Alþýðublaðið - 28.04.1939, Síða 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
EITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKUWNN
XX. ÁRGANGUB
FÖSTUDAGINN 28. apríl 1939.
96. TÖLUBLAÐ.
Dagur verkalýðsins 1. mai.
Ætlar SiálfstæðisflokknriaH að
hætta að vera á móti ollum kjara-
hótnmhanda verkalýðnam ílasdinn
Og ætlar hann að hætta að^! styðja
kommúnista til valda í verklýðsfélögum?
ÞAÐ HEFÐI ÞÓTT brosleg staðhæfing fyrir nokkrum
árum hefði einhver haldið því fram, að það myndu
ekki líða mörg ár þangað til Sjálfstæðisflokkurinn hefði
viðurkent hátíðisdag alþýðunnar, fyrsta maí, og gengist
sjálfur fyrir hátíðahöldum.
Við munum það, Alþýðu-
flokksmenn, hvernig íhalds-
blöðin hæddust ár eftir _ár að
samkomum verkamanna' þenn-
an dag og hátíðahöldum hans,
hvernig þau breiddu út tilhæfu-
laus ósannindi um starfsemi al-
þýðufélaganna þennan dag. Við
munum jafnvel eftir því, að
fánar alþýðufélaganna voru
skprnir af stöngum af illviljuð-
um fylgismönnum þessara
blaða.
Nú er þetta breytt. Sjálfstæð-
isflokkurinn hefir ákveðið að
gangast fyrir hátíðahöldum
þennan dag og við því er ekk-
ert að segja. Þeir verkamenn,
sem telja hagsmunum sínum
bezt borgið, sem eru svo
skammsýnir segjum við, sem
þekkjum baráttu alþýðusam-
takanna gegn þessum flokki
fyrir kaupi og kjörum verka-
manna, geta að sjálfsögðu hald-
ið daginn hátíðlegan undir
merkjum síns flokks. En okkur
finst þetta dálítið hjákátlegt og
íhaldsmenn myndu ekki fyrir
fáum árum hafa viljað viður-
kenna það, að þeir myndu
nokkru sinni taka þátt í
„skrípaleik bolsanna" eins og
þeir kölluðu það.
En þetta vekur einmitt enn
betur athygli á hinni sorglegu
sundrungu, sem er í röðum al-
þýðunnar. Allir eiga verka-
menn Reykjavíkur sameigin-
legra hagsmuna að gæta — og
það kom áþreifanlega í ljós,
þegar rætt var um gengislækk-
unina, hvða flokkar það voru,
sem hugsuðu eingöngu um það
hvaða áhrif gengislækkunin
hefði á kjör verkamanna. Það
Bjjiin Bjðrnsson
telknikennari látinn.
BJÖRN BJÖRNSSON teikni-
kennari lézt í gær á Lands
spitalanum eftir stutta legu.
Björn var mjög vinsæll af
nemendum sínum og öðrum
bæjarbúum. Hann var mjög
listhneigður maður og afburða
teiknari.
Boðhlaup umhverfis Reykja-
vík.
SVOKALLAÐ ,„Borgarhlaup“,
boðhlaup kringum Reykja-
víkurbæ, fer hér fram í byrjun
júnímánaðar á vegum „Ármanns"
Vegalengdin verður 6 km.
Hlaupið verður í 14 rnanna
sveitum. Hlaupa tveir menn 1500
metra, tveir 800 metra, einn 400
metra, einn 200 metra og átta
100 metra.
Hlaupið byrjar og endar á í-
þróttavellinuui.
var tilgangur Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins að lækka gengi krónunnar,
án nokkurrar vemdar fyrir
verkafólk, töldu þessir flokkar
nóg fyrir verkafólkið að fá
aukna atvinnu. sem þeir töldu
og telja víst að gengislækkun-
in skapi. Alþýðuflokkurinn var
á annari skoðun og með því að
taka þátt í umræðum um þetta
mál, en gengislækkunin var ó-
hjákvæmileg, tókst honum að
tryggja hagsmuni verkamanna
að svo miklum mun, að tap
hans af gengislækkuninni verð-
ur hverfandi.
