Alþýðublaðið - 27.01.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.01.1939, Blaðsíða 2
'S FÖSTUDAG 27. JANr ALÞYÐUBIAOfÐ Ingivaldur Nikulásson: Um Gísla Jéhannsson skipasmið á Bildudal. TJINN 1. desember s.l. er n grein í Tímanum, sem tel- ur upp kauptún þau hér á landi, þar annaðhvort af gleymsku eða ókunnugleika gleymst að geta Blldudals, en hér hafa farið fram smíðar á smærri og stærri bátum síðan nokkru fyr- ir síðustu aldamót. Ég ætla því að leyfa mér að geta í fám orðum manns þess, er mest og bezt héfir að iðn þeirri unnið hér um sveitir í síðast- liðin þrjátíu og þrjú ár, en það er Gísli Jóhannsson skipasmið- ur á Bíldudal. Gísli Jóhannsson er fæddur í Holti á Barðaströnd 18. ág- úst 1883. Foreldrar hans voru Jóhann Einarsson bóndi þar — (síðar á Suður-Hamri í sömu sveit) og kona hans Guðrún Gísladóttir. Áttu þau hjón mörg böm og var efnahagur- inn fremur þröngur. Átti Gísli því lítinn kost á mentun til munhs eða handa fremur en aðrir fátækra bænda synir á þeirri tíð- Þó fékk hann tilsögn nókkra í bátasmíði hjá Snæ- bimi Kristjánssyni í Hergils- ey." Ungur fór Gísli úr foreldra- húsum, og eins og nærri má géta með h'tinn farareyri. Segir háhn áð móðir sín hafi þá er þau kvödduát íhinnt sig 'á hið’ forna heilræði: „Hjálpaðu þér sjálfur, þá hjálpar guð þér.“ — Hafi sér þótt það veganesti gulh betra, og því ásett sér að fýlgja því af fremsta megni. Sumurin 1903 og 1904 var Gísli sjómaður á skipum P. J. Thorsteinssonar á Bíldu- dal, en árið 1905 fluttist hann að Bíldudal og hóf bátasmíði. Voru það í fyrstu opnir árabát- ar eins og þá tíðkuðust, en síð- ar vélbátar og þilskip. Árið 1915 byggði hann allstórt smíðahús, en stækkaði það 1920. Er það nú 19.7x12.5 metrar að stærð með sögunar- Gísli Jóhannsson. vél og öðrum nýtízku tækjum. Raflýst er þar úti og inni, og getur hann nú smíðað þar inni 30 tonna báta. Má í snatri kippa burt gafli þeirn er að sjónum veit, þegar skip þarf að setja, en þaðan eru aðeins 11 metrar að flæðarmáli stór- straumsflæðar. Skal nú getið nokkurra þeirra skipa er Gísli hefir smíðað eða endurbætt. Árið 1915: Fyrsti vélbáturinn handa Pétri A. Ólafsyni kon- súl á Geirseyri. 1916: Mb. Svanur að nýju (10 tonn). 19Í8 Skonnortan Sigurborg (um 30 fonn) uppbyggð í kúttý* erskonnortu. 1919: Express (25 tonn) frá Flatey, var stefnabátur áður. Tekinn sundur fyrir aftan miðju, breytt í kútter, klæddur upp og sett í hann ný vél. Var þá sem nýtt skip. 1920: Fiskiskipið Pilot (um 30 tonn) smíðað upp og sett í það vél. Sama ár gert við Vegu (um 25 tonn) frá Stykkishólmi. Smíðað á því ári fyrir .80—90 þús. kr. 1923: Smíðuð Haffrúin (14 tonn). 1925: Smíðaður Konráð (18 tonn), nú flóabátur á Breiða- firði. 1930: Svanurinn lengdur og plankabyggður upp, og varð þá 14 tonn. 1932: Smíðaður upp vélbát- urinn Ægir og sett í hann ný vél. 1934: Þilskipið Njáll smíðað upp og sett í það 100 hesta vél. Nú í Hafnarfirði. Öll þessi ár hefir Gísli smíð- að báta af ýmsum stærðum. Nú 1939 er hann búinn að smíða yfir hálft fjórða hundrað báta síðan hann byrjaði smíðar sín- ar. Fljótastur kveðst hann hafa verið eitt sinn er hann með annan mann smíðaði fjögra manna far á hálfum þriðja degi. Þegar Hjörtur bróðir Gísla var um fermingaraldur, tók Gísli hann til sín og smíðuðu þeir saman í 20 ár. En árið 1929 varð Gísli fyrir hinu mikla tapi á útgerð og sölu á Konráði og Haffrúnni, sem mun hafa orðið allt að 30 000 krónum. Sáu þeir sér ekki fært að halda lengur áfram á þeirri braut. Hafði Hjörtur stutt bróður sinn með ráði og dáð og gerði meðal annars teikningar þær, er hann þurfti á að halda við smíðar sínar. Síðan hefir Hjört- ur stundað atvinnu sína annars staðar, en Gísli einn rekið at- vinnu sína með sama kappi og áður, þrátt fyrir alment at- vinnuleysi og kreppu. Árið 1919 keypti Gísli húsið Brautarholt á Bíldudal og hefir búið þar síðan, Gísli er hinn mesti atorku- og dugnaðarm'aður. Þegar.