Það eru umbætur, sem hafa sett nýjan svip á líf frönsku þjóðar- innar; enginn, sem þekkti Frakkland áður, getur gengið þess dulinn. í gamla daga sást aldrei bakpoki á götunum í París. Nú eru þeir allsstaðar. Og það hafa verið opnaðar nýj- ar búðir með sportvörum, þar sem ekki eru aðeins seldir hjól- hestar eins og áður, heldur og tjöld og útileguútbúnaður. — Þetta er nýtt á Frakklandi. Það er merki þess, að hið vinnandi fólk hefir uppgötvað náttúruna á ný og fengið tækifæri til þess að njóta hennar. Enginn skyldi gera of lítið úr slíku. Það er upphafið að nýjum tíma á Frakklandi. En eftir rúmlega hálfs árs samfylkingarstjórn fór að draga úr umbótunum og í fyrravor boðaði Blum hið marg um tal- aða „hlé“ á þeim. En nokkrum mánuðum seinna var honum steypt af öldungadeildinni. Það eru margir þeirrar skoðunar á Frakklandi — sérstaklega inn- in verkalýðsfélaganna — að Blum hafi ekki sýnt nógu mik- inn kraft; hann hefði átt að leggja til úrslitabaráttu gegn öldungadeildinni og gera í eitt skifti fyrir öll enda á valdi hennar. En meinið lá efalaust dýpra, þegar allt kemur til alls. Það lá í því, að samfylk- ingin hafði enga ákveðna, sam- eiginlega stefnuskrá. Það verður líka að viður- kenna, að hlutverk Blums var ekki létt. Hann varð að berjast við þá örðugleika, sem allar franskar stjórnir hafa átt við að stríða í seinni tíð — fjárhags- örðugleikana. Ástandið hefir um lengri tíma verið þannig, að allar tekjurnar á fjárhagsá- ætlun ríkisins hafa ekki hrokk- ið fyrir meiru en aðeins tveim- ur af útgjaldaliðunum — vöxt- um og afborgunum af ríkis- skuldunum og vígbúnaðarkostn aðinum. Til alls annars hefir orðið að útvega fé á annan hátt. Það er ástand, sem vitanlega getur ekki gengið til lengdar. Það er orðið óhjákvæmilegt að endurskoða og breyta öllu skattakerfi Frakklands. Það er svo auðugt land, að það ætti ekki að vera erfitt að afla þess fjár, sem þarf til þess að stjórna landinu án tekjuhalla. En afturhaldið hefir notað sér fjárhagsörðugleikana; það hefir gert það sumpart með því, að setja sín pólitísku skilyrði í hvert sinn, sem stjórnin hefir þurft á láni að halda, en sum- part líka með því, að fella frank ann með kauphallarbraski og fjárflótta til útlanda. Það eru gamalkunnar bardagaaðferðir afturhaldsins á Frakklandi. Það hefir með þeim steypt hverri stjórninni eftir aðra, þótt þær hafi haft öruggan meirihluta á þingi. Betri sönnun er ekki hægt að fá fyrir því, hve mikið vantar á að lýðræðið sé tryggt, meðan þing og stjórn hafa ekki náð nokkurn veginn öruggu taki á bönkunum. Afturhaldinu á Frakklandi hefir í bili tekizt að koma jafn- aðarmönnum út úr stjórn lands- ins. Stjórn Daladiers er að lang mestu leyti skipuð fulltrúum sósíalradikalaflokksins. Auk hans eiga aðeins þýðingarlaus eða þýðingarlítil flokksbrot milli sósíalradikala flokksins og jafnaðarmanna sæti í henni. Stjórnin hefir reynt að bæta fjárhag ríkisins. En ekkert sem hún hefir gert, getur til virki- legra umbóta talizt. Hinsvegar gera stóratvinnurekendurnir allt, sem þeir geta, til þess að rífa aftur niður þær umbætur, sem stjórn Leons Blum gerði. Þeir fara í kring um lögin um sameiginlega vinnusamninga og önnur lagaákvæði, sem hún setti til þess að bæta lífskjör verkamanna. Stjórn Daladiers gerir ekkert til þess að sjá um að þau séu í heiðri haldin. Það er eðlilegt, að mikil ó- vissa sé ríkjandi innan frönsku verkalýðshreifingarinnar, þegar slíkt millibilsástand er í land- inu. Samkomulagið milli jafnaðar manna og kommúnista er verra en nokkru sinni áður. Innan verkalýðsfélaganna eru von- brigðin vitanlega mikil yfir framferði atvinnurekendanna. Kommúnistar reyna að nota sér þau sjálfum sér til pólitísks framdráttar. Þeir kynda ábyrgð arlaust undir með því að gera kröfur, sem eru óframkvæman- legar og aðeins settar fram í lýð skrums- og áróðursskyni fyrir þá sjálfa. Þeir halda einnig á- fram stöðugu klíkustarfi í verka lýðsfélögunum, og hafa upp á síðkastið meira að segja aukið það svo, að aðrir hafa neyðst til þess að taka upp opinbera bar- áttu á móti því. Það þykir fyrir- sjáanlegt að það komi til alvar- legustu átaka og allsherjarupp- gjörs milli jafnaðarmanna og kommúnista innan verkalýðsfé- laganna á þingi. verkalýðsfélag- anna í haust. Beztn kolln, GEIRH.ZGEGA Síraar: 1964 og 4017« SKÓLAFÖTIN ÚR FATABÚÐINNI.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.