Alþýðublaðið - 17.02.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.02.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAG 17. FEBR. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐUEFNI Hvernig á gamli bóndinn að fara að því að lifa? Óhæfar matvörubúðir og eftirlitið með þeim. Tóbaksnautnin. Akstur yfir polla. Leynivín- salan og bílstjórarnir. Efni blaðanna. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. GAMALL bóndi, nú orffinn verkamað'ur hér í Reykjavík, kom að máli við mig nýlega og sagði: „Getur þú ekki sagt mér hvernig ég á að fara að því að lifa. Síðan atvinnubótavinnan byrjaði hefi ég fengið vinnu í 3 vikur. Þegar ég fékk kaupið greitt fyrir síðustu vikuna, höfðu 4 kr. verið teknar af því í sjúkrasam- lagið.“ Hann hélt áfram: „Nú hefi ég aldrei getað greitt í S. R. og get það auðvitað ekki framvegis. Þannig geta þeir haldið áfram að taka 4 krónur þegar ég íæ at- vinnubótavinnu, segjum 3 vikur á hverjum 4 mánuðum, en með því kemst ég aldrei til réttinda í sam- laginu. Er því ekki algerlega rangt að taka þessa peninga af mér?“ © Honum lágu þungt orð til bæj- arstjórnarmeirihlutans yfirleitt fyrir stefnu hans. „Ég hefi verið fylgjandi þeim flokki alla tíð — en ég get það ekki lengur, þó að ég væri drepinn. Það er hart að komast að raun um það á gamals aldri, hve hrapallega manni hefir skjátlast.“ * JNT.'.N." skrifar: „Ég vildi mjög gjarnan fá upp- lýsingar um, hvort heilbrigðis- nefnd hafi nokkuð eftirlit með matvörubúðum. Mér er kunnugt um búð, þar sem bæði eru seld brauð og matvara, og kaupmaður- inn sefur í litlu herbergi innar af búðinni, og verður hann að fara með skólp og annað því um líkt í gegnum búðina, þar sem enginn annar útgangur er úr henni; þar er hvorki vatn né salerni.“ ♦ „Það er hægt að ímynda sér hvernig loftið muni vera í þess konar búðum á morgnana. Fæst heilbrigðisnend ekkert við það, að athuga hreinlæti í búðum hér eins og annars staðar?“ Heilbrigðisnefnd á að hafa eftir- lit með matvörubúðum, og ef hér DAGSINS. er rétt lýsing gefin, verður telja þessa búð óhæfa.“ að „Karl í koti“ skrifar mér: „Tóbaksnautn virðist alt af að færast í vöxt, og er það mjög illa farið. Menn byrja á henni af óvita- skap, því að þeir halda að ekki þurfi neina sjálfsafneitun til að hætta við hana, en reynslan sýnir hið gagnstæða. Viltu nú ekki gera svo vel að fá upplýsingar hjá lækni, hvort til séu nokkur lyf, sem gera mönnum auðveldara að losa sig við tóbaksnautnina? Ef svo er, væru mér þess konar upp- lýsingar mjög kærkomnar.“ „Mér finst dónaskapur að aka hratt bílum framhjá gangandi fólki, þegar pollar sitja í hinum ógeðslegu hvörfum, sem víða gefur að líta hér í bæ, og vildi ég biðja þig að ávíta bílstjóra fyrir það í blaði þínu. Að vísu eru ákaflega margir, sem aka hægt undir slík- um kringumstæðum; annars eru alt of margir, sem láta vaða með súðum.“ * „Góðtemplar" skrifar mér: „Eru bílstjórarnir í bænum verndaðir af lögreglunni sem leynivínsalar?“ * „Ég er að spyrja vegna þess, að á laugardagskvöldið gekk ég fram hjá einni bifreiðastöð, þar sem stóð hópur ungra mana við dyrn- ar, og voru að þrefa um hvort þeir ættu heldur að fá sér brenni- vín eða whisky, en í sama bili og ég hélt mig vera að sleppa fram- hjá þessum mönnum, kallar einn til mín og biður mig að lána sér túkall, hann hafi aðeins tíkall, en það nægi ekki, því það kosti 12. Varð ég við bón hans og lánaði honum þessar 2 krónur og spurði hann hvort ,að fengist á stöðinni, áfengið. „Já,“ sagði hann, „eða þá í einhverjum bílnum, því þeir hafa það allir.