Haukur - 28.01.1898, Blaðsíða 4
44
HAUKUR.
I. II.- 12.
»Hvítu menniruir eru ekki hinir verstu óvinir
yðar«, mælti hr. von Chandelle; »Afríkumennirnir
hata yður meira, heldur en vjer«.
Indíanarnir æptu hástöfum af reiði. Það var
auðheyrt að von Chandelle hafði snert hinn rjetta
streng í hjarta þeirra.
»Svertingjarnir vilja steypa okkur«, sagði Chuqui-
sala eptir litla þögn. »Hjer á eyjunni er ekki rúm
fyrir bæði hrokkinhærða og sljetthærða veiðimenn.
Bara að hinn voldugi andi vildi uppræta Svertingjana,
því að þeir eru börn djöfulsins«.
»Þi vitið þjer sjálfsagt líka, hver það er, sem er
hliðhollur svertingjunum, og lætur þá ávalt hafa meiri
og meiri lönd«, mælti frakkneski maðurinn.
»Hinn hvíti höfðingi er mikiil hermaður«, svaraði
Chuquisala; »en hjarta hans er svart, og þess vegna
elskar hann Svertingjana«.
»Hann heíir ákvarðað, að afhenda Afríkumönn-
unum land það, er þjer nú hafið«, mælti hr. von
Chandelle enn fremur. »Svertingjarnir eru iðnir og
atorkusamir, segir hann, og undir þeirra handleiðslu
mun þetta land gefa mjög mikið af sjer. Innan viku-
tíma eiga Svertingjarnir að ráðast að yður, og annað
hvort fella yður eða reka á flótta. Þannig hefir hann
skipað fyrir«.
Indíanarnir urðu svo óttaslegnir, að þeir siepptu
tóbakspípunum sínum, og Chuquisala varð enn þá
þungbúnari á svipinn, en áður.
»Við skulum berjast«, sagði hann, »berjast, þar
til enginn stendur uppi af hinum litla ættstofni vorum,
og bein vor skulu rotna í landareign feðra vorra.
Jeg hefi enn þá 30 hrausta hermenn. Aður en þeir
falla, mun frumskógargrundin hafa drukkið í sig blóð
hundrað svartra ræningja. En segðu oss, hvers vegna
hinn hvíti höíðingi vill oss íllt, eptir að hafa svo lengi
verið oss góður og vinveittur. Er hann sjúkur, eða
er frú hans völd að því?«
»llann vill gera alla eyjuna að sinni eign, áður
en hann deyr«, svaraði von Chandelle, »til [þess að
sonur hans, sem nú er fimm ára að aldri, geti ríkt
hjer í ró og friði«.
Indíanarnir horfðu nokkra stund hugsandi inn í
eldinn. Loksins rauf höfðinginn þögnina, og mælti:
»Hinn hviti bróðir minn verður að gefa oss eitt-
hvert ráð; vjer hlustum«.
»Landshöfðinginn býr nú sem stendur á plantekru
sinni hjerna við skógarjaðarinn, tæpar þrjár mílur
hjeöan. Vinir minir þekkja staðinn, því að þeir
reyndu að ræna þar fyrir tveim árum síðan. Sjeu
Indíanarnir nú eins hraustir og hugrakkir, eins og
Chuquisala fullyrðir, að þeir sjeu, hvers vegna takið
þjer þá ekki veika manninn höndum, hvers vegna
takið þjer hann ekki hernámi, og flytjið hann á brott
með yður?«
»Hó! hó! grjenjuðu Indíanarnir allir í einu. Þetta
djarflega ráð kom alveg flatt upp á þá, en þeir sáu
þegar, að ef þeim auðnaðist að fylgja því, þá hlyti
það að verða til mikils ávinnings iyrir þá.
Chuquisala, sem ávalt hafði verið svo alvarlegur
á svipinn, varð nú allt í einu glaðlegri, og sagði með
siguihióðugri röddu: »Hinn hvíti vinur er hyggin
slanga, og munnur hans talar sannleika. En segðu
oss nú: hvað skeður, þegar hinn sjúki höfðingi deyr?«
»Þá verð jeg höíðingi yfir eyjunni, því að lands-
höfðingjasonurinn er ófullveðja«, svaraði frakkneski
maðurinn, »og landshöfðinginn hefir allt til þessa van-
rækt, að gera ráðstafanir til þess, að tryggja syni
sínum stöðuna eptir sig«.
