Alþýðublaðið - 02.05.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.05.1939, Blaðsíða 2
MtlÐJUDAGINN 2. MAÍ 1939 ALÞYÐUBLAMO UMRÆÐUEFNI Bréf frá þekktum bæjar- búa. Garðarnir, grænmetis- ræktunin og skemdarvarg- arnir. Síðasti dagur þingsins, uppivaðsla þingmanna og þingvísurnar. Háu kvenhatt- arnir í kvikmyndahúsunum. Matmálstíminn og frjálsræði karla og kvenna á skrifstof- um. Ungur rithöfundur, sem fáir hafa minst á. Jónas og Guðmundur á Sandi. Bóka- útgáfa. ♦ ' “‘ATHUGANIR hannesar m Á HORNINU. ÞEKTUR BÆJARBÚI skrifaði mér bréf um helgina og kvartar - ;undan því með hörðum orðum, j^ernig skemdarvargar vaða um garðinn hans. Hann segir m. a.: „Wg hef undanfarið unnið á hverju ulfýl»ldi í litlum garði, sem ég á við -ííiúsið mitt. Ég hefi haft mikla á- nœgju af þessu starfi og lagt í það alúð. Ég hefi undirbúið garðinn ræktun grænmetis, — því að er verið að hvetja okkur til að ráuka grænmet^sræktun Og u§¥áéilífnetisneyzlu. En mér brá í -nbrútvLeinn morguninn, þegar ég -rieMOyfir garðinn, það var búið að jnfflgijteggja allt> sem ég hafði gert. ER EKKI ný saga, Flest- i eiga garða, hafa kvartað I littQdani iþessu — og ekki eingfjngu - það, sem unnið eiyý. görð- ■stMmÆ cyðilagt- að uppskerunm se stolið algjorlega. 1 n ‘ve'ðPSsemi til t50ss,uáW;itolið var 'a^llémí^áfebarbkfí^fúr I 'fearði, sem i i áaáður' áttiijog rsem hahmhafði unn- tóWi Annar mað- róínafíarð á , Melun,um, .Einá nóttina síðla sum- lor/ .tíhnoL'/n 3x?on - , ars var oliu stolið ur garði hans. ■ftt Knirí ðiv. ífiBi? , : •■ ■ ; iv(| M§WR|!íEI1U uMEIRA en litlar viifeflMW. ^pin^annig eyðileggja 8r%$%fri ^nna “ og siðleysi rra æ.tti sannarlega að koma m ÁÖóllýÁern allra fyrst. Ættu ,iráflir ,yöí8Öífifienn að stuðla að því, .'ttði'tkþpkomíst um slíka skemdar- -■tsesafeijih . ia'yri þr?öMenn komust í einhvers- HIÍ?c/nSfi !glannaskap síðasta daginn. ~nPéW húndskömmuðu hvern annan, án .Inokkurs tillits til flokkstak- .marka. Ruku upp fullir af fídons- anda út af smámunum — ráku hver öðrum utan undir — með orð- uf, og skældu sig jafnvel framan í hvern annan, eins og t. d. Pétur og Garðar. EN ÞEGAR LÍÐA TÓK á kvöld- ið, virtist brimið lægja og þá var DAGSINS. gripið til skáldskaparins. Komu margar vísur og hefi ég heyrt flestar. Margar má ekki birta af tilliti til álitsins meðal kjósenda. ÞEGAR vantraustið kom til atkvæða, stóð upp Magnús sýslu- maður Sunn-Mýlinga og gerði sér- staka grein fyrir sínu atkvæði, í samræmi við yfirlýsingu áttmenn- ingana í Sjálfstæðisflokknum. 6 aðrir gerðu það sama, en einn af átta. Jakob Möller, skarst úr leik. Hafði þá einhver þirigmaður orð á því, að skúta áttmenninganna væri farin að leka. Þá kvað Skúli: Busar átta utan gátta einir fóru á skak. Brátt þó týndist einn af átta, af því hripið lak. SAGT ER um einn þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem oft kryddar ræður sínar með latínu, að hann, síðan ágreiningur kom upp í flokknum, segi oft ,,við“ og ,.þið“ um flokksbrotin. Á einum ílokksfundinum þótti einum flokks manni þetta ganga úr hófi — og kvað: Dokaðu ,,in casu” dálítið við, dreifðu sundrunginni. Við skulum báðir, við og þið, veifa latínunni. PÁLL ZOPHONÍASSON lætur sér mjög umhugað um sauðfjár- sjúkdóma og varnir gegn þeim. — Um þetta orti Árni frá Múla: Þótt með þér leynist margir brestir, það mildar dóminn, Palli minn, þú adopterar allar pestir, af ættrækni við sýkilinn. Sóh. skrifar mér: „Fátt er hvumleiðara þegar farið er í kvikmyndahús hér í bæ, en þegar maður lendir fyrir aftan kven- mann með einn af þessum kollháu og nýtízku höttum á höfðinu. Slíkt ekki aðeins