Alþýðublaðið - 02.05.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.05.1939, Blaðsíða 3
AHÞYOUBLAMe ÞRIÐJUDAGINN 2. MAÍ 1939 ♦--------------------.---♦ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hana: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangiu: frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Riistjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: AlþýðUprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN i 1 t i------------------------♦ Aðstaða verka- mannsins. AÐ var fyrst og fremst at- hyglisvert við daginn í gær, að þátttakan í hátíðahöld- um Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna var meiri en síðastliðið ár — en kommúnista minni. — Það var líka athyglisvert, hve sárafáir verkamenn, en það voru einmitt þeir, sem Sjálf- stæðismenn kvöddu til hátíða- halda við Varðarhúsið — mættu í þeim hóp. Það voru ekki verkamenn, sem settu svip á þá samkomu, heldur sama fólkið, sem alltaf hefir hyllt Sjálfstæð- isflokkinn. Sannleikurinn er sá, að verkamenn sækja lítið útisam- komur og kröfugöngur, og mik- ill hluti þeirra sat heima í gær, ekki til að sýna andúð sína á neinum sérstökum stjórnmálafl. heldur af því að hann er tregur til að koma á fundarstað. Þetta væri ef til vill hægt að laga, ef það tækist að gera verkalýðinn ekki eins að bitbeini allra stjórnmálaflokka og er. Verkað- maðurinn hefir ekkert nema sitt vinnuþrek til að byggja lífsaf- komu sína og sinna á. Hann leitar sér atvinnu allsstaðar, — þar sem nokkur von er, og hann óttast, að togstreytan um fylgi- hans geti haft áhrif á atvinnu- möguleika hans. Þessu hefir og verði beitt og það á illyrmis- legan hátt, eins og 'bllum er kunnugt. * Ef þessu er hægt að útrýma, ef verkamaðurinn getur géngið frjáls og óhindraður út á göt- una á sínúm hátíðisdeegi, ef hann getur fylgt sér undir merki verkalýðssamtakanna þennan dag og aðra daga, án þess að eiga það á hættu, að heilir stjórnmálaflokkar skrifi nafn hans á svartan lista, þá mun öðruvísi verða umhorfs á götum Reykjavíkur þennan há- tíðisdag. Alþýðuflokkurinn hefir ekki sett verkalýðinn í þessa klípu. Hann hefir unnið að uþpbygg- ingu samtaka hans — og það er ekki hans sök, þó að atvinnu- leysið sé sterkasta pólitíska afl- ið í Reykjavík. Afþýðuflokkurinn vifl taka á hverju máli eins og það ligg- ur fyrir. Hann mun vinna að því, ef mögulegt er, að leysa verkajmerm undan oki óttans við atvinnuleysið. Við þökkum þeim mikla fjölda verkamanna, verka- kvenna og sjómanna, sem fylktu sér undir merki Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. í kröfu- göngu þess í gær var merki Al- þýðuflokksins haldið hátt á lofti. Séra Marinó Kristinsson kosinn á Isafirði. Séra Marinó Kristinsson hlut 699 atkvæði við prests- kosninguna á ísafirði og var löglega kosinn. Pétur T. Odds- son á Djúpavogi fékk 439 tkv., Þorsteinn Björnsson 28. Páll Sigurðsson 24. Alls voru greidd 1188 atkv. af 1691 á kjörskrá. Leikfélag Reykjavíkur biður að vekja athygli á því, að næsta sýning verður á morg- un, miðvikudag en ekki fimtu- dag eins og venjulega. Nokkrir aðgöngumiðar verða seldir á þessa sýningu á aðeins 1.50. Útbreiðið Alþýðublaðið! fslenzknr málari heiðraður. —------♦ Jón Engilberts og van Gogh-sjóiurlnn. .....