Alþýðublaðið - 26.04.1939, Page 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
nwvnwDAonw n. vr> »»
UMRÆÐUEFNI
Ávextirnir og pólitíkin. Hafa
íslendingar alist upp á suð-
rænu aldinum? Áfengið og
skrif íhaldsblaðanna. Lögin*
sem áttu að hafa kent þjóð-
inni lögbrot. Ávaxtasalinn í
Hafnarhúsinu og almenning-
ur.
ATHUGANIR HANNESAR
Á HORNINU.
MIKIÐ HAFA menn getað æst
si® upp út af ávaxtaleysinu und-
anfarin ár. Það hefir, af sumum
blððunum að dæma, helzt litið svo
út sem við íslendingar höfum á
umliðnum öldum haft suðræna á-
vextí að aðalfæðutegund.
EN ÉG BÝST við að allur al-
menningur sé eins og ég, að hafa
lítið haft af ávöxtum að segja í
uppvextinum og að það hafi miklu
fremur verið íslenzkar sjávaraf-
urðir, sem settu í hann þróttinn.
Hitt er ekki nema sjálfsagt, að
viðurkenna, að ávextir eru góðir,
og ef þeir væru nógir til í land-
inu, þá myndi ég eta þá mikið, eða
eins og ég hefði ráð á. Þessi vara
er dýr og alþýðumenn alment
myndu ekki hafa ráð á að kaupa
þá daglega.
EN ÉG HELD að hin hatrömmu
skríf Morgunblaðsins og Vísis um
ávextina hafi miklu fremur staf-
að af löngun til að sverta and-
stæðinga sína í pólitík en af um-
hyggju fyrir heilbrigði almenn-
ings. Við skulum sjá hvað úr
þessu verður. Við fáum að vita um
það á næstunni. Það er dálítið lær-
dómsríkt að athuga það, að áður
en bannlðgin voru afnumin. höm-
uðust íhaldsblöðin á móti þeim —
og notuðu tækifærið í hvert sinn,
* sem upp komst um leynibruggara
og leynivínsala að benda á það, að
það væru hin svívirðilegu bann-
lög, sem kendu þjóðinni að brjóta
lögin.
8VO VORU bannlögin afnumin.
Jafnskjótt hófu sömu blöð íhat-
rammar árásir á ríkisstjórnina
fyrir það, að ,.lifa á áfenginu" eins
og þau kölluðu það. Nú eru þessi
blöð hætt þessum skrifum — og
lýsír það vaxandi heiðarleik
þeirra. Kannske ríkisstjórnin sé
líka hætt að lifa á áfenginu?
AF TILEFNI ávaxtafargansins
hefir mikið verið skrifað um á-
vaxtalyfseðla læknanna, sem af-
gréiddir eru í skrifstofu Ríkis-
skips, og hefir sá starfsmaður, sem
hefir það óvinsæla starf að sjá um
úthlutun ávaxtanna, fengið mörg
Ijót orð að heyra. Ég hefi fengið
allmðrg bréf um þetta — en ekki
birt þau af því að þau hafa verið
svo orðljót.
DAGSINS.
HITT TEL ég sjálfsagt að segja
eitthvað frá þessu og þó að ég birti
hið gremjuþrungna bréf frá B.,
sem hér fer á eítir, þá vil ég taka
það fram, að ég hefi allt af mætt
ýtrustu kurteisi hjá þessum á-
vaxtamanni. Hann hefir sínar regl-
ur að fara eftir — og hann getur
ekki, þó að hann væri allur af
vilja gerður, greitt úr öllum dutl-
ungum viðskiftamannanna. Auk
þess nær það ekki nokkurri átt að
ætla einum manni þetta starf.
