Alþýðublaðið - 17.02.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.02.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUDAG 17. FEBR. 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ ♦------------------------♦ ALÞÝÐUBLAÐIO RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN 1 -----------------------♦ Alþfngi. ALÞINGI er nú sezt á rök- stólana að nýju, og hefir kosið sér forseta og aðra starfs- menn og skipað sér í nefndir. Er þar flest óbreytt frá því er var á síðasta Alþingi. Vel má svo fara, að þing þetta verði að ýmsu merkilegra en mörg undanfarin þing hafa ver- ið. Framundan eru þeir erfið- leikar, sem fullkomin nauðsyn ber til að mætt sé með festu og einbeitni — og samhug ef ár- angur á að verða. Má þar fyrst tilnefna sjávar- útvegsmálin. Það mun ekki of- mælt, að allir þeir, er við sjáv- arsíðuna búa — og sjálfsagt miklu fleiri landsmenn, vænta þess fastlega, að Alþingi takist, og það sem fyrst á þingtíman- um, að finna ráð sem duga til bjargar útveginum- Ráð sem tryggja að hann geti aftur kom- ist á réttan kjöl fjárhagslega — svo framtíð hans sem aðalat- vinnuvegur þjóðarinnar, verði tryggð. í þeim málum dugir ekki að binda sig við fordóma eða hvað mönnum ,,finst“ um eitt og annað, heldur aðeins að hafa hugfast, að það er lausn máls- ins, sem allt veltur á fyrir þjóð- Ina. Öllum er ljóst, að viðreisn sjávarútvegsins verður ekki gerð án fórna frá öðrum stétt- um þjóðfélagsins, því væri hægt að rétta við án þess mundi það hafa verið gert fyrir löngu. —- Þjóðin bíður nú eftir aðgerðum í málinu, aðgerðum, sem trygg- ing er fyrir að komi að notum fyrir útveginn, og alla þjóðar- heildina, er stundir líða, aðgerð- um, sem fólkið í landinu finnur að séu einhvers virði. Þá má og benda á, að ekki virðist það liggja utan við starfs svið Alþingis þess, sem nú situr — að reyna að gera eitthvað til þess að tryggja lýðræðið í landinu. Hvarvetna í lýðræðis- löndum skjóta nú öfga og ó- heillastefnurnar upp höfðinu. Þær hafa að vísu gert það áð- ur. En þá var það með þeim hætti, að hver maður fékk and- styggð á þeim. Nú gera þær það með öðrum hætti. Með þeim hætti, að dulbúa sig og nota lýðræðið til þess að grafa grunn inn undan þjóðfélaginu- — Njósnastarfsemi er rekin af öllu kappi. Samtökum alþýð- unnar sundrað og henni þvælt út í allskonar öngþveiti, sem getur haft hinar örlagaríkustu afleiðingar. Öllum verður að verða það ljóst, að nú er barizt með öðrum vopnum en áður var. Verði ekki hér við reist- ar nægilega rammbyggilegar skorður, má vel svo fara, að menning okkar glatist jafn- framt lýðræðinu, sem þessir flokkar afnema, þegar er þeir sjá sér fseri á. Hér á landi starfar nú opinberlega einn stjórnmálaflokkur, sem sam- kvæmt stefnuskrá sinni tekur sér heimild til að grípa til of- beldis hvenær sem honum býður við að horfa og vart kæmi það mönnum á óvart, þó einhverntíma kæmi það fram í dagsljósið, að hér störfuðu nú leynilega flokkar, sem stefna í svipaða átt. Enn má benda á, að ekki er úr vegi fyrir Alþingi sem nú situr — og þjóðina í heild — eða þá ábyrgu stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi, og fara þar með umboð þjóðarinn ar, að fara að taka til athug- unar hvað gert skuli, er sátt- máli sá, sem við nú höfum við Dani. getur knúð til endur- skoðunar. Er þar full nauðsyn á að allt sé vel athugað og sarn- starf fengið um þau mál er bæði varðar oss, er nú lifum, og eins óbornar kynslóðir þessa lands. Þó þessi þrjú viðfangsefni séu ærið verkefni bíða auk þeirra óleyst fjölmörg önnur, sem miklu skiftir að vel takist að leysa og vafalaust má finna góðar lausnir á, ef af viti og samhug er unnið. Yfir setningu þessa Alþingis var meiri formfesta og glæsi- leikur en lengi hefir verið yfir setningu Alþingis. Er það vel farið og spáir góðu. og mætti vel svo fara, að fleira, sem sómi og heill er að sigldi í kjölfar þess. En þess er vert að minn- ast, að þá fyrst er það fengið, sem þjóðin þarfnast mest, ef Alþingi ber gæfu til að láta störf sín bera þá ávexti er til blessunar verða landi og lýð. Kanpsýslntíðindi. 