“ Á næsta horni stóð lög- regluþjónn að tala við unga og laglega stúlku, um leið og hann auðsjáanlega leit eftir að alt væri í reglu.“ * Ég veit ekki um þetta — en margir gruna bílstjóra um áfeng- isútveganir — eða samband við leynisala. * „Guðlaugur" skrifar mér: „Gætir þú ekki — „Ég þúa landshöfðingjann og guð almátt- ugan,“ er haft eftir Eyjólfi heitn- um ljóstoll — komið því til leiðar við Alþýðublaðið, að það flytji ekki framvegis annan eins þvætt- ing og neðanmálssaga sú er. sem nú um langt skeið hefir verið að birtast þar. Ég held að ég tali fyrir munn nokkuð margra lesenda blaðsins, þó ég taki svo til orða. Hitt veit ég líka, að til eru svo lítilþægar sálir á lesmál, að þær segja þegar blað kemur inn úr dyrunum: „Er sagan núna?“ Þetta á ekki fremur við um Alþýðu- blaðið en önnur blöð.“ * „En mætti ekki mælast til þess af blöðunum, að þau stuðluðu fremur að því að bæta bókmenta- og lessmekk fólksins en að spilla honum? Sama er að segja um mál- ið. Nú eru þessar neðanmálssög- ur, margar hverjar, nauða illa þýddar. „Kynjalandið“ er kannske ekki sú versta hvað það snertir. Nei, við lesendur viljum hafa nyt- samt — og eins og gamla fólkið sagði — uppbyggilegt efni í blöð- unum. Eitthvað til umhugsunar eða fróðleiks, ritað á hreinu, góðu máli, og ef ádeila er, þá með prúð- um rithætti, en ekki þessum strákslega kjafthætti, sem er í öðrum blöðum en Alþbl. Við vilj- um líka — eldra fólkið — gjarnan eitthvað af gömlum sagnafróðleik þjóðlegum. Eg sakna „Heyrt og séð“, þó pistlar Hannesar bæti þar nokkuð úr.“ * Það er gott að fá svona gagn- rýni, og vildi ég gjarnan fá fleiri. Hún getur verið góð leiðbeining fyrir blaðamenn. Ég veit um fjölda fólks, sem þykir „Kynja- landið“ ágæt saga og hefir þakkað Alþýðublaðinu fyrir að birta hana. — Næst birtum við einhverja skemtilegustu og mest spennandi sögu, sem skrifuð hefir verið á síðari árum. Hannes á horninu. Farþegar með Brúarfossi vestur og norður um land: Ólafur Ólafs- son læknir, Guðrún Kristjáns- dóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Gunnar Björnsson, Eyþór Tóm- asson, Hólmfríður Tómasdóttir, Laufey Sveinsdóttir, Gunnar Stefánsson, Bjarni Bjarnason. Útbreiðið Alþýðublaðið! Kosningar i fastar nefndir á alpingi fi gær. I GÆR voru fundir í Sam- einuðu Alþingi og báðum deildum. Á dagskrá voru nefndakosningar. Kaupsjfsluniaðurinn - spyr ekki viðskiftamenn sína, um hvort þeir hafi sömu stjórnmálaskoðanir og hann sjálfur, þegar hann selur þeim vöru sína, hvort sem það er nú hattur á höfuðið, skór á fæturna eða matföng fyrir heimilið eða annað, þá lætur hann sér nægja, að viðskiftavinurinn hafi gjald- geng' aaynt til að greiða fyrir vöruna. Kaupsýslumaðurinn hefir að sjálfsögðu, svo sem allir aðrir, sínar eigin stjórnmálaskoðanir, en stjórnmála- skoðanir hanr standa ekki í neinu sambandi við verzlun ha^is og Mrura því ekki viðskiftamöguleika hans. Þegar . aupsýslumaðurinn auglýsir, gerir hann það í ákveðnum tilgangi. Hann vill kynna fólki hvaða vörur hann hafi að selja og við hvaða verði. Hann þarf að aug- lýsa í því blaði, þar sem auglýsing