Alþýðublaðið - 23.02.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.02.1939, Blaðsíða 3
FIMTUDAG 28. FEBR. 1929 ♦------------!---------- ♦ I ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru ban«: JÓHAS GUÐMUND6SON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hvwítofötu). SÍMAR: 4000: AfgreiBsla, auglýningar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritetjóri. 1196: Jóna* Guðmunds. heiroa. 4903: V. S. Vilhjálms (heixna). 4905: AlþýðuprentsmiSjan. 4906: AfgreiSsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAH | --------:-----------i—• FlokksleysíHfllar AFUNDI sameinaðs alþing- is gerðist það í gær, við fyrstu umræðu fjárlaganna, sem að venju var útvarpað, að merkilegur úrskurður var feld- ur af forseta sameinaðs alþing- is, Haraldi Guðmundssyni. Er úrskurðurinn birtur orð- réttur á öðrum stað hér í blað- inu og sést af honum, að hinn svonefndi „Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn“ getur ekki fengið þinglega við- urkenningu sem þingflokkur. Eins og kunnugt er var Héðinn kosinn á þing sem Alþýðu- flokksmaður, en hefir nú að fullu skilið við Alþýðuflokkinn með þeim endemum, sem kunn- ug eru orðin öllum landslýð. Þeir Einar Olgeirsson, Brynj- ólfur Bjarnason og ísleifur Högnason voru kosnir á þing sem kommúnistar, en þar sem sá flokkur hefir nú verið lagður niður — þó það sé raunar að- eins á yfirborðinu — getur sá flokkur ekki átt lengur menn á þingi. Verður afleiðingin af þessum umbrotum sú, að allir þessir 4 menn eru nú flokks- lausir á alþingi og hljóta að skoðast þar sem utanflokka menn, er eingöngu sitja þar í þeim rétti, sem stjórnarskráin veitir hverjum þingmanni, þar sem hún mælir svo fyrir, að þingmenn skuli aðeins bundn- ir við sannfæringu sína, en ekki nein fyrirmæli frá kjósendum. Er það merkileg kaldhæðni örlaganna, að strax á 2. þingi, sem kommúnistar sitja, skulí þeir vera orðnir flokksleysingj- ar. Þessir menn, sem í tíma og ótíma tala um það, að þing- mennirnir eigi fyrst og fremst að vera þjónar þeirra kjósenda, er hafa kosið þá, og ef þing- menn víki þar frá, eigi þeir að segja af sér! Öllu ömurlegri útreið er tæp- lega hægt að hugsa sér en þá, sem kommúnistarnir hafa nú fengið. Þeir gengu til kosning- anna sem kommúnistar. Nú hafa þeir lagt niður flokkinn og þar með svikið alla þá, sem kusu þá sem lcommúnista. Þeir gengu til kosninga sem and- stæðingar íhaldsins. Nú hafa þeir gert opinbert bandalag við íhaldið í flestum verkalýðsfé- lögum landsins og í einni af bæjarstjórnunum. Þeir létu blöð sín flytja hverja skamma- greinina eftir aðra um íhaldið og alla þá spillingu, sem hjá því þrifist. Nú er enginn mun- ur á Þjóðviljanum og Vísi eða Morgunblaðinu. Þeir gengu til kosninganna sem eins konar ,,boðflenna“, þar sem þeir þótt- ust þess albúnir að styðja „vinstri samvinnu" gegn í- haldinu, ef Alþýðuflokkurinn og Framsókn þyrftu þess með. Þeir ætluðu að vera eins kon- ar varalið, sem alt af væri til- búið og grípa mætti tii, «f Al- þýðuflokkurinn og Framaókn ekki reyndust ein sér nógu sterk til að ráða við íhaldið. En nú eru þeir orðnir sterkaáta hjálpartæki íhaldsins til þess að sundra þessari samvinnu. Viku eftir viku hafa þeir látlaust unnið að þessu og ekki vílað fyrir sér —■ í fyrsta sinní í sögu landsins um margar aldir — að