Alþýðublaðið - 04.02.1939, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 04.02.1939, Qupperneq 2
LAUGARDAG 4. FEBR. 1939 Leitið upp- lýsinga! HEIMILIÐ, KONURNAR OG BÖRNIN Ef lesendur blaðsins, húsfreyjur eða stúlkurn- ar vilja fá einhverjar upp- lýsingar um konurnar eða bömin, eða eitthvað annað er snertir atvinnu þeirra eða áhugamál, þá geta þær sent Alþýðublaðinu fyrir- spurnir sínar, en bréfin verða að vera merkt: Hemilið — konurnar og börnin. Verður fyrirspurn- um svarað eins greinilega og kostur er á. Með slíkum fyrirspurnum er hægt að upplýsa ýmislegt, sem fólk vantar upplýsingar um og ætti því að nota tækifær- ið, sem hér er gefið. ídag hefirfjöldi barna — dáið. — „í dag er sagt, að dáið hafi fjöldi barna.“ Þetta er ein setning, tekin úr fréttaskeytum blaðanna í þess- ari viku. Það var verið að segja frá hörmungum spanskra flóttamanna, sem nú hafast við tugum þúsunda saman við landamæri Frakklands, hælis- lausir og allslausir. — Þessi frétt rúmar hyldýpi af hörmungum, sem enginn get- ur, nema sá sem séð hefir, eða reynt hefir, gert sér í hugarlund hvernig eru í öllum sínum ægi- leik. -— Siðmenning okkar er nú ekki meira virði en svona- Á þessari öld æða þjóðirnar í blindu ofstækisfullu hatri hver gegn annari og heyja blóðugar styrjaldir. — íslenzkar konur hafa ekki mikið að segja af þessu, sem betur fer. Hér á okkar litla landi hafa slíkar hörmungar ekki dunið yfir. En undir niðri í þjóðlífi okkar finnst þó vísir- inn að þeim. Það má fullyrða, að skilyrði séu til fyrir hinu ægilega pólitíska hatri, sem leiða þjóðirnar út í hörmung- arnar, þó að vonir manna séu þær, að sá vísir kafni og nái aldrei þroska. Við íslendingar verðum, ef vel á að fara, að deila um það sem á milli ber eins og siðuðum mönnum sæm- ir, láta rökin og málstaðinn ráða úrslitum, en ekki kutann, róginn eða skammbyssuna. — Okkar þjóð er ekki svo stór eða um svo mikið að berjast, að það taki því fyrir okkur, að taka það eftir erlendum þjóð- um, sem hatrammlegast er og ægilegast. — Logar hins persónulega pólitíska haturs eru tendraðir af ofsaflokkunum, sem af mis- skyldri hugsjónadýrkun gleyma siðmenningunni, tigna tilgang- inn, sem réttlæti hvaða vopn sem er, og stofna til stríðs milli landsins eigin barna. Allt velt- ur á því fyrir okkur, að beztu menn í hvaða flokki, sem þeir eru, skilji hvert ofsi og hatur getur leitt, að slíkt þýðir tor- tíming menningar okkar og þjóðlegra verðmæta. Það á að vera heilög skylda ábyrgra manna að vinna saman að út rýmingu ofsans og hatursins úr íslenzkum stjórnmálum. Og þó er það alls ekki nóg. Allt er undir því komið, að almenning ur sýni andlegan þroska, að hann greini á milli og hafi ó- brjálaða dómgreind. Að hann sýni það, að hann vill ekki ofsa, hatursfull slagorð eða upp- hlaup, að hann dæmi eftir mál- stað og rökum. Ef forysta flokkanna finnur hinar sið- ferðilegu kröfur almennings í landinu, þá mun breyting á verða og stjórnmálabarátta