hans nær til flestra og með beztum árangri. Hvaða stjórnmálaflokki blaðið tilheyrir, skiftir hann engu máli í þessu sambandi. Hann veit að velgengi verzlunar hans krefst þess, að hann afli sér viðskiftavina og selji. — Alþýðublaðið er lesið á flestum heimilum í Reykjavík og Hafnarfirði, auk þess sem það hefir fjölda lesenda um land alt og í kaupstöðunum, sennilega fleiri en nokkurt annað íslenzkt blað. Hinn duglegi og framsýni kaupsýslumaður sér því hag sinn í því að skifta við það. Sameinað Alþingi: í sameinuðu þingi eru kosnar 3 fastar nefndir: Fjárveitinga- nefnd, skipuð 9 mönnum, utan- ríkismálanefnd, skipuð 7 mönn- um, og allsherjarnefnd, skipuð 5 mönnum. í fjárveitinganefnd voru kosnir: Jónas Jónsson, Haraldur Guðmundsson, Helgi Jónasson, Bernharð Stefánsson, Bjarni Bjarnason, Pétur Ottesen, Þor- steinn Þorsteinsson, Jón Pálma- son, Jakob Möller. í utanríkismálanefnd voru kosnir: Ásgeir Ásgeirsson. Jónas Jónsson, Bjarni Ásgeirsson, Ól- afur Thors, Bergur Jónsson, Jó- hann Jósefsson og Garðar Þor- steinsson. Varamenn í utanríkismála- nefnd voru kosnir: Páll Zóp- hóníasson, Gísli Guðmundsson, Haraldur Guðmundsson, Pálmi Hannesson, Magnús Jónsson, Thor Thors og Bjarni Snæ- björnsson. Við kosningu í utanríkis- málanefnd kom fram listi frá kommúnistum með nafni Héð- ins Valdimarssonar. Fékk sá listi 4 atkyæði- í allsherjamefnd voru kosn- ir: Einar Árnason, Jörundur Brynjólfsson, Finnur Jónssoon, Páll Zóphóníasson, Thor Thors, Þorsteinn Briem og Magnús Jónsson. Efri deild: Fjárhagsnefnd: Bernhard Stefánsson, Erlendur Þorsteins- son, Magnús Jónsson. Allsherjarnefnd: Sigurjón Á. Ólafsson, Ingvar Pálmason, Magnús Gíslason. Mentamálanefnd: Jónas Jóns son, Siburjón Á. Ólafsson, Árni Jónsson. Iðnaðarnefnd: Erlendur Þor- H. R. Haggard: Kynjalandið. 136 þeirra, taugin, aem þau voru buuídin saimain 'með, lenti á spjótskaftinu, og þarna héngu þ>au. , Alt þetta sá Leonard simátt og simátt; hanm vairö . þesis líka, var, að aimaöhvort vatr Júana dauð eða mie'ðvitundarlaus1; í svipiruni gat hamn ekkl sagt, hvort, heldur va,r. — Hvaið ætlarðu að fara að gera? spurði hann Otiur, sem va;r við isröndima, eitthvað fimnxtám fet fyrir ofan þau. — Höggva mér spor og draga þig upp, Baais, svar- aði dve:',guíinn g'.að!egia. — Þaið verður ejkkii auðveit, svaraði Leonard og teiit um öxl sér á löngu brekikuinia fyrir meðan þaui, og ef við renmum eðai ólin slitnar. — Talaðu ekki um áð nenna. Baas, svaraði dverg-i lUrinm og fór a,ð höggva f ísinm með þunga prests- hníSnuTn; og af óiiinmi er þáð að siegjla, áð fyrst hún var nógu stenk handa Vatnabúamum til þess að drusia mér ínam og aftur um tjörnimá, þá er, hún nógU: stenk ha|nda ykkur báðum, þó a'ð hún haíi orðiið ,'fyrir dá>- iitlu sliti. Ég vildi bara að ég hefði áðra ól, því ajð þá væfi þetta ekki mikill vaindi, Svo haimáðist Otiur við að höggva í hörðu <s- dkorpunai. Fyrstu tvö sporim hjó hanm frá hrekku- bnin.immi og Já á kviiðmium. Svo fcoimu örðugleikar, ■sem ómöguLegt v'iirtist a& yfirstfga, því að hann gatj ekki högg|við i ístinm, þegla'r hanm hafði ektoert til áð styöja sig við. — Hvað ætlarðu nú að gera? sagði Leomard. — Vertu rói’egur, Baas, og lofaðu mér áð híugsa: ■m.ig umi, og Otur setti'sit niður og þaigði eitt auigma-' bljlk. s — Nú yeit ég, hVa'ð ég á aið garia, siagði hanmi rétt