Alþýðublaðið - 03.01.1939, Blaðsíða 2
l»RIÐJfcT>AGINN 3, JAN. 1939
ALÞÝÐU3LAÐIÐ
AUÐ 1938 hefir verið við-
burðaríkt fyrir íslenzka
alþýðuhreyfingu, bæði hvað
snertir verkalýðs- og stjórn-
málastarfsemi. Um áramótin
er þvx rétt að líta um öxl, at-
huga það, sem fyrir hefir borið
á liðna árinu og draga af því
ályktanir um framtíðina.
Þegar rætt er um alþýðu-
hreyfingu hér á landi, verður
að sjálfsögðu fyrst fyrir Al-
þýðusamband íslands, sem
næstum um 23 ára skeið hefir
verið aðalsamtakaheild alþýð-
unnar, bæði í verkalýðs- og
stjórnmálum. Báðar þessar
hliðar alþýðuhreyfingarinnar
verða því bezt metnar með því
að athuga starfsemi Alþýðu-
sambandsins á liðna árinu.
I. Verkalýðsfélögin.
Um áramótin eru rétt 100
verkalýðsfélög í Alþýðusam-
. bandinu. Á árinu 1938 gengu 5
ný félög í sambandið með tæp-
um 150 félagsmönnum sam-
tals. í mörgum eldri sambands-
félögunum hefir fjölgað veru-
lega á árinu og alls munu nú
; vera á milli 12 og 13 þúsund
-manns í þessum 100 sambands-
félögum. Það verður ekki ann-
að sagt en að fjölgun í sam-
bandinu sé svipuð eins og við
mátti búast og verið hefir und-
anfarin ár. Á sumum stöðum
og í sumum starfsgreinum eru
svo að segja allir í verkalýðs
félagi því, er til starfsgreinar-
innar nær á félagssvæðinu. Á
öðrum stöðum og í ýmsum
starfsgreinum er nokkur mis-
brestur á þessu, en að sjálf-
sögðu stendur það til bóta, er
stundir líða fram. Nokkur
verkalýðsfélög, einkum þó
; meðal iðnaðarmanna, standa
enn sem komið er utan Al-
þýðusambandsins, og eru það
einkum félög iðnlærðra manna.
Sum þessara félaga hafa einn-
ig innan sinna vébanda bæði
meistara og sveina, eða at-
. vinnurekendur og iðnlærða
. verkamenn, en þetta virðist þó
. óðum vera að breytast í; þá átt,
.að meistarar og atvinnurek-
endur hverfi úr þessum fé-
lagsskap og myndi sín eigin
samtök, en í verkalýðsfélögun-
um séu íyrst og fremst og að-
allega þeir, sem sérstakra og
samstæðra hagsmuna hafa að
gæta um kaup sitt og kjör. En
þar sem verkalýðshreyfingin er
ennþá tiltölulega ung hér á
landi og atvinnurekstur í sum-
um starfsgreinum í smáum stíl,
er það ekki nema eðlilegt, að
ekki sé enn komin sú festa og
sá skilningur og það skipulag
á verkalýðssamtökin hér á
landi, eins og orðin er í ná-
grannalöndunum. En ef vel á að
vera þarf að keppa að því, og
má gera sér góðar vonir um að
svo verði, ef verkalýðssamtök-
in verða ekki leidd út á villi-
götur.
Vinnudeilur.
Á árinu 1938 hafa orðið
nokkrar vinnudeilur, eins og
vanalegt er. Flestar þeirra hafa
friösamlega verið til lykta
leiddar og með sæmilegum ár-
angri fyrir verkalýðsfélögin.
Að sjálfsögðu er það heppileg-
ast fyrir alla aðila og þjóðfé-
lagið í heild, að samningar ná-
ist um kaup og kjör verkalýðs-
ins með friðsamlegum hætti.