6. tbl. Kaupsýslutíðinda, IX. árg., er nýkomið út. Geir Gunnarsson, sem nú er ritstjóri blaðsins og útgefandi, breytti útgáfufyrirkomulagi þess mjög um síðustu áramót, svo nú er það hið eigulegasta rit. Er því ætlað að flytja hlutlausar og ópólitískar fregnir af öllu því helzta, sem íslenzkir kaup- sýslumenn þurfa að fá vitn- eskju um. Og ef dæma má eftir þeim tölublöðum, sem út hafa komið eftir áramót, virðist blaðið eiga erindi til allra, sem við kaupsýslu fást. í hverju blaði eru hagfræðilegar for- ystugreinar um ýms markverð viðskiftamál, og útdráttur af störfum bæjarþings Reykja- víkur, þar sem m. a. er hægt að fylgjast með málum, sem spretta af vanskilum. Þá flytur blaðið einnig af og til fregnir af verðbréfaviðskiftum, stuttar greinar um ýms atriði, sem mikilsverð eru fyrir fjárhag þjóðarinnar og viðskifti ein- stakra manna. Einnig birtast þar leiðbeiningar um auglýs- ingar, um rétta framkomu gagnvart viðskiftavinum og um ýmislegt fleira viðkomandi sölu og atvinnurekstri. Marg- víslegan fróðleik annan mætti nefna, sem blaðið flytur, eða er ætlað að flytja, og sem íslenzkir framkvæmdamenn hafa ekki átt greiðan aðgang að til þessa. Farþegar með Dettifossi til útlanda í gær: Runólfur Sigurðsson og frú, Kristján Einarsson fram- kvæmdastj., Láretta Hagan, Sigríður Helgadóttir, Sverrir Sigurðsson, Gunnl. Briem, Þór- oddur Jónsson, Bjarni Guð- mundsson. Geir Sigurðsson skipstjóri og nokkrir útlend- ingar. Það verður að verja lýðræð- ið áður en það er um seinan. —--+---- Tímabærar breytingar á hegnfngarlbg- gjiifinni geta bjálpað verulega tilfpess. Steincke, dómsmáiaráðherra Dana, um nauðsyn endurskoðunar á hegningar- lögrgfjöf iýðræðislandanna. TC* INS og skýrt hefir verið ■®-‘< frá hér í blaðinu áður liggur nú fyrir danska þing- inu frumvarp til breytinga á hegningarlöggjöf Dana. — Frumvarpið flytur dóms- málaráðherrann danski — Steincke, en hann er sem kunnugt er Alþýðuflokks- maður. Er frumvarp þetta að verulegu leyti fram komið vegna þeirra atburða, er á síðustu mánuðum hafa gerst í Danmörku, og sagt hefir verið frá jafnóðum hér í blaðinu. Ýms atriði hins danska frv. eru til þess að endurbæta og fullkomna eldri ákvæði, en þau veigamestu þeirra eru þó ný og miða að því að vernda lýðræðisskipulagið fyrir of- beldisflokkum, sem hvarvetna skjóta nú upp kollinum. Miðar frumvarpið m- a. að því, að skerpa ýms þau ákvæði hegn- ingarlaganna, sem fjalla um njósnir, uppljóstranir á trúnað- armálum ríkisins, röskun á fundafriði og hvers konar póli- tísku ofbeldi, rógburð og meið- yrði um menn, sem starfa í op- inbéru lífi og aðra misnotkun málfrelsisins og prentfrelsisins, sem lýðræðinu stendur hætta af. Ýms ákvæði þessa frumvarps munu nú hafa verið tekin upp í hegningarlagafrumvarp það, sem á næstunni mim lagt fram hér á Alþingi og allir hæsta- réttardómararnir hér hafa unn- ið að. Er hér um svo mikilsvert mál að ræða fyrir íslendinga, að Alþýðublaðinu hefir þótt rétt að birta nokkur ummæli Steincke, dómsmálaráðherra, um hið nýja danska hegningar- lagafrumvarp, sem þegar hefir verið lagt fyrir danska þingið. Dffimæll Stelncke. Við umræðumar um hið nýja hegningarlagafrumvarp í danska landsþinginu fór dóms- málaráðherrann, Steincke, með al annars svofeldum orðum um það: „Við mörg af hinum nýju á- kvæðum hegningarlagafrum- varpsins hefi ég haft framtíðina fyrir augum- Það er