Alþýðublaðið - 18.04.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.04.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAG 18. APRÍL 1939 Alpingi í gær Neðri deild afgreiðir til 3. umræðu frumvarp til laga um síldartunnur. FRUMVARP þetta hefir áS- ur verið afgreitt í efri deild. Flutningsmenn þess eru Erlendur Þorsteinsson og Jó- hann Jósefsson. Frumvarp þetta er flutt samkvæmt beiðni síldarútvegs- nefndar og er greinargerð þess svohljóðandi: Nefndinni hafa, einkum síð- astl. ár, borist miklar kvartanir um, að mikil brögð séu að því, að tunnur, sem notaðar eru undir síld, séu mismunandi mjög, bæði hvað efni og tilbún- ing snertir. Enn fremur hefir stærð tunnanna verið mjög mis- munandi, eða alt frá 113 lítra til 122 lítra. Er þetta mjög óheppi- legt og jafnvel skaðlegt fyrir sölu og útbreiðslu þessarar vöru á erlendum mörkuðum. Auk þess veldur þetta saltendum beinlínis miklum skaða, þar sem síldin (innihald tunnu) er seld eftir vigt, en ekki tunnu tölu. og þurfa saltendur að bæta kaupendum, ef ekki er ákveðin kílótala í hverri tunnu. Hins vegar greiða þeir bæði fyrir síldina og vinnu alla miðað við hverja tunnu. Vekur þetta oft óþarfa tortrygni hjá kaupend- um, sem ekki skilja þær raun verulegu ástæður, sem fyrir hendi eru, sem sé mismunandi tunnustærð. Þá hefir einnig komið fyrir, að skemdir hafa komið fram í síld vegna þess, að tunnurnar hafa verið illa smíðaðar eðá úr slæmu efni og ekki lagarheldar. Keppinautar vorir hafa þegar komið á hjá sér svipaðri lög- gjöf um þessi efni, Norðmenn 1932, en Skotar nokkru fyrr. Er full nauðsyn á, að löggjöf verði komið á hér á landi um þessi efni, til þess að koma í veg fyr- ir, að skemdir eða umkvartanir geti fram komið af þeim orsök- um, að umbúðir um þessa vöru séu ekki góðar eða til þess hæf- ar að varðveita vöruna ó- skemda. Verður að taka fult til- lit til þess, að vara sú. sem hér um ræðir, er matvæli, sem verður að vanda til framleiðslu á að öllu leyti, ef hún á að standast hina hörðu samkeppni frá öðrum síldveiðiþjóðum. Þess má einnig geta hér, að vöruvöndun hefir mjög batnað hin síðari ár, en nær að engu leyti tilgangi sínum, ef ekki er þess einnig gætt, að vanda val umbúðanna. Einstakar greinar frumvarps- ins gefa ekki tilefni til sérstakra skýringa. Neðri deild afgreiddi enn fremur til 2. umræðu frumvarp til laga um breytingar á lögum um verzlun með tilbúinn áburð og kjarnfóður. Frumvarpið er frá landbún- aðarnefnd og fylgir því eftir- farandi greinargerð: Á undanförnum árum hefir komið í ljós mjög mikil óá- nægja meðal bænda víðs vegar um land með það, hve síldar- mjöl það, sem selt hefir verið til fóðurs innanlands, hefir reynst misjafnt og oft gallað. Mörg búnaðarsambönd hafa haft málið til meðferðar, og kom það fyrir síðasta búnaðar- þing. Landbúnaðarnefnd hefir svo fengið svohljóðandi bréf frá Búnaðarfélagi íslands um mál- ið: ..Búnaðarþing ályktar að skora á Alþingi að setja í lög nr. 28 27. júní 1921 viðbótará- kvæði. sem skyldi allar fóður- mjölsverksmiðjur, er starfa í landinu, til að meta og flokka, framleiðsluvöru sína þannig, að fóðurmjöl það, sem selt er ,inn- anlands, hafi sem lágmarks- kröfu eftirfarandi innihald: Eggjahvítu, minst 65% Fitu, mest 12-— Vatn, mest 12—: Salt, mest 3— Ammoníak, mest 0,20— Meltanlega eggjahvítu c. 56— Jafnframt séu þær skyldaðar til að hafa glögga flokkun og verksmiðjumerki á umbúðum. Enn fremur sé síldar- og karfamjölsverksmiðjum bann- að að selja til fóðurs innan- lands mjöl, sem ekki fullnægir framangreindum lágmarkskröf- um. nema samþykki landbúnað- arráðuneytisins og Búnaðarfé- lags íslands komi til.