Verkamenn sjá árangurinn af
þessari stefnu Alþýðuflokksins
í byrjun júní, eftir að aukning
dýrtíðarinnar hefir verið reikn-
uð og kauphækkunin kemur til
framkvæmda, sjómenn finna
það nú þegar.
Verkamenn vita um afstöðu
kommúnista. Þeir tóku þann
kost að rífast og bera enga á-
byrgð og geta engin áhrif haft
á gang málsins. Verkamenn
spyrji þá um árangurinn af
þeirra starfi.
Hvaða gleðiboðskap ætlar
Sjálfstæðisflokkurinn að flytja
verkamönnum Reykjavíkur á
mánudaginn kemurí Ætlar
hann að lofa því að hætta þeirri
stefnu, sem hann hefir haft
undanfarna tvo áratugi, að
veita harðvítuga andstöðu i
hvert skifti, sem verkamenn
fara fram á kjarabætur, ann-
aðhvort hækkun kaups eða
aukin lýðréttindi? Ætlar hann
að lofa verkamönnum því, að
hætta að starfa að eflingu kom-
múnismans innan verkalýðsfé-
laganna og fara að vinna þar að
því að sameina krafta þeirra
verkamanna, sem vilja að bar-
átta verkamanna verði rekin á
grundvelli okkar eigin þjóðfé-
lagslegu verðmæta? Ætlar
hann að lofa því að framvegis
skuli kommúnistar ekki fyrir
sinn stuðning ríkja í Dagsbrún
eða Hlíf í Hafnarfirði?
Það er von að menn spyrji.
Og þegar svör eru fengin við
þessum spurningum munu þeir
verkamenn, sem fylgja Alþýðu
flokknum að málum, taka fult
tillit til þeirra svara.
En hvað sem því líður, þá er
það staðreynd, sem verkamenn
munu fleiri og fleiri sannreyna,
þegar tímar líða, að Alþýðu
flokkurinn er eini flokkurinn,
sem gætir hagsmuna þeirra
hvívetna og hefir engin önnur
sjónarmið í landsmálum en
sjónarmið alþýðunnar í land-
iun.
Þess vegna munu allir
þeir verkamenn, sem ekki
fylgja íhaldinu eða kommúnist-
um, fylkja sér um Alþýðuflokk
inn fyrsta maí og alla aðra
daga. Með því auka þeir afl
flokksins, með því vinna þeir
að því að brjóta niður hina
kommúnistisku klofningsstarf-
semi, með því vinna þeir að
sínum eigin hagsmunum.
Ræða Bitlers.
Hitler flutti ræðu sína í
morgun fyrir þingmönn-
um sínum. Hófst ræðan kl.
10 og stóð fram yfir há-
degi.
Vegna útvarps héðan til
rússnesku flugvélarinnar
tókst ekki að heyra ræð-
una. Af henni er því ekk-
ert að fregna enn sem
komið er.
„Moskva“ flang
svo hátt að Reyh
víkingar sán
hana ekfei.
Htln verðnr i New Torfe
i sunnudao, ef alt
genonr vel.
MOSKVA, rússneska flugvélin
lagði af sta'ð kl. 0,20 i nótt
Kl. tæplega 6 í morgun fór hún
framhjá Þrándheimi í Noregi og
yfir Kirkjubæjarklaustur flaug
hún í dag kl. 12,8. Stuttbylgju-
stöðin hér aðstoðaði flugvélina
pg stóð flugvélin í stöðugu sam-
bandi við stöðina hér. Búist var
jafnvel við að flugvélin myndi
fljúga hér yfir borgina, en hún
gerði það ekki. Hún flaug mjög
hátt og fór framhjá Búðardal um
kl. 1 í dag að því er sagt er.
Flugvélin flaug styrstu leið til
Grænlands og yfir það, þaðan
flýgur hún yfir Kanada og það-
an til Bandaríkjanna. Hún ætlar
að koma til New York um leið
og heimssýningin verður opnuð
á sunnudaginn.
