Alþýðublaðið - 24.04.1939, Side 3

Alþýðublaðið - 24.04.1939, Side 3
t- MÁNUDAG 24. APRÍL 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDBMARSSON. í fiarveru hsns: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverflsgötu). SÍMAR: 4860: Afgreiðsla, auglýsingar. iig&l: Ritstjóm (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4008: V. S. Vilhjálms (heima). H8BS: Jtess GuBmunds. heima. 4&&S: AlþýBuprentsmiBjan. #»«: A4fesaMMa. AfcÞ>Á»Ul»MKTSMiBJAN ..----------------------• Samstarf. S Ú tilraun, sem stjórnmála- flokkarnir hér á landi hafa nú gert til samstarfs. er merki- leg á margan hátt. Ýmsir virð- ast líta svo á, að hin nýja stjórnarmyndun og samstarf flokkanna sé ávöxtur af starfi þeirra manna í hverjum flokki, sem þannig hafi sveigt mikinn meirihluta fólksins í flokkunum til samstarfs, sem því væri þvert um geð. Kemur þessi skoðun einna helzt fram hjá , kommúnistum. En hverjum þeim, sem vill líta á málin með réttsýni og rólegri athugun verður strax ljóst, að hér er ekki um neitt slíkt að ræða. Það samstarf, sem nú er hafið, milli stjórnmálaflokkanna, er ávöxtur þróimar, sem staðið hefir yfir í langan tíma. Síðan slitnaði upp úr sam- vinnu Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins með þingrofinu 1937, hefir í raun réttri sú stjórn, sem við stýrið yar, aðeins verið bráðabirgðastjórn, sem ekki hafði nein ákveðin verk- efni til að leysa og fór ekki eftir neinni ^kveðinni linu 'í landsmálum. Stuðningur og þátttaka Alþýðuflokksins í þeirri stjómarsamvinnu hefir ekki haldist af því, að þess væri vænst, að hún kæmi fram néinum stórmálum, enda aldrei fengist samkomulag um reglu- legan gagnkvæman stuðning um nokkur stórmál milli þess- ara tveggja flokka síðan 1937. Afleiðing þessa ástands, sem nú hefir verið 1 nærfelt tvö ár, er fyrst og fremst sú, að öll lög- gjafarstarfsemin hefir verið 1 molum. Á síðustu tveim árum hefir engin löggjöf verið sett er neitt kveður að og í engar þær framkvæmdir ráðist, er mikla þýðingu hafa fyrir al- þjóð. Verður þetta sérstaklega vel Ijóst, ef borin eru saman árin 1934—1937, meðan fult samstarf átti sér stað milli AL þýðuflokksins og Framsóknar, og árin 1937—1939. Til lengdar getur slík kyr- staða í stjórnmálum ekki átt sér stað og verkanir hennar koma fljótlega í ljós á mörgum sviðum þjóðfélagsins. knýjandi þörf gengislækkunar, vegna langvarandi aflabrests og markaðsörðugleika. Það er hreinn misskilningur, að lög- festing gengisins í 27 krónur ís- lenzkar á móti sterlingspundi hafi verið verk ákveðinna manna eða flokka, heldur var þár aðeins um að ræða að reyna að stöðva fall krónunnar, sem allir vita, að þegar var orðið mikið meira en ákveðið var með lögunum. Út af þessu öngþyeiti sá eng- inn aðra leið, sem fær væri. Nýjar kosningar gátu tæplega fært Alþýðuflokknum og Fram- sóknarflokknum aukinn þing- styrk eða mikla kjósendaaukn- ingu. Framsóknarflokkurinn gat ekki einsamall náð meiri- íluta og Sjálfstæðisflokkurinn ekki heldur. Hugsanlegt var, að Sjálfstæðisflokkurinn og kom- múnistar gætu saman náð meirihluta, en um samstarf óeirra í milli gat ekki orðið að ræða, þó svo hefði farið. Samstarf hlaut því að hefjast milli einhverra annara flokka en þeirra, sem á undanförnum árum höfðu starfað saman. Sú leið, sem valin var til samstarfsins nú, var því hin viturlegasta lausn þessara mála sem um var að velja eins og á stóð, og ef af fullri einlægni er starfað þar af öllum flokkum, er ekki efi á því, að framundan er nýtt viðreisnartímabil í sögu íslands. Ýmsir ætla, að flokkarugling- ur hljóti að eiga sér stað vegna þessarar samvinnu. En á því er lítil hætta. Hver flokkur starf- ar áfram að sínum hagsmuna- málum og reynir að knýja þau fram að svo miklu leyti sem hægt er, og öllum er ljóst, að enginn getur að fullu fengið sín mál fram. árni