Alþýðublaðið - 09.05.1939, Blaðsíða 1
BITSTJÓRI: F. B. VALDEMABSSON
ALÞÝÖWLO^UBINW
KX. ÁEGAMGtlE
ÞBIÐJUDAGINN 9. MAÍ 1939
105. TÖLUBLAÐ
Sflón Alpýðnsambandsins skipar nefndtil
að atbnga skipulagsmál verklýðsf élaganna
- i »-----------------------------;—
Nefndin er skipuð fulltrúum tólf verkalýðs-
félaga, aðallega formönnum þeirra.
ÍBitBYeitan i fcaej-
arráði i dag!
Umræður milli fulltrúa
bæjarstjórnar og Lang-
vads vérkfræðings1, trún-
aðarmanns Höjgaard og
Schultz urtt tilboðið í hita-
veituna hafa farið fram
undanf arna daga. Liggur
málið nú orðið svo skýrt
fyrir, að í dag um kl. 3
verður haldinn bæjarráðs-
fundur um málið.
Engin ákvörðun mun. þó
verða tekin á fundinum;
málið er ekki nógu undir-
búið til þess. En að lokum
mun bæjarstjórn taka
fullnaðarákvörðunj eftir
að allir bæjarfulltrúar
hafa kynt sér málið.^
'OTJÓRN Alþýðusambands íslands samþykti á fundi sín-
^ um í gærkveldi í einu hljóði, að skipa milliþinganefnd
til þess „að athuga skipulagsmál verkalýðsfélaganna".
í nefndina voru á fundinum skipaðir eftirtaldir full-
trúar:
. Sjómannafélag Reykjavíkur: Sigurjón Á. Ólafsson.
Verkakvennafélagið Framsókn: Jóhanna Egilsdóttir.
Bakarasveinafélag Reykjavíkur: Þorgils Guðmundsson.
Hið ísl. prentarafélag: Guðm. Halldórsson.
Félag járniðnaðarmanna: Þorvaldur Brynjólfsson.
Iðja, félag verksmiðjufólks: Runólfur Pétursson.
Klæðskerafél. Skjaldborg: Jón Jónsson.
Verkamannafél. Hafnarfjarðar: Þórður Þórðarson.
Verkakv.fél. Framtíðin, Hafnf.: Sigurrós Sveinsdóttir.
Sjómannafélag Hafnarfjarðar: Þórarinn Guðmundsson.
Verkalýðsfélag Akraness: Hálfdán Sveinsson.
Verkalýðs- og sjómiél. Keflavíkur: Ragnar Guðleifsson.
Ingimar Jonsson skólastjóri var kosinn til þess að eiga
sæti í nefndinni sem fulltrúi sambandsstjórnar og var hon-
um falið að kalla nefndina saman.
Eins og kunnugt er, var lög-
um Alþýðusambandsins breytt
allverulega á hinu reglulega
sambandsþingi s.l. haust, en
Þ|öðln sameinist um
fluglð eins og Eim<*
sklpaf élaglO 1914!
Hekstur Flugfélagsins siðastl. ár
sýnir, ad flugstarfsemin getur
¥el horifl sig með bættu skipulagi
¦ ?--------------------
FLUGMÁLAFÉLAGIÐ hefir nú í eitt ár starfrækt flug-
vél sína T. F. örn. Hefir reksturinn þegar á þessu
fyrsta starfstímabili sýnt, að þrátt fyrir margs konar byrj-
unarörðugleika eiga flugferðir mjög mikla framtíð fyrir
sér hér á landi.
Agnar Kofoed Hansen bauð í
gær blaðamönnum í hringflug
yfir Beykjavík í flugvél Flug-
málafélagsins T. F. Örn. Þrátt
fyrir það þó að þokusúld hvíldi
yfir borginni, sást hún mjög
greinilega, en fjallasýn var því
miSur mjög lítil.