“ Landbúnaðarnefnd taldi rétt að taka þetta erindi búnaðar- þings til greina og hefir orðið á einu máli um að flytja framan- greint frumvarp. Útbreiðið Alþýðublaðið! ALÞYÐUBLAÐIO drottningin. Ég sé sjálfa mig, ég sé sjálfa mig, sagði páskalijan. —Uppi í litlu kvistherbergi stendur lítil danskona hálfklædd og sveiflar fótunum. Hún hellir vatni í tepottinn og þvær kjólinn Og þegár kjóllinn er orðinn þur, fer hún í sinn og hengir hann til þerris. hann. Svo sveiflar hún fótunum,,því áð hún er darisköna. í . Kaupfélagið er staðráðið í að ' ■ halda' sér gersamlega hlutlausu með lilliti til stjórnmálaflokka og sýndi það greinilega á síð- asta aðalfundi. Verður að vísu að hafa hér nokkra aðgæzlu við, bæði inn á við, þar sem ein- stökum félagsmönnum er enn ekki eins ljóst og skyldi, hvers fjöreggs er hér að gæta, og út á við. þar sem eru dagblöðin í bænum, se.m of oft hættir við að al?t á óþarflegri tortryggni gagnvart félaginu með röngum og villandi fréttaburði. Verður Alþýðublaðið, því miður, hér ekki undanskilið. Rangur fréttaburður blaðanna um Kaupfélagið — þeirra, sem í raun og veru vilja því vel — er algerlega óforsvaranlegur, því að allar upplýsingar. er al- menning varðar, eru með á- nægju í té látnar og með rökum studdar af skrifstofu félagsins, hvenær sem eftir því er leitað. Vænti ég, að Alþýðublaðið gæti þessa eftirleiðis. Rvik, 17. apríl 1939. Vilm. Jónsson. Ég hefi ekkert gaman af þessu, sagði Gerða. — Þú segir mér ekkert um Óla. Og svö hljóp hún yzt út 1 garðinn. í leiðara Alþýðublaðsins í gær er aðalfundur KRON gerð- ur að umtalsefrií. Segir þár m. á. á þessa ieið: ' „Sveinbjörn Öuðláugsson bif reiðarstjóri var mjög framarla í bénzínverkfallinu svokallaða. enda þá formaður Vörubíla- stöðvarinnar Þróttur. Meðan verkfallið stóð fékk Sveinbjörn birtar greinar um málið í Al- þýðublaðinu. Sveinbjörn er eiris og kunnugt er formaður Kaup- félagsins og mun fá fyrir það 100 krónur á mánuði, og er það ekki of vel borgað, því að þetta er ærið starf. En vegna gamall- ar andstöðu þessa flokksþróður II. V. við haun iréyndi H. V. að- koma Sveinbirni' íir þessu starfi á nýafstöðrium aðalfundi Kaup- félagsiris. Og var hamast gegn Sveinbirni.“ : .. . _ Þetta er alveg rangt. Formað- ur félagsins er ekki kosirin á að- alfundi, heldur skiftir stjórnin sjálf með sér verkum. Enginn ágreiníngur varð um kosningu Sveinbjarnar Guðlaugssonar. Allsherjarnefnd hafði til með- ferðar uppástungur um menn í félagsstjórn. Voru allir nefrid- armenn sammála um að rriæla með því að Th. B.' Líndal og Sveinbjörn Guðlaugsson yrðu endurkosnir. ■ Aftur á“ inóti náð- ist ekki samkomulag um þriðja. manninn, sem kjésa-átti. Mælti minni hluti nefndarinnár einnig með því að