Herskyldan f Bret~
landf vekur athygli
um gjdrvallan heim.
---» .
En Churhill telur brýna nauð~
syn á réttækari framkvæmdum.
N5ÐRI
þingsins
Hátfðahðld alfiýðnnn
ar f flaf narfirði
1. maí.
FULLTRÚARÁÐ verkalýðs-
félaganna í Hafnarfirði
hefir falið okkur undirrituðum
Frh. á 4. síðu.
MÁLSTOFA brezka
samþykti í gær
herskyldufrumvarp stjórnar-
innar með 376 atkvæðum gegn
145. Breytingartillögur stjórn-
arandstöðunnar voru feldar.
Umræður um málið stóðu fram
eftir öllu kvöldi. En Chuchill
studdi frumvarp stjórnarinnr,
en vildi þó að fleiri árgangar
væru kvaddir til herþjónustu.
Það væri ekkert annað en
barnaskapur að ætla sér að
leysa vandamál Evrópu með
200 þúsund tvítugum ungling-
um, til þess þyrfti heilan her,
er samanstæði af milljónum
manna.
Ákvörðun brezku stjórnar-
innar um að lögleiða almenna
herskyldu hefir vakið feikna
athygli hvarvetna um heim.
Ameríska blaðið ,,New York
Times“ lýsir þessari ákvörðun
sem tilraun til að endurbæta
hina fyrri stefnu brezku stjórn-
arinnar á eins áhrifaríkan hátt
og auðið sé og bætir því við, að
Þjóðverjum hljóti nú að vera
það ljóst, að skap brezku þjóð-
arinnar hafi tekið breytingum
síðan á dögúm Munchensátt-
málans. Brezka þjóðin vonist
enn eftir framhaldandi friði, en
hún sé fullráðin í því að búast
af alvöru undir styrjöld, ef
ekki sé annars kostur.
Blöð í Frakklandi, Hollandi,
Sviss, Póllandi og Rúmeníu láta
einnig í ljós ánægju sína yfir
lögleiðingu herskyldu á Bret-
landi. Frönsku blöðin eru ein-
róma í samsinni sínu á þessari
ráðstöfun og segja, að hún sé
fullkomin sönnun fyrir ásetn-
ingi og fúsleik brezku stjórn-
arinnar til að verjast öllu of-
beldi. í blaðinu „Populaire"
beinir Leon Blum þeirri áskor-
un til verkamannaforingja Eng-
lands að leggjast ekki á móti
tillögu brezku stjórnarinnar og
kveður það sína óhagganlegu
sannfæringu, að lögleiðing her-
skyldunnar sé lífsnauðsynleg
ráðstöfun, sem viðhald friðarins
geti beinlínis verið undir kom-
ið.
litler og Mnssolini neitnöi
að tala við Roosevelt!
NT
Churchill.
ítölsku blöðin gera lítið úr
þessari ráðstöfun, enda þótt
Frh. á 4. siðu.
Tv5 skip í af laleit
í Grænlandshafi.
Tryggvi gamii og Dór-
ölfur fá engan afia.
OGARARNIR, Tryggvi
gamli og Þórólfur hafa
leitað fiskjar undanfarna daga,
en lítið fundið. Tryggvi gamli
var í gær á Skagagrunni. Hann
mun nú vera á leið hingað. Þór-
ólfur togaði á Hvalbak, en fékk
ekkert. Hann mun nú vera við
Eystra Horn.
Útlitið er því svart um afla
togaranna á þessari vertíð. Eru
því reyndar aðrar leiðir. í gær-
kveldi fór togarinn Gulltopp-
ur, fyrir atbeina ríkisstjórnar-
innar, vestur í Grænlandshaf til
að leita fiskjar. Er ætlunin að
skipið leiti á sömu slóðum og
Þór 1936. En það er um miðja
vegu milli íslands og Græn-
lands. Ætlar Gulltoppur að
leggja út frá Látrabjargi.
Þá er það í ráði að línuveið-
arinn Jökull fari vestur á
Grænlandshaf á lúðuveiðar.
Enn er ekki ákveðið hvenær
skipið leggi upp í þessa för.