á eftiir, stóð upp, fór úr geitaþskinniskápunni, og iskair ixana 1 (siun:0u;r í ístrimla; hver istrimill var hér- urni’bid tvieir þuml. á breidd og siex þumlumgair á iliengd. Þes'sai strimla batt hunm trauistlega sa'miam,, oig bjó til úr þeim haiganlega taug, svo liauga, að- hún náði þajngað siem þau Leonarid og Júanmta hén|gu á' Veilkaj spjótskaftinu. Svo tók hamrn stafinin, sem á- va|tt hafði orðið honuim áð svo imiiikiu gangi, yddi halnn að neöan, raik han(n eims Lamgt. pg banin gat nið- iur í ismjóiinm og jörðimaí við rö'mdiiina á ísnum og batt faugina við hanin. ; — Nú er ölliu óhætt, Ba/as, sagði hanjn, þvi áð ég get byrjað að, neðam. Og án. þess áð segjia niéitt frtekara iiendi hamm isér niiður þaingáð til hanm hekk við hliðáina á þeim. — Er Hjainðíkomaim dauið, Baaisi, spuröi hainm og lieít á föila audfitið og lakuðu auguin á Júöunu, eða isefujr, hún aðpimis.? — Ég helid að hún, aé í öngviti, Öúgði Leonardi, iem í guiðs bæiniuim vertu fljötur, Otur, því að ég er frjó'sa, á þeasium ís. Hviað ætlarðu nú áð geru? — Þaið 'sfeal ég segja þér, Baais, bmda um miiíið á þér enidanin á tauginn, sem ég hjó ti'l. úr fcápunni, leysa svo ól.ina, isem þið Hárðkorianin eruð bundin sami- an með og fara aftur upp á brúnLna. Þegar ég er þang- áð feomimni, get ég dnegið hama upp á ólinmfi, þv’í að ólin er 'sterk, og Hj'arðkonan panmur vel á isnum; og þú getur ikomið á eftir hen;n;i. — Gott og vel, sagði Leouand. Svo tókst dvergmum, haUgandi á unrnari hemdinnii o;g imeð þeiíitri aðstoð, semi' Leomard gat gefið hiomum áð binda endanmi. á tauginsxi, sem hann haíði búi ð til úr skininfatiniu, undir hanidieggima á Leomiard; þar næsit fór hann áð leysa ólina, sem hélt þeiro Leon'aihd og Júömlnu saman. Og mú kom örðugasta og hættu- Iegasta atriðið, því áð Leonand 'sem hélt sér um veika spjótskaftið með anmari hendinmi, varð að halda Júönmiu meðvitundarlausri imieð h'innfi, en Otuir flýtti sér að draga sig upp áð ísbrúniinmi og hélt óJiitnmi mxilli tanmanma. Spjótið bognaði bræðilega, og Leorn- ard þorði ekki að reyna sérlaga mjikið á geitarskinns- taugina, sem dvergiuinn var að draga sig upp á upp eftir ísmum, því a,ð ef hún skyldi bila, þá urðu þau öll að h.rapa ofan í slakkanm fyrir neðam, og deyja, þar aumkvunarlegum idaiuða, með því að ómögu- legt vatr aö komast upp án þess að hafa hæfilegar taugar, og Isöxi. Með þvi ajð hanmi vár nú orðinn, yeikbturðai og freðinm;, fanst hoinuim margair stundir líða áður eu Otur komst upp á brúnina og kallaðí til bams a,ð sleppa Júönnu. Hamm gerði semi homiuim var boðið, og dvergur- imn settist á smjóinn, spynnti. fáiuinum í ísröndina, mieytti a,llra sinna krafta og tók að draga harna upp Þó ,a(ð h,amin væri ster'kur, var öllu til skiia haldið, að ha|Rin gæti það, og sánmLéikurinm vur sá, að ef hún hefði legiíð á nokk’u öðru en is, þá hiefði hainm alls ekki geíalð pað. En áð lokum tókst bomuiin það, og Leonaird létti fyrir brjósti qg þa'kkaði sínum siæla, þiegafr hamin sá hana Iagða óhulta á smjóinn. Nú l'eysti Otur í 'skymdi ólinal af Júömnu og sietti' á hafna íykkju, og fleygði henmi ofan til Lennairds; Leonr^rd aineygði henmi miður fyifir axlir 'sér, tó'k spjót- ið upp úr sprumgu'njni, sem þ,a|ð stóð í og lagði af sUf'i upp eftir. Fyrst þiegar hann hreyfði sig, famn h.Efcnin til sárrar fcvalar, og það vair engin furðia, því fið b’.