Haukur - 28.01.1898, Blaðsíða 1

Haukur - 28.01.1898, Blaðsíða 1
Kemur út 2- -3 A mán- uði. — Árg., minust 30 blöð, kostar 2 kr., er borgist fyrir 1. ap í). — Auglýsingar 15 a. sntá letursiínan, annars l kr. hver þumlungur dálks. Góðar, en stuttar, fræði- og skemmti greinar, áð ur óprentaðar, óskast sendar útgefandanum, sem borgar þær vel. — Utgef. og ábyrgðarm.: Stefán E.unólfsson. M 11.—12. Svona gengur þaö. —o:o— (Fiamh.) Henrik hafði gert ráð fyrir, að koma Um hádegisbilið — i siðasta lagi kl. þrjú. — stóö í brjef- inu. Hann sagði okkur á hvaða bæjum hann ætlaði að gisti á leiðinni. Við höfðum átt annríkt, bæði mamma og jeg, frá því snemma um morgnninn; við vildum taka vel á móti Henrik. Og nú var allt tilbúið -—- að eins áttum við eptir, að bera á borðið. Þegar því var iokið, ieit jeg yíir rjettina, til þess ;tð vera viss um, að allt væri nú eins og þaö ætti að vera. Jú, það var óaðfinnanlegt allt saman. Henrik átti að fá uppábaldsmatinn sinn> steiktar rjúpur og kartöflur — jeg hlakkaði til, að íá að sitja til borðs með honum að þessari krás. Slík- an mat hafði hann þó víst ekki fengíð í sveitinni. En nú hlaut hann að fara að korna. Mamma sat við gluggann, og hoifði npp eptir götunni; hún hafði farið i skástu iötin sín, og augu hennar leiptruðu af gleði. Hvað mamrna var falleg og ánægjuleg í dag! Allar rautiir, allar daprar og þungar hugsanir höfðu verið bannfærðar í dag. Brjef Henriks hafði gert okkur svo innilega glaðar. »En hvert.ig stóð á því, að hann kom ekki? Klukkan varð þrjú — hún varð íjögnr — og nú fór tnaturinn að skemmast! Jeg varð að bera matinn fram aptur, til þess að haida honum heitum, og setja nýjar kartöflur yflr eldinn. Klukkan varð timm, — og enn þá var hann ókominn. Mamma gekk óþreyjufull aptur og fram um gólf- ið, og leit öðru hvoru út um gluggann. »Jeg skil ekkert í þessu, góða mín!« Loksins — loksins komu tveir menn ríðandi að húsiuu. Mamma lauk upp glugganum, og leit út. »Þarna kemur hann!« Hún veifaði vasaklútnum sínum út um gluggann, en jeg hljóp fram í eldhúsið, til þess að gæta að matnum. Henrík var kominn heim! Jeg kom aptur inn í stofuna; mamma sat við Lorðið, og hjelt höndunum fyrir andiitið, og stundi þungan. Svo kom einhver upp stigann. Nei, þetta var ekki fótatak Henriks. Það var barið að dyrum. »Það er víst bjerna, eða hvað?« »Ja-á« »Hann á víst hjerna heima, þessi piltur?« Jeg kinkaði kolli, en gat engu orði npp komið. »Svona, reynið þjer nú að komast inn! Nú-nú stúlka mín, þjer þurfið ekki að vera neitt hræddar; þetta rennur af honum aptur, já, það gerir það, svei mjer. Jeg hiiti hann á kránni hjerna fyrir oí'.tn árn- ar. Það voru margir staddir þar, sem vorn ver á sig komnir, en hanr); en af því jeg þekkti hann, þá tók jeg hann með mjer«. Henrik var nú kominn inn í herhergið. Henrik? I. ÁR. Nei, það var ekki hann Henrik, þetta. Það fór hroll- ur um mig, þegar mjer varð litið á augnaráð hans, og þegar jeg heyrði hina dpafandi röddn. »Ást-kær-a meyj-a —« hann fálmaði fyrir sjer, og ætlaði að taka í mig — »mynd-ir þú segj...........« Guð minn góður! Jeg herti upp hugann, helzt vegna hennar mömmu, og fór með hann inn á herbergið sitt. Mjer bauð við, að snerta á honum, og jeg nötraði af hræðslu og geðs- hræringu. Jeg dróg af honum vatusstígvjelin, lagði hann í legubekkinn, og breiddi ofan á hann. Svo ætlaði jeg að fara, en þá reis hann allt í einu upp við olnboga, og kallaði: »Hálfan bjór! Hver djöfullinn er þetta — heyrir þú ekki! Hálfan bjór — undir eins, — eða jeg skal senda þig beina leið til.........« — svo fjekk hann hiksta, og gat því ekki lokið við setningnna. »Komdu með eitthvað handa mjer til þess að selja upp í, ste!pa!« — Jeg flýtti mjer sem mest jeg mátti, að ná í ílát, en varð þó heldur sein — fotin hans og borðið Hóöi allt út í spýju — — og voðalegan ódaun lagði á móti mjer í dyrunum. Jeg vissi það reyndar áður, að slíkt gat komið fyrir meðal skrílsins — meðal þeirra, sem vjer köllum lægsta og auðvirðilegasta úrhrak mannkynsins, — en að slíkt skyldi geta komið fyrir á öðru eins heimili og okkar — að það skyldi geta komið fyrir Henrik? — Hann hafði hnígið aptur niður á legubekkinn — hann var náfölur og vesaldarlegur. Jeg varð að bjálpa honum. Jeg þerraði af fötunum hans, og tók borðdúkinn, og þvoði hann. Svo lagaði jeg svæfilinn undir höfðinu á Henrik, og breiddi aptur ofan á hann, og allt i einu breyttist viðbjóður minn í sárustu með- aumkun--------— svona langt var hann kominn — svona djúpt var hann fallinn! Og jeg, sem ekki hafði haft neinn grun um, að nokkur hætta væri á ferðum! En nú verðum við að vera á verði, mamma og jeg; nú er sjálfsagt, að hafa vakandi auga á honum. Haun má ekki og skal ekki sökkva algerlega. Jeg fór inn til mömmu, og ætlaði að tala nm þetta við hana, auðvitað með svo vægum orðum, sem hægt var. Hún sat enn þá í sama stað, með hendurnar fyr- ir andlitinu, og vaggaði höfðinu ofurlítið fram og aptur. »Mamma!« Hún hreifði sig ekki. Jeg færði mig nær, og lagðist á knje við hliðina á henni. »Mamma!« Hún sat enn þá hreifingarlaus, og svaraði engn. Svo tók jeg hendurnar frá andliti hennar. Það lá við sjálft, að jeg hljóðaði upp yfir mig af skelfingu, þeg- ar jeg sá, hvernig svipur hennar hafði breyzt. Svo óumræðileg sálarangist, svo ógurlegur kvíði speglaði sig í andliti hennar. »Mamma — þetta lagast allt saman aptur«. »Heldurðu það?« sagði hún með lágri og hljóm-' lausri röddu. »Jeg liefi litla von um það«. ÍSAFJÖRÐUR, 28. JANÚAR 1898.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.