■♦ ■ Jón Engilberts. HINN svonefndi van Gogh styrkur er stofnaður í byrjun ársins 1938, eftir að haldin hafði verið stór sýning á verkum van Gogh í hátíðar- sölum listaháskólahs í Kaup- mannahöfn. Sýninguna sóttu yfir 20 þúsund manns. Allan ágóða sýningarinnar ákvað bókaútgefandinn Arthur Jen- sen, sem gekkst fyrir sýning- unni, að renna skyldi í sjóð er bæri nafn hins heimsfræga málara. Van Gogh var hollenzkur að ætt. Allt líf sitt átti hann við hina mestu örðugleika að stríða, skilningsleysi og fátækt. Flest- öll verk sín málaði hann í suð- ur Frakklandi. Hann skaut sig þar í landi 28. júlí 1890, aðeins 37 ára gamall. Myndir hans eru nú í svo háu verði, að þær í heild eru virtar á tugi milljóna króna. í Danmörku er van Gogh styrkurinn talinn vera ein af beztu viðurkenningum er mál- ara getur hlotnast. Það er því eftirtektarvert, að ungur íslenzkur listamaður skyldi hljóta þennan heiður, — enda hafa flest dönsk blöð flutt greinar, myndir og viðtöl við listamanninn. Jón Engilberts er annar í röðinni, sem listahá- skólaráðið veitir þessa viður- kenningu, en: hana fær einn listamaður ár hvert. í tilefni af veitingu van Gogh styrksins hefir hið „Konunglega. hol- lenzka flugfélag“ boðið Jóni Engilberts ókeypis ferðir milli Hollands og Danmerkur, og mun Jón fara til Hollands nú um mánaðamótin til að kynn- ast hinni hollenzku list, en eins og kunnugt er, eiga Hollending- ar einhver beztu málverkasöfn í heimi. ( . i— Sjóm8nnaljéi,bvæðiJðns Mapnðssonar, sem fékk 2. verðlann i samkeppní sjðmannaðagsins. SJÓMENN íslands, hetjur hafsins halda vörð um land og þjóð. Djörfum sonum fjalls og fjarðar flytur Ægir töfraljóð. Gnýr og hljómar hafsins átt. Hugi unga aldan þunga dregur út á djúpið blátt. Glampar sjór í sólareldi. Siglir knörr á yztu mið. Daga, nætur stolt að starfi stendur valið kappalið. Streymir þrek í þreytta hönd. Ljómar háa, hvíta bláa íslands kæra stormaströnd. Heim að landi hugur flýgur, heim í kæra vina sveit. Göfugt starf um arð og yndi öllum gefur fyrirheit. Stendur vörð hin vaska drótt. Ruggar alda kjölnum kalda. Dregur mökk úr djúpi skjótt. Baldvin Bjðrnsson gullsmiðnr varðsextngnrígær. HINN þjóðkunni hagleiks- maður, Baldvin Björnsson gullsmiður, var sextugur í gær. Það er yfirleitt ekki mikið úr því gert, þó einn maður eigi sex- tíu ára afmæli, en þegar í hlut á fjölhæfur, víðförull listamað- ur, sem barizt hefir sinni bar- áttu með þrautseigju og dugn- aði ber fullkomlega skylda til að nema staðar og líta til baka yfir farinn veg. Baldvin Björnsson er fædd- ur hér í Reykjavík 1. dag maí mánaðar árið 1879, sonur hjón- anna Björns Árnasonar gull- smiðs og konu hans, Sigríðar Þorláksdóttur. Á fyrsta ári fluttist hann með foreldrum sínum til ísafjarðar og ólst þar upp. Ungur tók Baldvin að stunda sjómensku og reyndist við þau störf hinn nýtasti maður, en jafnframt nam hann gullsmíði af föður sínum. 19 ára gamall sigldi hann til Kaupmannahafn- ar í því augnamiði að fullkomna sig í gullsmíði. Dvaldi hann þar í AV2 ár, en að því búnu fór hann til Þýzkalands og var þar til ársins 1915. í 10 ár af þeim tíma vann hann sem verkstjóri á gullsmíðavinnustofu í Berlín. Á þessu tímabili kvæntist Bald- vin þýzkri konu, Mörthu Klöru f. Bremme trésmíðameistara frá Leipzig, hinni mestu mynd- ar- og gæðakonu, hafa þau eign- ast þrjá sonu, sem allir eru hinir mannvænlegustu menn. í byrjun heimsstyrjaldarinn- ar hvarf Baldvin hingað heim vegna örðugleika, sem þá var við að stríða í Þýzkalandi. Hefir hann síðan dvalið bæði í Vest- mannaeyjum og nú að síðustu hér í Reykjavík. —■ Baldvin Brýtur sjó á breiðum herðum. Beitir knörrinn undir strönd. Himinglæfur háar rísa. Hvar er íslands móðurhönd? Rýkur gráu drifi Dröfn. Gnoð úr voða brims og boða fylgdu, Drottinn, heim í höfn. BALDVIN BJÖRNSSON Björnsson er í eðli sínu óvenju fjölhæfur listamaður. Auk þess sem hann er hinn prýðilegasti listamaður, fæst hann einnig við að mála og teikna og ferst hvorutveggja svo vel sem hverj- um sönnum listamanni er sam- boðið. En það er margt fleira sem Baldvin Björnisson hefir haft á prjónunum um dagana. Hann hefir verið hinn leitandi maður í orðsins fyllsta skilningi, þráð að kynnast mörgu og þekkja sem flest til hlítar. Ferð- ast hefir hann víða um Evrópu, allt austur til Rússlands og auk þess var hann með 1 Gottu- leiðangrinum