Alþýðublaðið - 01.12.1938, Page 1

Alþýðublaðið - 01.12.1938, Page 1
&ITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XIX. ÁRGANGUR >• axCKH FIMTUDAGINN I. DES. 1938 280. TÖLUBLAÐ Fullveldið hefir fært alþýðu bætt kjör og aukið öryggi. \ ------------♦-- Eftir Stefán Játaann Stefánssson alþm. ---♦—-- IDAG er minst 20 ára full- veldis íslands. Allir góðir íslendingar gleðjast yfir fengnu frelsi, fagna því, sem áunnist hefir, og hrósa sigri yfir því, að tekist hefir að vernda og efla fullveldið í 20 ár. Alþýðuflokkurinn fagnar full- veldinu fyrir margra hluta sakir. Hann átti sinn þátt í því að fullveldið fékst og á hvern hátt það fékst. Nokkru áður en sambandslögin voru afgreidd fór Ólafur Friðriksson utan á vegum Alþýðuflþkksins, til þess að reyna að hafa áhrif á flokksbræðuma í Danmörku, sérstaklega í þá átt, að fá við- urkendan íslenzkan siglinga- fána. Danskir jafnaðarmenn tóku þessari málaleitun með góðum skilningi og fullri vel- vild, enda reyndust þeir við fullnaðarsamninga víðsýnir og velviljaðir, en það leiddi ekki hvað sízt til þeirrar farsælu niðurstöðu, er fengin var fyrir 20 árum, Alþýðuflokknum var og er það fullkomlega ljóst, að við- urkenningin á fullveldi lands- ins er geysimikils virði. En sjáift fullveldið markar þó að- allega afstöðuna út á við. Og til þess að það komi að fullum nótum, þarf afstaðan inn á við einnig að breytast til bóta. —• Fullveldi landsins þarf og á að fylgja aukin hagsæld þjóðar- heildarinnar og vaxandi menn- ing hennar og þroski. Ef svo er ekki, verður fullveldið að- eins eins og fögur skikkja á Hátíðahöldin í dag af tilefni 20 ára fullveld- is íslands verða meiri og al- mennari inn land alt en 1. des- ember hátíðahöld hafa áður verið.. í sumar skipaði ríkisstjóm- in 5 manna nefnd til að gera til- lögur um fyrirkomulag hátíða- haldanna og ýmislegt annað í sambandi við þetta merka af- mæli. Voru skipaðir í nefndina: Ásgeir Ásgeirsson, Bjarni Ás- geirsson, Björn Ólafsson, Þor- stéinn .Briern og Kristinn And- rósson, einn frá hverjum stjórnmálaflokki. Viðtal við Ásgeir Ásgeirs- son. Alþýðublaðið snéri sér í geerkveldi til Ásgeirs Ásgeirs- sonjnr og spurði hann um störf wefndarinnar. ,,Þim h«f* visu ®kki orð- sársjúkum manni. Skáldið Matthías Jochumsson hefir lýst þessu ágætlega, með þessum vísuorðum: „Hvað heimtum vér? Að fólkið frelsi skilji, og fjöldinn þróist, siðist, ment- ist vel. Ef fólkið styður hvorki vit né vilji, þá veslast upp hver stjórnarbót í hel “ Alþýðuflokkurinn er aðeins einum 2 árum eldri en full- veldið. Og stefna hans miðar fyrst og fremst að því, að þjóð- in fái notið ávaxta sjálfstæðis- ins út á við, með því að auka hagsæld hennar og menningu inn á við, eða með öðrum orð- um, að efla kjarna fullveldis- ins. Eins og flest öll önnur þjóð- félög, er íslenzka þjóðfélagið bygt upp af mismunandi at- vinnustéttum. Kjör stéttanna eru og hafa verið misjöfn. — Sumar stéttirnar búa við góð kjör og ýms forréttindi, en aðr- ar við slæm kjör og misrétti. Sumar stéttir eru fullvalda og lifa áhyggjulitlu og tiltölulega öruggu lífi. Aðrar stéttir eru háðar vilja og valdi annara, eiga í látlausri baráttu fyrir tilvist sinni, og vantar alt öruggi í lífinu. Kjarninn í stefnu og starfi Alþýðuflokksins er að bæta úr þessu misrétti. Og á þeim 20 árum, sem vér höfum átt fullveldi að fagna, verður ekki annað sagt en að mikið hafi áunnist fyrir baráttu Al- ið margbrotin, enda var okkur aðeins gert að gera 'tillögur. Við héldum nokkra fundi og send- um út umburðarbréf til allra ræðismanna erlendra ríkja með