B. SEGIR: „Hannes á horninu!
Þar sem þú hefir tekið að þér það
góða hlutverk að benda á það,
sem aflaga fer hér í bænum og
ábótavant er í opinberu lífi, vildi
ég mega biðja þig fyrir eftirfar-
andi:
EINS OG KUNNUGT er hefir
afgreiðsla ríkisskipanna undanfar-
ið verið eini staðurinn í bænum,
þar sem hægt hefir verið að fá
ávexti gegn læknisvottorði. Mörg-
um sjúklingum kemur afar illa að
geta ekki fengið nóga ávexti og
fyrir ýmsa er það beinlínis nauð-
synlegt til þess að geta haldið
heilsunni. Ég hefi dvalið í fleiri ár
á heilsuhælum, og enda þótt mér
hafi batnað sæmilega, hefir læknir
minn oft minst á það, að mér væri
nauðsynlegt að borða sem mesta
ávexti og grænmeti. En það er nú
hægara sagt en gert. Ég hefi snúið
mér tvisvar til Skipaútgerðarinn-
ar eftir að hafa fengið læknisvott-
orð um að ég þyrfti að fá ávexti
vegna heilsunnar. f bæði skiftin
hefir skrifstofan svarað með hinni
mestu ókurteisi.
í SEINNA SKIFTIÐ er mér sagt
að þeir hafi enga ávexti, en auk
þess verði ég að koma með nýtt
læknisvottorð. Virðist það dálítið
einkennilegt, því ekki hraðbatnar
manni af nokkrum appelsínum. En
látum það nú vera. Er ég spyr af-
greiðslumanninn, hvort ég geti
fengið vottorð aftur til þess
að láta lækninn skrifa upp á það,
segir hann að ekki sé hægt að
finna það, þeir hafi svo mikið af
þessu „helvítis rusli“.
ÞETTA KANN nú að þykja smá-
vægilegt til þess að hlaupa í blöð-
in með. En því miður eru slík til-
svör og framkoma hjá opinberum
starfsmönnum engan veginn eins-
dæmi og er hún í hæsta máta víta-
verð. Opinberir starfsmenn taka
ekki laun sín til þess að hreyta
ónotum og skömmum í þá að ó-
þörfu, sem tala við þá af fullri
kurteisi um þau mál, sem undir
þá heyra. Þeir menn, sem þannig
haga sér. hafa hrapallega misskil-
ið hlutverk sitt.“
Maðurinn sem HVARF
24.
streymdi án afláts ofan af húsþakinu og hann barði aftur að
dyrum árangurslaust. Þá tók hann 1 handfangið og opnaði
hurðina. Hún var ólæst. Hann gekk inn fyrir og sá að hann
var kominn inn í fornfálegt eldhús, — fátæklegt, en ákaflega
hreinlegt og fægt. — Hann hafði komið bakdyramegin. Svo
gekk hann gegnum eldhúsið og opnaði aðra hurð og kom þá
út íbreiðan gang, sem lá fram í fordyrið og að aðalinngangi
hússins.
Á bekk í fordyrinu sat maður með blóðugar umbúðir um
höfuðið. Hann stundi hátt og smáveinaði, en grátandi kona
beygði sig yfir^hann. Stúlka í hjúkrunarbúningi hljóp upp
stigann með hitgeymi í hendinni. Maður í prestslegum klæðum
með rauðar kinnar og harðan flibba kræktan saman að aftan-
verðu, stóð í áköfum hrókaræðum við háan gráhærðan mann
í hvítum kirtli út við dyrnar.
Blake nam staðar á þrepskildinum. Var þessi mynd veruleiki
eða var þetta allt aðeins svona skýr draumur. En nú heyrði
hann prestinn segja í áköfum mótmælandi róm:
„En ég er sálusorgari hennar og eigi að gera hættulegan
uppskurð á henni, krefst ég að fá að tala við hana fyrst. —
Hún þarfnast mín.
„Jæja, prestur, ég skal þá láta að viljá yðar. heyrði hann
háa manninn í hvíta kirtlinum svara dræmt að lokum.
Út úr stofu, hægra megin við eldhúsið, kom nú eldri maður
og bar litla stúlku í fanginu, sem hljóðaði af kvölum. Prest-
urinn fór á eftir þeim upp stigann og þau hurfu. Maðurinn í
hvíta kirtlinum starði lengi á eftir þeim eins og annars hugar.