-hatím fluttist á Bíldudal, var hann efnalaus. Aleiga hans var tvær dilkær og hestur. Hefir honum tekist að vinna sig upp úr efna- leysi og að verða ágætlega sjálfstæður maður. Hann er öt- ull og hagsýnn smiður og legg- mikla áherzlu á að vanda sem bezt smíðar sínar og gera þær sem traustastar og fegurstar. Hann er í stærra lagi meðal- maður að vexti, en „þéttur á velli og þéttur í lund-“ Hann er rammur að afli, hversdags- lega stiltur og dagfarsprúður, en lætur ekki hlut sinn ef rétti hans er hallað, Hann er glaður og gestrisinn heim að sækja, og lætur þá stundum fjúka í kviðlingum við kunningja sína. Hann er maður frjálslyndur í skoðunum og hatar alla kúgim og allt ranglæti. Ekki hefir Gísli farið var- hluta af ýmsu böli og mótlæti fremur en aðrir, en öllu hefir hann tekið því karlmannlega og er haxm þó maður geðríkur og tilfinninganæmur. Mótlætið hefir styrkt hann og þjálfað, eins og hann segir sjálfur í einni stöku sinni: „Þáð er sem mér aukist afl í orrahríðum þó hjartað fái háan skafl á harmatíðum.“ Hann hefir jafnan staðið beinn og karlmannlegur þótt brotsjór mannlífsins hafi stundum skollið á hjarta hans. Hann er einn þeirra manna er hverju byggðarlagi mundi til sæmdarauka. Myndin, sem fylgir, var tek- in af Gísla, þegar hann var um þrítugt. Bíldudal, 12. jan- 1929. Ingivaldur Nikulásson. Hið ajfia leikrit Kambaas fær mis- jafna döma. KAUPM.HÖFN á þriðjud. FÚ. LAÐADóMAR um híö nýja •“-* teikrit Kamibaros, „Derflor sikiiltes vi“, ertu mjög mj®niuroiarodi, eftir að ieikritíð' Kafði víeriið sýrot fyrir blullro húsí á {möjudagskv. „Nationíail Tiderode" telror leik- ritið mjög misheppnáð og „So- ciaíl-Demoknaitien" og ,,Börsero“ telja þvi all ábótavarot. „Politíken“ segir, að Kambaín sé jafnaro útlendingur í hirorom danska hrogtnyndaheimi, ©n í bókium síroium um Menzk efn-i halfi hann hvað eftir aroroiaiö sýnt hina þróttmifcliu skáldgáfu sína, og þessö' sömu skáildgáfiu miegi sjá í einstöfcu atriðum leiksiros í öllum þrótti sínuim. BlaðiÖ fer mjög lofsatmilegum orðum uim leik M önmiu Ðorg og segir, áö hún hafi bairist hraUstlega fyrir heiðri lslarods, og H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík laugardaginn 24. júní 1939 og hefst kl. 1 e. h. DAGSKRÁ: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvéemdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstand- andi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úr- skurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1938 og efnahagsreikning með athugasemdum endur- skoðenda, svörum stjómarinnar og tillögum til úrskurð- ar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stáð þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önniir mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykja- vík, dagana 21. og 22. júní næstk. Menn geta fengið eyðu- blöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. ^ Reykjavík, 26. janúar 1939. STJÓRNIN þó ab sigurfnm haifí ekM orbið fullkorainn, þá hiaifí sökín ' tíkki veriö lienroar. ,3erlingslfce Tidenidre" hrósar leikritinro raj,ög og telur Kalmiharo méð merkiuisitu rithöfurodrom á Niorírorlöndum, s©m baéði viti hvaö haron vilji og geti sett þáö fagUriega fraím. Segir blaöið, aö lieikiMð sé fiult af gamaasemi, fegrorö og lífsspeki . ,,Syd«vens>ka Dagbladet" flytur eirosnig rajög lofsaanleg ísmroiæli Um ileikrit KBta'baros og segir, aö síöaisti þáttur þess sé hi5 feg- unsta, er Kaimibaro hafi sikifað. HTann. mikli viðburöror fcvöldsto hafi þó verið teikur frú önrou Borg, sem hafi verið snlldarv>erk frá ropphatfi tö enda. Útbreiðið Alþýðublaðið! - Eitt sá támt helstríð. - Sigrfður Elfsabef Áruadéttir 14. Júnf 1857 — 20. janúar 1039. ——.