Haukur - 24.02.1898, Síða 5
I. 13.—14-
HAUKUR.
53
nautn brennivins og annara drykkja, sem alkóhól er í,
því að alls konar geðveiki, sem álengir drykkir hafa
kveikt, eru, eins og áður er skýrt frá, arfgengir.
En þótt lánazt hafi, að vekja nokkra meðlimi þjóð-
fjelagsins af' svefninum, þá er þó svo mikið vist, að enn
þá lifa margir þeir menn, sem, án þess að vera sjálfir
hneigðir fyrir áfenga drykki, geta þó aldrei sjeð »skóginn
fvrir eintómum trjám<i — alldrei sjeð, hversu afarnauðsyn-
legt það er, að berjast með öllu leyfilegu móti gegn nautn
áfengra drykkja.
Og þó er það sannleikur, að engin jarðnesk mann-
rjettindi eru æðri og helgari, en tilkall það, sem maðurinn
á til heimilis, er veiti honum það sólskin, þann frið, þá
hamingju og þann unað, er að eins getur átt sjer stað,
þar sem allir hegða sjer vel og sómasamlega; og þess
vegna er heldur ekkert eins vel lagað tii þess, að göfga
siðferðis- og sóma-tilfinninguna, eins og það, að geta
borið sanna virðingu fyrir sjáifum sjer, en það geta aptur
á móti að eins þeir, sem lita gagnlegu og heiðarlegu lifi.
Drykkjumaðurinn verður að tara á mis við þetta allt,
hvort sem eymd hans er heldur sjálfum honum að kenna,
eða hann verður að bera sitt niðurlægingarok sem arfs-
hlutskipti, er hann á jafnómögulegt með að losna við,
eins og sitt eigið meðfædda útlit.
Et menn að eins gætu gert drykkjumanninum það
skiljanlegt, að honum er ofaukið í heiminum, með þvi að
full ástæða er til að óttast það, að hann gróðursetji í
honum sína eigin eymd og bölvun, þá væri þjóðinni unnið
þarfara verk, heldur en gert er með mörgu öðru, og það
jatnvel þótt sama takmark sje haft íyrir augum. Færi
svo, að þessum vesalingum, sem standa í þeirri meiningu,
að þeir sjeu menn, yrði það vel ljóst, að þeir þvert á
móti, með hinum dýrslegu fíknum sínum, hafa algerlega
afmáð rjett sinn til þess, sð byggja heiminn, þá væri ekki
óhugsandi, að hugsunin um hina sorglegu, vinasnauðu og
einmanalegu frammtíð þeirra, gæti orðið til þess, að
opna á þeim augun, svo að þeir næmu staðar á niður-
lægingarbrautinni, áður en það væri um seinan.
Það, sem mörg ein kona og móðir, er orðið hefir
íyrir því sorglega hlutskipti, að verða að búa saman við
drykkjumann, hefir orðið að þola og stríða, til þess að
haida heimilinu við, og afia hins nauðsynlegasta handa
sjer og sínum, — það er svo margt og margvlslegt, að
um það mætti rita margar stórar og þykkar bækur. —
Jafnvel þótt það komi fyrir, að kvennmenn leggist í
drykkjuskap, þá er það þó mjög sjaldgæft, og einmitt
það má mörgu öðru fremur telja þeim til heiðurs, því að
það má ekki gleyma því, að konau er í þessu efni, alveg
eins og maðurinn, háð arfgengislögmálinu. Það er því
nær eÍDgöngu karlmaðurinD, sem viðheldur áfengisbölvun
inni, gróðursetur hana í afkomendum sínum, og sýkir-
aðra út frá sjer á alla vegu. Aðalorsökin til þessa, er sú,
að hann er síngjarnari, og ekki eins ósjerplæginn, eins og
kvennmaðurinn.
Af 50,000 skólabörnum, sem nýlega hafa verið skoðuð og
athuguð af læknum á Englandi, voru yíir B0 af hundraði
veikluð á líkama og s&l, á þann hátt, að hægt var að
sanna, að það voru afleiðingar af drykkjuskap foreldranna.
Það er með öðrum orðum, að af þessum 50,000 börnum,
voru 16—17,000 meira eða minna ej'ðilögð fyrirfram um
alla sína ævi.
Það er auðvitað, að tjón það, sem liffærakerfi líkamans
verður fyrir af nautn alkóhóls, eða hinna ýmislegu á-
fengu drykkja (brennivins, whiskys, romms bjórs, o. s. frv.),
er í rjettu hlutfalli við það, hve opt þess er neytt, hve
mikils er neytt af því, og hversu likamsásigkomulag við-
komanda er. En svo mikið má segja með íullum sanni,
að jafnvel hin allra hóflegasta nautn slíkra drykkja lætur
aldrei h]á líða, að haía skaðleg áhrif á liffærin. Til
viðvörunar öllum, skulum vjer drepa hjer á ýmislegt, sem
getur orðið til þess, að sýna fram á, hversu hræðilegt ólán
það er fyrir manninn, að verða hneigður fyrir áfenga
drykki.