eyðileggur algjörlega skemtunina af kvikmyndahússför- inni, heldur líka kemur manni í vont skap. Ég mæli hér ekki að- eins fyrir minn munn, heldur margra annara. Þegar þessi plága byrjaði að ganga yfir Bandaríkin —- stóðu kvikmyndahúsaeigendur þar alveg í standandi vandræðum. Loks datt einum snjöllum kvik- myndahússeigand a þetta ráð í hug. Við innganginn í sýningar- salinn festi hann upp spjald með eftirfarandi áletrun: „Aðeins roskn- ar konur mega hafa hattana á höfðinu meðan á sýningu stendur.” Þetta dugði og brátt stóð þessi sama áletrun við innganginn í flest öll kvikmyndahús Bandaríkjanna, Snæ- drottningin. Krákan kom ekki aftur, fyrr er dimt var orðið. Ég átti að bera þér kveðju frá kærustunni, og hér er brauðbiti handa þér, sem ég náði í eldhúsinu. Þú getur ekki fengið að koma inn í höllina, því að þú ert berfætt, en vertu róleg samt, kær- astan mín veit af bakdyrum, sem liggja inn að svefnherbergi prinsessunnar og hún veit líka, hvar lykillinn er. Og þau fóru inn í garðinn. Þar fylgdi krákan Gerðu litlu að bakdyrum og stóð hurðin í hálfa gátt. En hvað hjartað í Gerðu litlu titraði af eftir- væntingu. Það hlaut að vera Óli. Hann hlaut að verða glaður, þegar hann sæi hana og fengi að vita, að hún hafði farið að leita hans og allir voru sorgbitnir heima. Á miðju gólfinu stóð skápur og á skáþnum var ljós. Á gólfinu stóð tamda krákan og virti Gerðu litlu fyrir. sér, en hún hneigði sig, eins og hún hafði lært heima hjá ömmu gömlu. því, hvaða kona er það. sem vill vera roskin?! Vildi ég nú biðja þig Hannes minn, að skora á kvik- myndahúsaeigendurna hér í bæ að gera slíkt hið sama, og það sem allra fyrst.” VINSTÚLKA mín, G. J. G. rit- aði mér fyrir nokkru bréf og bið ég hana að afsaka hve seint ég birti bréf hennar: „IIVERNIG stendur á því, að það er alveg hætt að tala um að breyta matmálstímanum ? Væri ekki rétt að áthuga nánar, hvort það væri ekki hentugra að honum væri breytt? — Hvernig stendur á því, að karlmenn, sem vinna á skrif- stofum, hafa yfirleitt mikið meira frjálsræði en kvenfólk? Þeir geta farið út, þegar þeim sýnist í vinnu- tímanum, koma oft seint úr mat, taka lengri tíma í kaffi en kven- fólkið og í ofan á lag, þá koma þeir oftast of seint á morgnana. Nú langar mig til að biðja þig að vita, hvort ekki er hægt að kippa þessu í lag, því, eins og þú skilur, þá er ekkert gaman fyrir okkur stelpurnar, að sitja inni og púla, þegar strákarnir eru úti að spóka sig í góða veðrinu.” ÉG Á BÁGT með að svara þess- um fyrirspurnum þínum. Sjálfur er ég með því að breyta matmáls- tímanum. Og um frí skrifstofu- strákanna vil ég segja það, að mér finst þessi siður þeirra ósiður, — og þið eigið ekki að þola það, að vera slíkar ambáttir við störf ykk- ar, að starfsbræður ykkar megi stökkva frá starfi sínu, þegar þeim sýnist. en þið verðið að sitja kyrr- ar, bundnar við stólinn. S. SKRIFAR: „Ungur rithöfund- ur, Sigurður Róbertsson, ættaður úr Fnjóskadal, sendi á markaðinn fyrir jólin í vetur, safn af smá- sögum undir nafninu „Lagt upp í langa ferð.” Það má kynlegt heita, að ekkert blað eða tímarit í höf- uðstaðnum hefir skrifað' um þessa bók. Hér er þó um höfund að ræða, sem, eftir þremur síðustu sögun- um í bókinni að dæma, ætti að geta rekið marga hina nýrri rithöf- unda á flótta.” S. heldur áfram: FYRIR skömmu birti Guðmund- ur á Sandi ritgerð í blaðinu Dagur á Akureyri, þar sem hann tekur til athugunar hina merkilegu bók Jónasar alþm. Jónssonar um „merka samtíðarmenn.” Fer Guð- mundur lofsamlegum orðum um bókina. En í lokin talar hann þó um það, að oft hafi hann efast um sáluhjálp Jónasar, vegna skrifa um rnenn og málefni. Þarna er karl- inn á Sandi lifandi kominn. Slíka reginheimsku sem þá, að álíta sáluhjálp manna vera háða ein- hverjum verkum þeirra, sem öll- um fellur ekki í geð, en eru samt sem áður sönn og rökrétt frá heil- brigðu sjónarmiði, — getur enginn borið í huga sér, nefa heima-aln- ingurinn.” ÞETTA finst mér nú fremur vafasöm röksemdafærsla. Og enn segir S.: „MIG ER FARIÐ að langa til að frétta eitthvað um útgáfufélög höfuðstaðarins. Nú væri tími til að spyrjast fyrir um þessa árs framkvæmdir M.F.