Alþýðublaðið - 23.02.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.02.1939, Blaðsíða 2
FÍMTUDAG 28. FEBR. 198« Hvernig lUið pér út? HEIMILIÐ, KONURNAR OG BÖRNIN i---:--- -^-——---♦ ÝMSIR RÉTTIR ÚR SÍLD SVARIÐ þessum spurningum samvizkusamlega, og þér fáið að heyra hvernig þér lítið út. Þér skrifið niður 1 fyrir hvert já. Þetta verður útkoman: 40—50 já: Þér eruð full- komnar. 30—40 já: Þér lítið mjög vel út. 20—30 já: Þér £ruð rétt í meðallagi. Ef þér eruð fyrir neðan 20 já, er yður mjög ábótavant. ANDLITIÐ: Getið þér horft á húð yðar í stœkkunarspegli með ánægju? Vitið þér hvernig þér eigið að snyrta andlit yðar? Notið þér púður með sama blæ og andlit yðar hefir? Vitið þér hvaða andlitskrem á bezt við húð yð- ar og notið þér það? Er sami litur á kinnalit yðar, varalit og naglalakki? Hirðið þér háls yð- ar og eyru eins vel og andlitið? Snyrtið þér augabrýr yðar að staðaldri? Er andlit yðar laust við óþarfa hárvöxt? Hreinsið þér af yður andlitsfarðann á hverju kvöldi? Hafið þér að- laðandi svip (þó þér séuð ekki fríðar)? Hafið þér góðar tenn- ur? HÁRIÐ. Þvoið þér hár yðar og látið leggja það einu sinni í hálfum mánuði? Er það blæfagurt, hvorki of þurt né of feitt, og er það laust við flösu? Látið þér leggja hár yðar þannig, að það fari sem bezt við andlit yðar? Hagræðið þér bylgjum og lokk- um, og notið þér hárnet á nótt- unni? Skoðið þér hnakka yðar daglega í speglinum? Þér eigið hárbursta, en notið þér hann? Hirðið þér vel undirhárin í hnakka yðar? HENDURNAR. Eru hendur yðar vel lagaðar, þó þær séu ekki smáar? Eru þær lausar við sérstök lýti, svo sem vörtur, stóra hnúa, ljóta úlfliði eða annneglur? Snyrtið þér hendur yðar einu sinni í viku? Notið þér naglabursta 1 hvert skifti sem þér þvoið yð- ur? Notið þér handaáburð? Getið þér sagt, að Iakkið sé aldrei sprungið á nöglum yðar? Sverfið þér neglur yðar í stað þess að klippa þær? LÍKAMINN. Hafið þér lítil, en vel löguð brjóst? Eruð þér grannar yfir mjaðmirnar? Eruð þér grannar án þess að vera horaðar? Veljið þér undirföt yðar með ná- kvæmni? Getið þér gengið stóran hring í herbergi yðar með bók á höfðinu? Eru fætur yðar hæfilega grannir og bein- ir? FÖTIN. Kaupið þér yður föt 1 sam- ræmi við þau, sem þér eigið fyrir? Eruð þér svo vissar um smekkvísi yðar. að engin vin- kona yðar né búðarstúlka geti haft áhrif á yður? Farið þér alt af í fleiri en eina búð þegar þér fáið yður nýjan kjól? Fylgist þér vel með tízkunni, og at- hugið þér hvað klæðir yður vel? Vitið þér hvaða litir klæða yður og hvaða ekki? Klæða fötin yðar yður alt af vel? Pressið þér og burstið föt yðar jafnvel þó þau séu gömul? Viljið þér fremur vera án góðra ráða en fá of mörg? Getið þ«r I TÍZK VFRECNIR \ Hringsniðin pils eru nú mjög mikið notuð, einnig rykkt, felld og pliseruð. Þröngu pilsin eru nú algjörlega að hverfa. — Ermar eru hafðar víðar, þær eru ýmist stuttar eða langar eins og verið hefir. Tvílitir kjólar eru mikið í tízku. Einnig munu dragtakjólar verða mikið notaðir í sumar, sem útikjólar. í staðinn fyrir pils og blússu við dragtarjakka