Alþýðublaðið - 15.05.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.05.1939, Blaðsíða 4
MÁNÚDAG 15. MAÍ 1939 E3GAMLA BlG @P Mjallhvit 90 dvergarnir sjð. Hin heimsfræga litskreytta æfintýrakvikmynd snillings- ins WALT DISNEY'S L O. G. T. ÍÞAKA. Fundur annað kvöld. ST. VÍKINGUR nr. 104. Fundur í kvöld. Inntaka nýrra félaga. Skipun fastra nefnda. Akranes- förin rædd. Ingimar Jóhannes- son: Sjálfvalið efni. Fjölsækiö stundvíslega! lítborgaair tekjnafgangs halda stöðugt á- fratu, þegar út- borgað 50 þús. kr. eftir 30 þús. kr. Æskilegt að félags- menu sætó tekju- afgang sinn sem fyrst. FLUTftlNGARNIR í GÆR Frh. af 1 .síðu. pó ekki allir. Um hádegi í dag voru 640 búnir að tilkynna raf- veitunni bústaðaskifti og gas- stöðin búin að fá á 5. hundrað tilkynningar. BREZKA KONUNGSSKIPIÐ Frh. af 1 .síðu. Þessi töf á komu konungs- hiónanna veldur því, að alls konar breytingar verður að gera á móttökuhátíðahöldunum fyrir þau, en hverjar breyting- arnar verða, hefir ekki verið til- kynt ennþá. Enoln f liétandi sildarverk smiðja við ísland i sumar KAUPM.HÖFN í gær. FÚ. FTIR öllum líkum að dæma hætta Norðmenn við að koma sér upp fljótandi síldar- verksmiðju við Island á þessu ári. Hafa orðið erfiðleikar á því að fá hæfilegt skip til þess að út- búa meÖ síldarvinslu fyrir aug- um, og enn fremur er talið, að þótt skip væri til, myndi ekki vera tími til þess að koma fyrir í því vélum og öðrum útbúnaði. Hjónaband. A laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Þorbjörg Jónsdóttir leikfimiskennari og Óskar Valdimarsson vélstjóri. — Heimili ungu hjónanna verður á Hringbraut 18 B. Silfurbrúðkaup eiga á morgun Kristín Guð- mundsdóttir og Jón Normann Jónsson, Hverfisgötu 62. Tegararnir eru að búa sig á veiðar á Hornbanka. 4 Kveldúlfstogarar fara í dag og togarar Alliance. Venus og Kári konru í dag af veiðum. ðjéfnaðntinn ð Grímstaða- holti var upplýstnr i gær. ------4------ Hinn seki var grunaður frá byrjun, en hann fanst ekki fyr en í morgun. ------4------ |j JÓFNAÐURINN, sem framinn var fyrir síð- ustu helgi á Fálkagötu á Grímsstaðaholti, er nú upp- lýstur. Maðurinn, sem framdi þjófnaðinn meðgekk í morg- un. Hann hefir ekki áður lent í kasti við lögregluna og er því ekki birt nafn hans. Eins og menn muna var því haldið fram af husráðanda við rannsókn málsins, að húsið hafi verið læst, en þegar að var kom- ið. var það opið upp á gátt. Maðurinn, sem þjófnaðinn framdi, segir að húsið hafi vér- ið opið og hafi hann bara geng- ið rakleitt inn. Hafði hann ætl- að að hitta þarna kunningja^ sinn, en þegar hann fann pen- ingana, eiginlega af tilviljun, tók hann þá og gerði ekki vart við sig. Grunur féll strax á þennan mann, en lögreglan fann hann ekki. Sjálfur hringdi hann á föstudagskvöld á lögreglustöð- ina og spurði eftir nafngreind- um lögregluþjóni og sagði jafn- framt hver hann væri. Lög- reglan ætlaði að grípa hann í húsinu um nóttina, en hann fanst ekki og var þó lengi