endurkjósa Bene- dikt Stefárissori, en meirihlut- irin með Sigfúsi Sigurhjartar syni. Var Benedikt þó kosinn ásarrit þeim Th. B. Líndal og Sveinbirni Guðlaugssyni. Þess skal einnig getið, að eng- in tillaga um að hætta við að greiða félagsmönnum arð var borin upp til atkvæða á fundin- um, þó að því væri hreyft af Héðni Valdimarssyni o. fl. Alþýðublaðinu var og er fullkunnugt Um það, að formað- ur Kaupfélágsins er ekki kos- inn á aðalfundi, heldur skiftir stjórnin með sér verkum. En það er rétt sem sagt var hér í blaðinu í gær, að það var unn- ið ð því af H. V. að fella Svein- björn Guðlaugsson frá kosningu (og einnig Ben. Stef., sem sagði sig úr Kommúnistafl.) og hefði sú tilráun tekizt, hefði Svein- björn auðvitað ekki getað orð- ið íormaður félagSins. Vil- rriundur Jónsson tekur það ftam, að H. V. hafi „hreyft“ þVí að taka arðinn áf félags- niönnum til áð mæta með tjón- inu af gengislækkuninni — en hinsvegar hafi hann ekki kom- ið með tillögu þar um. Þetta mun vera rétt. Eftir að fundar- menn höfðu hver af öðrum mót- mælt uppástungu H. V. hætti hann við áform sitt, gafst upp. Álþýðublaðið viðúrkennir ekki að hafa skýrt rangt frá málefri- um .er snerta KRON. Væri nær fyrir forvígismenn KRON að ýera betur á verði gegn sundr- ungarstarfsemi kommúnista í KRON en að eyða tíma sínum í það að smíða fullyrðingar gegn Álþýðubláðinu, sem alltaf hefir lagt gott eitt til þessa félags- skapar. MAÐURINN SEM HVARF 21. „Nei, hvað segið þér. Vitið þér virkilega ekki, að maðurinn minn, að við hjónin erum að fara í langferð?“ „Ne, herra Blake hefir ekki minnst á það einu orði.“ „Það er undarlegt. Ég hélt að hann segði yður frá öllu.“ „Já, öllu, sem fyrirtækinu viðvíkur, — en aldrei frá einka- máhim sínum,“ svaraði Charlotta, sem var farin að kenna ó- róleika yfir því, hvaða stefnu samtal þeirra virtist ætla að taka. Hún brosti þó jafn-ástúðlega, — og af sömu snilldar- uppgerð, — eins og Ilka. „Fyrirgefið, — það vissi ég ekki og hann hefir ef til vill sínar ástæður til að þegja yfir þessu. En það er nú þannig, að við höfum hugsað okkur að leggja af stað í langa ferð. Hvort við förum til Evrópu, Suður-Ameríku eða Indlands, er ekki afráðið enn. En það er svo langt síðan við höfum ferðast saman. — Þetta á að vera einskonar ný brúðkaups- ferð,“ bætti svo Ilka við eins og hálf-dreymandi. Og um leið hafði hún ekki augun af stúlkunni, sem sat andspænis henni. Það var eingöngu til að njóta þessa augnabliks, sem hún var komin. En ekki nokkur dráttur í andliti Charlottu gaf til kynna, að þessi fregn snerti hana á einn eða annan hátt. ,Nei,> hvað það verður yndislegt fyrir ykkur,“ sagði hún áðeins í sínum blíðasta róm. Ég held, Ilka, að herra Blake þarfnist þess að fá sér frí. Hann vinnur alltof mikið.