Alþýðublaðið - 11.04.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.04.1939, Blaðsíða 2
Fríður frelsi framfarir ÞRIÐJUDAGINN 11. APRIL 1939 Skipulag fafnréiti vinna Bygging njrrrar snndlaugar er orðin brýn nauðsyn. ----«---- B»]arst|órn Refkjavíkur og próttamenn eiga aH hefjast kania nm framkvæmdir. AÐ voru glæstar vonir, er á- hugasamir sundmenn og sundfrömuðir gerðu sér, er þeir sáu framtíðardrauma sína rætast um byggingu Sundhallarinnar. I mörg ár höfðu þessir menn barist fyrir þessu áhugamáli sínu án nokkurs verulegs árangurs. Að- staðan við sjóinn og gömlu laug- arnar var hin versta, og þurfti mikil átök til þess að fá fólk til að mæta á þessum stöðum, læra þar sund og æfa. En með vax- andi sundkunnáttu uxu þarfirnar og kröfurnar fyrir aukinni og bættri aðstöðu, og þar kom, að forráðamönnum ríkis og bæjar skildist hvað var að gerast, að hér var um að ræða stórkostlegt menningarmál, sem ekki var faárt að daufheyrast við, því æskan kallaði og gerði sínar kröfur, byggðar á menningarþörf, fram- sýni og djörfung. Með Sundhöllinni hugðu þessir bjartsýnu brautryðjendur að sjá sundinu borgið í bráð. Þar gætu allir bæjárbúar lært að synda og sundfólkið æft og fullkomnað sína íþrótt, svo einmitt á þessu sviði gæti hin fámenna og fátæka en hrausta norðurhjaraþjóð feng- ið aðstöðu til að standa öðrum þjóðum á sporði; efniviðinn hefð- um við góðan, ef aðstaðan væri viðunandi. Það hafa líka þeir fáu menn sýnt, sem út hafa farið og lagt þar stund á íþróttir við betri aðstöðu en þeir hafa haft við að búa hér heima, og tekið stórum framförum og víða komist í fremstu röð hinna beztu íþrótta- manna. Nú hefir Sundhöllin starfað um tveggja ára skeið, og forustu- menn sundmálanna og sundfólk þessa bæjar er búið að sjá vonir sínar rætast og vonir sínar bregð- ast. Sundhöllin hefir bætt og bæt- ir mikið aðstöðu bæjarbúa til að læra sund og iðka sund, svona endrum og eins sér til gamans og nokkrir sér til heilsubótar; ég segi nokkrir, því til þess að æfa sund eða aðra íþrótt sér til heilsubótar, þarf að æfa að stað- aldri og yfir lengri tíma, mörg ár, alla æfi; en þegar bæjarbúar eru orðnir svo heilbrigðir og í- þróttalega þroskaðir, verður Sendhöllin æði lítil, en að því ber að stefna og að því líður fyr en síðar. En svo er það sundfólkið, fólkið, sem æfir sundið til þess að verða kappsundsfólk, afreks- fc>lk, listafólk á sviði íþróttarinn- ar, leiðarljós þeirra, sem á eftir koma, kynnendur þjóðar og menningar út á við, um hinn mentaða heim, meðal stóru þjóð- anna, sem líta á okkur sem fá- tæka, vanmáttuga og smáa, þjóða, sem þurfa að kynnast því, Isem í'okkur býr, þurfa að kynn- ast landinu og þjóðinni og henn- ar likamíega og andlega atgervi. En til þess að svo geti orðið, þurfum við að búa vel að hverj- um þeim þjóðarmeið, sem hefir rætur til að vaxa að vizku og þroska, svo að okkur megi verða til sóma., , . i Meðal sundfólksins eigum við afburða góð efni, en þau hafa ekki aðstöðu til að æfa sig svo sem þörf krefur. Sundhöllin veitir hana aðeins að litlu leyti og þar hafa mönnum brugðist vonir. •— Segja má, að bezta sundfólk vort geti æft í Sundhöllinni þrisvar í viku; en hvað er