fara með ofbeldisflokk í önnur héruð til þess að koma íhaldinu til hjálpax, Og nú hafa þeir endað þenna dæmalausa feril sinn — í bili — Krafa Péturs Magnússonar um að fulltrúi Al- þýðusambandsins viki sæti, ekki tekin til greina --------- með því að hanga á alþingi á því ákvæði stjómarskrárinnar, sem þeir sjálfir hafa oftlega talið að nema ætti úr stjórnar- skránni, því það væru kjósend- urnir, sem ættu að ráða yfir þingmönnunum, en sannfæring þeirra og skoðun á málunum ekki að koma þar til greina. Það eru ekki enn full tvö ár síðan þes*i flokkur þóttist vera baráttutæki íslenzkrar alþýðu. Nú er hann það flakatrúss, sem hér hefir verið lýst, að litlu leyti þó. Hver er ástæðan? Hún er sú, að flokkurinn hefir inn- byrt þann mann í íslenzkri pólitík, sem alt hefir sprengt og eyðilagt, sem hann hefir nálægt komið, og enn á eftir afi síga betur á ógæfuhliðína, enda ekkí ástæða til að harma þó fram- hald verði á þecsum aðförum. Ein afleiðingin af samband- inu við H, V. er sú, að komm- únistarnir eru nú allir orðnir flokksleysingjar á alþingi og munu á næstunni einnig þurk- ast að fullu út hjá þjóðinni. Frá BæjarráOL Bæjarráð hélt tuntí s. 1. fðsstu- dag, og geraSst þetta mœðaS ann- ars: Akvteðia var að taka 10Ó kr. árlegam vfttossklttt 0f hverfum útivatn&kram, s*m tsotia&ur «r tll bilaþvotta. Samþykt var að leyfa sfciftinga á Crfðafpstolainid'iimi Kftiplaskjóls- mýrí 8, eftlr nánari ákvðröun síðar. SynjaÓ var að svo stMdu beiðini Guðbjarts I, Tórfasomar, Lyngholtí, um erfðafwstuLairudið Sogamýrarbliett LVIII. Jarðræktarjnefnd Búnaðferþings- ins hafði óskað umsagnar bæj- airráðs ura erindi Knstófers Grimssonar f . h. bænda í Soga- roýrf, varðamdi erfðafestogjafd af býJum þeiim. Samþýkt var að gefa Sigrúnu S. Bjaimar kost á leigulötndum þeim, sem hún hefir sótt um, fyrfr 130 kr. ársleigu pr. ha. Bæjarróðið samþyktí fyrir sitt '.cy'á þá bneytingu á áætlun stiætisvagnanna, að fymta fferð S und laugavagrosins af Lækjar- toigi verði kl. 1225 í stað 1220. Þá var samþykt, Iftð Landssam- band Iðnaðanmainina beitti sér fy I • I'nrý rinjpam þftim, s#-n bsej- ansjóðmT styrkir samkv. fjárhags- áæfclun. Saanþykit var að gefa Karli Kristlnsisyni fbrstjóm kost á lófi- 'inni nr. 67 við Víðfcnel. SkilBgrein fyrir gjöíuin tíl slysavama- sveitlarsninar Flskftkllttoí Í Hjafti- arfirði óriö 1038. Safnaö v® sjó- maninames&u i þjóðkiikjunni 13, febr. 1038 kr. 55,54, í frikiifc|uMni s'ama dag 2225. Frá „Tvekmu* sjómönin!uin“ kr. 13,00. Frá „Ó- nefndum“ kr. 25,00. Fró skfp- veijnm á bv, Surpriste kr. 26120. Frá sömu skipverjum til eÉkút- uninar kr. 172,00. Samtals fcrónur 548,70. Kæmr þakkir. Frfmann Eiriksson gjaldkeri. ÚtbreiðiS AiþýSublaði&1. ITNALEIÐSLUR fóru fram fyrir Félagsdómi f gær í máli því, sem Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar hefir höfðað á hendur stjórn Verkamaimafélagsins Hlíf fyrir ólöglega vinnustöðvun. Voru Inm vitni leidd af hálfu málflutningsmanns Hlífar, Pétri Magnússyni hæstaréttarmálaflutnings- manni, en framburður þeirra var málinu sjálfu svo lítið viðkomandi, að ekki verður sagt, að hann hafi upplýst neitt nýtt í því» «em þýðingu hefir. A8 vítneleiðslunum loknum var málinu frestað þangað til kl. 10 í mnrgun. Irlfi Pétnn lagiéi- nur viiað fré. , Ste*x og Félagsdómur hafði verið settur