»En hvað verður um drottninguna?« spurði
Chuquisala.
Hr. von Chandelle beit á vörina af gremju. Það
hafði alls ekki verið áform hans, að skýra þessum
börnum náttúrunnar frá öllum sínum áformum. En
þegar hann sá að allir störðu á hann, og biðu eptir
svari, svaraði hann þurlega: »Hún á að verða kon-
an mín«.
Höfðinginn kinkaði kolli, til þess að gefa í skyn,
að honum líkaði þessi fyrirætlun vel. Honum var
það Ijóst, að nú hafði hann fengið bandamann, sem
með tímanum hlaut að verða að fullu og öllu á hans
valdi, því að hann var með i vitorði um það leynd-
armál, sem ekki þurfti annað en koma upp, til þess
að steypa hinum hvíta manni.
Hann rjetti hr. von Chandelle hönd sína, og mælti:
»Vjer munum ráðast að hinum sjúka landshöfðingja,
og taka hann hernámi. Hvenær álítur vinur minn
hentugastan tíma tii þess?«
»Annað kvöld, rjett áður en kvöldAjarnan kemur
upp«, svaraði aðalsmaðurinn, og stóð upp.
»Vjer komum«, mælti Chuquisala, og augu hans
leiptruðu eins og eldur.
»Ef þjer styðjið að því, að jeg fái landshöíðingja-
stöðuna, og Eugeniu fyrir konu, þá skuluð þjer eptir-
leiðis lifa óáreittir af öllum«, mælti hr. von Chandelle,
tók byssuna sína á öxl sjer, og hjelt af stað. Það
var komið undir sólarlag. Hr. von Chandelle hvarf
inn í skóginn, en Indíanarnir hjeldu áfram ráða-
bruggi sínu.
»Hvitu mennirnir eru svikarar, hver öðrum verri«,
sagði Chuquisala. «Menn mínir hafa orðið þess á-
skynja í dag. Þeir eru hver öðrum andvígir, og öf-
unda hver annan af konu, börnum, húsi og peningum«.
»Bara, að sá tlmi kæmi að vjer yrðum aptur ein-
valdir í þessu landi, sem vjer höfum tekið í arf frá
forfeðrum vorum«, sagði Hákarlinn; það var aldraður
Indíani, með btóra og þunga koparhringi í eyrunum,
sem höfðu teygt eyrnasneplana svo, að þeir náðu nið-
ur undír axlir. »Síðan hinn mikli og voldugi Medizi-
ana, faðir höfðingja vors, ljezt heflr ættstofn vor ekki
átt neinn vin. Hann skýrði oss frá því, að hinir
fyrstu hvítu menn hefðu komið hingað fyrir 160 ár-
um; það voru Spánverjar, ríkir menn, og harðúðugir
mjög. »Kæru vinir«, höfðu þeir sagt, og sigað blóð-
hundum sínum á feður vora. »Vjer eigum að elska
hver annann!« sögðu þeir við ættstofn vorn, og skutu
svo af byssum sínum á oss. Að eins einn maður
hatði verið velviljaður hinum rauöu eyjarskeggjum,
eptir því sem gamli höfðinginn sagði mjer; hann hjet
Kasas. Hann hafði látið flytja hicgað sveitingja, til
þess að feður vorir þyrítu ekki að vinna i námunum.
En þessi velgjörningur hans varð feðrum vorum að
eins til harms og bölvunar. Svertingjarnir gengu í
flokk með hinuui hvítu, og hændust að þeim, og hvor-
ir tveggja liötuðu oss rauðu mennina«. (Meira.)
Vertu varkár með iæðu þá, sem fxeistar þín tii að
boiða, þegar þú ert oiðinn mettur; en vertu enn þá
varkárari með þann drykk, sem freistar þín til að drekka,
þegar þú ert ekki þyrstur.
Það sem er íllt, verður ávalt jafn íllt, hversu algengt
sem það er. Það er því eingin alsökun fyrir vínsaiann,
að þeir eru margir, sem drýgja þá synd.
Það er mjög hættulegt fyrir mann, að íinna stað, sem
honum þykir þægilegra að dvelja á, heldur en á heim-
ili sínu.