upplýsingum um land og þjóð, bækling og bók með fallegum myndum af náttúru landsins. Var þetta aðallega ætlað er- lendum blöðum, sem vildu geta landsins í sambandi við þetta afmæli. Þá hefir þessum aðil- um einnig verið send bók um ísland á Norðurlandamálunum, sem Skúli Skúlason blaðamað- ur er að gefa út. — Þá hvött um við til að bæjarstjórnir og hreppsnefndir eða félög gengj ust fyrir hátíðahöldum, en hér væri afmælisins aðallega, auk starfsemi stúdentanna, minst í útvarpinu með hátíðaræðu for- sætisráðherra og ávörpum leið- toga stjórnmálaflokkanna." (Frh, á 4. síðu.) þýðuflokksins, þó að sjálfsögðu vanti mikið á, að fullum ár- angri sé náð. í upphafi núverandi fullveld- istíma vora mátti svo segja, að tæplega væri hægt að tala um nokkra félagsmálalöggjöf (so- cial-löggjöf). Það voru aðeins lítil og ófullkomin slitur eða smávísir í þá átt. En á síðustu 20 árum hefir tekist, að lang- mestu leyti fyrir atbeina Al- þýðuflokksins, að hrinda í fram- kvæmd álitlegu upphafi að fullkominni félagsmálalöggjöf. Arið 1921 eru sett fyrstu lögin um styttingu vinnutíma við erfiða vinnu. Það voru lögin um hvíldartíma háseta á íslenzkum botnvörpuskipum. Það kostaði mikinn áróður og lægni Al- þýðuflokksins að fá löggjöf um þetta efni. En þó hefir tekist að fá endurbætur á þessum lög- um árið 1928, þar sem hvíld- artíminn var lengdur. Árið 1921 voru sett lög um slysa- tryggingu sjómanna, en þau náðu til sjómanna einna, en ekki verkamanna í landi. Og árið 1925 eru sett lög um al- mennar slysatryggingar og voru þau lög sérstaklega undir- búin með þátttöku frá Alþýðu- flokknum, en í þeim lögum var ákveðið að iðgjöld til trygging- anna skyldu greidd af atvinnu- rekendum. Þessi lög voru síð- an aukin og endurbætt 1928 og 1931. Á fátækralögunum feng ust nokkrar breytingar í mann- úðlegri átt 1927. Hin ófull- komnu ellistyrktarlög frá 1909 fengust lítið eitt lagfærð 1928. Eftir tillögum Alþýðufl. voru sett lög um atvinnuleysis- skýrslur 1928. Árið 1930 voru gerðar breytingar til bóta og viðaukar við lögin um greiðslu vei'kakaups. Sama ár voru að tilhlutun Alþýðuflokksins sam- þykt ný sjómannalög, er höfðu að geyma ýmsar réttarbætur fyrir sjómenn. Árið 1931 voru samþykt lög um verkamanna- bústaði og þau fengust lagfærð nokkuð 1935. Alt frumkvæði að þeirri löggjö(f og fram- kvæmd hennar hefir Alþýðu- flokkurinn haft. Árið 1935 voru sett ný framfærslulög í stað fátækralaganna. Þar fengust margar breytingar til bóta í framfærslumálum landsins. Og hin merkilega alþýðutrygg- ingalöggjöf var samþykt 1935, en gekk í gildi 1936, en þau lög voru endurbætt árið 1937. .Með þeirri löggjöf var lýðtrygging- armálum þjóðarinnar, fyrir bein áhrif og íhlutun Alþýðu- flokksins, komið í fast form, slýsatryggingaírnar endurbætt ar, skyldusjúkratryggingar lögfestar í kaupstöðum lands- ins, elli- og örorkutryggingar ákveðnar og atvinnuleysis- tryggingar heimilaðar með styrk af opinberu fé. Þessi lög marka tímamót í íslenzkri fé- (Frh, á 3. sfðu.) Tðlhðgun fuliveldls- hátiðarinnar 1 dag. t Endurvarp frá Vestur-íslendingum kl. 3,15 og Íslendingakátíðinni í K.hðfn. filæsileit nýtt listaverk eftir ísmund Sveinsson. ----♦---- „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríkuw á að prýða sýningarskála íslands í New-York A SMUNDUR SVEINS- SON myndhöggvari hefir nýlega lokið við stóra höggmynd, sem hann hefir unnið að síðastliðna átta mánuði. Er þetta stærsta mynd, sem Ásmundur hefir enn gert, um 3 metra að hæð, og hið glæsilegasta listaverk. Myndhöggvarinn Jékk 1 þá hugmynd að búa til mynd til sýningar á heimssýningunni í New York í fyrra haust. þegar alment var farið að ræða um hina tilvonandi sýningu. Myndin, sem nú er fullgerð, er að hæð um 3 metrar í gips- afsteypu, sem stendur í lista- safni Ásmundar, og heitir á ensku „The first white mother in America“, „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku.“ Það er ekkert einkennilegt, þó áð íslenzkur myndhöggvari verði til þess að búa til mynd með þessu nafni, því að það var íslenzk kona, sem var fyrsta hvíta móðirin í Amer íku, kona Þorfinns karlsefnis. Hún fæddi son í Ameríku, sem hét Snorri. Þetta er langstærsta mynd Ásmundar og sýnir konu, sem stendur í víkingaskipi og stend- ur barn á öxl hennar. Æskilegt væri að sýningar- nefndin gæti séð sér fært að koma þessari mynd á framfæri á heimssýningunni, því að það er glæsilegt til kynningar þjóð- inni, að vekja . athygli hinna fjölmörgu sýningargesta, sem þar verða saman komnir frá öllum þjóðum heims, á því, að það var íslenzk kona, sem var fyrsta hvíta móðirin þar vestra. Mín ðtgerð í ¥estm.eyjum. 10 bátum fleira gert út en í fyrra. IVESTMANNAEYJUM er nú mikill áhugi í mönnum í útgerðarmálum og er búist við talsvert meiri útgerð en í fyrra. 10 nýjum bátum hefir verið bætt við skípaflotann. Hafa sumir þeirra verið keyptir frá Danmörku, aðrir ánnars staðar erlendis frá og enn aðrir utan af höfnum. Kommúnistar ærast útaf sjómannasamn- íngnnnmíVestmanna eyjum. Síðan samningar tókust milli Sjómannafélagsins „Jötunn“ í Vestmannaeyjum og Útvegs bændafélags Vestmannaeyja hafa kommúnistar látið öllum illum látum gegn samningun- um og talið að sjómennirnir. sem gerðu samningana við út- gerðarmenn, væru „svikarar" við samtökin. Kannast menn við orðbragð- ið! Samningarnir þýða 20% kauphækkun fyrir sjómennina, þar sem hlutarfiskur þeirra hækkaði svo mjög eins og skýrt hefir verið áður frá hér í blað- inu. En upphlaup kommúnist- anna er gert til að reyna að afla flokki þeirra fylgis. Kommúnistarnir haía nú í mörg ár stjórnað verkamanna- félaginu Drífanda. Þar er ekki hreyft við því að bæta kjör verkamannanna. Þar er sofið svefninum langa. Allsbeijarverbfallið ð Frakk landi iiær náði ekki tiliangi ------■».— Jouhaux taldi þátttökuna þó eftir von- um með tilliti til gagnráðstafananna. LONDON í gærkveldi. FÚ. f^ÁTTTAKA verkamarfna í allsherjarverkfallinu á Frakklandi var -mjög mis- jöfn. Verkfall varð mjög víða í landinu, en tilraunin til þess að koma á allsherj- arverkfalli misheppnaðist. í stáliðnaðiniun, segir í skeyt xinx frá París, tóku á að gizka 75% þátt í verkfallinu, af kola- námumönnxmi 45%, af hafnar- verkamönnuin og sjómönnum 40%, af starfsfólki í vefnaðar- verksmiðjum 30%, af starfs mönnum hins opinbera 30%, en af verzlunarfólki aðeins um 1%. Þetta er samkvæmt frétta- stofuskeytum, en innanríkis- róðherrann, Albert Sarraut, segir, að alt hafi gengið stjórn- inni eins mikið í hag og gerlegt var að búast við. Sarraut seg- ir, að aðeins 25% af járn- og stáliðnaðarmönnum hafi tekið þátt í verkföllunum, og er það miklu lægri tala en sagt er frá í Reutersskeytum. Um 30Q menn voru hand- teknir í París í morgun. Jouhaux, aðalritari franJska fagsambandsins, yiðurkennir að allsherjarverkfallið hafi ekki heppnast, en telur árang urinn eftir vonum góðan, þegar tekið sé tillit til þeirra ráðstaf- ana. sem stjórnin lét gera. Jou- haux segir að vinna hafi stöðv- ast nærri algerlega í námum og verkfall hafnarverkamanna og sjómanna í öllum stórum hafn- arborgum hafi farið algerlega (Frh. á 4. »íöu.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.