Ein deila varð sérstaklega
áberandi á síðastliðnu ári. Það
yar um kjör skipverja á togara-
flotanum. Henni lauk, eins og
alkunnugt er, með lögþvinguð-
um gerðardómi, sem settur var
gegn vilja verkalýðssamtak-
Forsetl Alþýðnsamliands islandss
Alþýðuhreyfingln um áramótin.
anna. Slíkir gerðardómar, sem
settir éru með fullri andúð
verkamannanna, eru vissulega
hættulegir og sízt til eftir-
breytni. En vel má ætla að
verkalýðssamtökin gætu sætt
sig við og jafnvel óskað eftir
gerðardómum um einstök á-
greiningsmál út af kaupi og
kjörum, þegar sérstaklega
stendur á, eins og t. d. gerðar-
dómslögin um stýrimannadeil-
una. Á Norðurlöndum, einkum
í Noregi, hefir á síðustu tímum
verið gripið til slíkra gerðar-
dóma að eigin ósk verkamanna
og þótt sæmilega takast .En til
þess að slíkt mætti verða, þurfa
verkamennirnir að bera verð-
ugt traust til valdhafanna og
mega vænta réttdæmis og
fullrar sanngirni bæði þeirra
manna, er útnefna dómendur,
og dómendanna. — í þessu
sambandi má aðeins benda á
hinn stórmerkilega samning, er
verkalýðssambandið sænska
gerði við atvinnurekendur um
friðsamlega lausn á þeirra
deilumálum. En þar ber á að
líta, að verkalýðssamtökin
sænsku eru óvenjulega vel
þroskuð og skipulögð, og að
jafnaðarmenn hafa farið með
völdin þar í landi um alllangt
árabil og mótað þjóðfélagið
verulega.
15. þing Alþýðusambands
íslands
markaði merkileg spor í verka-
lýðsmálunum með breytingu á
lögum sambandsins í áttina til
meira og fastara skipulags.
Hafa lög þessi nú að geyma
fastar og ákveðnar reglur um
skyldur og réttindi stéttafélag-
anna innan sambandsins og um
sérstaka stjórn þessara mála,
verkamálaráðsins, sem nú er
kosið af sambandsþingi.
Skipulag verkalýðsmálanna.
Um það hefir staðið nokkur
styr. Kommúnistar hafa frá því
fyrsta gert sitt ýtrasta til þess
að kljúfa verkalýðssamtökin
algerlega frá Alþýðuflokknum.
Á síðasta ári bættist þeim liðs-
auki í þessu máli, þar sem
nokkrir Alþýðuflokksmenn
með Héðin Valdimarsson í
broddi fylkingar snérust 1 lið
með þeim. Hefir krafa þessara
óhappamanna innan verkalýðs-
samtakanna verið fólgin í víg-
orðum um „ópólitískt“ eða „ó-
háð“ verkalýðssamband. Víg-
orð þessi eru í sjálfu sér hin
argasta blekking. Óháð eða ó-
pólitískt verkalýðssamband
þekkist hvergi. Hér á landi
hafa allsherjarsamtök alþýð-
unnar starfað rúm 20 ár með
svipuðu skipulagi sem á þeim
er enn í dag, með Alþýðusam-
bandinu. Á þessu tímabili hefir
þessum samtökum tekist að
vinna alþýðunni geysilegt
gagn. Svo getur að sjálfsögðu
enn orðið, ef vel er á haldið.
Aftur á móti reyndu kommún-
istar árið 1930 að mynda sér-
stakt verkalýðssamband, sem
var háð flokki þeirra og mótað
af þeirra pólitík. Þess örlög eru
kunn. Eftir að hafa í nokkur ár
haldið uppi klofningi og deil-
um og haft í frammi margs
konar ódæði, lognaðist það út
af við engan orðstír.
Það er einnig sannast sagna,
að ætlun kommúnista er ekki
að mynda óháð eða ópólitískt
verkalýðssamband, heldur
samband, er sé þeim háð og lúti
þeirra pólitík. Engin verkalýðs-
samtök geta heldur þrifist til
lengdar án þess að þau séu í
sjálfu sér annaðhvort pólitísk-
ur flokkur eða hafi náið og
skipulagslegt samband og sam-
vinnu við sósíalistiskan flokk.
Verkalýðssamtökin hafa frá
upphafi haft skipulagslegt
samband við Alþýðuflokkinn,
og þó það skipulag sé ekki né
hafi verið gallalaust, og geti
staðið til bóta, þá hefir það
vissulega verið alþýðunnar
bezta og nytsamasta vopn,
jafnt í verkalýðs- og stjórnmál-
um, og undir því skipulagi hafa
verið unnir margir og ómetan-
legir sigrar.