—-...•»- HINN 1. dag marzmánaðar 1874 fóru þrjú böm Áma bónda Bjömssonar í Hvamm- koti (nú Fífuhvammi) í Seltjarn- arneshreppi og konu hans, Sal- varar Kristjánsdóttur, til kirkju til Reykjavíkur, meðfram til að fylgja þangað frændstúlku sinni, sem átti að fara að ganga þar til prestsins.. Syst- kinin voru Þórunn 18 ára, Sig- ríður Elísabet 16 ára og Árni 15 ára. Segir ekki af ferð þeirra fyrr en þau eru á heimleið á á- liðnum degi og komin suður fyrir Digraneshálsinn að læk þeim, er þar rennur og niður í Kópavog til sjávar. Hitta þau svo á, að foráttuvöxtur er hlaupinn í lækinn, því að asa- hláka hafði verið um daginn, og veltur lækurinn fram kolmó- rauður með þungum straumi, iðúköstum og jakaburði- Syst- kinunum dvaldizt við lækinn, en freistuðu loks að komast yf- ir hann á broti, er þau vissu til- tækilegast. Þau héldust í hend- ur, hvert öðm til stuðnings, og fór pflturinn fyrir, þá yngri stúlkan, en eldri. stúlkan síðust. En er út í strenginn kom, missti pilturinn þegar fótanna. Ætlaði yngri stúlkan þá að grípa til hans, en missti við það fótanna líka og hið sama eldri stúlkan. Hafði nú beljandi straumiðan tekið öll systkinin og hrifið þau með sér. Hér um bil 70—80 föðmum neðar, skol- aði yngri stúlkunni, Sigríði Elísabetu, upp á grynningu, þar sem henni tókst að fóta sig. Komst hún heim til sín á vök- unni. Faðirinn brá þegar við og fór að læknum, sem þá var orðinn með stíflum og jaka- flugi. Eftir nokkra leit fann hann lík dóttur sinnar við jaka í læknum. Lík sonar síns fann hann ekki fyrr en daginn eftir. Þessi sorgaratburður vakti mikla hluttekningu með hjón- unum í Hvammkoti, sem vom hinar mestu merkis- og mann- kostamanneskjur, hjálpsöm, vinsæl og vel metin. En harmur þeirra var því átakanlegri fyrir það, að áður höfðu þau misst önnur þrjú böm með sviplegum hætti: uppkominn son í sjóinn og tvær dætur úr barnaveiki. Stóðu hjónin nú uppi, aldur- hnigin, fáliðuð og lítils megnug með þrjú eða fjögur fóstur- börn í ómegð, sem þau höfðu tekið af góðsemi sinni, hið yngsta á fyrsta ári. Hluttekningin með hjónun- um í Hvammkoti lét sig ekki án merkilegs vitnisburðar, því að einn af þeim, sem hluttekn- ingarinnar kenndi, var Matthías Jochumsson, sem þá var á bezta skeiði hér í Reykjavík, en það varð til þess, að hann orti út af þessum atburði eitt af sínum dýrlegustu kvæðum, sem síðan hefir ómað hugsvalandi fyrir eyrum þeirra, er í svipaðar raunir hafa ratað, svo og þeirra, sem samúðar hafa kennt með slíkum syrgjendum, og mun óma meðan íslenzk tunga og menning er við lýði, fallvalt- leiki lífsins og vald dauðans er mönnum viðkvæm staðreynd og mannlegar tilfinningar bærast mönnum í brjósti — öldungis án tillits til þess, hverja afstöðu skynsemi mannanna knýr þá til að taka til hinna hinztu raka og hvort þeir hafa nokkra skoð- un eða enga á því, hvert liggja kann vegur allrar veraldar. Þetta er kvæðið um Börnin frá Hvammkoti, um dauðann, sem er eins og lækur og lífið, sem er eins og strá, er starir skjálf- andi á straumfallið, hlustandi hálfhrætt og hálffegið á