í Bæjarþingssaln- um kl. 2 e. h. í gær, tók hann fyrir þá kröfu Péturs Magnús- sonar, 'jftoálflutningsmanns Hlíf- ár, afi íulltrúi Alþýðusambands ins, Sigurgeir Sigurjónsson lög- fræðingur, yiki sæti úr dómin- um. Pétur Magnússon skírskot- aði, kröfu sinni til stuðnings, til 48. gr. laganna um stéttarfélög og vinnudeilur og taldi að Al- þýðusambandiö gæti engan fulltrúa átt í Félagsdómi í þessu máli, af því að það væri ekki réttur aðili til þess að koma fram fyrir hönd Verkamanna- félagsins Hlif. Guðmundur I. Guðmunds- son, málflutningsmaður Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar, sýndi hins vegar fram á, að skírskot- Un Péturs Magnússonar til lag- anna um stéttarfélög og vinnu- deilur væri i algerðum mis- skilningi bygð. Alþýðusam- bandið væri samkvæmt lögun- um um stéttarfélög og vinnu- deilur, viðurkent sem eini full- gildi aðilinn til þess að koma fram fyrir hönd verkalýðsfé- laganna í landinu, hvort sem það félag, sem í hlut á, er í sambandinu eða ekki. Fulltrúi Alþýðusambandsins ætti því samkvæmt ótvíræðum ákvæð- um laganna aldrei að víkja sæti úr Félagsdómi. Það hefði að- eins verið persónuleg ósk aðal- fulltrúa þess, Sigurjóns Á. Ól- afssonar alþingismanns, aS víkja sæti í þessu máli, af því að hann hefði í stjórn Alþýðu- sambandsins greitt atkvæði um brottvikningu Hlífar úr sam- bandinu, en þá hlyti að sjálf- sögðu varafulltrúi þess, Sigur- geir Sígurjónsson lögfræðing- aoy að taka sæti hans í dómin- um, enda hefði eaginn aðilí annaf en Alþýðusambandiö heimild til þess, samkvæmt lög- unum, afi útnefna mann í það sæti. Þafi væri því hreint og beint lagabrot, ef Sigurgeir Sigurjónsson væri látinn víkja aæti úr dóminum í þessu máli. Eftii' að báðir málflutnings- mennimir höfðu talað tvisvar í þessu ágreiningsmáli, fóru dómendumir út úr ealnum til þeHÉ að tafca a&töðu tíl fcröfu Péturs Magnússonar. En hálfri stundu síðar kvað dómurinn upp þann úrskurð, að krafa hans skyldi ekki tekin til greina. ( fitaalilðilamr. Þá hófust vitnaleiðslurnar og fór Pétur Magnússon fyrst fram á það, að tekin yrði stutt skýrsla af Helga Sigurðssyni, formanni Hlífar. Fer hér á eftir framburður hans og annara þeirra vitna, sem leidd voru í málinu: Pétur Magnússon: Heflr vitn- ið orðið vart nokkurrar tregðu hjá mönnum til þess að taka að sér störf í þágu Verkamannafé- lagsins Hlífar, og ef svo er, get- ur hann þá greint frá, hverjar ástæður myndu til þess liggja? Helgi Sigurðsson: Já, ég hefi orðið var við slíka tregðu. Dómsforsetinn, Hákon Guð- mundsson: Hafið þér orðið var við hana hjá mörgum mönn- um? Vitnið: Hjá tveimur. Dómsforsetinn: Vitið þér, hvaða ástæður liggja til henn- ar? Vitnið: Ég álít, að það hafi verið af ótta við atvinnumissi. Dómsforsetinn: Á hverju byggið þér það álit? Vitnið: Á því, að þessir tveir menn hafa látið slíkan ótta í ljós við mig og neitað að taka að sér störf í þágu félagsins, enda þótt þeir samkvæmt fé- lagslögunum geti ekki skorast undan því, Guðm. I. Guðmundsson: Hverjir voru þessir tveir menn? Vitnið: Grímur Andrésson, Vesturgötu 10, Hafnarfirði, og Guðjón Gíslason, Reykjavíkur- veg. Guðm. I. Guðmundsson: Hvaða störf áttu þessir menn að takast á hendur fyrir félag- ið? Vítnið: Þeir voru kosnir í varastjórn þess. Guðm. I. Guðmundsson: Hvar vinna þessir menn? Vitnið: Þeir stunda daglauna vinnu eftir því, sem til fellur, aðallega hjá Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar og h.f. Rán. Guðm. I. Guðmimdsson: Til- greindu þeir nokkrar ástæður fyrir ótta sínum, hótanir eða annað slíkt? Vitnið: Þeir hafa tjáð mér, að þeir myndu tapa atvinnu við það að taka að sér störf fyrir félagið? Guðm. I. Guðmundsson: En hafa þeir getið þess, að þeim hafi af nokkrum verið hótað at- vinnumissi? Vitnið: Nei. (Hvísl á meðal nokkurra kommúnista meðal á- heyrendanna: Hann gerir bara bölvun!) Vltalð, sen Pttar Nagi- fisiei lafll akkl san- riika tll al spjrja. Þá mætti fyrir réttinum ó- stefndur sem vitní Grímur Andrésson, Vesturgötu 10, Hafnarfirði. Dómsforsetiim lét lesa fyrir honum framburð Helga Sigurðssonar. Dómsforsetinn: Er það rétt að þér hafið lýst því yfir við Helga Sigurðsson, formann Hlífar, að þér vilduð ekki taka við störfum sem varamaður í stjórn félagsins af því að þér óttuðust að verða fyrir atvinnu- missi þess vegna? Vitnið: Ég sagði honum, afi •C vildi vara laus viS þaS fyrst Hafliði Jónsson, sem sór fyrir Félagsdómi í gær. og fremst af því. að ég væri svo mikið fjarverandi úr bæn- um. Dómsforsetinn: Er það rétt, að þér hafið sagt, að þér óttuð- ust, að þér yrðuð fyrir atvinnu- missi þess vegna? Vitnið: Ég sagði honum. að ég óttaðist, að það gæti komið í bága við atvinnu mína. Dómsforsetinn: Voruð þér beinlínis hræddir um að missa atvinnu þess vegna? Vitnið: Ég áleit, að ég myndi síður fá vinnu, ef ég tæki að mér varastjórnarstörf í félag- inu. Dómsforsetinn: Hefir nokkur gefið yður það í skyn, að þér mynduð ekki fá vinnu af þeirri ástæðu? Vitnið: Ég hefi ekki reynt það enn, því að það hefir eigin- lega verið atvinnulaust í Hafn- arfirði síðan. Dómsforsetinn spurði þá Pétur Magnússon, hvort hann vildi láta spyrja vitnið um fleira. Pétur Magnússon: Ég hefi ekki samvizku til þess. (Niður- bældur hlátur meðal áheyrend- anna.) Þá mætti í dóminum óstefnd- ur sem vitni Jens Kristjánsson, Merkjagötu 10, Hafnarfirði. Fyrir honum var lesið vottorð með undirskrift hans, þess efn- is, að verkstjóri hjá Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar hefði sagt honum, að hann myndi verða látinn sitja fyrir vinnu, ef hann gengi í Verkamannafélag Hafn- arfjarðar. Vitnið kannast við það, að hafa skrifað undir þetta vottorð. Pétur Magnússon: Hefir vitn- ið orðið þess vart, að öðrum verkamönnum hafi verið sagt það sama? Vitnið: Nei, ég hefi ekki orðið þess var né heyrt þess getið. Dómsforsetinn: Vitið þér til þess, að þeir, sem fylgja Al- þýðuflokknum, hafi verið látn- ir sitja fyrir vinnu hjá Bæjar- útgerðinni? Vitnið: Ég s kal ekki segja um það. Ég veit að margir, sem fylgja Alþýðuflokknum, hafa haft vinnu þar, en það hafa líka margir haft vinnu þar, sem ekki fylgja Alþýðuflokknum. Þá mætti í dóminum óstefnd- ur sem vitni Jón Kristjánsson, Vesturbraut 3, Hafnarfirði. Fyrir honum var lesið vottorð, svipað hinu áðurnefnda, undir- skrifað af honum. Vitnið kann- aðist við að hafa sett nafn sitt undir það. Pétur Magnússon: Hafið þér orðið þess var, að komið hafi verið með sams konar málaleit- anir til annara verkamanna? Vitnið: Ég hefi hitt einn mann, sem gekk í þetta klofn- ingsfélag og sagðist hafa gert það vegna þess, að maður frá Bæjarútgerðinni hefði sagt sér, að