Blake fanst þetta allt einskonar martröð. Svo herti hann upp
hugann og ræskti sig.
„Gæti ég fengið að tala við doktor Grimshaw,“ sagði hann.
í %T8tu vírtíst enginn v*ita honuaa eða orðum hans *ftir-
drottningin.
Þeir gátu allir talað, þegar þeir voru úti á götu, en þegar
þeir komu inn um hallarhliðið og sáu alt silfur- og gull-
skrautið, urðu þeir orðlausir og þegar þeir stóðu frammi
fyrir prinzessunni, gátu þeir ekkert
síðasta orðið, sem prinzessan
ekki um að
Þeir voru allir orðlausir meðan þeir stóðu inni, en þegar þeir komu út á götuna, fór að
losna um málbeinið á þeim. Þeir stóðu þar í hópum og stungu saman nefjum. Ég var þar
sjálf og sá það, sagði krákan.
.
mWM:..
. WsmM
••••
i|M§
Þeir urðu bæði svangir og þyrstir, en í höllinni fengu þeir — En Óli litli? spurði Gerða,
ekki svo mikið sem glas af vatni. — hvenær kom hann? Var
hann einn í þessum stóra
hóp?
FORMAÐUR Umferðaráðs hefir
sent mér eftirfarandi upplýsing-
ar vegna þess, er stóð hér í gær
um synjun Gjaldeyrisnefndar á
leyfum fyrir merkinöglum í gang-
brautir og vöntun á umferðarstein-
um á gatnamót:
„Umferðarráðið hefir þegar
fengið leyfi til þess að kaupa efni
í merkinagla, sem það mun láta
steypa hér heima og bjóða lög-
reglustjóra. Þess skal getið, að
lögreglan hefir látið setja fjölda
umferðarsteina á gatnamót víðs
vegar í bænum að undanförnu.
Stjórn Umferðarráðsíns hefir í
vetur á ýmsan máta unnið að um-
ferðarmálum, og mun verða nánar
skýrt frá því, um leið og sagt
verður í blöðunum frá verkefnum
næstu Umferðarviku.
Rétt er það, að mörgum þeim,
sem að Umferðarráði standa, hefir
gramist það tómlæti, sem fram
hefir komið á opinberum stöðum.
þegar farið hefir verið fram á rétt-
mætar umbætur í umferðarmálum
bæjarins og þær raddir því komið
þar fram, eins og í Alþýðublaðinu
í gær, að réttast væri að gera ekki
neitt “.
| BBÉF i!
FRÁ GRINDAVÍK.
f. m. er grein 1 Þjóö-
• viljanum eftir gemsa í
Grindavík, sem segist vera einn
„af ellefu“ og er meginið af því
sem máli skiftir hinn auðvirði-
legasti þvættingur er ég get
ekki látið afskiftalaust, einkum
það, sem að mér snýr og er auð-
sjáanlega skrifuð í hefndarskyni
en ekki sem svar við minni
grein í Alþýðublaðinu 14. f. m.
