Alþýðublaðið - 18.10.1938, Síða 3
ÞRBMUDAG 18. OKT. 1838
ALÞTÐUBIAPIÐ
Bjðrgunarskiplð Sæbjðrg
hefir pegar veltt mörgn
skipum og bátum
---- .■ ■—---—
Úr skýrslu sklpstjórans.
ALÞTÐUBLAÐIÐ
EITSTJÓES:
r. ft. VALDEMLARSSON.
if'CiftÉÍÐSLA:
ALÞ.ÝÐDHÚ.SIND
(ixmgangur írá Hverflagötu)
SÍMAft: 49®0—498«.
49J0: Afgreiðsia, augiýsinga'.
(901: Ritstjóm (innTewðar fretiir).
t902: Rftaíjöri.
4903: Vilítj. S.Vilhjálma3on(heima)
i'J04: F. R. Valdemarsson (heíma)
4905: Aipýöuprentsmiðjan.
S906: Afgreiðsla.
' ALÞÝÐDPKENTSftUDJAN
„ Síldarsaga“
Vísis.
VtSIR gerir á laugardaginn
enn eina kátbroslega til-
raun til aS halda lífi í hinni fár-
ánlegu lygasögu sinni um Am-
eríkusíldina. Birtir blaðið afar-
langa grein undir fjögra dálka
fyrirsögn svohljóðandi: „Síld-
arútvegsnefnd hefir týnt kaup-
andanum að Ameríkusíldinni.
Alþýðublaðið og Tíminn ósam-
mála um kaupandann.“
Öll hin langa þvæla blaðsins
gengur síðan út á að. sanna fyrri
fullyrðingar Vísis um að kaup-
ándi síldárinnar væri týndur, og
að félagið, sem keypt hefði síld-
ina, hafi aldrei verið til eða
stofnað eftir að samningurinn
var gerður.
Síðan leiðir Vísir 2 vitni í
málinu og taki menn nú eftir:
Hið fyrra er Þjóðviljinn, sem
segir frá því daginn eftir að
lygasagan hafði birzt í Vísi, „að
vafasamt sé, hvort kaupandi
síldarinnar gæti staðið við
skuldbindingar sínar“. Eins og
það sé nokkur nýlunda, að blað
kommúnista lepji upp ósannindi
íhaldsblaðanna, og þau vitni
svo aftur í kommúnista o. s.
frv.! — Síðan bætir Vísir því
við, að einn af síldarútvegs-
nefndarmönnunum hafi viður-
kent í viðtali við Vísi, „að ein-
liver afturkippur“(!) væri kom-
inn í söluna. Þar með er „sönn-
unin“ fengin fyrir lygasögunni!
Sigrihrósandi segir Vísir, að þar
með hafi hann tvö vitni sínum
málstað til sönnunar, „og verð-
ur það að teljast sæmilegur ár-
' angur þegar á fyrsta degi eftir
að greinin birtist"! Litlu verður
Vöggur feginn!
En nú kemur aðalbomba Vís-
is, sem gefið hefir tilefni til
hinnar stóru fyrirsagnar. Vísir
sannar það, að meðlimum síld-
arútvegsnefndar beri ekki sam-
an um kaupandann, sem Vísir
segir að sé týndur: Alþýðublað-
ið hafi það eftir Finni Jónssyni,
að samningurinn hafi verið
gerður við Mr. Stanley Iller í
San Francisco, en Tíminn hafi
það eftir Jakobi Frímannssyni,
að hann hafi verið gerður við
„The North American Herring
Co. Ltd.“
„Hvort blaðið lýgur nú?“
segir Vísír heldur borginmann-
lega. Þarna sjáið þið, síldarút-
vegsnefnd veit ekki hver er
kaupandinn, hann er týndur
eins og Vísir sagði. Gáfnaljós-
unum við blaðið hugkvæmist
ekki að verið geti að áðurnefnt
félag geri samning með milli-
göngu ákveðins trúnaðarmanns,
og að þessi trúnaðarmaður geti
verið fyrnefndur Mr. Stanley
Iller!
Nú víkur sögunni að Morgun-
blaðinu. í fyrra sumar fóru í-
haldsblöðin bæði í sameiningu
í mikla herferð gegn síldarút-
vegsnefnd og sérstaklega Finni
Jónssyni, sem mörgum mun
minnisstætt. Þá voru íhalds-
blöðin samtaka um lygasögurn-
ar og um það að stinga upplýs-
ingum og símskeytum frá full-
trúa Sjálfstæðismanna í síldar-
útvegsnefnd, Sigurði Kristjáns-
syni á Siglufirði, undir stól.