okkar verða háð, eins og hún er bezt háð, t. d. í nágranna- löndum okkar, hjá bræðrum okkar á Norðurlöndum. — Við eigum að berjast fyrir fullkomnu frelsi allra, jafnrétti allra, atvinnu handa öllum. Við eigum að ala upp frjálsa mennt- aða kynslóð í okkar litla landi og bannfæra hatur og óhrein vopn. —- Reynsla annara þjóða á að nægja okkur og um hana fáum við að heyra á hverjum einasta degi. — íslenzkar konur eiga að bera uppi merki friðarins meðal landsins barna. Þær eru mikils ráðandi og geta þó ráðið meiru ef þær vildu. Aukið vald ykkar konur — og beitið því í þágu mannúðar, friðar og réttlætis. Sa. Á grímuballinu. Allar danskar konur eiga að læra hússtjórn. -----O—---- Um hendur danskra húsmæðra fara árlega 2 milljarðar króna. DANIR eru í þann veginn að koma á hjá sér alhliða húsmæðranámi, þannig að all- ar konur fái kenslu í öllu, sem lýtur að hússtjórn. í dönskum blöðum er skýrt frá því, að árlega fari um hend- ur danskra húsmæðra um 2 milljarðar króna og bent á hve geysilega þýðingarmikið það sé fyrir afkomu þjóðarinn- ar, að húsmæðurnar eða hjálp- arstúlkur þeirra kunni sem bezt með þetta fé að fara. Hér á landi er lítið um hús- mæðrafræðslu. Soffía Ingvars- dóttir hefir hvað eftir annað skrifað hér í blaðið um nauð- syn á því að settur væri hér upp starfsstúlknaskóli, en það mál hefir ekki fundið náð fyrir augum bæjarstjórnar. Það mun láta nærri, að um 66 milljónir króna fari árlega um hendur ís- lenzkra húsmæðra og hjálpar- stúlkna þeirra, og er því ekki síður ástæða fyrir okkur ís- lendinga að gefa þessu máli gaum en Dani. Tilætlun Dana er að setja á stofn þriggja ára ókeypis hús- mæðraskóla víðs vegar um landið fyrir allar ungar stúlkur á aldrinum frá 14—20 ára. Skólarnir eiga að vera bæði dag- og kvöldskólar. í hverjum bekk á að kenna 100—150 kenslustundir. Kenslunni á að haga í höfuðatriðum eins í öllu landinu, þannig að ungar stúlkur, sem flytjast úr einum stað í annan, eigi hægara með að halda áfram náminu. Auk þess er til þess ætlast, að framvegis verði krafist ýtar- legra bóknáms af eldri stúlk- um, er leggja stund á hús- mæðranám, og er gert ráð fyrir 5 mán. námskeiðum, enda séu þau einkum sótt af stúlkum, er áður hafa lokið námi við hina fyrirhuguðu húsmæðraskóla. Hinn opinberi styrkur til Spakmœli um ástina Helmingurinn af æfi konunn- ar er von, hinn helmingurinn er umburðarlyndi. M. A. Townsend. Menn fá fljótt leið á falleg- um konum, en aldrei góðum. Montaigne. Konan hlær þegar hún getur, og grætur þegar hún vill. Rússneskt spakmæli. húsmæðraskólanna er jafn- framt stórum aukinn, enda gert ráð fyrir, að % nemend- anna njóti nú ríkisstyrks, í stað þess að áður hefir aðeins helm- ingur þeirra verið styrktur. í milliþinganefndinni, sem undirbjó þetta frumvarp, hefir einnig verið rætt um mentun húsmæðraskólakennara, og er líklegt að námstími í hús- mæðrakennaraskólum verði lengdur upp í 3 ár, í stað tveggja ára nú. Gert er ráð fyrir, að