“ ,,Já, það finnst mér líka,“ svaraði frú Blake í einkenni- legum tón. Um leið og hún kvaddi, var henni það ljóst, að hún var ekki ánægð með árangurinn af þessari heimsókn sinni. Hún mundi hafa verið ánægðari. ef hún hefði getað séð inn á skrifstofu hans eftir að allt fólkið var farið heim, nema Charlotta. Charlotta dró út skúffu úr skrifborði sínu og tók þar upp bréfið, j»e mhún geymdi. Hún reif það 1 óteljandi agnir, án þess svo mikið sem að líta á það. ..... „Þú skalt brosa, — bara brosa,“ sagði hún við sjálfa sig með hálfkæfðum grátstaf. En það var þó meira en kraftar hennar leyfðu. CHARLOTTA hafði engan minsta grun um hvað það var raunverulega, sem orsakaði hina stöðugu fjarveru Jim Blakes frá skrifstofunni. En það þóftist hún vita fyrir - víst, að það væri ekki neitt sem hefði með atvinnurekstur þeirra að gera. Alt, sem að því laut, hafði hann algerlega falið henni á hendur. En öðru hvoru hafði hún heyrt orð og orð á stangli af símtölum hans, þegar hann hafði verið að tala við menn hingað og þangáð út í borginni og af því þóttist hún ráða, , að þessi störf hans höfðu eitthvað með einhverskonar kaup- hallarbrask að gera. Og hún fór að hugsa um, hvort hann muridi hafa farið að fást við fjárglæfrabrask til að reyna að gleyfna sorgum sínum. Sannleikurinn var sá, að Blake var að fást við það erfiða hlutverk, að koma hirium margvíslegu eignum sínum og verð- bréfum í peninga og gera það á þann hátt, að því yrði ekki veitt eftirtekt. Hann hafði því fyrst snúið sér til vinar síns Stanley Killigrev forstjóra á víxlaraskrifstofu Killigrev og Stor. „Ég þyrfti að koma ýmsum verðbréfum í peninga,“ sagði Blaké. „Hvaða verðbréfum?“ „Öllum, sem ég á, í fám orðum sagt.“ Stanley Killigrev, hinn gamli. og þrautreyndi kaupsýslu- maður og forstjóri einnar elzstu víxlaraskrifstofunnar við Wall .Street var ekki vanur að láta sér bregða hvorki við eitt eða annað. En þetta gekk fram af honum. .,Ég skil þig ekki, Jim. Það :er ómögulegt, að þú sért í svo miklum fjárhagsvandræðum.“ „Hvað um það, þá óska ég að koma þeim öllum í peninga og það innan mánaðar.“ „Þér virðist sannarlega Jiggja mikið á. — Og það er sann- arlega of stuttur tími.“ „Álítur þú, að það sé ekki hægt á svo skömmum tíma? Ég vil ógjarna verða til að vekja óróleika á markaðinum, og um- fram allt óska ég e.ftir því, að ekki fari að komast slúðursögur á gang, sem drægju athygli almennings að mér.“ „Já, — ég. skil það,“ svaraði Killigrev. án þess þó að botna upp né riiður í' því, hvað Blake var að fara. — „Eignir þínar munu nema nálægt því fjórum milljónum og mikill hluti þeirra mun vera geymdur í ýmiskonar verðbréfum.“ „Fjórar milljónir eru frekar lágt reiknað,“ svaraði Blakes. „Segðu heldur fimm milljóni.“ „Það mundi náttúrlega ekki valda neinu stórkostlegu hruni á kauphöllinni, þó þessar fimm milljónir verði seldar, en það ér þó bæði sjálfsgt og nauðsynlegt, að þær verði boðnar út með varfærni.“ BJake kinkaði kolli. , „Ég hafði hugsað mér að fá þér í hendur sem svarar þrem- ur xnilljónum og. skifta svo afganginum milli svo sem 18—20 annara víxlara.“ „Ágætt,“ svaraði Killigrev, „ég skal afhenda málið bezta kauphallarsérfræðingi okkar og geta þess jafnframt við hann, að hann verði að vera varkár.“ „Þakka þér fyrir, og þessu þarf að vera lokið fyrir næstu mánaðamót.“ „Viltu að við sendum þér bankaávísun fyrir upphæðinni, eða á féð að leggjast inn á reikning þinn í einhverri peninga- stofnun?“ ' „Hvorugt. Ég óska eftir að fá alla upphæðina á borðið 1 góðum og gildum bankaséðlum.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.