Alþýðublaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.05.1939, Blaðsíða 4
MÁNUDAGINN 1. MAÍ 1939 ■ 6AMLA BIO ■ (Mmudans- leikurinn (,,HÁXNATTEN“). Hrífandi fögur og skemti- leg sænsk kvikmynd. Að- alhlutverkin leika — mesti leikari Noruðrlanda Gösta Ekman og hin unga glæsilega Ieikkona Signe Hasso. Sýnd kl. 7 og 9. Athygli skal vakln! Aðgöngumiðar að skemt- unum dagsins fást í af- greiðslu Alþýðublaðsins, rit- stjórnarskrifstofu Alþýðu- blaðsins og frá kl. 1 í Iðnó. Skemtunin í Iðnó verður sett stundvíslega kl. 8,30. — Komið þangað í tæka tíð. Borð verða tekin upp kl. 10 %, eftir þann tíma er ekki hægt að fá aðgöngumiða, þar sem kaffi er innifalið í að- göngumiðunum. Jarðarför konunnar minnar, dóttur okkar og systur, Hrefnu Ásgeirsdóttur, fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn 3. maí og hefst með bæn að Bergþórugötu 27, kl. 1 e. h. Jarðað verður í Fossvogi. Eiginmaður, foreldrar og systkini. r Útgerðarmenn oa sjómenn. Ef þér notið tækifærið og biðjið oss að smíða fyrir yður báta, fáið þér þá trausta og í alla staði vand- aða, við sanngjörnu verði og smíð- aða á skömmum tíma. Landssmiðjan. Engin veröhækbnn enn, þrátt fyrir krónulækkunina. Til er mikið af: Tölum, Hnöppum, Spennum, Rennilásum og ýmsum smávörum. Einnig nokkuð af Rykfrökkum, karla og unglinga. Silkiundirfötum, Sokkum og Slæðum. Skinnhönskum, Töskum, Veskjum o. fl. Landsins mesta og faiiegasta úrval af Prjónavörum. VESTA LAUGAVEGI 40. Vinsældir RRON meðal manna úr öllum stjórnmálaflokkum, byggjast á því, að félagið heldur fast við eftirfarandi grundvallar- reglur sínar: 1. Félagið er verzlunarsamtök neytenda í Reykjavík og ná- grenni og samvinnufélag samkv. landslögum. 2. Tilgangur félagsins er að útvega félgsmönnum allskonar vörur sem vandaðastar að gæðum á sem ódýrastan hátt. 3. Félagið verzlar aðeins gegn staðgreiðslu. Félagsmenn bera ekki persónulega ábyrgð á skuldbindingum þess fram yfir það, sem nemur stofnsjóðseign þeirra hvers um sig. Innganga í félagið er frjáls öllum, er gangast vilja undir lög þess. Fé- lagið er algerlega óháð um stjórnmál, trúmál og önnur mál, sem eru hlutverki þess óviðkomandi. 4. Félagið starfar fullkomlega á lýðræðisgrundvelli og ráða fé- lagsmenn sjálfir öllum rekstri þess, þannig, að þeir kjósa fulltrúa á aðalfund, sem kýs félagsstjórn og endurskoðendur, en félagsstjórn ræður framkvæmdastjórn. Allir félagsmenn hafa jafnan atkvæðisrétt um mál félagsins. 5. Til tryggingar félaginu og til þess að standa fjárhagslega undir rekstri þess, eru sjóðir félagsins, stofnsjóður, varasjóður og aðrir sjóðir, ef stofnaðir verða. Stofnsjóður er séreign- arsjóður félagsmanna, ávaxtaður í vörslu félagsins, en vara- sjóður er sameignarsjóður allra félagsmanna. pfélaq iá MÁTTUR SAMTAKANNA. Frh, af 1. síðu. á þínum herðum hvíla heill og forráð þessa lands“. Komdu því meðan þú ert ung og ótrauð. Láttu ekki fagurgala annara flokka villa þér sýn. Því lífið er starf, ef nokkur árangur á af því að fást. Lyft þú þínu merki hæst allra í dag. Miðstéttir Reykjavíkur, þið, sem teljið ykkur til Alþýðu- flokksins og skiljið baráttu al- þýðunnar fyrir bættum lífs- kjörum. Komið einnig 1 dag og verið með. Munið, að ef ekki tekst að halda vörð um menn- ingu og hag alþýðunnar, er öðrum stéttum líka hætt. Það er engum til minkunar, en öllum til hróss, að styðja baráttu alþýðunnar fyrir bætt- um lífskjörum og leggja henni lið þegar hún þarf þess mest með. * Síðasta árið hefir verið sótt að Alþýðuflokknum og alþýðu- samtökunum af óvenjulegri grimd og með ofstækisfullri brjálsemi. Einskis hefir verið svifist til þess að lama þau. Látið sjá að það hafi ekki tek- ist. Sýnið allri þjóðinni að verk- lýðssamtökin eru það vígi, sem aldrei verður unnið. Fram til sigurs fyrir frelsi, jafnrétti og hræðralagi! Fram til sigurs fyrir málstað íslenzkrar alþýðu. ARGENTÍNUSAMKEPPNIN. Frh. af 1. síðu. ast um kostnaðinn við ferðir sín- ar til og frá þessari einu höfn í Evrópu. Gert er ráð fyrir að iagt verði af stað frá Antwerpen í Belgíu 15. júní n. k. Ákveðið hefir verið, að tefldar I. O. G. T. IÞAKA. Fundur annað kvöld. Kosning og vígsla embættis- manna. Br. Haraldur Norðdahl segir ferðasögu. verði 8 skákir á viku, en mest 9, ef með þarf. Verði þess þörf, verður þátttakendum skift í deildir, til þess að geta lokið þinginu á tilteknum dagafjölda. Tefldir verða 40 leikir á hverj- um 2 tímum. Eins og kunnugt er, þá hefir Skáksamband ísiands ákveðið að senda fimm manna flokk á þetta skákþing, og hafa farið fram í vetur undirbúningskeppnir meðal íslenzkra skákmanna. Ekki hefir þó endanlega verið ákveðið hverjir taka þátt í þessari för, en ákvörðun mun verða tekin um það á næstunni. mm nyja bio Suez Söguleg stórmynd frá Fox- fél. er sýnir tildrögin að stærstu mannvirkjum ver- aldarinnar, Suezskurðin um. Aðalhlutverkin leika: Tyronne Power, Lorette Young, Annahella o. fl. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. TÁPMIKLA TELPAN leikin af Shirley Temple. Sýnd í dag kl. 5 , — Að- göngumiðar seldir frá kl. 1 í dag. 1. i HafnarHrði. Kl. 11,00: IVIessa í þjóðkirkjunni: Séra SigurÓur Einarsson. Kl. 8/2 e. h.: Skemmtisamkoma í Bæjar- þingssalnum: 1. Ræða: Emil Jónsson alþingismaSur. 2. Gamanvísur: Daníel Bergmann. 3. Söngur: 36 manna kór úr Reykjavík. 4. Upplestur: Sveinn ¥. Stefánsson. 5. Kvikmyndasýning. 6. Danz. — Góð músik. AÖgangseyrir kr. 1.S0 við innganginn. l.-maí-nefnd Fulltrúaráös verklýösfélaganna £ Hafnarfirði. þúsundir húsmœðra hafa gefið þessea sákkulað! sfn beztu meðmæli. Freyju suðusúkkulaði. & Altaf er hann beztnr, — Blái borðim í®

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.