til Grænlands árið 1929, og gat sér þar hinn bezta orðstírs sem góður félagi og hinn prýðilegasti samferða- maður. Það hefir alltaf verið sterkasti þátturinn í lífi Bald- vins að vera vinum sínum trúr og reyanst öllum vel, sem til hans leita. Þess vegna munu allir vinir hans og kunningjar bæði nær og fjær, senda honum hugheilar kveðju- og hamingju- óskir í tilefni af þessum merki- legu tímamótum í lífi hans, og óska honum alls hins bezta á hinum ófarna æfivegi. Valdimar Hólm Hallstað. Suez heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir um þessar mundir. Sýnir hún tildrögin til þess, að hafist var handa um byggingu Suez- skurðarins. Aðalhlutverkin leika Tyrone Power, Loretta Young, Annabella o. fl. Pétur Sigurðsson: BRIM UINN af vinsælustu skáldum Islands — Jón Trausti — hefir sagt: „Ekkert, sem fyrir mig hefir borið, kemst í neinn sam- jöfnuð við fallegt brim, að feg- urð og hátign og hrikaleik, — ekkert. — Ég hefi séð mikla fossa, ég hefi séð gjósandi hveri og gjósandi gígi, ég hðfi séð úthafið í stormi, jöklana í mikilleik sín- um, skógana, borgirnar, skipin og hin miklu mannvirki, en ekk- ert af þessu hefir yfirunnið end- urminningarnar um'brimið íhuga mínum. Það er enn hið mikil- fenglegasta, sem ég hefi séð“. Lg er skáldinu sammála. Brim- ið er bæði ógurlegt og undursam- lega fagurt. Það túlkar líka hreyf- ingu krafta á svo hrikalegu máli, að áhorfandinn stendur sem þrumulostinn og altekinn undr- un. Nú hefir skáldspekingur þjóðar vorrar — Einar Benediktsson — sagt: „Andi mannsins er eins og sjór, og alda hans hver er mynd af hafi — dauð undir logni, í storminum istór með strauma, sem bera ei hljóð ið í kafi“. Þar sem brimið þvær ekki strendur landsins, safnast oftast saman rusl og óþverri, sem bæði óprýðir og fyllir andrúmsloftið ódaun og ýldu frá dauðum, hreyfingarlausum og, rotnandi efn um. Þessu skolar brimið burt, þar sem það . heldur ströndinni hreinni. Þannig er einnig um mann- hafið mikla og strendur þær, sem það ýmist læðist við lognmjúkt eða ólgar ógurlega. Þar sem ekki brímar blóð vakandi sálna og menn ganga fram, í guðmóði hins brennandi menningarþorsta og á- huga, hljóta kyrrstöðumerkin að koma í ljóú í allskonar ósóma og siðleysi ómenningarinnar. Slík kyrrstaða og dáðleysi verður vermireitur þeirra sýkla, er gera andrúmsloftið fúlt, og eitra lífið í kringum síg. Það er ekki langt síðan, að mesta lognmollumók var yfir bindindisstarfinu í íandi voru. Allskonar ósómi dafnaði í kyrr- þey, en nú hefir aftur komist hreyfing á kraftana. Sú hreyfing magnast aðallega af því, að á móti blæs enn einu sinni. Og nú ber ekki heldur straumur bind- indishreyfingarinnar lengur „hljóðið í kafi“. Það kemur glögt í ljós, hvert hann stefnir. Það bæði heyrist og sézt. Almennings- álitið er vaknað á ný og risið ppp til þess að fordæma ósórn- ann. Kaldur gustur stóð af hafi, mikil vínföng hafa borist til lands ins og alda áfengisflóðsins risið hátt. En á sama tíma hefir líka brimað í brjóstum manna. Menn hafa rumskast og spurt: Á að leyfa áfengisflóðinu að kæfa menningarlegan þroska þjóðar- innar. Og menn hafa hugsað til þess með skelfingu, ef æskulýð- ur landsins ætti að verða ómenn- ingunni að bráð. „Andi mannsins er eins og sjór, og alda hans hver er mynd af hafi“, segir skáidið, „dauð undir Iogni, í storminum stór, með strauma, seni bera ei hljóðið í kafi“. 1 logninu ber lítið á hinum óg- legu kröftum hafsins, en er vindarnir blása, dyljast þeir ekki. Þótt mikill straumur sé í hafinu, þá verður hans ekki vart í logni, nema kannað sé, því hann „ber hljóðið í kafi“. Ekkert heyrist til hans á meðan hann mætir engri mótspyrnu, en ef stormur- inn æsir upp hafið á móti honum, þá ber hann ekki lengur hljóðið í kafi“. Þá myndast rastir, og við áreksturinn bæði sézt og heyrist hreyfing kraftanna. 