eru nú hafðir heilir kjólar af sama efni og jakkinn. Á þunnum kjólum er mikið af slaufum og rykktum og plis- eruðum garnseringum? í samkvæmiskjóla eru mest notuð blúnduefni, tyll og georg- ette, bæði í jakka og eins í heila kjóla utan yfir öðrum efnum, þetta er mjög skrautlegur klæðnaður. Kápur eru hafðar aðskornar í mittið, ýmist beltislausar eða með belti, víðar að neðan, með skinn á ermunum og í hálsinn. Einnig eru venjulegir frakkar mikið notaðir enn. Aftur á móti. eru síðir svaggerar alveg að í fyrsta lagi getum við orðið sammála um það, að orðið „förðun“ er ekki viðfeldið. Það er að því einhver óþægilegur gerfikeimur. Hér mun því frem ur notað orðið „húðskreyting,“ eða bara skreyting, þar sem því verður við komið. Það er að sönnu ónákvæmara, en lætur á- reiðanlega betur í eyrum kvennanna. En án tillits til nafnsins, þá er andlitsförðun eða andlitsskreyting vafalaust réttmæt, ef hún hylur lýti og fegrar andlitið. gleymt fötum yðar á meðan þér eruð í þeim? Tæki það yður að eins 5 mín. að laga yður til, ef maðurinn, sem þér eruð ást- fangin af, kæmi óvænt? Líður yður illa ef þér eruð með lykkjufall á sokknum? PERSÓNULEIKI. Notið þér svitameðul stöð- ugt? Eigið þér hálmsvamp? Notið þér munnskolvatn jafn- framt tannpasta? Er púður- svampurinn yðar alt af hreinn? Eruð þér vissar um að bezta vinkona yðar hafi ekkert út á yður að setja? Getið þér sagt með góðri samvizku, að aldrei sjáist varalitur á bollanum yð- ar? Þvoið þér undirföt yðar oft? Eruð þér mótfallnar því að setja nýtt ilmvatn í föt, sem lykta enn af gömlu? NÚ TÍÐKAST mjög að fella pilsin. Hér er kjóll úr bláu ullar- efni, pilsið er felt alt í kring, tvær stuttar lokufellingar frá mittinu og upp á blússuna sitt hvorum megin undir brjóstvös- unum. Rennilás er á blússunni niður í mitti, annars er kjóllinn mjög einfaldur með löngum sléttum ermum og klút 1 háls- inn. Jakkinn er úr sama efni og kjóllinn, kragalaus, einhneptur með litlum hornum. hverfa, en þeir stuttu og hálf- síðu eru enn við líði. Það verður jafnan álitamál og einkamál hverrar konu, hversu mikið skal farða sig, en dálítil förðun er vafalaust til bóta, skýrir og skerpir andlits- drættina og gerir andlitið svip- meira og hressilegra. Séuð þér þreytulegar útlits, þá er hún ótvíræð blessun, sannnefndur vinur á neyðarstund. í rafljósi við dökkan kjól, er hún vafalaus ávinningur, en að degi til við ljósan, þunnan kjól, verður mjög að stilla henni í hóf. Öll andlitsskreyting krefst þekkingar, smekkvísi og leikni. Kvikmyndastjörnunni Sil Dagover farast mjög kvenlega og spaklega orð um þetta atr- iði. Hún segir: „Á vetrum lófa- fylli af snjó eða ís, á sumrin nokkurra stunda sólbað. Brún á hörund þegar ég er hress og heilbrigð, rjóð, þegar ég er ást- fangin, og föl, þegar ég held að þunglyndi fari mér bezt. Sem sagt: Skreytingin er algjört til- finningamál, en verður þó að gerast af smekkvísi og næmum skilningi.