það? Aðrar þjóðir telja það a. m. k. til helm- inga of lítið; því margt bezta sundfólkið æfir tvisvar á dag, aldrei minna en einu sinni á dag, meðan á þjálfun stendur. Hér er um alt of mikinn að- stöðumun að ræða, sem við verð- um að bæta úr hið bráðasta; en hver er leiðin? Getur sundhöllin eftirlátið sundfólkinu meiri tíma? Tæpast nema á kostnað annara. Sannleikurinn er sá, að síðan að Sundhöllin og aðstaða við gömlu sundlaugina batnaði, hefir sund- iðkun aukist svo mikið, að nú þegar er hún að sprengja báða þessa staði utan af sér, svo að þörf fyrir nýrri, stærri og full- kominni útisundlaug er þegar að verða mjög aðkallandi. Það þykir ef til vill frekt, að fara fram á byggingu nýrrar sundlaugar, en svo er ekki. Við vitum öll nú orðið, að sundíþrótt- in er eitthvert það mesta heil- brigðis- og menningarmál, sem þetta bæjarfélag hefir með hönd- um, og fyrir það og framgang þess verður alt að gera, sem hægt er, og hvað er ekki hægt og sjálfsagt að gera, þegar heil- brigðisvelferð bæjarbúa er ann- ars vegar og vaxandi áhugi, vilji og skilningur yngri sem eldri, er fyrir hendi og kallar og biður, að þessu velferðarmáli sé skiln- ingur sýndúr í framkvæmd. Menn koma og segja, að hitt og þetta þurfi að gera einstökum íþróttum til framdráttar og er það satt, en ég vil leyfa mér ag fullyrða, að sundið tekur margra hluta vegna öllum öðrum íþrótt- um fram að gagnsemi, frá heil- brigðis-, menningar- og slysa- varnalegum ástæðum séð. Að þeirri íþrótt getum við bezt búið, svo við séum ekki háðir hinni brigðulu veðráttu á hvaða tíma árs sem er, en svo er ekki um aðrar íþróttir, sem almenning varðar og sem geta orðið al- menningseign. Á síðustu hérvistarárum sínum lét Jón heitinn Þorláksson borg- arstjóri gera teikningu og kostn- aðaráætlun um mjög stóra og fullkomna útilaug. Sá hann, sá mæti og framsýni maður, að hennar myndi bráðlega þurfa við, og ætlaði, ef honum hefði enzt aldur til, að láta byggja þá laug. síðan hefir ekkert um það mál heyrst, hvorki frá hans flokks- mönnum né sundmönnum þessa bæjar, sem má þó merkilegt heita. Gerður hefir verið uppdráttur að íþróttasvæði við Nauthólsvík, en á þennan uppdrátt vantar sundlaug. Það er í fylsta máta ó- tilhlýðilegt, að ekki skuli vera hugsað fyrir sundlaug á um- ræddu íþróttasvæði, sem á að verða aðal framtíðar íþrótta- svæði þessa lands. Staðurinn er hinn ákjósanleg- asti fyrir íþróttasvæði, og hann er ekki síður heppilegur fyrir stóra og fullkomna sundlaug, sem hægt væri með tiltölulega litlum kostnaði að dæla sjó í og hita rneð hveravatni, þegar heita vatnið kemur frá Reykjum, sem vonandi verður bráðlega. Upphit- aðar sjólaugar eru taldar hinar ákjósanlegustu kappsundslaugar, sem hægt sé að fá, sökurn þess, hve létt er að synda í þeim, og þær gefi því góðan árangur í sundafrekum. Úti eru slíkar laug- ar mjög eftirsóttar til að setja heimsmet í þeim; mætti svo fara, að nokkrum heimsmeisturum þætti ómaksins vert að heim- sækja okkur til að auka frægð sína, og væri það fyrir sig ekki neinn smáræðis fengur fyrir okk- ar afskekta sundfólk, sem svo sjaldan fær tækifæri til að bera sig saman við aðra, eða kynnast sundstíl þektra sundmanna