En nú hefir Mgbl. sýnilega
ofboðið hin kjánalega árás Vísis
á nefndina og birtir á sunnu-
daginn langt viðtal við Jóhann
Jósefsson, sem nú á sæti í nefnd
inni, þar sem frásögn Vísis er
hrakin svo að segja orði til orðs.
Fyrirsögn Mgbl-greinarinnar
er: „Síldin er að mestu leyti
seld. Matéssíldin öll seld“, sbr.
áðurnefnda fyrirsögn í Vísi á
laugardaginn. Þá segir Jóh. Jós.
að sölusamningurinn hafi verið
gerður við Mr. Stanley Iller frá
San Francisco „sem trúnaðar-
og ábyrgðarmanns fyrir New-
York-firmað „North American
Herring Sales Ltd.“, sbr. það,
sem áður var sagt og ummæli
Vísis um að kaupandi síldarinn-
ar hljóti að vera „hreinasta nátt
úrunnar viðundur“. Jafnvel
Vísir ætti nú að fara að skilja
samhengið.
Þá spyr Mgbl. hvort einhver
breyting muni hafa orðið á
verði Ameríkusíldarinnar til
hins verra. ,.Nei,“ segir Jóh.
Jós., „þvert á móti.“
Menn geta nú gert sér í hug-
arlund hvað mikið hefir verið
að græða á síldarsögu Vísis, úr
því jafnvel Mgbl. ofbýður svo
fíflskapurinn, að það tekur að
sér að segja flokksblaði sínu til
syndanna.
Vísir kann auðsjáanlega mjög
illa þessari ofanígjöf Mgbl. og
launar Mgbl. með því að hæð-
ast að einni af fjólum þess um
einhvern söfnuð, sem „syngi
sálma á fingramáli“, en segist
að öðru leyti muni svara Mgbl.
betur seinna. Það verður fróð-
legt að sjá áframhaldið á „síld-
arsögu“ Vísis. Það, sem komið
er af henni, jafnast sannarlega
á við beztu fjólur MgbL.og hver
veit nema hr. Kristján Guð-
laugsson eigi éftir að erfa heið-
ursnafnið ,,fjólupabbi“ eftir
Valtý. Hann virðist fyllilega
eiga það skilið.
Áheit á Strandakirkju:
5 kr. frá J.M.S. Akranesi.
BJÖRGUNARSKIPIÐ „Sæ-
björg“ kom hingað til
lands þ. 20. þ. á. og hóf starf
sitt nokkru síðar. Skipið hefir
því starfað í rúmlega hálft ár
og þykir vel við eiga að tairt sé
nú grein um björgunarstarf-
semi skipsins, eftir skýrslum
skipstjórans.
Það var orðið all áliðið á vetr-
arvertíðina, er „Sæbjörg” fór
sína fyrstu ferð út i Faxafló-
ann til þess að gegna störfum
sínum fyrir fiskiflotann. Þrátt
fyrir það auðnaðist henni að
verða mörgum til hjálpar, eins
og nú skal rakið.
Hinn 3. apríl kallaði mb.
„Hákon Eyjólfsson,“ sem hefir
talstöð, á hjálp, þar eð hann
hafði fengið vélarbilun úti við
Garðskaga.
Brá „Sæbjöörg“ við og kom
bátnum til aðstoðar og dró
hann til Keflavíkur. Þann 3.
maí bað mb. „Ingólfur" frá
Keflavík um hjálp. Sagði for-
maður „Ingólfs11 að svo mikill
leki væri kominn að bátnum,
að hann gæti ekki látið vélina
ganga. Var enn brugðið fljótt
við og „Ingólfur“ dreginn til
hafnar í Keflavík.
Þann 7. maí tilkynnti mb.
„Reynir“ frá Keflavík, að mb.
„Óðinn“ frá Reykjavík væri
með bilaða vél um 20 sjómílur
vestur frá Sandgerði. Var strax
farið honum til hjálpar og kom-
ið með hann til Reykjavíkur
daginn eftir.
Eins og kunnugt er, hefir
„Sæbjörg“ mjög fullkomna
miðunarstöð og getur því ge-fið
skipum og bátum nákvæmar
staðamiðanir, enda nutu all-
mörg skip aðstoðar „Sæbjarg-
ar“ í þessum efnum, og skulu
hér nefnd nokkur dæmi, tekin
eftir skýrslum skipstjórans,
Kristjáns Kristjánssonar.
„Kl. 11.50 þ. 10. apríl kall-
aði lv. „Sæborg“ frá Akureyri
og bað um að miða sig. Kl.