draum- fagurt spil, sem dunar undir bakkanum, um systkinin tvö, sem engillinn bandaði, sáu guðs dýrð og bárust í kaf og um hið þriðja, sem „eitt sá tómt helstríð — og hjálpaðist af“. Þetta þriðja systkini, sem sá helstríðið og hjálpaðist af, Sig- ríður Elísabet Ámadóttir frá Hvammkoti, liggur nú á h'kbör- um vestur á ísafirði, nærri 65 árum síðar en foreldrar hennar „tíndu upp barna sinna bein“, systkina hennar, er drukknuðu af henni í Kópavogslæknum vorið 1874. Þó að ég bregði hér fyrir mig nýstárlegu tiltæki, sem ólíklegt er, að hendi mig aftur á næst- unni, að rita dánarminningu, mun ég lítt rekja æfiferil þess- arar konu, sem út á við var ekki viðburðaríkur eða frá- brugðinn því, sem gerist og gengur um konur í hennar stöðu. Hún mun hafa flutzt ung vestur til ísafjarðar, ef til vill á vegum bróður síns, hins merkasta manns, er þar sat lengi, Bjöms gullsmiðs Áma- sonar, föður hinna listfengu bræðra, Bjöms og Baldvins Björnssona. Þar giftist Sigríður vönduðum og ráðdeildarsöm- um atorkumaimi, Ólafi Hall- dórssyni trésmið- Bjuggu þau á ísafirði að ég ætla allan sinn 1918, áttu prýðilegt heimili og mörg böm, öll óvenjuleg að prúðmensku og grandvarleika til orðs og æðis. Bjó Sigríður síðan með bömum sínum ekkja, unz hún andaðist í hárri elli, eftir að hafa verið blind í nokkur ár, hinn 20. þ. mán., að því er tilkynnt var í útvarpinu. Tilefni þess, að ég get ekki orða bundizt við lát þessarar konu, er það, að mér virðist sem ég eigi minningu hennar óvenjulega skuld að gjalda. Það er ýkjulaust mál, að engin manneskja, sem ég hefi hitt á lífsleiðinni, hefir við jafnlitla viðkynningu, aðeins með per- sónuleika sínum, hóglátri ná- vist sinni og þögulli fram- göngu, haft dýpri áhrif ó mig en hún eða orðið mér geðþekk- ari- Allt fas hennar verður mér ætíð minnisstætt sem í- mynd mannlegrar tignar og virðuleika, hvað sem yfir dyn- ur. Og þetta er ekki að rekja til töfra kvæðisins, sem við hana er tengt og ég hefi getið hér um, því að það var ekki fyrr en seint á kynningartíma okk- ar, að ég kunni deili á þeim tengslum. Hitt er satt, að síðan mér urðu þau kunn og lífsferill Sigríðar Árnadóttur, ér hún og kvæðið óaðskiljanlegt í huga mínum. Þessi smávaxna, fámál- fram á elliár, var fyrir mér blómstráið á bakkanum við læk dauðans, Því að viðskipti henn- ar og dauðans urðu þau, að það er eins og Matthías Jochumsson hafi af andagift sinni með ovb- unum í kvæðinu: „eitt sá tómt helstríð" sett lífi hennar misk- unnarlaus en óskeikul einkunn- arorð. Heita mátti, að hún stæði alla sína æfi „víð beljandí sund“ lækjarins, sem varð Matthíasi ímynd sjálfs dauð- ans, og lifði upp aftur og aftur hinn átakanlega atburð æsku sinnar — horfandi á hel- stríð ástvina sinna og nánustu vandamanna, en hjálpaðist sjálf af, svo miklu ljúfara sem henni hefði eflaust verið að mega hafa þar hlutverkaskipti. Hvert slysið í f jölskyldunni rak annað. Tel ég þau ekki upp öll og rek sízt nákvæmlega, seíró orðið gæti til þess að ýfa harma þeirra, sem þar eiga um sárt áð binda. En til viðbótar því, að Sigríður Árnadóttir hafði 16 ára gömul séð á bak íimm syst- kinum sínum með sviplegum hætti og var sjálf svó átakan- lega nærri, er tvö þeirra fórust, týndist sonur hennar uppkom- inn í siglingum, maður hennar var borinn heim til hennar ban- vænn af slysförum, annar son- ur lézt éinnig af hörmulegu slysi á ísafirði, var borinn út (Frh. á 4. síðro.) w hjúskap, unz Ólafur andaðist uga, hógværa, fxngerða, nærri ólíkamlega kona, fríð og ungleg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.