hald- inn vörður um húsið. Loks í morgun fanst hann — og meðgekk. Nýlega var stolið málverki af fjallinu Skjaldbreið eftir Jón Þorleifsson úr forstofu í húsi við Suðurgötu. Það mál er enn ekki upplýst. Sveinn Sæmundsson yfirlög- regluþjónn sagði Alþýðublað- inu í morgun, að meira hefði kveðið að afbrotum hér í bæn- um það sem af er árinu en í fyrra. Hins vegar eru afbrotin álíka mörg og á sama tíma í hitt eð fyrra. Alls hafa verið framin 300 innbrot, rán og þjófnaðir í bæn- um síðan um áramót og auk þess um 100 reiðhjólaþjófnaðir. Allt eru þetta ekki stórvægileg afbrot, en lögreglan vinnur dag- lega að því, að upplýsa þau. Mar(gir tiljkynna ekki, 'þó að stolið sé frá þeim fyr en svo seint, að það gerir lögreglunni miklu erfiðara fyrir. Ættu menn ekki að draga að tilkynna lög- reglunni slíkt. Fyrir nokkru var 120,00 krónum stolið í Café Royal og hefir lögreglan yfir- heyrt utanbæjarmann, sem grunaður er um þjófnaðinn. Útbreiðið Alþýðublaðið! f DAP. 3. flokfes mótið: Fram vann Víking ¥al nr og K.R. jafntefli. IGÆR hófst þriðja flokks knattspyrnumótið. Fyrsti leikurinn var milli Fram og Víkings, og vann Fram með 3 gegn 0. Piltarnir í Fram hafa lært ekki svo lítið, ekki sízt í leik- aðferð, (taktik), en það er um þá, eins og fyrsta flokk, að þeir eru ekki nógu þolnir. Bezt léku kantmennirnir og markmaður. Bezti maðurinn í Víkingi var Ijóshærður framvörður. Á eftir léku K.R. og Valur og var það jafntéfli 0:0. Flestir leikendurnir voru stórir og sterkir strákar, en þarna komu fyrir alltof mörg loftspörk, til þess að hægt væri að kalla leikinn fagran. Mark- mennirnir voru góðir. Á laugardag fór fram milli- landakeppni í knattspyrnu. — Kepptu Englendingar og ítalir og úrslit urðu 2:2. lorska stjðrnin tek- ar 100 bíIJób kr. iaianlandslán. Kaupm.höfn í gærkveldi. FÚ. ORSKA ríkisstjórnin hefir fyrir nokkru fengið heim- ild til þess að taka 100 milljón króna ríkislán og hefir nú verið ákveðið að bjóða út lánið innan- lands. Lánið á að greiðast á 50 árum. Fénu verður varið að mestu til umbóta á járnbrautarkerfi landsins og til þess að koma upp raforkuverum og leggja raf- leiðslur til afskektra héraða. Er það einn liðurinn í undirbún- ingsstarfi Norðmann undir yfir- vofandi styrjöld að hagnýta sem bezt raforku landsins. Bændaflokkurinn norski bar fyrir nokkru fram van- traustsyfirlýsingu á norsku stjórnina vegna frajnkvæmda henriar á sviði styrjaldarundir- búningsins. Sérstaklega var deilt á stjórnina fyrir það, að hún hefði verið of fyrirhyggjulaus um að afla matvæla og geyma þau. Vantrausttillagan var feld með 88 atkvæðum. 