“ Sérhyerju andliti hentar bezt ákveðin skreyting í samræmi við lögun þess og litarhátt, og það kostar allmikla fyrirhöfn, tíma og nákvæma gagnrýni að ákveða, hvað við á, og hvað ekki. En ýms grundvallaratriði skreytilistarinnar hafa þó al- Frh. á 4. síöu. *v,- Síldarsúpa. 2 1. síldarsoð, V* 1. mjóllc, 1 tesk. smátt brytjaður frag- laukur eða púrur, gulrætur. Hveiti er hrært út með mjólkinni, jafningnum síðan hellt út í sjóðandi síldarsoðið, látið sjóða í 5 mín. Síðan er graslaukurinn og smátt skornar soðnar gulrætur látnar út í. Brún síldarsúpa. 50 gr. smjörlíki eða plöntu- feiti, 50 gr. hveiti, 2 V2 1. síldarsoð, pipar á hnífsoddi, 1 lítil sellerirót. Feitin og hveitið er brúnað vel, þynnt út með soðinu, látið sjóða í 10 mín. Piparinn og sel- leríið látið í, einnig sellerísoðið. Soðin síld með persillesmjöri. 12—14 stórar síldar, 2% 1. sjóðandi vatn, 2Vz dl. salt. Síldin er hreinsuð og þvegin vel, og skorin. af henni haus- inn, síðan er hún soðin varlega í saltvatninu. Ef á að nota soð- ið í súpu, á aðeins að láta Vt dl. salts til að sjóða síldina í. Síldin er tekin upp og soðið látið sjóða með síldarhausun- um í 10 mín. Síðan er lagaður lögur úr 1 1. af vatni og 1 dl. af salti, og helt yfir síldina. Persillesmjör. 1 dl. vatn, 1 matsk. hakkað persille, 100 gr. smjör. Persille er soðið í vatninu augnablik, síðan er því hrært í kalt smjörið, má ekki sjóða. Síld í karrysósu með hrísgrjón- uni. 12 stórar síldar, lxh. 1. sjóðandi vatn, Vz dl. salt, 50 gr. smjörl., 50 gr. hveiti, % 1. síldarsoð, Vz tesk. karry, 1 tesk. hakkað persille. Síldin er hreinsuð vel og soð- in. Smjörlíkið og hveitið brún- að, þynnt út með soðinu, látið sjóða í 5 mín. karryið hrært út í köldu vtni og sí'can helt út í jafninginn. Svo er sósunni hellt yfir síldina á heitt fat, og per- sille stráð yfir. Hrísgrjóna- toppar látnir hér og hvar á fatið. Síldarfriggasé. 8—10 stórar síldar, 1 % 1. sjóðandi vata, 1 matsk. calt, 2 gulrætur. 4 kartöflur, 50 gr. smjörl., 50 gr. hveiti. 1 ltesk. hakkað persille, % 1. síldarsoð. Síldin er hreinsuð, beinin tekin úr, síldin soðin í saltvatn- inu. Smjörið brætt og hveitið hrært út í, þynnt út með soð- inu, og látið sjóða í nokkrar mín. Gulræturnar og kartöfl- urnar skornar smátt og látnar út í, síðan er sósunni helt yfir síldina, og hökkuðu persille stráð yfir. Síld með grænmeti í formi. 2 kg. síld, 2 gulrætur. 1 lítil sellerirót. 50 gr. smjörl., 30 gr. hvelti, 2 tesk. salt, 1% dl. soð af grænmeti. 1 tesk. hakkað persille. Síldin er hreinsuð og flött, skorin í stykki á ská. Gulræt- urnar soðnar hálfmeyrar og skornar í sundur. Smjörið er látið á botninn í forminu, síðan er síldin og gulrætumar lagðar í lög í formið og saltinu og hveitinu stráð á milli, græn- metissoðinu er svo hellt yfir og síðast er persille stráð á. Formið er svo sett í vatn inn í ofn og soðið í V2 klst. Geymið vel þessar uppskrift- ir. í næsta kvennasíðu koma fleiri. I Ýms góð ráð fyrir í | húsfreyfnna, í miklum hita er hægt að halda drykkjarföngum köldum eins og í bezta kuldaskáp með því að vefja þykku, blautu handklæði utan um flöskuna og láta hana svo standa í skál með köldu vatni. Inni hjá sjúklingum er oft vont loft. Til