Kommúnistar hafa nú í
haust, með aðstoð nokkurra
liðhlaupa úr Alþýðuflokknum,
gert harðar árásir á skipulag
verkalýðssamtakanna og lagt
sig alla fram til þess að sundra
þeim. Hafa þeir í þessari orustu
gert opinber samtök við íhalds-
öfl þau, er í verkalýðsfélögun-
um hafa fundist, og þannig
vakið þau íhaldsöfl til nýs lífs.
Það er engum vafa bundið, að
þessi herferð innan samtakanna
er ein sú argasta tilraun til
fjörráða, er verkalýðsfélögun-
um hefir verið sýnd, og mun
sagan á sínum tíma dæma hart
þá óhappa- og ólánsmenn, sem
standa fyrir slíkum óvinafagn-
aði. Enn sem komið er hefir
ekki tekist að rjúfa nein veru-
leg skörð í múr. samtakanna, og
er þess að vænta, að gifta ís-
lenzkrar alþýðu verði fjörráða-
mönnunum sterkari. En það er
-víst, að vel verður að standa á
verði á nýja árinu og kosta
■kapps um að hrinda áhlaupum
uppreisnarmannanna. Og góð-
ar vonir standa til að svo megi
verða, og reynsla liðins árs á
vissulega að verða til varnaðar
alþýðunni gegn yfirgangi kom-
múnista.
II. Menningar- og
fræðslusamband al-
þýöu.
Áður en horfið er að stjórn-
málastarfinu, þykir réttara að
benda á hin nýju fræðslu- og
menningarsamtök, er risið liafa
upp innan alþýðuhreyfingar-
innar. Hafa þessi samtök,
MFA, sem tóku fyrst verulega
til starfa á liðna árinu, gefið
glæsilega von um góðan ár-
angur.
Menningin og fræðslan eru
alþýðunni næsta nauðsynleg,
bæði til þess að skilja hlutverk
sitt í þjóðfélaginu og eins til
þess að geta barist fyrir áhuga-
málum sínum með meira ör-
yggi og festu. Og það má óefað
telja starfsemi MFA einn af á-
nægjulegustu viðburðum síð-
asta árs.
III. Stjórnmálastarf-
semin. -- Alþýóu-
floKkurinn.
Mörg tíðindi og stór hafa
gerst innan Alþýðuflokksins,
og í stjórnmálunum yfirleitt, á
árinu 1938. Verður nú að því
vikið með nokkrum orðum.
Bæ j arst j órnarkosning-
arnar
fóru fram í janúar, eins og lög
stóðu til. Glundroði sá og veila,
er einstakir menn í Alþýðufl.
höfðu valdið, leiddu til þess að
víða var tekin upp samfylking
við kommúnista. Reynslan af
rví samstarfi var yfirleitt öm-
urleg, þó ekki sízt hér í Reykja-
vík. Þrátt fyrir mótmæli og við-
varanir flestra hinna reyndustu
og beztu manna Alþýðuflokks-
ins, var þessi samvinna hér í
bænum knúin fram með offorsi
og fyrir aðstoð manna, er þá
þegar höfðu brugðist Alþýðu-
flokknum eða voru innan sam-
takanna án þess að vera flokks-
menn.
Það varð dýrkeypt reynsla,
er varð til þess að Alþýðufl.
Stefán Jóh. Stefánsson.
misti 2 bæjarfulltrúa í Reykja-
vík. En hins vegar leiddi hún í
ljós óheilindi nokkurra flokks-
manna, sem þá þegar stóðu með
annan fótinn innan kommún-
istaflokksins.
Brottrekstur Héðins Valdi-
marssonar.
Síðast á árinu 1937 var það
bert orðið, að H. V. vildi ekki
hlýða flokksaga né fylgja fyr-
irmælum flokksþings og stjórn-
ar. Varð það til þess að honum
var vikið burt úr Alþýðu-
flokknum 9. febr. sl. Hefir það
mál verið svo rækilega skýrt,
og sambandsstjórn gefið út um
það langa og ýtarlega greinar-
gerð, að ekki þarf að því mörg-
um orðum að eyða. Skýrsla
sambandsstjórnar er bygð á ó-
hrekjandi gögnum, og hefir H.
V. og fylgismenn hans ekki
reynt til að hnekkja henni. Var
brottrekstur H. V. alveg óum-
flýjanlegur, þó hann væri ekki
sársaukalaus fyrir gamla sam-
starfsmenn og félaga.