Hann byrjar með því að sleikja
sig upp við mig, og hrósar grein
minni fyrir það, hvað hún sé
skemtileg aflestrar og fyndin og
um leið langt raunavæl um
kirkjusókn hér. Þannig hefir
hann mesta skemtun af rauna-
væli, enda bregður hann því
fyrir sig, er hann staglast mest
á fulltrúakosningunum með
þvílíku endemis þvaðri og stað-
leysum. Snöggvast grípur hann
dálítil kattartilfinning og sam-
úð með 5—6 sálum þeim er hann
álítur, að ég óvirði mjög með
því að kalla þær ,,hræður.“ Lít-
ið er, sem hundstungan ekki
finnur. Þetta er nú efnið í for-
mála hans. Síðan kemur
,,hefndin“, og er það líkast því
að blindur maður sé að fálma
sig áfram í lítið kunnugu húsi,
ég lái honum ekkert, þó hann
þykist knúður til að skrifa um
atburði, sem honum þykir eitt-
hvað ábótabant, það er ekkert
við því að segja, en það væri
sæmra fyrir dreng, sem er að
byrja að skrifa grein í blöð, að
helmingurinn væri sannur, en
því fer fjarri. Þessi atvik, segir
hann, að hafi orðið í fyrravetur,
en man þó ekki hvaða dag. —
Þannig byrjar hann á ósann-
indum — nema því aðeins að
veturinn sé lengri hér hjá
mönnum, sem hirða kýr vegna
þess. að þær eru hér á fullri
gjöf fram að Jónsmessu. Annars
held ég, að honum hafi liðið vel
hjá kúnum þennan 30 til 40
vikna vetur. Á þessum fundi,
sem hann gerir að umtaLiefni,
og var haldkut 22. msú 1028,
tekt. Maðurinn með blóðugu umbúðirnar byrjaði aftur að
stynja. Konan þurkaði tárin í ákafa af augunum, en brast
jafnhrðan 1 grát aftur. Loks snéri maðurinn í hvíta kirtlinum
sér við hægt og rólega og Blake sá andlit hans fölt og magurt
og ónáttúrlega stór svöröt brennandi augu. Það var í senn and-
lit draumhugans og ofstækismannsins.
„Ég er doktor Grimshaw. — Hver eruð þér?“
„Ég er James Averill Burton.“
Doktor Grimshaw strauk nef sitt hugsandi. en* svaraði engu.
„Munið þér ekki eftir mér, James Averill Burton?“
„Nei.“
„Það er ómögulegt,“ svaraði Blake nokkuð hvast. — „1 fleiri
vikur höfum við nú undanfarið skrifast á um sérstakar læknis-
aðgerðir samkværnt nýjustu uppfinningum yðar.“
Það var eins og Grimshaw kæmi nú fyrst auga á Blake.
Hlýtt bros gjörbreytti andliti hans.
„James Averill Burton. — Jú, auðvitað man ég eftir yður.
Ég bið yður að fyrirgefa mér þennan hjárænuskap í augna-
blikinu. Við höfum átt afarerfitt það sem af er nóttinni. Þetta
sjúkrahús hérna er í raun og veru algerlega einkafyrirtæki, en
þrátt fyrir það skeður það ekki ósjaldan, að ........... jæja
— en þér eruð holdvotur og vitanlega dauðþreyttur eftir
ferðalagið. Herbergið yðar er á þriðju hæð beint á móti stig-
anum. Þér skuluð ekki láta yður bregða í brún, þó þér heyrið
eitthvað. Veggirnir eru, ef satt skal segja, of þunnir fýrir
sjúkrahús. — — Ég lít svo inn til yðar um leið og ég fæ
tíma til þess.
Blake stundi þungan og hristi höfuðið um leið og hann gekk
upp stigann með hina þungu ferðatösku sína í hendinni, og alla
leið upp á þriðju hæð. Þessa nótt varð hann að minsta kosti að
dvelja hér, annars átti hann ekki úrkosta. En hann hét því,
að dvelja ekki mínútu lengur en nauðsynlegt væri á þessum
vitlausra-spítala, eftir að dagur væri runninn. Og sá ásetningur
varð enn ákveðnari þegar hann í stiganum mætti tveimur mönn-
um, sera báru á milli sín langar börur m»ð •inhverjum líkam*
segir hann, að umræður hafi
orðið litlar þar til kosninga-
málið var tekið fyrir. Það var
auðvitað fyrsta og aðalmálið.
