Alþýðublaðið - 17.05.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.05.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKtFÐAGINN 17. maí 1939. ALÞÝÐUBLA0IÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SIMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). * ’96: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. Oiíufélögin ganga á gerða samninga við rikisstjórnina. ----4---- Lækkunin, sem þau lofuðu á Siglufirði, tekin aftur með því að hækka oliuverðið annarsstaðar --------- . . Sameiginleg innkaup útgerðarmanna á oiiu er orðin knýjandi nauðsyn. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN • —----------------——— Frllistinn. SVO sem skýrt var frá hér í blaðinu í gær, hefir Ey- steinn Jónsson viðskiftamála- ráðherra ákveðið að allmargar nauðsynj avörur verði teknar á ,,frílista“, þ. e. að innflutningur þeirra verði hér eftir frjáls, þannig, að um innflutningsleyfi þarf ekki að sækja til þess að kaupa inn þessar vörur. Að sjálfsögðu þurfa þeir kaupmenn og kaupfélög, sem þessar vörur kaupa til landsins, að _tryg'gja sér gjaldeyri hjá bönkunum til greiðslu á vörunum. Þegar innflutningshöftin voru sett voru allir sammála um það, að þau væru ill nauð- syn, en óhjákvæmileg eins og þá stóðu sakir. Alþýðuflokkur- inn var þá andvígur þeim, en beygði sig fyrir þeirri nauðsyn, sem á því var að þau yrðu sett. Framkvæmd innflutnings- haftanna hefir og reynst mjög erfið og því verður ekki neit- að, að í skjóli þeirra hafa þrif- ist ýmis konar óheilbrigðir verzlunarhættir, og oft óeðli- lega há álagning á vörurnar. Hins vegar má þakka höftunum að miklu leyti mikið af þeim iðnaði, sem á síðustu árum hef- ir vaxið upp hér á landi, því þegar mikil takmörkun eða jafnvel bann var sett á ýmsar vörur, tóku menn að reyna að framleiða þær hér. Sá iðnaður er að vísu fæstur samkeppnis- fær við erlendan iðnað af sama tagí, en engin ástæða virðist þó til að ætla, að hann fái ekki áfram að þróast og vaxa. Mikið af þeím vörum, sem nú bafa verið settar á „frílista“, hafa verið fluttar inn nærri ó- takmarkað hingað til, svo ekki þarf að gera ráð fyrir að inn- flutningur aukist mikið á þess- um vörum. Hins vegar hefir þurft leyfi til þess að flytja þær ínn eins og aðrar vörur og þar með magninu skift éftir ákveðn- um reglum roilli verzlananna, en nú hverfur sú skifting og hver sem vill getur pantað þær yörur. Eins og kunnugt er eru Rúss- ar upphafsmenn innflutnings- haftastefnunnar, og hafa hin einræðisríkin síðan tekið þá stefnu upp eftir þeim. Sem vörn gegn lokunarstefnu eínræðisríkjanna tóku Bretar upp ýmís konar takmarkanir eftir Ottawa-samþyktina. Urðu þá flest ríki neydd til þess að taka upp innílutningshömlur meiri eða minni, og meðal beirra var ísland. .Síðustu tvö árin hefir mjög verið rætt um það, hve skaðleg þessi lokunarstefna er að mörgu leyti, og eru það einkum smá- ríkin, sem mest finna til undan henni, enda eru það þau, sem bar um hafa látið mest til sín heyra. auk Bandaríkjanna, sem aldrei haf* t»UW upp hafta- MEÐ ÁKVÖRÐUN ÞEIRRI, sem skýrt var frá hér í Waðinu í fyrradag, og falin er í því að svifta alla þá viðskiftamenn, sem kaupa 15 000 kg. af olíu eða meira á ári, þeim 0,4 aura afslætti á kg., sem þau hafa hingað til gefið, hafa olíufélögin gert sig sek um nýja okurtilraun gagnvart útgerðinni, og þar með þjóðinni allri, sem á fáa sína líka. í rauninni hafa olíufélögin með þessari ákvörðun farið í kring um, ef ekki beinlínis svikið þá samninga, sem þau höfðu nýlega gert við ríkisstjórnina um að lækka olíuverð- ið á Siglufirði um síldveiðitímann úr 17 aurum niður í löVá eyri, þannig að sú raunverulega lækkun, sem útgerðar- mennirnir fá á Siglufirði í sumar verður ekki nema 1,1 evrir á kg. í stað 1,5 eyris, sem lofað var. Og jafnframt er olían allsstaðar