125 ára afiaæli norskn stjárnarskráarinnar. K.höfn í gærkveldi. FÚ. 125 ára afmæli norsku stjórn arskrárinnar verður minnst með miklum hátíðahöldum um gjörvallan Noreg 17. maí n.k. Konungur, ríkisstjórn og þingmenn munu ásamt fjölda annara manna fara til Eids- voll, þar sem sjálfstæði ríkisins var lýst árið 1814. Á Eidsvoll munu þeir konungur, forsætis- ráðherra og forseti stórþingsins flytja ræðu. Annarsstaðar í Noregi verður efnt til hátíðahalda eftir föng- um. Annars hafa Norðmenn um langt skeið undanfarið haldið 17. maí sem þjóðhátíðisdag sinn. Eimskip. Gullfoss er í Kaupmannahöfn, Goðafoss er á leið til Hull, Brú- arfoss er í Reykjavík, Dettifoss fer á leið til Vestmannaeyja, Lag- 'arioss er í Kaupmannahöfn, Sel- foss er hér. Næturlgeknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Reykjavikur- og Iðunnar-apóteki. ÚTVARPIÐ: 20,20 Um daginn og veginn (Pálmi Hannesson). 20,40 Einsöngur (frú Annie Cha- iopek-Þórðarson). 21,00 Útvarpshljómsveitin leikur alþýðulög. 21,35 Hljómplötur: Kvartett í e- moll, „Úr æfi minni“, eftir Smetana. 22,05 Fréttaágrip. 22,15 Dagskrárlok. Þórður Sveinsson bankabókari látinn. Þórður Sveinsson, yfirbókari við Búnaðarbankann, lézt i gær hér í bænum. Þórður Sveinsson var mjög þektur maður, vinsæll og vel látinn. Bæjarráð samþykti á föstudag með 4 at- kvæðum gegn 1, að ekki verði tekin lóðarleiga af leikvelli, sem fyrirhugaður er á lóð Verka- mannabústaðanna á milli Ás- vallagötu, Hofsvallagötu, Hring- brautar og Brávallagötu. Jón A. Pétursson vildi einnig undan- þiggja lóðarleigu gangstíg frá Brávallagötu að baki húsanna viö Hringbraut og annan gangstíg á milli Ásvallagötu og Hringbraut- ar. Drottningin kom til Kaupmannahafnar á laugardagsmorgun. Súðin fór frá Vestmannaeyjum kl. U/2 í gær áleiðis til Homafjarðar. Húsmæðraskólanum & Hallormsstað var slitið 30. f. m. Nemendur vom 25, og luku 12 burtfararprófi. Sýnd var fjöl breytt handavinna og hlaut á- gæta dóma. Allmcirgt aðkomu- manna var viðstatt skólaslit. — Þann 8. þ. m. hófst vornámskeiÖ viö skólann. Stendur það yfir í 6 vikur og verður kend mat- reiðsla, garðrækt, vélprjón og saumur. (FÚ.) Eiðaskóla var slitið þann 23. f. m. í skól- anum voru 50 nemendur síðast liðinn vetur, og luku 23 þeirra burtfararprófi. Eldrideildarnem- endur færðu skólanum að gjöf myndir af hjónunum Helgu Jóns- dóttur og Jakob Kristinssyni, fyr- verandi skólastjóra, stórar og mjög vandaðar. Var þeirra hjóna minst með mikilli hlýju. Skóla- stjóri gat þess, að nú þegar hefðu borist fleiri umsóknir um skólavist á næsta vetri en hægt væri að sinna. (FÚ.) Aðsóknin að Mjallhvít. Sjaldan mun hafa verið eins gífurleg aðsókn að nokkurri kvik- mynd ,sem sýnd hefir verið hér í bænum, og Mjallhvít, teikni- myndinni, sem sýnd er nú í Gamla Bíó. Er þetta því ein- kennilegra, þar sem myndin er efnislítil — og ekki merkileg. — I viku hefir myndin verið sýnd, oftast tvisvar á dag og fjórum sinnum í gær. Var Ingólfsstræti milli Bankastrætis og Hveriisgötu næstum fullskipað af fólki í jgær. þegar aðgöngumiðasalan hófst og horfði til vandræða vegna troðnings og þrengsla. Lítur út fyrir að mynd þessi verði sýnd lengi enn og að þúsundir manna sjái hana. 75 ára er í dag ekkjan Guðbjörg Guðmundsdóttir. Njálsgötu 25. E.s. Lyra fer héðan fimtudaginn 18. þ. m. kl. 7 s.d. til