frá Hðla jrfirgefor Ngbl! far frlálsar henðnr til aS skammast i Vísl. EINS og kunnugt er hefir Árni Jónsson frá Múla. jafnframt því að vera fastlaun- aður starfsmaður Sölusam- bands íslenzkra fiskframleið.. enda, skrifað leiðara í Mgbl. undanfarin ár — og hefir hann stýrt svæsnust uáásunum á rík- isstjónina. Árni Jónsson varð einn af 8- menningunum í Sjálfstæðis- flokknum, sem ekki vildu ganga til sameiginlegrar stjórn- armyndunar með Framsóknar- flokknum og Alþýðuflokknum. Nú hefir þetta haft þau áhrif, að Árni hefir yfirgefið Morgim- blaðið — og getur ástæðan ekki verið önnur en sú, að hann hef- ir ekki fengið skammagreinar sínar inn í það blað, en Vísir tilkynnir á laugardag, að fram- vegis skrifi hann leiðara þess blaðs. Árni er og byrjaður. Talar hann allmikið um „óhreinar hendur“ og „kröfur Sjálfstæðis- flokksins“. Virðist nú eins og tveir flokkar tali fyrir munn þess flokks og túlki kröfur hans og stefnu sinn á hvorn máta. Tilgangur Á. J. og Vísis er auð- sjáanlega sá, að gera það, sem hægt er til að eyðileggja það samstarf um vandamálin, sem hafið er. Erlendir Diálfarar til kn attspyrn uf élaaanna RJÚ knattspyrnufélögin, Fram, Valur og Víkingur, hafa fengið hingað erlenda þjálfara. Komu tveir þeirra Mr. Dimine til Vals og Lindemann íil Fram i fyrrakvöld með Gull- fossi. Þjálfari Vikings, sem er enskur, kémur í næsta mánuði. Félögin búa sig af kappi undir sumarstarfsemina. K. R. tekur á móti tveimur erlendum flokkum, Fram fer til Norðurlanda og hin félögin hugsa til mikillar knatt- spyrnustarfsemí. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Flutt af Vilmundi Jónssyni á alpingi á miðvikudaginn. RUMVAHPIÐ er samið af berklayfirlækni í samráði við landlækni og hefir verið Dorið undir Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur, svo og alla berklalækna lands- ins. Er enginn ágreiningur, sem máli skiftir, á milli þessara að- ilja um ákvæði frumvarpsins. Flutningsmaður frumvarpsins er Vilmundur Jónsson land- læknir. Gerði hann í framsögu- ræðu stutta og glögga grein fyrir frumvarpinu í heild, efni aess og tilgangi, en vísaði að öðru leyti til greinargerðarinn- ar um hinar einstöku greinar frumvarpsins. nefna víðtækar berklaprófanir skólabarna í flestum læknishér- uðum, stóraukna starfsemi berklavarnastöðvar hjúkrunar- félagsins Líknar í Reykjavík, að komið hefir verið upp heilsu- verndarstöðvum í flestum kaupstöðum, sem aðallega ann- ast berklavarnir, enda styrkur veittur til þess í fjárlögum, og að berklayfirlæknirinn hefir ár- lega, síðan hann tók til starfa, j'erðast um landið með ferða- röntgentæki og rannsakað í samráði við héraðslækna fjölda fólks, sjúkt og heilbrigt. Hefir þegar komið í ljós. að mikils ár- angurs er af starfsemi þessari að vænta, enda í undirbúningi að auka hana og fullkomna að miklum mun. Berklavarnalögin hafa nú verjð tekin til endurskoðunar í því skyni, að samræma berkla- varnalöggjöfina við þá tilhögun berklavarnastarfseminnar, sem þegar hefir verið tekin upp, og til þess að hún geti orðið sem öruggastur grundvöllur undir áframhaldandi sókn eftir hin- um sömu leiðum. Bátaábyrgðarfélag Vestmanna- eyja 1862—1937 heitir nýútkomin bók, sem gef- in er út í tilefni af 75 ára af- mæli félagsins. Er það saga fé- lagsins um þetta tímabii, samin af Jóh. Gunnari Ólafssyni lögfræð- ingi. Saga Bátaábyrgðarfélags- ins er merkur þáttur i atvinnu- sögu Vestmannaeyja og ér þar auk þess um að ræða merkilegt brautryðjendastarf, sem á það skilið að því sé gaumur gefinn. Aðalefni greinargerðarinnar er á þessa leið: Berklavarnalöggjöfin í þeirri mynd, sem hún er nú, er orðin 18 ára gömul, en á þeim tíma íafa orðið æðimiklar breyting- ar á þekkingu manna á ’út- breiðsluháttum berklaveikinnar og jafnframt á skilningi manna á því, hvernig skynsamlegast sé að