Á. Sömuleiðis er morgum forvitni á að vita eitt- hvað fyrir víst um Þjóðvinafélag- ið. Það var einhver að segja ný- lega, að nú ætti að fara að styrkja það ríflega með ríkissjóðsfé og gera það að afkastamesta útgáfu- fyrirtæki landsins, en með sama árstillagi og áður. Ég held, að mál og menning megi fara að vara sig. Að ég tala nú ekki um vesalings gamla Bókmentafélagið. Sögufé- laginu ætti miklu fremur að vera borgið, ef það er satt, sem ég hefi heyrt, að það ætli að fara að gefa út alt áður óprentað af þjóðsagna- safni Sigfúsar Sigfússonar, — og einnig heildarútgáfu af ritum Gísla Konráðssonar hins fróða. — Hvað er nú satt í þessum fréttum öllum?” Hannes á horninu. Útbreiðið Alþýðublaðið! MAÐURINN SEM HVARF 26. Einu sinni heyrði hann hund gelta í fjarska, og þá kom honum til hugar gamli tryggi veiðihundurinn sinn, hann Trinker. TVEIMUR MÁNUÐUM síðar dvaldi Jim Blake ennþá á sjúkrahúsi doktors Grimshaw. — Tveir mánuðir, sem líktust einskonar dauðadái eða tímabili eftir dauðann, voru liðnir. Eiriskonar millispil. Hyldýpisgjá, sem aðskildi hinar 2 tilverur hans. ,. Þessa tvo mánuði var James Blake smátt og smátt að hverfa og nýr maður að myndast í hans stað. Áður en langt um liði gat hann fæðst á ný. Blake hafði nú algerlega og með fullu trausti falið sig forsjá Grimshaw. Blake hafði strax eftir fyrsta samtal þeirra fundist hann ákaflega aðlaðandi maður og fengið fylsta traust á honum. En öðru máli var að gegna með sjálft sjúk'rahúsið. Hann gat enn- "h þá ekki sætt sig við það, jafnvel ekki í fullu dagsljósi. Hin mörgu herbergi með undarlegum og hálf-dularfullum íbúum, A '— langir gangar og rangalar með hinum skuggalegu börum her íJ8rog þar, sem líktust líkbörum, þar sem aðeins sást móta fyrir lík- 'ÍKIÓnum í margföldum umbúðum og ábreiðum, — megn og óvið- ÍJ<^kunnanlegur þefur, allskonar hljóð frá glamrandi verkfærum og glerhylkjum, kvalastunur og kæfður grátur ósýnilegra ■tao’^úklinga. En jafnframt varð honum fljótlega ljóst, að þetta :,§Bfejúftliahús Grimshaw var skilyrðislaust miðstöð fyrir þessa ný- 3Bkkurðlækningasvæðinu, og að læknar frá öllum lönd- uí§BR%Mis %fcreymdu til Omaka til þess að reyna hinar nýju hfetfié; án þess þó að mikið bæri á. Sjúklingar, sem B íffftb Úfí3SMSlsIíé,|9'hryllilegar ófreskjur — lögðust inn 1 sjúkra- þáð aftur fagrar eins og englar, — hvað hið ^fi^rfPÍáfcfef^Íð ftffifíáttí kosti. Og Blake var orðinn sannfærður öBBÍghí sfM^aH&S^sérá1líktist þessu, myndi ekki finnast á allri jö&nfiiífr10 «9 fitáh 6‘tk jföhTHi þessi'þió að eiga ekkert á hættu, setti Blake sig í samband. við fjölda af þeim mönnum og stofnunum, sem doktor Grims- haw hafði vísað til, og reyndi einnig gegnum aðrar leiðir að fá þær upplýsingar staðfestar. Og öllum bar saman um að bera lof á doktor Grimshaw, heiðarleik hans og afburða hæfileika, jafnvel þó sumir væru að vísu efagjarnir og vantrúáðir á kenningar hans um hina nýju skurðfræði. En enginn virtist þó hreinskilnari gagnvart Jim Blake en einmitt Grimshaw sjálfur. Þegar Blake hafði lokið þessum rannsóknum sínum, áttu