þess að hreinsa loftið er gott að hella eau de cologne á disk og kveikja svo í því. Við þetta hreinsast loftið og kemur góð lykt í herbergið. Nýjum penna er gott að stinga í hráa sundurskorna kartöflu áður en hann er not- aður, þá rennur blekið betur eftir honum, einnig er gott að gera þetta við penna, sem ekki hefir verið notaður lengi og blekið er storknað á. Regnhlífar má aldrei leggja saman blautar, heldur á að spenna þær út og láta þær þorna þannig. Tveir helmingar gera einn heilan. Sonurinn: Pabbi, er ekki konan betri helmingur manns- ins? Faðirinn: Jú, drengur minn. Sonurinn: Hvað er þá eftir af manni, sem hefir verið tví- giftur? Spakmœli um ástina. —ty— Enginn vill fórna mannorði sínu, jafnvel ekki fyrir þann sem elskar. Henrik Ibsen. Konan gefur alltaf meira en hún lofar- Louis Desnoyers. Það er betra að hafa verið elskaður og yfirgefinn, en að hafa aldrei verið elskaður. Congreve. Vopn konunnar — tár. Shakespeare. Þau hafa eignast litla systur. Er andlitsförðun ámælisverð ? Telpukjóll á eins til tveggja ára. 17 skreppur af bláu ullar- garni, 2 skr. af hvítu angóra, prjónar nr. ZV2. Bakið: Fitjaðar upp 111 lykkjur, prjónaðar 4 sléttar um ferðir. 46 lykkjur prjónaðar frá hvorri hlið, ein slétt og ein snúin, en í annari hvorri um- ferð er snúna lykkjan prjónuð slétt á röngunni, þá koma út þverrákirnar. Á milli verða svo 19 lykkjur, þær eru prjónaðar 3 sn. og ein sl. 2 lykkjur teknar úr fyrir handveginum. Þegar komnir eru 27 garðar, er prjónað slétt stykki ca. 2 cm. á lengd. Þessar 19 eru prjónað- ar eins og áður. Berustykkið er prjónað eins og miðstykkið, og byrjað á 2 sléttum, þá koma garðarnir rétt út. Þegar beru- stykkið er orðið 10 cm. eru felldar af 9 lykkjur fyrir háls- inum, og axlirnar prjónaðar. Framstylckið. Fitjaðar upp 123, prjónað eins og bak- stykkið með 46 1. hvorumegin, miðst. verður þá 31 lykkja. — Þegar komnir eru 27 garðar, er tekið úr fyrir handveginum, — eins og á bakstykkinu. í annari umferð þar frá er miðstykkinu skift og annar helmingurinn tekinn upp á aukaprjón og prjónaður á eftir. í 6. hverri umferð eru búin til göt fyrir reimina, það er prjónuð ein sl. 1. og svo teknar 2 úr. Þegar 4 göt eru komin, eru prjónaðar 3 umferðir, teknar úr 12 1. á hverjum prjóni fyrir hálsinum, öxlin prjónuð. Ermin. Fitjaðar upp 3 lykkj- ur, prjónaðar með sama prjóni og miðstykkið, auknar í 2 1. á hverjum prjóni þar til komn- ar eru 74 (ca. 10 cm.). Seinast eru prjónaðar 8 sl. umferðir. Erminn er rykkt við. Kraginn: Axlirnar saumaðar saman 77 lykkjur teknar upp á röngunni, prjónað með sama prjóni og miðstykkið, auknar svo að vícld komi á kragann, prjónaðar 11 mnferðir, þá kemur hvíta^ garn- ið, aukið í þar til 154 lykkjur eru á prjónunum, prjónaðar 9 sl. umferðir og fellt af. Saumað 1 ermarnar og axlirnar. Búin til snúra úr hvítu garni með blá- um dúskum, og dregin í háls- málið. Sa, sem elskar, er ekki að öllu leyti óhamingjusamur. Campoamov- Hjónabandið er gröf ástar- innar. Rússneskl spakmæli.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.