Upp úr brottrekstrinum
gerði H. V. opinbert bandalag
við kommúnista, og hófu þeir
þá í félagi harða hríð að Al-
þýðuflokknum, og notuðu hin-
ar ósvífnustu aðferðir og full-
komin fólskuverk.
Samherjarnir, kommúnistar
og H. V., með aðstoð uppæstra
íhaldsmanna og nazista, ráku
Jón Baldvinsson úr verka-
mannafél. Dagsbrún 13. febr.
sl. Er það eitt hið svívirðileg-
asta verk, sem framið hefir ver-
ið innan alþýðusamtakanna, og
mun seint gleymast, Rétt á eftir
sópaði H. V. allmörgum komm-
únistum inn í Jafnaðarmanna-
félag Reykjavíkur og lét með
aðstoð þeirra og alls konar
brögðum kjósa sig þar fyrir
formann. Leiddi það, ásamt
öðru framferði a stjórn félags-
ins, til þess, að víkja varð því
úr Alþýðusambandinu. En rétt
á eftir var stofnað hið myndar-
æga Alþýðuflokksfélag Reykja
víkur, sem nú, ásamt Alþýðu-
flokksfélagi kvenna, telur á
annað þúsund félaga. Er það
íið stærsta og öflugasta félag,
sem starfað hefir innan flokks-
ins. Hefir því vaxið mjög fisk-
ur um hrygg og haldið uppi
prýðilegu starfi.
Dauði Jóns Baldvinssonar.
Breyting á ríkisstjórn.
Hinn 17. marz sl. lézt hinn
ágæti foringi alþýðusamtak-
anna, Jón Baldvinsson. Hann
hafði áður um skeið verið mjög
heilsuveill og átökin innan
flokksins höfðu án efa veikt
krafta hans. Hann var öllum
góðum flokksmönnum harm-
dauði, enda mistu samtökin
með honum sinn bezta, reynd-
asta og ástsælasta foringja.
Rétt í sama mund kom, eins
og alkunnugt er, upp ágrein-
ingur á milli stjórnarflokkanna
út af kaupdeilu sjómanna, er
leiddi til þess, að fulltrúi A1
þýðuflokksins í ríkisstjórninni,
Haraldur Guðmundsson, gekk
úr stjórninni. Um mánaðamót-
in marz og apríl tókust þó
samningar að nýju á milli
stjórnarflokkanna um af-
greiðslu mála á því þingi, og
um hlutleysi Alþýðuflokksins
við hreina Framsóknarstjórn.
Um leið var svo um samið, að
þessir flokkar skyldu leitast við
að finna málefnagrundvöll fyr-
ir stjórnmálasamvinnu flokk-
anna framvegis, og ef það tæk-
ist, að Alþýðufl. ætti kost á að
skipa eitt af þremur sætum
ráðuneytisins, ef framhald yrði
á stjómarsamvinnu. Síðan hef-
ir Framsóknarstjórnin setið að
völdum óbreytt, með hlutleysi
Alþýðuflokksins.
Flokksþingið í október.
Allmikill viðbúnaður varð
fyrir Alþýðusambandsþingið,
er hófst 20. okt. sl. Reyndi H.
V. með aðstoð kommúnista og
ýmsra annara andstæðinga Al-
þýðuflokksins að ná sem flest-
um fulltrúum frá verkalýðsfé-
lögunum. En tilraunir hans í
þessum efnum gengu erfiðlega.
Yfirgnæfandi meirihluti full-
trúanna, er til þingsins voru
kosnir, fordæmdu alveg upp-
reisnarbrölt H. V., og svo fór
að lokum, að þeir tiltölulega
fáu fulltrúar, er fylgdu H. V. að
málum, sátu fæstir þingið, en
gengu á þing með kommúnist-
um. Brottrekstur H. V. var
staðfestur á þinginu, og full-
komin eining ríkti þar um
stefnu og starfsaðferðir Al-
þýðuflokksins. Má óefað telja
þetta þing eitt hið merkileg-
asta og bezta, sem Alþýðu-
flokkurinn hefir háð.
Hinn nýi kommúnista-
flokkur.
Um það bil sem Alþýðu-
flokkurinn hélt sitt þing, sett-
ust þeir á rökstóla saman H.
V. og nokkrir liðhlaupar með
honum, ásamt kommúnistum.