þeir tal saman aftur. læknirinn og hann. ,,Það sem þér óskið éftir að ég geri, herra Burton, er alveg einstakt í sinni röð,“ sagði læknirinn. „Það var ekki tilgangur- inn með hinni nýju skurðfræði, að hún yrði notuð til að al- breyta mönnum, að ílytja þá svo að segja úr einni tilveru yfir í aðra, svo þeir hyrfu sjónum fyrir fult og alt. En það er hægt. Þér verðið bara að sýna mér jafnmikið traust og ég hefir sýnt yður. Við getum hafið verk þetta hvenær sem þér eruð reiðu- búinn. , Blake laut áfram yfir borðið. Honum var farinn að falla dokt- or Grimshaw ákaflega vel 1 geð, en þó var það ennþá ýmis- legt, sem hann vogaði ekki að segja honum. •— Og þó, .... það var margt ennþá, sem hann varð að trúa honum fyrir. „Við verðum því miður að bíða með það nokkurn tíma enn,“ svaraði hann. Verkið sem ég ætla að biðja yður að framkvæma er ennþá vandasamara en ég hefi gert yður ljóst hingað til.“ ,,Því á ég erfitt með að trúa,“ svaraði læknirinn, með ofur- litlu hálframamæltu brosi. ,,Ég er fyllilega ánægður með þá erfiðleika, sem ég þegar veit um 1 sambandi við þetta!“ Þó er þetta satt, sem ég segi...... Sjáið þér til, doktor, ég óska ekki aðeins eftir að þér skuluð gjörbreyta útliti mínu, heldur eigið þér einnig að gera mig svo líkan öðrum manni, sem unnt er. '• ,,Og, — hver er sá?“ „Það veit ég ekki ennþá, — ég er einmitt að bíða eftir því að fá að vita hver það er.“ „Einmitt! — Já, ég skil yður, þér ætlið að svipast um eftir fyrirmynd, sem svarar til hins nýja andlits yðar?“ ■ :i 11 . . '■ „Það er rétt athugað.“ „Og hvað búizt þér þá við að það verði langt þangað til við getum byrjað?“ „Það get ég ekki sagt yður, en hafið þér nokkuð á móti því, að hafa mig sem heimilismann hér á meðan?“ Doktor Grimshaw stóð upp. Hann lagði höndina á öxl Blakes. „Nei, Burton. Það er svo langt frá því, að mér sé það á móti skapi. Yður er velkömið að vera hér,“ sagði hann. Svo gekk hann til dyranna, en á þrepskildinum snéri hann sér við og mælti: „En þess vildi ég óska, að þér vilduð segja mér allt af létta. —- Það mundi gera þetta allt svo margfalt auðveldara viðfangs.“ AÐ var Blake ljóst.frá upphafi, að hann varð að gera margt fleira en það, að breyta útliti sínu, Fyrst og fremst varð hann að finna leið til að útvega sér það sem mætti kalla, nýjan persónuleika. Persónuleika og meðfylgjandi æfisögú og æfi- starf. Tækist honum það ekki, mátti hann búazt við að fyrir- ætlanir hans strönduðu fyr eða síðar. Honum nægði ekki að geta sagt frá sómasamlegri æfi hans varð að geta sannað, hvert atriði, ef eitthvað kæmi fyrir. En þegr hann loksins taldi sig hafa fundið leið til þess, virtist honum það svo æfintýralegt, að hann var að því kominn að hætta við það. En við riánari at- hugun sannfærði Blake sjálfan sig um, að fyrir peninga væri hægt að kaupa allt. Hversvegna þá ekki einnig nýja æfisögu? Það fyrsta, sem Blake gerði í þessu var að snúa sér til leyni- lögregluskrifstofu í Chicago. Auðvitað lét hann þá ekki vita hvað það var, sem hann í raun og veru var að leita að. Hnn skrifaði þeim undir nafninu Burton, skrifaði hann þeim og lét þá fá heimilisfang sitt í Broklyn ásamt verkefni því, sem hann fól þeim á hendur. Hina geysilegu fjárupphæð, sem þeir kröfð- ust fyrirfram, sendi hann samstundis í póstávísun. Bréfið til þeirra hljóðaði svo: „Ég óska eftir, að þér finnið fyrir mig mann, sem þjáist af hjartasjúkdómi og seem læknar telja fullvíst, að eigi aðeins örstutt eftir ólifað. Það verður að vera maður, sem á allveruleg auðæfi, en sem hefir dregið sig fyrir fullt og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.