Þegar flogið er yfir miðbæinn
sést greinilega hvernig sá hluti
borgarinnar er byggður á þeim
„idiellu" tímum einstaklings-
framtaksins, þegár það var sem
frjálsast. Niðurröðun og stíll
húsanna er svo gersamleega
skipulagslaus, að það er einna
líkast því, sem eigendurnir
hefðu haft með sér keppni um
að hafa húsin sem ólíkust hvert
öðru. Götunum er einnig niður-
raðað eins og þær væru að
stangast á. En framhjá miðbæn-
um er ekki lengi farið, þegar
hægt er að komast beint, eins
og fuglinn fljúgandi. Við tekur
Vesturbærinn með sínum vold-
ugu köstulum, verkamannabú-
stöðunum, og öllum nýbygg-
ingunum eru talandi tákn þeirra
miklu framfara, sem orðið hafa
á skipulagi, bæjarins frá því að
elsti hluti hans var byggður.
En hringflug yfir lítinn bæ
eins og Reykjavík tekur ekki
langan tíma, og var eftir 10
mínútna f lug lent við heimkynni
flugvélarinnar suður í Skerja-
firði.
Afkoma Flugfélagsins
framar öllum vonum.
Að fluginu loknu bauð flug-
maðurinn blaðamönnum á
skrifstofu flugfélagsins, og
skýrði hann þar nokkuð frá
rekstri félagsins á Uðnu starfs-
ári. Alls hefir flugvélin flogið
80 þúsund km. og flutt 1100
farþega, þar af 13 sjúklinga í
körfu og 11 án körfu. 2422 kg.
af pósti hefir flugvélin flutt, og
hafa lendingarstaðir verið 51.
Flugleiðin Reykjavík—Siglu-
fjörður—Akureyri hefir verið
farin 94 sinnum, en alls hafa
flugdagarnir orðið 157.
Tekjur félagsins hafa numið
56 500 krónum, eða 350 krónur
að meðaltali fyrir hvern flug-
(Frh. á 4. síðu.)
eins og jafnan vill verða, voru
ekki allir á einu máU um þær
breytingar, og sérstaklega þótti
það að, að skipulagi verkalýðs-
starfseminnar væri ekki mark-
aðar nógu ákveðnar Hnur. Frá
einstaka félögum innan Al-
þýðusambands íslands hafa bor-
ist tilmæh um að þessi mál yrðu
tekin til athugunar á ný. Vill
sambandsstjórnin með skipun
þessarar nefndar verða við
þessum tilmælum, ef ske kynni
að finnast mætti einhver sú
lausn á þessum málum, sem
allir þeir geta við unað, er ekki
stefna beinlínis að gjöreyði-
Ieggingu verkalýðshreyfingar-
innar, eins og kommúnistar
gera.
Um þessi mál hefir mikið
verið rætt innan Alþýðusam-
bandsins í mörg ár, en eins og
eðlilegt er, þegar tekið er tillit
til þess, hve,alþýðusamtökin eru
ung hér á landi, þá tekur það
mörg ár að finna þeim þau
skipulagsform, sem heppilegust
eru til frambúðar. Fyrsta aldar-
fjórðunginn, sem verkalýðssam-
tökih störfuðu í nágrannalönd-
um okkar, var skipulag þeirra
mjög svipað því, sem það er enn
hér á landi, en eftir að svo að
kalla að öll verkalýðsstéttin
sameinaðist innan samtakanna
varð að ^finna þeim þau form,
sem hæft gætu því viðhorfi og
þeirri framþróun, sem orðin var
sýnileg. Hinsvegar urðu þá utan
samtakanna, bæði anarkistar,
og syndikalistar, sem sumsstað-
ar stofnuðu sín sérstöku sam-
bönd og náðu í þau nokkrum fé-
lögum — og eins mun það verða,
um skeið, hér á landi með kom-
múnista, að þeir geta aldrei átt
samleið með lýðræðissinnuðum,
frjálshuga verkalýðssamtökum.
Nefndin er eingöngu skipuð
mönnum frá verkalýðsfélögun-
um, nema Ingimar Jónssyni,
sem er fulltrúi sambandsstjórn-
ar. Hún mun vafalaust ræða við
fulltrúa og stjórnir fleiri verka-
lýðsfélaga og aðra þá, sem láta
(Frh. á 4> síðu.)
Bauði herinn sýnir listir sínar á rauða torginu í Moskva. Á hann þegar til alls kemur að sitja
hjá í stríði við þýzka nazismann?
Sovét-RússSand að fcasta arím-
nnni eftír brottrekstnr Litvlnovs?