Hófst upp úr því, eins og blað
kommúnista skýrði frá, nýr
þáttur í starfi kommúnista-
flokksins, með því að hann
skifti um nafn og innbyrti um
leið H. V. og menn hans. Á
þessu „stofnþingi" bárust hin-
um „nýja“ flokki heillaóska-
skeyti frá kommúnistaflokkum
Norðurlanda. En ekki var sam-
búðin innan hins nýja komm-
únistaflokks sem allra bezt né
einlægust, er aðallega átti rót
sína að rekja til persónulegra
deilna um forystuna. Varð það
loksins að samkomulagi, að
tveir skyldu verða formenn
flokksins, annar „út á við“ (H.
V.) og hinn „inn á við“ (Brynj.
Bj.). Mun þetta skipulag eiga
fyrirmynd í einræðislöndunum. *
Viktor Emanuel er konungur á
Ítalíu (út á við), en Mussolini
ræður öllu (inn á við). Kalinin
er forseti ráðstjórnarríkjanna.
(út á við), en Stalin stjórnár
öllu (inn á við).
Ýmsa tilburði hefir hinn nýi
kommúnistaflokkur haft í vet-
ur. Hefir hann látið segja frá
stofnun ýmissa flokksfélaga í
kaupstöðunum, sem fyrst og
fremst og aðallega eru skipuð
gömlum kommúnistum. Að ör-
fáum stöðum undanteknum
hafa kommúnistar mjög lítið
getað ginnt til sín af Alþýðu-
flokksmönnum með þessum
nýju þáttaskiftum í starfi sínu.
Og þó að Sjálfstæðismenn hafi
leynt og ljóst reynt að mikla
fylgi kommúnistaflokksins og
aðstoða hann til þess að kljúfa
út úr Alþýðuflökknum, hefir
það sára'lítinn árangur borið.
Við ýtarlegar athuganir og
samkvæmt frásögn og skýrsl-
um trúnaðarmanna Alþýðu-
flokksins hefir það komið í
ljós, að tiltölulega sárfáir menn
úr Alþýðuflokknum hafa látið
ginnast til fylgis við hinn nýja
kommúnistaflokk. Aftur á móti
hefir aukist í sumum félögum
Alþýðuflokksins allverulega,
og nú um áramótin eru fléirí
menn í Alþýðuflokksfélögun-
um en nokkru sinni fyr.
Þó að klofningstilraunir H.
V. hafi bakað Alþýðuflokknum
nokkurra óþæginda og óhag-
ræðis, hafa þær um leið skýrt
allar línur í íslenzkum stjóm-
málum og skipað sönnum Al-
þýðuflokksmönnum þéttár
saman og vakið nýjan og auk-
inn áhuga þeirra og störf. Kem-
ur flokkurinn því styrkari og
samhentari úr þessari þrekrauh
og með meiri, öruggari og
heilbrigðari VaxtarmÖguleika.
Stjórnmálaviðhorfið um
áramótin.
Á síðustu mánuðum hins ný-
liðna árs hafa umræður í
stjórnmálum mest snúist um
úrræði í atvinnu- og fjárhags-
málum landsins og um það,
hverjir eigi að fara með ríkis-
stjórnina.
Eins og nú standa sakir er
það alveg víst, að nýjar ráð-
stafanir verður að framkvæma
til viðreisnar sjávarútveginum.
Meginhluti útgerðartækjanna
hefir verið rekinn með tapi
undanfarin ár. Veldur þar
mestu um aflatregða og örðug-
leikar á erlendum mörkuðum.
Af þessu hefir aftur leitt at-
vinnuleysi og örðug afkoma aí-
þýðu manna. Alþýðuflokknum
er það fullkomlega ljóst, að lög-
gjafar- og frámkvæmdavaldið
verður að gera sitt ýtrasta til
úrbóta á þessu sviði. Vera má
að breytingar til bóta kosti,
sérstaklega fyrst í stað, ýmsar
þrautir og röskun á því skipu-
lagi, sem ríkt hefir í þessum
málum. En það eitt er víst, að
Alþýðuflokkurinn getur því
aðeins staðið að ráðstöfunum í
þessu efni, að þær hafi ekki í
för með sér þyngstar byrðar
fyrir alþýðuna í landinu, held-
ur að þær verði þvert á móti til
þess að auka atvinnu og bæta
(Frh á 3. síðu.)