annars á landinu hækkuð um þann 0,4 eyri kg., sem afslátturinn nam. Hér er því um nýja, ósvífna hækkun olíuverðsins að ræða í viðbót við þá, sém olíufélögin ákváðu í vetur úr 15 aurum upp í 17 aura kg., þannig að olíuverðið hefir nú allsstaðar á landinu, að Siglufirði einum undanskildum um síldveiðitímann, raunverulega hækkað um 2,4 aura kg., og ekki aðeins um 2 aura, eins og auglýst var í vetur. Siglufjarðar raunverulega hækkað enn um 0,4 aura kg. í viðbót við þá 2 aura hækkun á kg., sem gerð var í vetur, enda var bæði síldarverk- smiðjustjórninni og ríkisstjórn- inni algerlega ókunnugt um þær fyrirætlanir olíufélaganna, hafi þær þá þegar verið fyrir hendi. sem Þetta er þá sá þáttur, sem olíufélögin ætla sér að eiga í þeim átökum, sem öll þjóðin hefir nú sameinast um til við reisnar sjávarútveginum. Hér er ekki verið að hugsa um gefin loforð og gerða samn- inga. Hér er allt slíkt haft að engu, lofuð lækkun á olíuverð- inu á Siglufirði að nokkru leyti tekin aftur, og að öðru leyti unnin upp með því að hækka olíuverðið í annað sinn á þessu ári, alls staðar á landinu utan Siglufjarðar. SamniBgvoir vtð oliu- í vor. um það, að olían skyldi lækkuð á Siglufirði úr 17 aurum niður í 15% eða um 1% eyri kg. um síldveiðitímann, gegn því að síldarverksmiðjurnar hættu við hin fyrirhuguðu olíuinnkaup sín. Hvorki stjórn síldarverk- smiðjanna né ríkisstjórninni mun hafa dottið það í hug, að olíufélögin gerðust svo ósvífin, að ganga raunverulega á bak þessum samningi með því að svifta viðskiftamennina eftir á þeim 0,4 aura afslætti á kg., sem þau hafa veitt þeim hingað til, þannig, að lækkunin á Siglufirði yrði að nokkru leyti tekin aftur og olíuverðið utan Það eru því hrein og bein ó- sannindi, sem blað Kommún- istaflokksins og Olíuverzlunar íslands fór með í gær, þegar það reyndi að afsaka hina nýju okurtilraun olíufélaganna með því, að ríkisstjórninni hafi ver- ið vel kunnugt um það, þegar hún samdi við olíufélögin, að útgerðin yrði um leið svift þeim afslætti á olíunni, sem hún hingað til hefir fengið. Það er yfirleitt mjög greini- legur mælikvarði á það, hve djúpt blað Kommúnistaflokks- ins er nú sokkið í „sameining- unni“ við Olíuverzlun íslands og forstjóra hennar, hvernig það reyndi í gær að klóra yfir þessa ránsherferð olíufélag- anna á hendur útgerðinni og allri þjóðinni. Þar er alt tínt til olíufélögunum til afsökunar og viðleitni ríkisstjórnarinnar og síldarverksmiðja ríkisins til þess að knýja niður olíuverðið á Siglufirði svarað skætingi einum, svo sem því, að síldar- verksmiðjurnar hefðu þess vegna getað aelt olíuna ódýrar en olíufélögin, að þær þurfi ekki að borga skatta og útsvör svo neinu nemi! Hvern myndi hafa órað fyrir því, að blað Kommúnista- flokksins myndi eftir alt það, sem það skrifaði um okur olíu- hringanna áður en Héðinn Valdimarsson gekk í Kommún- istaflokkinn, eiga eftir að af- saka olíufélögin fyrir okur þeirra með hinum venjulega barlómi burgeisanna, að þeir geti ekki selt ódýrar eða greitt hærra kaup vegna þess, hve háa skatta og útsvör þeir verði að greiða í ríkissjóð og bæjarsjóð?! En svona furðulega fljótur hef- ir Þjóðviljinn verið að læra af hinum nýja formanni flokks síns, forstjóra Olíuverzlunar ís- lands! En hann og Héðinn um það. Hvorki útgerðarmenn né sjó- menn, né nokkur maður yfir- leitt, sem hefir hag af viðreisn sjávarútvegsins, mun geta skil- ið, að olíuokrið sé nokkru af- sakanlegra fyrir það, þótt það sé nú einnig framið af formanni Kommúnistaflokksins og varið af blaði hans. Þessi nýjasta ok- urtilraun olíufélaganna mun þvert á móti verða þeim, ríkis- stjórninni og allri þjóðinni, al- varleg áminning um það að hefjast nú loksins handa um það að brjóta einokun olíufélag- anna á bak aftur. giffleteirteB iBBkiip i oHb knýjaidi