15.50 sama dag, bað „Sæborg“
aftur um miðun. Eftir samtali,
er náðist af skipstj. á „Sæ-
borgu“ taldi hann báðar mið-
anirnar góðar.
Kl. 9,40 þ. 5. maí bað mb.
„Árni Ólafsson“ um að miða
sig, og þá um leið m.b. „Örn-
inn“ frá Keflavík. Allar þess-
ar miðanir reyndust réttar."-
Ennfremur var „Sæbjörg“
kölluð til aðstoðar á ýmsum
öðrum sviðum, eins og sjá má
af eftirfarandi:
„Kl. 12,10 þ. 3. apríl kom op-
inn vélbátur og bað um hjálp,
til þess að ná upp fyrir sig net-
hnút. Var hann aðstoðaður við
það og dreginn til lands.
Kl. 13,35 þ. 2. apríl kallaði
bv. „Belgaum" frá Reykjavík
og bað um að taka fyrir sig
veikan mann í land. Þegar kom-
ið var til „Belgaum,11 það mun
hafa verið um 3—4 sjómílur í
vestur frá Garðskaga, dæmdist
ófært að taka sjúka manninn
á milli skipa.“
Þ. 10. maí hætti ,,Sæbjörg“
störfum í Faxaflóanum, en 24.
júní fór .hún norður fyrir land
til þess að starfa þar yfir síld-
veiðitímann. Því eins og
kunnugt er, stundar megnið af
ísl. fiskiflotanum veiðar fyrir
Norðurlandi yfir sumarið. Fyrir
Norðurlandi var skipið til 22.
september, en þá kom það til
Reykjavíkur. Daginn eftir fór
„Sæbjörg11 aftur til starfa sinna
1 Faxaflóa og var þar til 4. okt.
en þá hætti hún störfum í svip
og er nú verið að hreinsa vél
skipsins. Tímabilið frá 10. júní
til 4. október var „Sæbjörg11
á leigu hjá Skipaútgerð ríkis-
ins. Hér fara á eftir útdr. úr
skýrslum skipstjórans um
björgunarstörf .,Sæbjargar“
fyrir Norðurlandi:
Þriðjudaginn 2. ágúst kl.
20.50 kom ,,Sæbjörg“ að skip-
inu „Artur & Fanney“ þar sem
það lá fyrir akkeri, uppi und-
ir landi, út af Bangastöðum.
austan við Tjörnes, með stykki
úr nótinni í skrúfunni og gat
sig ekki hreyft og því alveg
hjálparlaust. Skipstj. á skipinu
bað um hjálp til þess að kom-
ast til hafnar, svo hægt væri
að losa úr skrúfunni, og síldar-
farm, sem það hafði innan-
borðs, um 350 mál. Skipið hafði
legið þarna frá kvöldinu áður.
og var talstöðvarlaust. Var það
dregið inn til Akureyrar og
gekk vel.
Laugardaginn 30. júlí heyrð-
ist kall frá vélbátnum „Þorgeir
goða,“ er bað um aðstoð björg-
unarskipsins, þar eð þeir lægju
hjálparlausir, með bilaða vél,
framundan Þursaskeri á Skaga-
firði. Brá „Sæbjörg“ við og
kom bátnum til hjálpar og dró
hann til Siglufjarðar.
Miðvikudaginn þ. 27. júlí var
haft samband í gegn um tal-
stöðina við vélbátinn „Gull-
topp“, sem var með bilaða vél
og hjálparlaus og bað um að-
stoð „Sæbjargar,11 sem kom
honum til hafnar á Siglufirði.
Þ. 19. júlí kl. 21 var „Sæ-
björg“ stödd úti af Skagaströnd,
heyrðist þá kall frá vélbátnum
„Hannes lóðs“ frá Vestmanna-
eyjum, um það að vélbáturinn
„Herjólfur“ væri með bilaða vél
á Skagafirði og óskaði eftir að-
stoð björgunarskipsins. Var
strax lagt af stað og þegar „Sæ-
björg“ kom að „Herjólfi“ lét
hann reka skammt vestur af
Hólmaskeri. Var komið drátt-
artaug um borð og báturinn
dreginn til Siglufjarðar.
Gjiafir til Slys;avamiafélags
Is’ands.
Frá Gtu'ðin. ólafss., Stakkhiolti,
Ólafsvík, kr. 40,00. Frá kviemm-
deild verkamaamaféliaigsiins Fram
á Seyðisfirði, kr. 116,02. Frá
skipshöfninni á e .s. Selfossd kr.
59,00. Frá skipshöfninni á e. s.
Brúarfossi kr. 61,50. Kærasr þakk-
lr. — J. E. B.