alger mis- skilningur, að þau séu að nokkru leyti sprottin af augna- bliksdutlungum eins einstaks ráðherra eða löngun hans til þess að takmarka málfrelsi og ritfrelsi manna. Þessi vandamál eru einnig uppi á baugi í dag í öðrum lýðræðislöndum. Þegar gera verður ráð fyrir því, að við getum fengið á þing full- trúa fyrir öfgaflokka, fulltrúa, sem ekki hafa hinar venjulegu skoðanir á því, hvað menn megi leyfa sér að gera, og hvað ekki, þá er það mjög varhugavert, að slá enga varnagla við gerðum þeirra í hegningarlögunum. Svipuð ákvæði og þau, sem gert er ráð fyrir í því hegningar- lagafrumvarpi, sem hér liggur fyrir, hafa verið samþykt i mörgum löndum, meira að segja töluvert strangari, t. d. í Svíþjóð og Sviss. Ég verð því algerlega að vísa þeirri ásökun til baka, að þetta hegningar- lagafrumvarp sé aðeins heila- spuni eins einstaks ráðherra, sem alt í einu hafi orðið hrædd- ur við það, sem er að gerast úti í heimi. Við sknlum ekki sera sðmn vítleysnrnar oo nðrir, sem nð harma nm seinan. Ég var fullkomlega við því búinn, að því myndi verða haldið fram af andstæðing- um hegningarlagafrumvarps- ins, að ýms ákvæði þess séu afturhaldssöm; því að þau eru það að svo miklu leyti, sem tilgangur þeirra er beinlínis sá, að halda aftur af taum- lausri misnotkun málfrelsis- ins og þeirra réttinda yfir- leitt, sem lýðræðið veitir. Ég var einnig við því búinn, að andstæðingar frumvarpsins myndu belgja sig út yfir því, að sum ákvæði þess myndu aldrei hafa verið tekin í mál af Alþýðuflokknum, ef hann hefði verið í stjórnarand- stöðu. Það er líka alveg rétt. Við í Alþýðuflokknum gæt- um aldrei hugsað okkur að heyja stjórnmálabaráttuna með slagsmálum eða inn- brotsþjófnaði. En það er ekki mín sök, að tímarnir eru orðnir þannig eins og þeir eru. Við höfum aldrei fyrr en nú haft ástæðu til þess, að breyta hegningarlögunum — vegna pólitísks hugarfars, sem ekki viðurkennir and- stæðingana sem meðborgara. Enda þótt stjórnmálabarátt- an sé nú í hverju landinu á eftir barátta um lýðræðið, tilveru þess og framtíð, eru menn hér heima af smásmugulegum pólitískum ástæðum í þann veginn að gera nákvæmlega sömu vitleysurnar og gerðar hafa verið annarsstaðar, þar sem menn harma nú um sein- an, að lýðræðinu hafi verið glatað, meðfram af því, að menn vildu ekki gera þær var- úðarráðstafanir, sem nauðsyn- legar voru, gegn þeim, sem vitað var að voru svarnir fjandmenn lýðræðisins. Hér er verið að daðra við hálf- eða alnazistískan hugsun- arhátt, og honum beinlínis haldið á lofti, en hinsvegar þagað um það, að í mörgum löndum er nú verið að gera svipaðar varúðarráðstafanir og þær, sem þetta hegningarlaga- frumvarp hefir inni að halda. Menn taka með ótrúlegasta skeytingarleysi á mestu alvöru- málum tímanna, bara til þess að geta þeim mun betur svalað sér á ráðherra, sem verður að - gera skyldu sína, einnlg 4 STEINCKE. þessu sviði. Ég get ekkert ann- að en yppt öxlum yfir slíkum stjórnmálamönnum. Það er að vísu rétt, að það er tíu sinnum þýðingarmeira að ráða fram úr atvinnuleysinu, en að breyta hegningarlöggjöfinni. En það síðarnefnda er þar fyrir ekki þýðingarlaust- Og ef menn hefðu séð það fyrir árið 1933 á Þýzkalandi, þá myndi margt líta öðruvísi út í dag.“ Dimstólaralr vernda ekki stjirnmilamenn ð sama bátt og aðra borgara. í lokaræðu sinni um hegn- ingarlagafrumvarpið í danska landsþinginu minntist Steincke sérstaklega á blaðaskammirnar og meiðyrðamálin, og fór meðal annars eftirfarandi orðum um þau: „Við umræðurnar um prent- frelsið, sem ég átti við blöðin í fyrra, var minnst á viss atriði, sem varða hegningarlögin. Af hálfu sumra blaðanna var þá sagt við mig: „Til hvers villt þú.fá ný ákvæði? Stjórnin not- ar sér ekki einu sinni þau á- kvæði, sem til eru í núgildandi hegningarlögum?