nolspa. Ríkisstjórnin hefir nú sett innflutning olíunnar á „frí- lista“, og það ætti að mega vænta þess, að bæði hún og bankarnir gerðu sér alt far um það, að greiða svo fyrir frjáls- um innflutningi á olíu, að fleiri yrðu um hituna en einokunar- hringarnir og þeim strax skap- að nokkurt aðhald með fram- boðum úr fleiri áttum á þess- ari þýðingarmiklu vöru fyrir ís- lenzka útgerð. Hér er virkilega verkefni fyr- ir nefnd þá, sem aðalfundur Sölusambands ísjenzkra fisk- franileiðenda skipaði í vetur til HiHt, pvottbwld inoaoháisnálMfaig IRKK-OG MRLNiNGRR- VERKSMICJRN ■ þess að athuga mögulelka á og undirbúa sameiginleg innkaup á nauðsynjum útgerðarinnar. Reynist hún ekki hlutverki sínu vaxin í þeim vanda, sem skap- ast hefir fyrir útgerðina vlð þessa nýjustu okurherferð olíu- félaganna, virðist ekkert liggja nær fyrir en að fela fiskimóls- nefnd að beita sér fyrir sam- tökum meðal útgerðarmanna og sjómanna um það, að taka iaa- kaupin á olíu í sínar eigín heud- ur. Það er svarið, sem þjóðin 4 *# gefa við þessu síðasfa fauta- bragði olíufélaganna. Barnaúagur var haldinn háti'ðiegur í K*lt»- vík í fyrradag. Hófust hátifo? höldin með skrúðgöngu barfta kl. 1-3—13,30 frá barnaskólanetu um göturnar eg i kirkju. Þaðau var haldið á væntanlegan letk^- völl, og flutti þar ræðu sém Ei- rikur Brynjólfsson. Börn sýndu vikivaka og fleirí leiki. Ufli kvöldið vom skemtanir i báðsmi samkomuhúsum* Ollum ágóða «r varið til væntanlegs barnaleik' vallar. (FÚ.) Ungi Island, aprílhefti yfirstandandi árgangs er nýkomið út. Um sumarmél; heitir fyrsta greinin og fylgir mynd frá Hornafirði. Þá er fram- haldssaga eftir Ruyard Kípling: Bræður Mowgli. Vinir vorsins, heitir framhaldssaga eftir Stefán Jónsson. Margt fleira er í rítinu. Eins og frá hefir verið skýrt hófust síldarverksmiðjur ríkis- ins á Siglufirði handa um það í vor, að knýja olíufélögin til þess að lækka olíuverðið þar um síldveiðitímann úr þeim 17 aurum kg., sem þau höfðu hækkað hana upp £ í vetur. Höfðu síldarverksmiðjur ríkis- ins ákveðið að gera sjálfar inn- kaup á olíu handa síldarútgerð- inni, ef olíufélögin fengjust ekki til þess að lækka verðið, og trygt sér sambönd, sem hefðu gert það unt að fá olíuna fyrir 11,7 aura kg., komna til Siglu- fjarðar. Af ótta við þessa samkeppni létu olíufélögin undan og sömdu stefnu. Svo virðist og sem Bret- ar sjái nú, að haítastefnan getur orðið þeim hættuleg og benda síðustu samningar þeirra við Bandaríkin í þá átt að þeir muni slaka á þessari stefnu bráðlega. Allir viðurkepna að ekki sé nein leið til þess að gefa allan innflutning „frjálsan“ í einu, heldur verði að gera það smátt og smátt eftir því sem kringum stæðurnar leyfa. Er „frílisti" sá, sém nú hefir verið gefinn út af ríkisstjórninni, fyrsta sporið í þá átt hér á landi að afnema höftin. Nema þær vörur, «em þegar hafa verið sett*r á frí- lista, um % af öllu innflutn- ingsverðmæti til landsht*. Dr. Jén Dúason: Srænlandsfiski eg tisklieit. NiSurl. I dönskum lögum, er lögð voru fyrir fólksþingið 22. febr. 1939, en nú munu vera samb.vkt. er danska ríkisráðherranum heimil- að að opna höfnina Tovkussak ög Ravn Storö fyrir dönskum fiskiskipum, einnig fyrir bátfiski, með líkum skilyrðum og þeim, sem giltu um Færeyingahöfn áð- ur en dönsk lög nr. 141, 7. maí 1937, gengu í gildi. Til þess að nota þessar tværnýju hafnirvirð- ist því þurfa að sækja urn ieyfi. í 2. gr. þessara laga er ríkis- ráðherranum í samráði við at- vinnurekendafélög í Færeyjum heimilað að opna fjórðu höfnina enn norðar. Verður það gert nú í sumar. Ríkisráðherranum er heimilaó áð lengja það svæði, þar sem fislti var áður leyft, inn að yztu hólmum og skerjum, frá stað, sem er nokkuð norðan við Arsuk, og norður að stað, sem er nokk- uð fyrir sunnan Agto — með undanskildum stöku svæðum, þar