hús- mæðrakennaraskólarnir verði gerðir jafnir einkakennaraskól- um með tilliti til ríkisstyrks. Aukast þá fjárframlög til þriggja slíkra skóla, sem nú eru í Danmörku, um 48 000 kr. á ári. Samkvæmt tillögu nefndar- innar eru hin árlegu útgjöld ríkisins til húsmæðrafræðslu á- ætluð 3,5 millj. kr-, þar af 2,1 millj. til kennaralauna, MÍÐDE GISVERÐIR IÐDEGISVERÐIRNIR eru ætlaðir fyrir 6 manna fjölskyldu Framvegis verða hér á síðunni birtar ýmis konar matar- uppskriftir, sem konur ættu að klippa út og geyma. M MÁNUDAGUR: Makkaronimjólk. Mjólk lVt 1. Vatn Vz 1. Makkaroni 80 gr. Salt 2 tesk. slf. Makkaroni er brotið í smá- bita, látið út í þegar mjólkin og vatnið sýður, hrært í þar til suðan kemur upp. Soðin í 20 mín., saltað um leið og súpan er tekin af eldinum. Hvít kjötstappa. í þennan rétt er gott að nota kjötleifar. Kartöflur 750 gr. Kjötsoð 6 dl. Soðið kjöt 250—400 gr. Salt 1 tesk. slf. Pipar % tesk, Negull Vt tesk. Lárviðarlauf 3 stk. Laukur 1 stk. Kartöflurnar eru flysjaðar hráar, skornar í þunnar sneiðar og soðnar í kjötsoðinu í 15 mín. Kjötið saxað á fjöl og sett út í ásamt kryddi. Ef kjötsoðið hefir verið vel saltað, má ekki láta salt eins og til er tekið í upp- skriftinni. Laukurinn er saxað- ur og settur saman við um leið og kjötið. Suðán látin koma upp. Borðað með soðnum gul- rófum eða öðru grænmeti. ÞRIÐJUDAGUR: Eggjamjólk með eggjahvítu- bollum. Mjólk iy4 1. Vatn Vz 1. Salt 1 Vz tesk. slf. Eggjarauða 2 st. Kartöflumjöl IV2 matsk. slf. Sykur 50 gr. Rommdropar 15 dropar. Bollur: Eggjahvita 2 st. Sykur 2 tesk. slf, Eggjarauða, sykur, kartöflu- mjöl og krydddropar er hrært í súpuskálinni, þar til það er orð- ið að þéttri froðu. Mjólk og vatn soðið, saltað og því svo hrært saman við eggjarauðurn- ar í skálinni. Bollurnar: Eggjahvíta og 2 tesk. sykur er harðþeytt, látið út í súpuskálina strax eftir að mjólkinni hefir verið helt upp, lok lagt yfir í 2—3 mín. áður en súpan er borin á borð, Fiskur á fati. Fiskur 1 % kg. Salt 3 tesk. slf. Pipar Vi tesk. Smjörlíki 125 gr. Brauðmylsna 4 matsk. slf. Fiskurinn (bezt ýsa) er slægð- ur, þveginn, flattur, roðflettur og skorinn í sundur. Steikarfat er strokið með smjörlíki, brauðmylsnu, salti og pipar, blandað saman, fiskinum dyfið í þetta, og síðan raðað á fatið. Smjörlíkinu er skift í smá bita, og það látið ofan á fiskinn hér og þar. Bakað í vel heitum ofni þar til fiskurinn er orðinn ljós- brúnn. Borið fram á sama fat- inu. Bezt er að nota föt úr eld- föstum leir, því venjuleg steikarföt þola ei hitann í ofn- inum. MIÐVIKUDAGUR: Kartöflusúpa. Vatn iy4 1. Kartöflur 250 gr. Selleri 100 gr. Mjólk V2 1. Smjörlíki 20 gr. Hveiti 20 gr. Salt 2 tesk. slf. Kartöflur og selleri er þveg- ið, skorið í þunnar sneiðar. Soðið í saltvatni í 20 mín. Þá er öllu hrært í gegnum gatasíu, látið í pottinn aftur með mjólk- inni og súpan jöfnuð með hveitibollu, þ- e. smjörlíki og hveiti hrært vel saman og því er svo hrært saman við súp- una