Magnús Stefánsson hlaut 1. verð-
laui í kvæðasamkeppni sjðmauna
.— —— -.■* .
Jón Magnússon hlaut 2. verðlaun.
[EW YORK TIMES skýrir frá því í gær, að Roosevelt
Bandaríkjaforseti hafi fyrir nokkru boðið þeim Hitler
og Mussolini til viðræðu við sig, en að boðinu hafi verið
hafnað. Tilgangurinn með boði Roosevelts var sá að fá fulla
vitneskju um hver væru helztu umkvörtunarefni einræðis-
herranna og bjóða þeim aðstoð sína til þess, að þau mættu
verða leyst svo, að þeir gætu sætt sig við.
Roosevelt Bndaríkjaforseti fer fram á það við þingið,
að það veiti 1723 milljónir dollara til atvinnubóta og at-
vinnuleysishjálpar árið 1940. (FÚ.)
SJÓMANNARÁÐIÐ efndi
til verðlaunasamkeppni
milli skáldanna um beztu sjó-
mannaljóð.
42 skáld sendu kvæði og af
þeim hlutu tvö verðlaun. í
dómnefndinni voru Guðmundur
Finnbogason landsbókavörður,
Sigurður Nordal prófessor og
Geir Sigurðsson skipstjóri.
Fyrstu verðlaun, kr. 150.00
hlaut Magnús Stefánsson og 2.
verðlaun (50 kr.) Jón Magnús-
son. Kvæði Jóns verður birt í
blaðinu á morgun. Verðlauna-
kvæði Magnúsar Stefánssonar
er svohljóðandi:
íslands Hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn,
þó að töf yrði á framsóknarleið,
eftir súðbyrðings för
kom hinn seglprúði knör,
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tækjum sé breytt,
þá er eðlið samt eitt,
eins og ætlunarverkið, er sjó-
mannsins beið.
Hvort sem fleytan er smá
eða seglprúð að sjá
og hvort súðin er tré eða stál,
hvort sem knýr hana ár
eða reiði og rár
eða rammaukin vél yfir ál, —
hvert eitt fljótandi skip
ber þó farmannsins svip,
hann er ferjunnar andi og haf-
skipsins sál.
Hvort með heimalands strönd
eða langt út í lönd
á hann leið yfir ólgandi flóð,
gegn um vöku og draum
fléttar tryggðin þann taum,
sem hann tengir við land sitt og
þjóð.
Þegar hætt reynist för,
þegar kröpp reynast kjör,
verpur karlmennskan íslenzka
bjarma á hans slóð.
íslands Hrafnistumenn
eru hafsæknir enn,
ganga hiklaust á orustuvöll
út í stormviðrin höst,
móti straumþungri röst,
yfir stórsjó og holskefluföll,
flytja þjóðinni auð
sækja barninu brauð,
færa björgin í grunn undir fram-
tíðarhöll.
Húsaleigunefndin er
RÍKISSTJÓRNIN skipaði í
gær í húsaleigune’fnd,
samkvæmt lögunum um geng-
isskráningu og ráðstafanir í
sambandi við hana.
Voru skipaðir í nefndina:
Guðmundur R. Oddsson for-
stjóri og Guðmundur Eiríksson
trésmiður. Hæstiréttur hefir
skipað formann nefndarinnar
ísleif Árnason prófessor.
Norðmenn biryir að
matvðrnm.
Ystgaard, norski landbúnað-
arráðherrann, hefir sagt í við-
tali við Aftenposten, að ef til
styrjaldar kæmi gæti norska
þjóðin komist af með þær korn-
birgðir, sem til eru, og afurðir
húsdýra sinna o. s. frv. Skömt-
un á mjöli hefir verið úthlutuð
og liggur fyrir nákvæm áætlun
um úthlutun. Jafnframt skýrir
Jahnsen forstjóri Korneinka-
sölunnar frá því, að Norðmenn
hafi eins miklar kornbirgðir og
þegar ófriðarhorfurnar voru 1-
skyggilegastar í september-
mánuði g.l. NRP.