“ Það er rétt, að þau eru mjög lítið notuð. En það kemur til af því, að dómstólarnir hafa myndað sér ný hugtök um sérstakan „póli- tískan heiðarleika“ og sérstakt „pólitískt málfrelsi“ með þeim afleiðingum, að stjómmála- menn, sem vilja nota sér á- kvæði núgildandi hegningar- laga til þess að verja æru sína, njóta ekki sömu verndar og aðr ir borgarar. Ekki einu sinni ráðherrar, sem er saklausum borið það á brýn að hafa mis- beitt embættisvaldi sínu, njóta þeirrar verndar laganna, sem þeir eiga rétt á, því að það er alltaf viðkvæðið hjá dómstól- unum, að taka verði tillit til þess tóns, sem tíðkist í deilum um stjórnmál. Það hefir oft sýnt sig — á allt annað en glæsi legan, en þeim mun greinilegri hátt, — að ég hefi hér á réttu að standa. í málaferlum út af meiðyrðum um stjómmála- menn, sem að almenningusáliti myndu vera talin mjög illkynj- uð, hafa sökudólgarnir verið dæmdir í skaðabætur, sem þeir hafa ekld vitað melra af að öðru meira og meira að verða ) greiða, en óbrotinn alþýðumað- ur af því að greiða 20—30 kr. En fyrir samskonar meiðyrði um dómara, hafa sökudólgamir fengið margra mánaða fang- elsi- Ég geri kröfu til þess að mér sé trúað, þegar ég segi, að það sé fjarri mér að vilja leggja nokkur höft á prentfrelsið og málfrelsið, svo fremi að þjóðar- heill sé ekki í veði. Ég hefi ekki látið neina hræðslu hlaupa með mig í gönur, en í mótsetn- ingu við stjórnarandstæðinga hefi ég lært af vissum viðburð um, sem einnig önnur lýðræðis ríki hafa dregið lærdóma af. Tveir talsmenn einræð- isins um lííræðil. Baráttan um völdin hefir hingað til verið háð á grund- velli sameiginlegrar menn- ingar. Ég hefi í fjörutíu ár tekið þátt í þeirri baráttu, en aldrei látið mér detta í hug að beita öðrum vopnum við andstæðinga mína, en þeim, sem rhér þætti sann- gjarnt, að ég sjálfur væri beittur. En nú líta menn öðru vísi á þessi mál, í mörgum stórum ríkjum. í „Mein Kampf“ segir Hitler t. d.: „Lýðræðið er í bezta til- felli ekkert annað en vopn, sem maður beitir til þess að lama andstæðingana og skapa sjálfum sér olnbogarúm til þess að gera það, sem manni sjálfum sýnist.“ Og tveimur árum seinna segir Göbbels: „Við nazistar höfum aldrei ætlað okkur að verða arftak- ar neins lýðræðis. Við höfum opinberlega lýst því yfir, að við notuðum okkur aðeins viss vopn lýðræðisins til þess að ná völdum, og að við myndum eftir að því marki væri náð, neita andstæðing- um okkar um öll þau vopn, sem við notuðum á meðan við vorum í stjórnarandstöðu.“ Undir eins og ég verð var við slíkan hugsunarhátt í okkar þjóðfélagi, krefst ég þess, og verð að krefjast þess — hvaða flokkur sem í hlut á — að á- kveðnar ráðstafanir verði gerð- ar til varnar lýðræðinu. Það er það, sem stefnt er að með hinu nýja hegningarlagafrumvarpi, og með tilsvarandi breytingum á hegningarlögunum í öðrum lýðræðislöndum.“ fiumar finnnarsson heiðraður i Ameriku. KHÖFN í gærkveldi. FÚ. /"J.UNNAR GUNNARSSON rithöfundur var nýlega gerður heiðursfélagi Mark Twain-félagsins í Ameríku. — Félag þetta, sem er eitt af stærstu og merkustu félögum í Ameríku á sviði menningar- mála, hefir áður gert að heiðurs félögum menn eins og Cecil lá- varð, Smuts hershöfðingja og Selmu Lagerlöf- Enn er ekki fullráðið, hvenær næsta bók Gunnars Gunnars- sonar muni koma út. Hún mun eiga að bera nafnið „Lægð yfir íslandi,“ og fjallar um ísland síðari ára, meðal annars fólks- strauminn úr sveitunum til kaupstaðanna. Spurningunni um það, hve- nær hann muni flytjast til ís- lands, svarar Gunnar Gunnars- son á þá leið, að það sé enn ekki fullráðið, en það muni þó verða einhverntíma á yfirstandandi árí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.