hann fengi ekki annars atvinnu þar framvegis. Guðm. I. Guðmundsson: HvaSa roaSux var það, sem sagði vifninu þetta? Vitnið: Bergþór Albertsson, Vesturbraut 22, Hafnarfirði. Dómsforsetinn: Hver hafði talað við hann frá Bæjarút- gerðinni? Vitnið: Hann nafngreindi hann ekki. Guðm. I. Guðmundsson: Hve nær áttuð þér þetta tal við Bergþór Albertsson? Vitnið: Ég man ekki, hvaða dag það var, en það var eftir að Verkamannafélag Hafnar- fjarðar var stofnað. Guðm. I. Guðmundsson: Vitið þér, hvenær Bergþór átti talið, sem þér segið frá, við þennan ónafngreinda mann frá Bæ j arútgerðinni ? Vitnið: Nei, ég veit það ekki. Hafliði sver . . . Þá mætti fyrir réttinum ó- stefndur sem vitni Hafliði Jóns son, Grettisgötu 27, Reykjavík. Fyrir honum var lesið vottorð með undirskrift hans, þess efn- is, að hann hefði full rök fyrir því, að hann hafi verið sviftur atvinnu á togaranum „Maí“, eign Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar, eingöngu af pólitískum ástæðum. Vitnið kannast við, að hafa skrifað undir þetta vott orð. Pétur Magnússon: Ég vildi gjarnan, að vitnið gerði nánari grein fyrir því, hver þau rök eru, sem það segist hafa fyrir því, að það hafi verið svift at- vinnu af pólitískum ástæðum. Vitnið: Það var vegna þess, að fundur í Fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna hér í Reykjavík, sem ég var á, stóð svo lengi, að skipið var farið út, þegar ég kom. Og þegar ég ætlaði að fara á skipið aftur næst þegar það kom inn, sagði skipstjórinn mér, að Ásgeir Stefánsson framkvæmdastjóri hefði sagt sér, að hann mætti ekki taka mig aftur. Guðm. I. Guðmundsson: Til- kynti skipstjórinn á „Maí“ ekki vitninu brottfarartíma skipsins, áður en fundurinn byrjaði eða meðan á honum stóð? Vitnið: Jú, hann tilkynti mér brottfarartímann, en ég talaði við skipstjórann og sagði hon- um, að það væri ekki víst, að ég yrði kominn aftur á skipið, þegar það færi út, og hann sagði þá orðrétt, að ég réði því sjálfur, hvað ég gerði. Guðm. I. Guðmundsson: Minnist vitnið þess ekki, að skipstjórinn hafi tilkynt því, að það yrði að vera komið um borð á ákveðnum tíma, ef það •'úldi halda skiprúminu? Vitnið: Nei. Guðm. I. Guðmundsson: Neitar vitnið því, að hafa feng- ið slíka tilkynningu frá skip- stjóranum? Vitnið: Já. Það hefir komið fram krafa um það, að vitnið staðfesti þennan framburð með eiði. Og Hafliði sver . .. Þar með er vitnaleiðslunni lokið. * Eins og sést á þessum vitna- leiðslum, sem eru að heita má orðréttar, eru þær nauðaó- merkilegar og afsanna beinlínis þá staðhæfingu kommúnista, að forstjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar hafi gert nokkr- ar tilraunir til þess að hafa á- hrif á pólitískar skoðanir verka manna eða afstöðu þeirra í þess- ari deilu. Má geta nærri, hvort ekki væri teflt fram öruggari vitn- um, ef til væru. Er þetta ein sönnunin enn fyrir óheiðarleik kommúnista í allri Hafnarfjarðardeilunni. Málvcrfcasýning Iíjarvals vci’ðiur opin til kl. 10 í kvöld. Er paö síöasti sýningardagur. E'». Lyra fer héðan í dag til Bergen um Vesitmainnaieyjar og Færeyjar. Ka !a*:6r Reykjarfkur efnir til samsöngs fyrir styrkt- arfélaga kórsins kl. 7 í bvölid í Gamla Bíó. Næst komandi sunnu- dag hieldur kórinn opinberan swmsöng í Gamla Bíó.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.