með þeytir. Krydduð með salti eftir bragði. Hvítkálsbögglar. Beinlaust kjöt 500 gr. Hveiti 30 gr. Kartöflumjöl 30 g'r. Laukur 75 gr. Salt 2V2 tesk. slf. Pipar y4 tesk. Mjólk 2Vz dl. Hvítkál 1 lítið höfuð. Vatn 6 dl. Salt 1V2 tesk. slf. Hveiti 25 gr. Smjörlíki 25 gr. Kjötið er saxað í vél með lauk, hveiti og' kartöflumjöli 6 til 8 sinnum. Mjólkinni þá hrært saman við, má ekki láta meira en tvær til þrjár mat- skeiðar í einu til að byrja með og hræra vel á milli, svo deigið aðskiljist ekki. Þegar öll mjólk- in er komin saman við, er deigið kryddað með salti og pipar. Hvítkálið er látið í sjóð- andi vatn og blöðin síðan losuð gætilega frá leggnum, svo þau rifni ekki.Ein matskeið af kjöt- deigi er látin á hvert blað, sem svo er vafið saman, og bundið um með hreinum bómullar- þræði- Látið í sjóðandi saltvatn og soðið í 15—20 mín. Böggl- unum þá raðað á fat, bandið leyst af, og soðið jafnað með hveitibollu (sjá uppskrift af kartöflusúpu). Lítið eitt af sós- unni er látið yfir bögglana á fatinu, hitt er borið fram í sósukönnu. Kennarinn: Við köllum jörð- ina, móður jörð, getur þú sagt mér, hversvegna við höfum hana kvenkyns? Nemandinn: Það er líklega af því að enginn veit aldur hennar. Eins og allir vita, tíðkast nú mjög að sauma í föt, kjóla, blússur, peysur og jafnvel kápur. Hér eru skíðaf'öt með útsaumuðum jakka. Saumað er í hann með sama garni og er í háleistunum og' vetlingun- um, það er reirt ullargarn í rauðum, grænum, gulum og bláum litum, sömuleiðis er saumað í húfuna, sem er úr sama efni og fötin. Jakkinn er með rennilás og 4 vösum, og saumaður kantur á þá eins og á barmana og í handvegina. Andlitssnyrting: Feit |huð. SETJIÐ sundhettu á höfuðið til þess að hlífa hárinu. Þvoið andlitið úr heitu vatni, og kælið það því næst vel með ísköldu vatni í eina mínútu. Sé slanga með vatnsdreifi í báð- herberginu, þá notið hana við kælinguna, en að öðrum kosti kaupið þér togleðursslöngu með vatnsdreifi, og setjið hana í samband við baðkerið. Ef þér hafið ís við hendina, þá er sjálfsagt að nota hann fremur en kalda vatnið. Þér takið þá grisju (Gaze), vefjið henni um ísmola og núið honum um and- litið þéttingsfast, sérstaklega vel meðfram nefinu beggja vegna, þar sem húðin er opn- ust. Þetta endurtakið þér þang- að til þér kennið kuldafiðrings í húðinni- Að þessu loknu löðrungið þér yður rösklega 30 sinnum á hvora kinn (blásið út gúlinn á meðan). Á þennan hátt fáið þér æskuroða á vanga. Þessu næst vætið þér baðmullatrhnoðra í undanrennu eða áfum og rjóð- ið vel alt andlitið, þerrið það ekki, heldur látið mjólkina þorna inn í hörundið. Að lokum þvoið þér yður úr (Frh. á 4. síðu.) FEGURÐ OG TÍZKA. — breytileg — Tískan er en fegurð er alltaf tízka- ARMEN- permanent. andlits- og handsnyrt- ing, hár- og augna- brúnalitun, eykur feg- urð yðar og er alltaf nýjasta tízka. C ARMEN, verður snyrtistofa yðar. Lvg. 64. — Sími 3768.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.