óðið úr sárunum, siem hamn hafði fengið af að mudidast við íSinin á himni afarhröðu ferð sinmi, hafði/ storknatð, limir hans höfðu frosið við ísimrn, og það var lemginn hægðairlei'kur að losa þá við bamm. Þó áð kvöl- in væri isár, þá haffði hann gott af benni því áð það vaikti hið dofnaða þnek h,ams og hleypti í baaiu svo miklu fjöri, a!ð hamm dró isig upp eftir gei'tarskinmis- táuginmi af öllum sínumi mætti, en Otur togaði í þá óliinai, sem var undir hönidumum' á honum. Þ4ð var heppni' fyrir hanm„ að dvergurimm hafðíi verið svo varkár að fleygja ofan til hans þessairi síð- ári ól„ því að imnam skamms losnaði stafur Oturs, sem |ékki hajfði neina veralega festu í freðinni jörð- steinsson, Pétur Ottesen, Bjarni Snæbjörnsson. Sjávarútvegsnefnd: Ingvar Pálmason, Sigurjón Á. Ólafs- son, Jóhann Jósefsson. Lndbúnaðarnefnd: Páll Zóp- hóníasson, Erlendur Þorsteins- son, Þorsteinn Þorsteinsson. Samgönguinálanefnd: Páll Hermannsson, Páll Zóphónías1 son, Árni Jónsson. Neðri deild: Fjárhagsnefnd: Sveinbjörn Högnason, Steingrímur Stein- þórsson, Ásgeir Ásgeirsson, Ól- afur Thors, Stefán Stefánsson. Samgöngumálanefnd: Þor- bergur Þorleifsson, Helgi Jóns- son, Vilmundur Jónsson, Gísli Sveinsson, Eiríkur Einarsson. Landbúnaðarnefnd: Bjarni Ásgeirsson, Steingrímur Stein- þórsson, Emil Jónsson, Jón Pálmason, Pétur Ottesen. Sjávarútvegsnefnd: Bergur Jónsson, Gísli GuÖmundsson, Finnur Jónsson, Sigurður Krist jánsson, Sigurður Hlíðar. Iðnaðamefnd: Bjarni Ásgeirs son, Pálmi Hannesson, Emil Jónsson, Sigurður Kristjáns- son, Jóhann Möller. Mentamálanefnd: Bjarni Bjarnason, Pálmi Hannesson, Ásgeir Ásgeirsson, Gísli Sveins son, Jóhann Möller. Allsherjarnefnd: Bergur Jónsson, Sveinbjörn Högnason, Vilmundur Jónsson, Thor Thors, Garðar Þorsteinsson- Frá Frmsóknarflokknum kom fram ósk um að mega setja aðra þingmenn til bráðabirgða í nefndir þær, er þeir Þorberg- ur Þorleifsson og Bergur Jóns- son eiga sæti í, og var samþykt að Bjarni Ásgeirsson kæmi í stað Bergs Jónssonar í sjávar- útvegsnefnd, og Jörundur Brynjólfsson í allsherjarnefnd, en í stað Þorbergs Þorleifsson- ar kæmi Gísli Guðmundsson í samgöngumálanefnd. Fundir þingdeildanna verða framvegis kl. IV2 e. h., en ekki kl. 1 eins og verið hefir undan- farin ár. í dag eru fundir í báðum deildum. Engin stjðrnarskifti i Noregi í ár. KHÖFN í gærkveldi. FÚ. OÁSÆTISRÆÐA Noregs- ■*•■■■ konungs í þingbyrjun þykir ekki benda til þess, að von sé stjórnarskifta þar í landi á þessu ári. Hægri flokkurinn og Bænda- flokkurinn krefjast þess, að landvarnirnar séu auknar, en samtímis tók Mowinckel fyrr- verandi forsætisráðherra það fram fyrir hönd stjórnarand- stöðunnar, að enginn grund- völlur væri fyrir stjórnarskifti meðan stjórnin sýndi sama góða vilja, eins og hún hefði gert undanfarið. ! „Berlinigske T.derde“ í Kaupmanna'höfn í gær (kvöldblaðið) sikrifar dr. Niels Niielsteni langa grcin um bóikimd „íslamd. Ljósmyndir af landi log þjóð“, isem IsiafoMarprentsmilðja hefir giefið út. Segir hainin meðal aninars, að bókiin tafei ölliu þtví fram, sem' hingað til hafi yerið gefið út á tslandi af því tagi, og að hin jarðfræðilega tsilaindslýs- ing Pálma Hannessonar sé til- valinin gruixdvöllur teisltuibókar um þiéssi «fnJ. FtÞ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.