hátta berklavarnastarfsem- mni, þannig, að hún sé líkleg til að bera sem skjótastan og ör- uggastan árangur. Núgildandi berklavarnalög miða um of við þá kenningu, sem ekki fær lengur staðist, að Derklasmitun eigi sér nær ein- göngu stað á barnsaldri ög fyrir því þurfi ekki svo mjög að sinna berklavörnum meðal full- orðinna. auk þess sem lögin leggja of einhliða áherzlu á þá hlið berklavarnanna, sem að vísu er þýðingarmikil, en fjarri því að vera einhlít, að sinna þeim berklasjúklingum, er l«ita lækna, einangra þá og sjá þeim fýrir sem beztri læknishjálp. Berklavarnastarfsenií í nútímá- skilningi beinist auk þéss að því að halda upp með bérklapróf- um og fjöldaskoðunum skipu- lagsbundinni leit að berklasjúk- lingum og berklasmitberum, sem reynslan sýnir, að arínárs geta leynst jafnvel áratugum saman eins og heilbrigðir væru en smitað út frá sér víðs vegar. Þá er að geta náins eftirlits með öllu berklasýktu fólki, aðbúnaði þess og lífskjörum, ekki aðeins meðan veiki þess er á því stigi, að það þarfnast sjúkrahúss- eða hælisvistar eða læknishjálpar í þrengstu merkingu, heldur einnig eftir að það hefir náð þeim bata, að án sérstakra ráð- stafana mundi það hverfa und- an öllu eftirliti. Það, sem nú hefir verið talið til berklavarna, eru þó enn aðeins berklavarnir í þröngri merkingu. Hinar víð- tækustu og um leið áhrifamestu berklavarnir eru vafalaust sem bezt lífsafkoma alls almenn- ings, örugg atvinnuskilyrði, góð húsakynni, holt mataræði, heil- brigðir lifnaðarhættir, bindiríd- issemi og herðing æskulýðsins við útiveru og útistörf í ljósi og lofti og skynsamlegar íþrótta- iðkanir, einkum fyrir þá. sem innistörf stunda. Þrátt fyrir hin þröngu á- kvæði núgildandi berklavarna- laga um berklavarnastarfsem- ina hefir svið hennar verið rnjög fært út hin síðustu ár, og einkum eftir að sérstakur yfir- læknir var ráðinn til að annast framkvæmdir þessarar starf- semi (1, apríl 19ý5). Má þar til Guðmundur Böðvarsson: Hin hvítu skip. -----«—•——— UM NOKKUR allra síðustu ár hafa við og við birzt kvæði í blöðum og tímaritum eftir ungan borgfirzkan bónda, Guðmund Böðvarsson. Kvæði þessi vöktu þegar nokkra eftir- tekt vegna þess, hve höf. var sjálfstæður í vinnubrögðum og kunnáttumeiri og gáfaðri en flest hinna yngstu skálda okk- ar. Fyrir þrem árum gaf hann út Ijóðabók' urídir hinu skáld- lega nafni: Kyssti mig sól . .. ., en þar voru mörg góð kvaéði og sum ágæt, ög nú er nýkomin út eftir hann önnur ljóðabók: Hin hvítu skip. Það verður ekki sagt um þennan unga ljóðahöfund, að mikill gustur standi af honum, en hann gengur föstum og á- kveðnum skrefum inn í höll Braga og hagar sér heimamann. lega, tekur sér sæti með Braga- bræðrum, veltir engum glösum um koll, en situr keikur í sæti sínu og þaðan verður honum ekki þokað. Guðmundur Böðvarsson hefir næma gáfu til þess að skynja hið mikla í hinu smáa, og í því er máske skáldgáfan fólgin mörgu öðru fremur; og viðhorf hans er oftast viðhorf einyrkja- bóndans, t. d. í kvæðinu: Vís- urnar við hverfissteininn árið 1936, þeir sögðu við mig, og einkum í mörgum kvæðunum í fyrri bók hans. Þó getur hann ort, eins og dreyminn ungling- ur um náttúruna og mannlífið: Guðmundur Böðvarsson. Um gólfið fer þess fína geisla- spil, — við feiknir húmsins berst það veikum mætti. Það verpur rauðum bjarma á brík og þil, það blaktir til í kvöldsins and ardrætti. Á gluggann myrkrið leggst sem helþungt haf og hótar lágt í bældri reiði sinni, að fossa inn og flæða um pall og staf og fylla þessi litlu húsakynni. En örsmátt blað af eldsins stóru rós í auðmýkt sinni bægir ógn og húmi. — Ó, slökkvið ekki þetta litla ljós, sem logar eitt hjá gamla mannsins rúmi. Það líður ekki enn úr minni mínu: Ég mætti honum, litlum dreng í skógi, með morgunbjarma í augum — einu siríni. Með þessum tveim ljóðabók- um