Alkóhól hefir fyrst í stað örvandi, og, að því er í
fijótu bragði virðist, hressandi og styrkjandi áhrif á
líkamann. En að lítilli stundu liðinni fara áhrifin að
verða önnur; þetta ímyndaða fjör breytist bráðlega í mátt-
leysi og doða. Með þvl að neyta opt áfengra drykkja,
veiklar maðurinn þess vegna meir og meir vinnuþrótt sinn,
þar til hann að lokum verður algerlega óhæfur til allrar
vinnu.
Af þessu sjest, að alkóhól eyðir vöðvaþróttinum. En
þar með eru ekki upp talin öll hin skaðvænu áhrif þess.
Það spillir einnig meltingunni smám saman, tneð því að
alkóhóleitrið skemmir svo mjög slímhimnuna í maganum,
að hún verður æ óhæfari og óhæfari til þess, að gefa frá
sjer nægilegan og hæfilegan meltingarvökva. Þar að auki
spillir það lifrinni, og ónýtir hana. Það eyðir og smám
saman hæfilegleika blóðsins til þess, að sjúga í sig
nægiiegt súreíni, og við það minnkar líkamshitinn; slag-
æðapípurnar veikjast, svo að hætt er við að þær geti
spruDgið af blóðþrýstingnum innan frá; hjartað slær
sterkara, og verður þannig fyrir of miklu eiíiði; tauga-
kerfið ónýtist, og þar af leiðandi sljóvgast öll skilningar-
vitin; heilin og mænan verða fyrir stöðugri ertingu og
espun, og afleiðingarnar verða delirium tremens (ölæði),
máttleysi og geðveiki. Bætið svo hjer við, að því meir
sem maðurinn drekkur, því meir sljóvgast og siðspillist
vilji hans og hugsunarháttur allur, svo að hann verður
algerlega óhæfur til þess, að taka nokkra alvarlega á-
kvörðun, óhæfur til þess, að hugsa ljóst og skipulega,
óhæfur til þess, að nota skynsemi sína, og sekkur þannig
æ dýpra og dýpra, þangað til svo að segja enginn snefiil
er eptir í honum af hinu sanna og rjetta manneðli. Og
það skelfilegasta af öllu þessu er það, að slík líkamleg
og andleg umturnun gengur í erfðir til afkomendanna.
— Hvenær skyldi þjóðin vakna til meðvitundar um það,
hve bráðnauðsynlegt það er, að berjast með sameinuðum
kröptum gegn þessu voðaböli, þessu stærsta og skæðasta
allra þjóðfjelagsmeina?<
„Sendingar.“
(Eptir J.)
—«o»—
III. Hinn politiski brennivínskútur.
ísland í Gyðingaklóm. — Stofnun þjóðbanka.
Tæmist hinn politíski hrennivínskútur aldrei?
Eða geta leiðtogar hínnar ísl. alþýðu drukkið úr
honum um aidur og æfi, án þess að borð komi á
hann?
Verða menn aldrei leiðir á dreggjunum úr
leglinum hans Valtýs? Leiðir á »lekabyttulegi*
þeim, þótt kryddaður sje með »Brama« og »Kína«
auglýsingum og þótt Voltakross sje settur á sullið, til
sönnunar því, að það sje »ekta«?
Halda hinir ísl. »politikusar«, að almenningur
viti það ekki, að þeir eru á sífelldum »túr«? Avalt
á einhverju stiginu, frá »sætkenndur«, upp í »blind-
öskrandi®? Geta menn þessir hugsað, að svo mikið
hafi verið á kútfjandanum, að allur almenningur sje
líka á þeim grenjandi »túr«, að hann heyri ekki,
sjái ekki, finni ekki, og trúi ekki, að það eina, sem
öll »ljós« Islands nú eru sammála um, sje satt? Að
það eina, sem þeir færa daglega »fullar« sannanir
og rök fyrir á dálkum sínum, geti ekki verið hauga-
lýgi, — það, nefnilega: að allir sjeu þeir viti sínu
fjær, — viti ekki sitt rjúkandi ráð, og sjeu »politiskir
deliristar«, hver öðrum betri.
Ætli þeir verði vondir, ef stungið er upp á þvi,
að reka nú tappa í legilskömmina ?
Náttúrlega að eins stundar- og hófsemdar-bind-
indi! Pá sjer »bitter« ef andinn og kærleikurinn
dofnar, — en hægja ofurlítið á sjer, þangað til það
sjest, hvort Valtýr fær »attur á 'ann*.