sem þetta rekst á hagsmuni stórra grænlenzkra þorpa. Merkasta „réttarbótin" í þess- «m lögum er þó það, að í 2. gr. er ríkisráðherranum heimilað „að v«ta d6nsku» hskiminnuH leyfi til dvalar og fiskveiða í skerja- garðinum alt inn að meginlandi, en fyrir utan firðina, á ákveðn- urn stórum samhangandi svæð- um fram með allri ströndinni, er ráðherrann ákveður og þar sem atvinnuhagsmunir Grænlendinga eru fremur litlir“ (at uddele Til- ladelse til danske Fiskeres Op- hold og Fiskeri i Skærgaarden indtil Fastlandet, men udenfor Fjordene paa visse, af Ministeren fastsatte, större, sammenhæng- ende Strækninger langs hele Kys- ten, hvor de grönlandske Er- hvervsinteresser er forholdsvis mindre). Það er ekki vafi á því, að sömu réttindi og Dönum eru íslenzkum þegnum ætluð. Þar sem fiskurinn liggur inni í þess- um sundum á síðari hluta ver~ tíðar og á mjög grunnu, er þetta veiðileyfi í skerjagarðinum, er líklega nær að eins til sjávarins, en ekki landsins, mjög mikils virði. Það má telja líklegt eðá víst, að öllum verði veitt það, ér sækja. En veiðileyHð í landhelgi utan skerja og inni í skerja- garðinum alt inn að meginlandi virðist að eins gilda fyrir línu og handfæri, en ekki ná til neta, þa? sem Færeyingar, er fyrir néúitrbóMim kwfa gmgist, ekki nota net. Fyrir notkun hafnanna verður að greiða afgjöld til grænlenzkra sjóða, en þeim gjöldum mun vera svo vel stilt í hóf, að sá kostn- aður skiftir engu máli. í sættargerð þeirri, er Færey- ingar gerðu við Th. Stauning rík- isráðherra um Grænland og und- irrituð var 30. jan. 1939, er þvi heitið, sem lög þessi frá 1939 hafa veitt, og enn frernur er þessu þar heitið: „B. Það er heitið velviljugri fyrirgreiðslu á frumvarpi, et- leggur fjárhagslegan grundvöll undir dráttarbraut fyrir skip í Færeyingahöfn ásamt fjárveiting- utn til vita og skipabryggju þar. C. Að það sé prentuð lýsing á hafi og strönd Grænlands (Far- vandsbeskrivelse), er skipin geti fengið á svipaðan hátt og upp- drættina (Kortene). [Þeir verða að skila uppdráttunum aftur.] D. Að skerjagarðslínan á upp- dráttunum verði endurskoðuð [þ. e. breytt í samræmi við það, að fiski er nú leyft inn að megin- landi á handfæri og línu]. Má telja víst, að öll þessi aukaatriði verði framkvæmd 4 nánustu framtíð og munu vera í‘ undirbúningx nú. Hér lýkur svo að segja af þess- urn lögum. Sjálf lögin munuvera til sérprentuð og kosta varla meira en nokkra aura eintakið, og mun hvaða íslenzkur bóksali xm or étvegað lysthafend- um þau, svo þeir geti sjálfír sé'é og sannfærst um þaö ,sem hér hefir verið sagt og svo það, s«p ekki er rúm til að rekja. Enginn Islendingur ætti að loka augunum fyrir því, að það er lífsvarðandi velferðarmál Islend- inga að hefja þorskveíðar að sumrinu við Grænland í mesta uppgripaafla allrar veraldar í sumarblíðu og bjartri nótt. Þótt sambandslögunum verði sagt upp og þótt réttlát heimt Grænlands kunni að dragast lengur en skyldi þarf slíkt Grænlandsfiski ekki að leggjast niður aftur af þeim sök- um, því Danir munu úr þessu aldrei voga sér að loka Færej-- ingahöfn fyrir útlendingum, því það myndi óðara hafa í för með sér alheimskröfur um að alt Grænland verði opnað fyrir sigi- íngum og verzlun allra þjóða. En héppilegasta aðstaðan fyrir Islendinga þar vestra væru sem stendur ódýr stöðvarskip. En þeir útgerðarmenn er vilja reyna fiski við Grænland, en vilja ekki leggja í þann kostnað eða bind- ast slíkum félagsböndum við aðra, að leggja fé sem svaraöi einum línuveiðara tii kaupa á stöðvarskipi, ættu að koma sér í samfélag við Færeyinga um upp- sát og fluttning á afia og fram- lag af vörum til útgeröarinnai'. Færeyingar hafa og manna mesta reynslu í þessum veiðum, auk þess sem þeim eru kummgir kagir þessa Ismds.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.