eða kvenna. Allir, sem hafa kynst sjóböð- um viía, hvað þau eru heilsu- samleg; en það er lítinn tíma árs- ins ,sem við Islendingar geíum stundað sjóböð. Sjórinn er að jafnaði mjög kaldur og sumur stutt og oft köld og illviðrasörri, svo aðeins þeir allra hörðustu geta notað sjóböð að nokkru gagni, með fenginni upphitaðri sjólaug væri úr þessu bætt; hana væri hægt að stunda alt árið, og þar með fengin sú heilsulind, sem öllum gæti aukið heilsu, Iskan og atvinnnleysið. ......♦ .... Aukin ræktun landsins er nauðsynleg. -----»-.. HINAR stórkostlegu þreng- ingar síðari ára í atvinnu- málum unga fólksins í landinu hafa komið nokkuru róti á þá kyrstöðu og það fyrirhyggju- leysi, sem skipaði æðsta sess meðal ráðndi manna þjóðarinn- ar í þessum efnum. Jafnhliða minkandi atvinnu- rekstri einstaklinganna, sem or- sakar aukinn vinnukraft á vinnumarkaðinum, bætist við árlega svo hundruðum skiftir vinnuþurfandi æskufólk, sem á aðeins eina lífsframfærslu von, að geta selt starfsorku sína. Æskufólk, sem aðeins á einn veg, eyrina, æskufólk, sem verð. ur að láta sér nægja það hlut- skifti að vera jafnvel þræll sinn- ar þjóðar. Án aðgerða yfirfyll- ist því á vinnumarkaðinum, og bjartsýni og starfsorku, og er þá svo mikið fengið, að við höfum pkki efni á að láta byggingu slíkrar laugar — slíkrar heilsu- lindar — bíða mikið lengur. Allir, sem með fullum skilningi Ííta á þetta mál, sjá, að hér er um að ræða merkt aðkallandi íþrótta- og menningarmál þessa bæjar; hér er mest þörfin, bezt aðstaða og mest trygging fyrir því að ná tilætluðum árangri. Þ. Magnússon. með þeim hugsunarhætti, sem nú ríkir hjá atvinnurekendum (t. d. því opinbera), að af því að æskumaðurinn sé einhleyp- ur og þurfi ekki nema fyrir sér einum að sjá, þá beri honum skilda til að víkja til hliðar, — meðan til séu fjölskyldufram- færendur. Þá verður það fyrst og fremst æskan, sem fer var- hluta af þeirri atvinnu, sem fá- anleg kann að vera, þótt að í mörgum tilfellum sé jafnvel þörf unga mannsins fyrir vinn- una eins mikil eða meiri en hins, sem gengur fyrir. Slíkum villuskoðunum þarf að útrýma, og í stað þess að koma réttlát vinnudeiling á allan þann mikla fjölda vinnuþurfandi æsku- manna, sem fyrir eru á hverjum tíma, og atvinnuleysisskýrslur ættu að geta sagt til um, ef ekki ríkti óþolandi trassaskapur í þeim efnum. Atvinna sú, sem fáanleg er fyrir unga fólkið í landinu, er eins og áður er sagt, alls ekki það mikil, að hún fullnægi þeim kröfum, sem vinnuþurfandi æská óhjákvæmilega hlýtur að gera, til þess að geta lifað sóma- samlegu lífi. Þegar svo er komið, að þeir atvinnurekendur, sem hingað til ‘nuuiAja eSajnaoApa gijfaj ejeq —.. UU: 1LL»..«-~*B!1 drottningin. Daginn, eftir gat hún aftur leikið sér meðal blómanna í hlýju sólskininu og þannig liðu margir dagar. Gerða þekkti hvert blóm, en þó að þau væru mörg, þá fannst henni samt eitt blóm vanta, en hún mundi bara ekki, hvaða blóm það var. Þá situr hún einn daginn og Gamla konan hafði gleymt Hvernig stendur á því, að hér horfir á hatt gömíu konunn- að má myndina af rósinni af eru engar rósir? sagði Gerða ar, en á hann voru máluð hattinum, þegar hún galdr- og hljóp á milli