1 lognmollumóki aðgerðarleysis og deyfðar ber lítið á þeim sið- bætandi kröftum, sem kveðja vilja niður áfengisböl og aðra ó- menníngu, en þegar á móti blæs, þá vakna þeir og reynast jafnan stórir „í storminum“. Þeir láta þá jafnan alþjóð manna bæði sjá og heyra, hvert takmark þeirra er — þeir bera þá ekki lengur „hljóðið í kafi“. Þétta hefir skeð jenn einu sinni í bindindisstarfinu á íslandi. Ný og eftirtektarverð hreyfing hefir látið til sín taka í bindindismálunum, með reglu góðtemplara í fararbroddi. — Hér eru sannanir, en ég skal aðeins stikla á stóru. í fyrsta lagi: Meðvitund al- menningsálitsins hefir rumskast. Það ber ekki lengur hljóðið í kafi. Það hefir látið til sín heyra, og að minsta kosti í orði, hefir það fordæmt hið nýja áfengis- flóð. Ég hlýt að segja það, sam- kvæmt þeirri þekkingu, er ég hefi fengið á þjóðinni í þessum efn- um, að almenningsálitið er orðið það þroskað og bindindisvant, að menn munu aldrei þola til lengd- ar neitt vandræðisástand í þess- um sökum. Hinir gömlu góðu tímar Bakkusar koma aldrei aft- ur. í öðru lagi: Æskulýður lands- ins hefir lagt hlustir að hjarta- slögum tímans og glöggvað sig furðu vel á kröfum hans. Segi menn, hvað sem þeim gott þyk- ir um „gjálífa bindindislausa“ æsku, sem verið hefir hneyksl- unarefni þröttgsýninnar á öllurn öldurn. Æskulýður Islands er fús til menningarlegra starfa, sé hon- um greiddur vegur og veitt sæmi leg leiðsögn. þar sem ég hefi ferðast um landið, hefir æsku- lýðurinn sannarlega rétt fram hendur til fylgis við bindindis- starfið, ekki síður en eldri kyn- slóðin, og þykir mér þetta gleði- legt tákn tímanna. í þriðja lagi: Prestar landsins — andlegu leiðtogarnir, mennirn- ir, sem í sérstökum skilningi eiga að leiða þjóðina á guðs vegum til friðar og farsældar, ganga nu hver af öðrum í fylkingu Góð- templarareglunnar og láta bind- indindisstarfið til sín taka. Ég tel prestastétt landsins trú um, að henni sé það ómetanlegt gagn að sinna þessu björgunarstarfi af heilum hug, og að fátt geti gagn- að bindindishreyfingunni betur, en öflugt fylgi þeirrar stéttar, og þaðan vænti ég góðs framvegis. 1 fjórða lagi: Kennarastétt landsins hefir gert bindindisstarf- ið að sínu áhugamáli. Þeir verða ekki taldir í fljótu bragði, allir hinir mætu menn innan kennara- stéttarinnar, sem vel hafa unnið og vinna að eflingu bindindis og menningar meðal þjóðarinnar, og þeim er stöðugt að fjölga, er sjá, hvað um er að ræða. Kenn- arastéttin er fjölmenn, og það er hún, sem á sérstakan hátt annast uppeldi og menningarleg- an þroska þjóðarinnar. Það skift- ir því ekki litlu, ef hægt er að segja með réttu, að hún fylki sér undir merki bindindisstarfs- ins. Við berum mikið traust, og það af góðum ástæðum, til kenn- arastéttarinnar í þessum efnum. I fimta lagi: Mentastofnanir landsins hafa blásið í lúðurinn og látið þjóðina vita, að takmark þeirra er: algáð og vel mentuð Þjóð. Allir skilja, hvaða þýðingu slik játning hefir. Mér hefir veist sú ánægja að heimsækja hvað eftir annað fjölmarga skóla landsins, og annað verður ekki séð, en að fylgi þeirra við bind- indismálið sé heilhuga og óskipt. í sjötta lagi: Þeim fjölgar nú altaf innan læknastéttarinnar, sem gerast bindismenn, og verður það eitt haldbezta vígið, þegarlækna- stéttin öli gengur óskipt að verki. í sjöunda lagi: Blöð,:1 útvarp, verkalýðshreyfingin, ungmennafé- lög og ýms önnur sanftök, ljá bindindisstarfinu mikinn stuðning og sumstaðar ágætan. Leiðinlegt þykir mér samt, að heyra æsku- menn frá skólum landsins syngja drykkjuvísur í útvarpið, sem bet- ur fer, eru ekki mikil brögð að slíku. Síðast víl ég minna á, að Góð- templarareglan færist nú aftur óð um í aukana. Hún hefir verið Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.