Furðnlegar ásakanir í garð ensku stjóm
arinnar i aðalblaði franskra kommunlsta
KHÖFN í morgun.
Englands og Sovét-Rúss-
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins.
O AMNING AUMLEIT ANIR
^ lands um bandalag gegn yfirgangi Hitlers voru, ásamt
liinum nýja hernaðarsáttmála Þýzkalands og ítalíu, aðal-
umræðuefni heimsblaðanna í gær og í morgun.
Sir William Seeds, sendiherra Breta í Moskva, heim-
sótti í gær Molotov, forsætisráðherra sovétstjórnarinnar,
sem nú hefir einnig stjórn utanríkismálanna, síðan Litvin-
ov var sviftur embætti, og er talið að viðræður þeirra hafi
snúist um síðustu tillögur Breta, sem afhentar voru í Mosk-
va um helgina.
Opinberlega hefir ekkert verið látið uppi um þessar
tillögur enn, en óstaðfestar fréttir frá Moskva fullyrða, að
England fari fram á, að Sovét-Rússland ábyrgist öryggi
þeirra ríkja, sem liggja að landamærum þess, og þá fyrst
og fremst Póllands og Rúmeníu, á sama hátt og England
og Frakkland hafa þegar gert. gegn því, að bæði England
og Frakkland skuldbindi sig til þess, að koma Sovét-Rúss-
landi til hjálpar, ef það lenti í styrjöld vegna þeirrar á-
byrgðar, sem það hefði þannig tekist á hendur.
Um undirtektir sovétstjórn-
arinnar undir þessar tillögur er
enn alt ókunnugt, en það vekur
mikla eftirtekt og mikla furðu,
að blað franska kommúnista-
flokksins, „L'Humanité", sem
vitað er, að ekki muni skrifa
neitt annað um þessi mál en
það, sem sovétstjórnin fyrir-
skipar, hefir skyndilega hafið
hatrammar árásir á Chamber-
lain, þar sem hann er sakaður
um það, að hafa með tillögum
sínum spilt því, að bandalag
tækist milli Sovét-Bússlands og
Englands og gert tilraunir til
þess að einangra Sovét-Búss-
land og æsa Þýzkaland upp til
árásar á það.
Svo einkennilegur f rétta-
burður. án þess, að nokkrar op-
inberar yfirlýsingar liggi fyrir
um, að slitnað hafi upp úr
samningatilraunum ríkjanna,
þykir spá illu um árangur
þeirra og benda ótvírætt til
þess, að af hálfu Sovét-Rúss-
Iands sé ætlunin sú, að láta
samningatilraunirnar mistakast
og kenna Englandi um það, eins
og menn óttuðust strax þegar
Litvinov var svo skyndilega og
óvænt sviftur embætti sem yfir-
maður utanríkisráðuneytisins í
Moskva.
ÚtsarpsBmræðBm
frestað.
Vegna veikinda ölafe
\ Thors atvinnumálarábherra
er útvarpsumræðunum, sem
áttu að fara fram í kvöld
frestað um óákveðin tima.
fcr'##i##########################i»)Mii»J'
Þýzkar flotaæfinoaf
Bfldan Jótlanás-
ströndnm.
Fpsta sinn siðaa i
heimsstyTiðldinni.
, t *
LONDON í gærkveldi. FÚ.
JR RÁ DANMÖRKU koma
* fregnir um það, að þýzki
f lotinn haldi nú heræfingar
undan Jótlandsströndum, og er
það í fyrsta sinni síðan á styrj-
aldarárunum, að þýzki flotinn
kýs sér þann stað til æfinga.
Hussolini á ráðstefnu mei
lerforiBlui sínum i pr.
aH teúa italska herlim
að miu leyti nnillp styrfSld.
LONDON í morgun. FÚ.
l^ USSOLINI sat í gær á
T *¦ fundi með herforingja-
ráði ítalska hersins. Að fund-
inum loknum var géfin út
opinber tilkynning um það,
að ákvörðun hef ði verið tek-
in um að gera herinn alger-
lega búinn við styrjöld.
I Beutersfrétt segir, að Ciano
greifi muni fara til Berfín á
(Frh. á 4. síðu.)