Innflntninpr bjgg-
ingarefna.
—O—
Byggingaiðnaðarmenn og
verkamenn þessa bæjar vantar
erlent byggingarefni fyrir ca.
kr. 170 000 00, til þess að geta
tryggt sér 7 mánaða atvinnu,
og bíða nú eftir svari fjármála-
ráðherra og gjaldeyris- og inn-
flutningsnefndar um það, hvort.
innflutningur verði leyfður fyr-
ir þessa upphæð.
Hér er um vetraratvinnu að
ræða fyrir mikinn f jölda manns.
í sambandi við þetta mál er
rétt að spyrja, hvort rétt sé,
sem heyrst hefir, að skipsfarm-
ur sé nýkominn til einnar verzl-
unar hér austan fjalls, og að
gamlar og nýjar birgðir verzl-
unarinnar séu svo miklar af
aðeins einni tegund af bygging-
arefni að nemi að minsta kosti
kr. 10.00 á hvern íbúa sýsl-
unnar.
í Reykjavík er mikil þörf
fyrir byggingarefni, og eiga
fyrnefndir iðnaðarmenn og
verkamenn lífsafkomu sína und
ir því, að þetta byggingarefni
fáist nú þegar. En í sýslu þeirri,
þar sem hinar miklu birgðir
eru sagðar fyrirliggjandi, fer
sama og engin byggingarstarf-
semi fram fyr en næsta sumar.
Ef þetta er svo, lítur út fyrir
að hér sé illa farið með gjald-
eyri þjóðarinnar. Þar sem eng-
in byggingarstarfsemi fer fram
lítur út fyrir, að miklar bii*gð-
ir séu fyrirliggjandi. En 1
Reykjavík, þar sem mikil bygg-
ingarstarfsemi fer fram allt ár-
ið, og áríðandi er, að birgðir
séu til á hverju hausti, þar er
nú alger vöntun á nauðsynleg-
asta byggingarefni.
Fulltrúar bankanna í gjald-
eyrisnefnd, sem munu standa
fastast á móti því, að bygging-
ariðnaðarmenn fái nú viðunandi
úrlausn mála sinna, mega bú-
ast við því, að að því komi. að
þeir verði krafðir reiknings-
skapar um fyrri ráðstafanir sín-
ar í gjaldeyrismálum iðnaðarins
og þá ekki sízt um það sem hér
greinir að ofan.
Iðnaðarmaður.
Auglýsið í Alþýðublaðinu.
Mý békaverslnn
Bókauerslun
Isafolöarprentsmiðiu
Rusíursírceti 8
er opnuíl á djig. fásl afliar fl®Ie»i®lkar ítesekiir, eldri og yiisgri. ESnn«
ffremnr noJkftmirt nrrásl aff rltffilngnin og pappfirivðffum ffyrlr ©krifsioffnr
og skóla. Samlámis koma ói 0 uýar ÍBækiar:
1. Islensk úrvalsljóð V. (Benedikt Gröndal). Úrvalsljóðin eru þegar orðin svo vinsæl, að óþarft er að mæla með
þeim, en auk þess hafa ljóðmæli Benedikts Sveinbjarnarsonar Gröndals verið ófáanleg um margra ára skeið.
2. Nero keisari, eftir Arthur Weigall. Þýtt hefir Magnús Magnússon ritstjóri. Þetta er söguleg skáldsaga og tal-
in afbragðsverk í sinni röð.
3. Gegnum lystigarðinn, ný skáldsaga eftir Guðmund D aníelsson frá Guttormskag'a. Guðmundur hefir hlotið svo
lofsamleg ummæli fyrir fyrri bækur sínar, að búast má við að margur sje forvitinn að sjá þessa bók hans.
4. Og* árin líða, þrjár sögur eftir Sigurð Helgason.
5. Ástalíf, eftir Pjetur Sigurðsson erindreka Allir íslendingar kannast við hreinskilni og bersögli Pjeturs Sigurðs-
sonar, og mun því margan fýsa að heyra hvað hann hefir að segja um þau málefni, er hann tekur fyrir í þess-
ari bók sinni.
6. Bombi Bitt og jeg, þýtt hefir Helgi Hjörvar. — Allir, ungir og gamlir, muna eftir sögtmni af Bombi Bitt, sem
Helgi Hjörvar las í útvarpið á síðastliðnum vetri. U nglingar um land alt hafa óskað eftir að bókin yrði prent-
uð, og er því fullvíst að henni verður vel tekið.
Komið rakleflii ð
Bókauenslun ísafolöarprentsmiðju
SJ
rssgi
S§
Sími 4527.
Ausieirstræti
§ími 4527f