Raunavæl hans út af því að
vita ekki, hverjir séu sín meg-
in, stafi af því, að Alþýðuflokk-
urinn sé nýklofinn. Hann hlýt-
ur að vita það, að hér var eng-
inn Alþýðuflokkur til og var því
ekki um neinn klofning að
ræða. Hann var stofnaður 6
dögum síðar, eða 28. s. m. Dá-
lítið huggast hann þó við þá
hugmynd sína, að hann muni
hafa fylgi tveggja manna á
fundinum, og er það að hans á-
liti og einskis manns annars,
formaður verkalýðsfélagsins og
ég. Þar veður hann nokkuð
þykkan reyk. Þess skal getið, að
áður en kosning fór fram, tal-
aði ég nokkur orð til kjósenda
um það, að nú bæri þeim að at-
huga gjörðir sínar, þar sem
stefnur væru orðnar tvær í
verkalýðssamtökunum innan
Alþýðusambandsins. Ég lýsti
því yfir, að fyrir hvorugri ætl-
aði ég að agitera, því báðar
hefðu ýmislegt gott til síns
máls. — Að ég hafi lýst þúí
yfir, að ég væri eindreginn Héð-
insmaður, er hið barnalegasta
bull og ósannindi. í fundarbók-
inni stendur, varafulltrúi var
kosinn Árni Helgason, án þess
þó að. vita afstöðu hans til
deilumálanna. Þannig er þessi
hugmynd hans bygð á sandi, —
sem aðrar fleiri. Formaður
félagsins hefir aldrei lýst því
yfir, að hann aðhyllist komm-
únisma, því fer fjarri. Hann
hefir réttilega haldið því fram,
að Héðinn var í þá tíð er þeir
voru samherjar ötull og góður
Alþýðufl.maður í öllum deilu-
málum, einnig, að sameining
flokkanna sé nauðsynleg. Þetta
sjá allir, að sameining á rétt-
um grundvelli er nauðsynleg,
en enn sem komið er, hefir það
ekki gengið greitt. Víst er það,
að formaður og fulltrúi verka-
lýðsfélagsins okkar, sat hinn-
bezti fundi Alþýðusambandsins
í haust, enda þótt hinir (þ. e.
svokallaðir sameiningarmenn)
hefðu sína fundi samtímis. —
Verður því að álítast, að gemsi
sá, er um þetta ritar í Þjóð-
viljanum verði að láta sér
nægja að vera „einn af ellefu“,
þó með röngu, vík ég að því síð-
ar. Að allt hafi lent í uppnámi
og háreisti er alls ekki satt. Eng-
inn var þar með háreysti, nema
hvað helzt að gemsi þessi var
svolítið að gala eins og hani.
En að Erlendur áliti sig sjálf-
kjörinn, var eðlilegt, því að allir
færðust undan þessari fulltrúa-
stöðu, sem var svo fyrir bjána-
skap nokkurra unglinga, sem
gengu í félagið á þessum fundi
skelt á mig í mínu forboði, eins
og allir sem á fundinum voru,
vita. Eina fyrirmyndarklausu
hans er rétt að lesendur fái að
sjá hvað vel er framsett.
Er hún þannig: „Þetta var nú
til að slá smiðshöggið á allt
saman. Því í einni svipan sam-
emuðumst við um að kjósa
Árna Helgason og því næst
heimtuðum við, að kosning
færi fram og var það svo. Feng-
um við Árna Helgason kosinn
með meirihluta atkv.“ Þetta er
nú meira kosningastaglið og er
margt í greininni þessu líkt.
En um það sem hann segir
um Alþýðuflokksfélagið nenni
ég ekki að fjölyrða. Um dreng
þann, er hann segir, að ég hafi
haft fyrir að koma í það, er eitt
af því sama. Bæði er nú það, að
drengur þessi var ekki á fund-
inum og veit ég ekki enn, hvort
hann er kominn í nokkurt félag.
Víst er, að við gátum myndað
fullskipaða stjórn og meira til,
þó enginn maður úr öðrum
landshlutum væri nærstaddur.
Og þó að við vildum hafa 2 full-
trúa á sambandsþingið, kom
gemsa það lítið við, við vorum
frjálsir að því, alveg eins og
þið, að stofna ykkar félag, sem
ekki er nema að nafninu til.
Loksins, þegar allt er búið að
hringsnúast í 1 öfðinu á höfund-
inum úr einu í annað, ætlar
hann að láta staðar numið að
sinni, en gefur það í skyn, að
hann sé tilbúinn að skrifa
meira, það er að segja um
verkalýðsfélagið og samningana
við atvinnurekendur. Einu sinni
sagði við mig fullorðinn vel
greindur og málsmetandi mað-
FA. á 4. síðu.