sínum hefir Guðmundur Böðvarsson kvatt sér svo mynd- arlega hljóðs, að honum verður veitt athygli eftirleiðis. og unga, mjúka rós í hendi sinni. Og guðsins son í rökkurríki Pans hann reikaði um í föllnu laufi, á tánum. Það sváfu hvítar hindir undir trjánum, sem hræddust ekki skot af boga hans. Guðmundur er frumlegur í vali yrkisefna. Hann yrkir t. d. um boltaleik, eitt af beztu kvæðum hans, um skóinn sinn og um venjulegan stein. — Kvæðið: Vor borg, er ágætt að hugsun og byggingu, en bezta kvæðið í bókinni er ef til vill lítið ljóð með hinu yfirlætis- lausa nafni: Ljós. Karl ísfeld. Þurknð bláber nýkomin. Harðfiskur. Riklingur. ísl. smjör. Ostar, margar teg. Egg, lækkað verð. Sent um allan bæinn. Tjamarbúðin Sýni 3570. Um vatnsrœktim EG HEFI lesið nokkrar góðar greinar og heyrt tvo fyrir- lestra eftir Jón Gunnarsson, pann er skrifaði um vatnsræktun- ina í Alþýðublaðið, og hefir inér verið það ánægjulegt, þvi að Jón er hinn mesti áhugamaður um það, sem getur. orðið þjóðinni til gagns. En þar sem Jón skrifar um vatnsræktun, þá er málið ekki eins auðvelt og hann heldur. í fyrsta lagi er notkun rafljósa til ræktunar, mál út af fyrir sig, sem ekki þarf minni ígrundun en vatnsræktunin sjálf. Ég er reyndar þeirrar skoðun- ar, að við getum notað rafljós til þess að bæta jurtum, sem rækt- aðar eru í gróÖrarhúsum, það, sern á kann að vanta á vetrar- degi, að þær fái nóga birtu. En það er fráleitt, að við getuni notað ljóslitla kjallara til þess að framleiða í blóm og mát- jurtir, þannig að afðsamt verði. Það hagar alveg sérstaklega til á , Islandi hvað birtu viðvíkur, miðað við flest önnur lönd, þar sem gróðurhús eru notuð. Birtan er of lítil til ræktunar á vetrin, en alt of mikil á sumrin, og þurfa gróðurhús okkar því aö veira miðuð við þetta. Hér er því stórt atriði að leysa, eins vanda- samt, eins og sjálf vatnsræktin. Þess má geta, að jurtir not- færa sér yfirleitt ekki annað en sýnilegu geislana, það er: birt- una, sem mannsaugað sér. Aðeíns einstaka tegund, sem hefir litar- efni á yfirborði blaða eða á- vaxta, notar þó útfjólubláa geisla, til dæmis eplatréð, til þess að roða eplin. Hins vegar þarf t.d. ekki þessa geisla til þess að roða tómata. Það er því óhugsandi að nota útfjólubláa geisla í stað aimennrar birtu, eins og Jóni Gunnarssyni hefir dottið í hug, enda eru áhrif útfjólublárra geisla, umfram þá, sem eru i sólargeislunum, skaðleg fyrir jurtirnar og geta jafnvel drepið þær. Eru áhrifin sem þéssir geislar hafa á jurtirnar því ger- ólík áhrifum þeim, sem þeir hafa á mannlegt hörund. En einnig á það geta þeir, eins og kunnugt er, haft skaðleg áhrif, ef of míkið er notað af þeim. Ég dreg ekki í efa, að vatns- ræktin muni verða mikilvæg fyrir okkur til notkunar í gróð- urhúsúm, þar eð hægt er að fá margfalda uppskeru af sama svæði, íniðað við moldarrækt. En ég álít að það sé fásinha að byrja á vatnsrækt sem atvinnu- grein, nema fyrir þá, sem kunna hvorttveggja: garðrækt og efna- greiningu, og er hið síðarnefnda nauðsynlegt til þess að geta vit- að á hvaða tíma sem er, hvaða efni eru í gróðurleginum, sem verið er að nota. Það er mikið verk, að læra hvort tveggja til fullnustu, garð- yrkjufræÖi og efnafræði, en þess gerist heldur ekki þörf, að menn læri hvort tveggja til fullnustu, til þess að verða vatnsræktar- menn. Hver sæmilega greindur og duglegur maður getur lært. nóg í garðyrkjufræði og nóg i efnafræði, með tíma og tilraun- um, til þess að geta orðið góður vatnsræktarmaður, ef hann viii halda sér í fyrstu viö fáar teg- undir. Ég mun skrifa greinilegar um vatnsrækt seinna. öláfur Friðriksson. Fiskbirgðir á öllu landinu námu 31. marz s.l. 13436 þurrum tonnum. Á sama tíma í fyrra námu þar 6824 þurrum tonnum. Auglýsið í Alþýðublaðinu!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.