Bergen um Vest- mannaeyjar og Thorshavn. Flutningi veitt móttaka til kl. 3 á miðvikudag. Farseðlar sæk- ist fyrir sama tíma. P. SMITH & CO. Ágæt íbúð til leigu til 1, okt. Sanngjarnt verð. A. v. á. Lág barnakerra til sölu. Upp- lýsingar í síma 5191. — NYJA BIO B Perlur ensku krúnunnar. Stórmerkileg söguleg kvik- mynd, er gerist í Englandi, Frakklandi, Italíu, Abessiníu Þýzkalandi og Austurriki frá árunum 1518 til vorra daga. Hinn heimsþekti franski rit- höfundur Sacha Guitry, sá um töku myndarinnar og leikur sjálfur fjögur hlut- verk. í myndinni koma fram á sjónarsviðið ýmsar fræg- ustu persónur veraldarsög- unnar t- d. Clemens páfi VII. Frans I., Hinrik VIII., María Stúart, Napóleon mikli, Na- póleon III. o. fl. Jarðarför konu minnar og móður okkar, Vilhelmínu S. Sveinsdóttur, er ákveöin frá dómkirkjunni þriðjudaginn 16. þessa mánaðar og hefst kl. 1 e. h. með húskveðju á heimili hennar, Bræðra- borgarstíg 35. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Tómas Jónsson og börn. Útför mannsins míns og sonar Sveins Kristjánssonar fer fram frá dómkirkjunni miðvikud. 17. maí og hefst með hús- kveðju kl. 1 að heimili okkar, Kárastíg 3. Jarðað verður í Fossvogi. Þorbjörg Samúelsdóttir. Þuríður Kristjánsdóttir og börn. Þingvallaferðir Vegurinn opinn. Ferðir alla miðvikudaga, laugar- daga og sunnudaga, þar til daglegar ferðir hefjast. Steindér. Símar: 1580 — 1581 — 1582 — 15*8 — 15*4. Matar- og kaffistellin fallegu og margeftirspnrðu loks komin aftur Birgðir aðeins til einnar viku. K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. Oiriog soýr skjodilega heiin til Þýzkalaods. Hættir við að fara til Spáaar. LONDON í gær. FÚ. Göring marskálkur kom í dag til Leghorn á ítalíu, eftir að hafa verið á siglingu í Miðjarðarhafi á þýzku skipi. I Berlín hafði verið skýrt frá því, að Göring myndi fara til Spánar og ef til vill tala við Franco, en af því hefir sýnilega ekki orðið. Göring lagði þegar af stað í járnbrautarlest, og ætla menn, að hann hafi farið til Þýzkalands. Hitler skoðar varoarvirk io við vesturlaodamærln. LONDON í morgun. FÚ. Hitler ríkiskanzlari fór öllum að óvörum 1 gærmorgun til landamæra Þýzkalands og Belg- íu, og var forseti þýzka her- foringjaráðsins í för með hon- um. Eyddi hann deginum við að skoða nákvæmlega varnarvirk- in á vesturlandamærunum. Osloarbiskup til Háskóla ís- lands. Guðfræðideild Háskóla ís- lands hefir boðið Eivind Ber- gren Osloarbiskup, sem er einn af mest metnu kennimönnum Norðmanna, — hingað á næstá hausti til að halda fyrirlestra. Berggren biskup er mikill ræðumður og ágætur rithöf- undur. Kemur ein af bókurn hans, „Spendingens Land“ út 'í haust í íslenzkri þýðingu Ás- mundar Guðmundssonar og Magnúsar Jónssonar, er þar ferðasaga biskupsins úr vísit- asíuferð um Tromsöstifti. Prestafélag íslands gefur bókina út. Elona, oliuskip, 10 þúsund tonn, kom á laugardag tíl Skerjafjarðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.