blómabeð- blóm, og fallegasta blómið aði rósirnar ofan í jörðina. anna og leitaði og leitaði, en þar var einmitt rós. fann enga rós, Mctr/e Hju/er. þá settist hún niður og grét og þegar heit tár hennar Og Gerða faðmaði það og og tár hennar féllu einmitt vermdu jörðina, óx rósatréð kyssti rósirnar og hugsaði þar, sem rósirnar höfðu horf- skyndilega og stóð í fullum um fallegu rósirnar heima ið, blóma. og Óla litla. hver á sínum stað, hafa dregið svo saman seglin, að til stór vandræða horfir, þá hlýtur al- þýðan og þá fyrst og fremst æskan að knýja á annarsstaðar, og eðlilega verður það þá hið opinbera, ríki og bæjarfélög, sem knýja skal á, enda ber því skylda að hlaupa undir bagga og skapa framtíðarmöguleika; fyrir æskuna í landinu. Um það kann hins vegar að verða deilt, hvað heppilegast væri, og skal það að mestu látið ósagt hér. Til þess að komast að fullnægjandi niðurstöðu í þeim efnum, þarf eðlilega ítar- legra rannsókna við sem taka myndu langan tíma. Fyrir rúmum tveim árum vakti ég máls á ýmsum leiðum til úrlausnar í atvinnumálum æskunnar hér í Alþýðublaðinu. Sumar leiða þeirra, er ég dró þar fram, höfðu þá verið um- ræddar á nýafstöðnu þingi S.U. J. og tekið upp í baráttuskrá sambandsins. Einnig benti ég þá á leiðir, sem áður höfðu ekki verið nefndar, og þá leiðina, — sem ég tél lang athyglisverð- asta sökum þess að þar er um að ræða lífrænan atvinnuveg. Leiðin er, að ríkissjóður styrki atvinnulausa æsku til þess að rækta landið, og þá veitti æskunni atvinnu við að rækta það, og seldi síðan jarð irnar eða leigði, gegn sann- gjarnri þóknun. Nú gæti það ef til vill komið til mála, að að- streymi sveitaæskunnar til sjávarins gæti að einhverju leyti dregið úr árangri, en ég held að það ætti þó að vera hægt að fyrirbyggja það, þar eð þarna myndu skapast góð lífs skilyrði þeirra er aðnjótandi yrðu. Ýmislegt fleira gæti komið til mála þessu efni viðvíkjandi, í sambandi við ræktun landsins, en að því mun ég ef til vill koma í annari grein innan skamms. En hvað segja menn um þessa hugmynd? Væri ekki æskilegt, að hún yrði tekin til athug- unar og yfirvegunar, t. d. í blöð- unum? Væri ekki rétt að merin létu álit sitt og skoðanir á þessu máli í ljós? En hvað svo sem því líður. þá eru allir á eitt sáttir um það, að áframhaldandi aðgerðarleysi sé alls ekki viðunandi, og að þegar verði að hefjast handa um að skapa bjarta framtíðarmögu- leika fyrir þá æsku, sem erfa skal landið. Grípi ekki ríkið í taumana um þessi mál. er ekki fyrirsjá- anlegt annað en áframhaldandi atvinnuleysi meðal æskunnar. Það takmark, sem íslenzka þjóðin þarf nú að keppa að, er að fyrirbyggja slíkt, svo að fs- land geti orðið land framtíðar- innar, þar sem fólkinu líði vel. Jónas St. Lúðvíksson. Styrkur til berklasjúklings. Laugardaginn 8. apríl var í fyrsta sinn úthlutað styrk úr sjóði þeim, sem hjónin á Reyð- ará, þau Vilhjálmur Bjarnason og kona hans, gáfu Vífilsstaðahæli til minningar um son sinn, Björn, en hann var einmitt fæddur þennan dag. Úr sjóðnum skal árlega veittur styrkur á afmælis- degi Björns til eins fátæks sjúk- lings, sem á hælinu dvelur. Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.