Haukur - 24.02.1898, Qupperneq 6
54
HAUKUR.
I. 13—14
Skylda menn í.teinfcofna, ef fjárhagsbaslinu væri
hellt á könnnna?
Lögurinn úr þeim kút, er að sjálfsögðu ekki eins
örvandi, eins og úr hinum »politiska«. En krydda
mætti hann liklega, svo að hann hressti kærleikann
— ofurlítið. Jafnvel ókryddaður ætti hann að geta
gengið i menn, þegar ekki er á betra vö!; og þótt
hann sje ekki íjúffengur, þá er þó svo mikið víst, að
»engan hefir hann drtpið«.
Njótendur þess. sem hjer fer á eptir, eru beðnir
að afsaka, að kryddið vantar. Og »ijósunum« er
fyrirfram gefinn einkarjettur til þess, að segja það
allt þá örgusti lýgi og vitleysu, — einkarjettur til
þess, að umhveifa því á alla vegu, slá sig til ríddara
á því, og ríða þvi með skrápskóm. Og um fram
allt er þeim gefinn einkarjettur til þess, að segja og
sanna, að þau hafi fyrst af öllum bæði skapað og
fundið sannleika þann, sem í því kynni að vera, og
að enginn kunni með það efni að fara, nema þau.
Hið fyrsta fall af þeim legli heitir:
USLAND í GyÐINGAKLÓM«
íoland er í fjárhagslegu tilliti sjálfstætt land. En
sjalfstæðið er að eins á pappírnuin.
Fjárhagsþungamiðja íslatds er ekki í hinu ísl.
þjóðfjelagi. Hún er í höndum Gyðinga í Hamborg
og London. Gyðingar þeir hafa selstöður í Kaup-
mannahöfn. Selatöður þær hafa aptar í selinu á
Islandi. Selstöður þessar hiiða allt það, sem hinu
ísl. þjóðfjelagi kynni að áskotnast fram yfir það, er
þaif til þess, að halda sultarlifi í þessum 70 þúsundum,
er þjóðfjelagið byggja, og að viðhalda nægilegri við-
komu til þess, að ávaxta peninga þá, er þjóðíjelagi
þessu eru skammtaðir.
Þótt þjóðmálagörpum vorum takist, að gera hið
ísl. þjóðfjelag að »rósrauðri republik, þar sem allir
eru númer eitt« — á pappírnum og í hugskoti sjálfra
sín —, þá verður »númer eitt« aldreiannað, en fátækur,
ómenntaður húðarjálkur — ánauðugur þræll gyðinga-
þrælanna, ef fjárhag íslands ekki er komið í betra
horf, en hann nú er í.
En hið fyrst stig til þess, er það, að stofna ísl.
þjóðbanka.
Þurfi menn sönnun fyrir þvi, að fjárhagsmál
íslands sjeu í ólagi, þá skal jeg nefna þeim þá
atvinnugrein, en aldrei getur innlend orðið í öðru
þjóðfjelagi en því, sem á þjóðbanka — það er verzl-
unin. Meðfram vegna þess, að hin ísl. verzlun er
lánardrottinn annara ísl. atvinnugreina, þarf hún á
ca 18 miljónum króna að halda. Af upphæð þessari
er hálf þriðja milj. kr. að svo miklu leyti eign hinns
ísl. þjóðfjelags, að arður af þeim og atvinna lendir að
mestu leyti í höndum íslendinga. Á sama hátt rennur
arður og atvinna af nál. þremur og hálfri milj. kr.
til danskra manna, hinna svo nefndu »ísl. Kjomænd«,
sem hið núverandi fyrirkomulag neyðir til þess, að
vera borgara í þjóðfjelagi, sem í fjárhagslegu , tilliti
er útlent. Að öðru leyti er fjárupphæð sú, er ísland
þarfnast, til þess að reka verzlun sína, algerlega út-
lent fje, og borgar ísland opt yfir 20 af hundraði á
ári í leigu af meiri eða minni hluta þess. — Menn
neita þvf máske, að upphæð vaxtanna sje svo há.
— Dæmi: N. N. í Hamborg stofnar banka í Kaup-
mannahöfn. Banki sá gefur frá 6 til 12 af hundraði
brúttó á ári — segjum 8 ef hundraði. — Danskt
verzlunarhús hefir keypt peninga þessa, og kaupir
fyrir þá víxla af dönskum »kommissionær«. Það
þarf 7/8 til 1 af hundraði á þrem mánuðum — segj-
um 3a/2 af hundraði á ári. — »Kommissionærinn«
lánar Islandskaupmanni vörubirgðir fyrir víxla þessa;
hann tekur 2 af hundraði fyrir, að selja, og 2 af
hundraði fyrir að kaupa vörur íslandskaupmannsins;
það eru 4 af hundraði. Nú »umsetur« hann þessa
sömu upphæð tvisvar á ári, og þá verður það 8 af
hundraði — segjum 6 af hundraði. — Enn fremur
tekur »kommissionærinn«, eða verzlunarhús það, er
heldur hann, alla »Rabata«, sem eru frá 4 til 35 af
hundraði — segjum 10 af hundraði. — íslandskaup-
maðurinn þarf að lifa, og enda að græða. Hann
þarf enn fremur að greiða afarháa ,leigu af útlendum
skipum, fyrir að flytja vörur milli íslands og útlanda,
útlendum vátryggingarfjelögum afarháa »premíu«
0. s. frv. — Þótt hann leggi 50% á hina aðfluvtu
vöru, þá græðir hann ekki stóit. En af þeim 50%
lenda ekki einu sinni 7% í hinu ísl. þjóðfjelagi (laun
verzlunarþjóna m. m.). — — Te'ji menn þetta saman,
og játi, að nokkuð af þvi sje rjett, þá munu þeir
verða að viðurkenna, að heldur sje of lágt, en of
hátt talið, ef talið er, að Island gjaldi ytír 20 af
hundraði á ári í vöxtu af fje því, er veizlunin
þaifnast sjálf, og ,fje því, sem hún iánar öðrum at-
vinnugreinum á íslandi. — Sje lánsfjeð 12 miljónir
króna, þá er það sama sem frá 10 til 20 þúsund króna
skattur á hvern hrepp íslands. — Skyldu menn eigi
kvarta, ef hreppsnefndin jafnaði upphæð þeirri á
menn á hausti hverju?
Skyldi almenning óra fyrir þvi, að það er klaufa-
skap þekkingarleysi og viljaleysi þirgshansað kenna,
að það er svona? Skyldu menn tiúa því, að það er
ekki hafís, óáran, ónýt stjórn, nje ófrjósemi íslands,
sem er orsök fjárhagsskiælingjaskaparins, heldur dauða-
svefn og bjánaskapur afvegaleiddrar og blindaðrar
alþýöu, er kýs menn til þess, að skipa þing þetta?
Það má nefna aðra atvinnugrein, — flskiveiðarn-
ar —, sem talandi vott um fjárhagsástandið. —
Vegna ólags þess, sem er á þessari iðn, þáframleiðir
hún ekki einn tíunda hluta afþví, sem hún gæti fram-
leitt með mannafla þeim, sem vjer hötum þar á að
skipa. Af sörnu orsök fáum vjer að eins £ 14 pr.
ton af verkuðum afurðum hennar, eða sem svarar
til 9 á móti 35 til 50, sem annara þjóða menn, er
fiska á miðum vorum, og selja vöru sína á sömu
mörkuðum, eins og vjer, fá fyrir sínar afurðir. —
Skipstjórar á sumum »trollurunum« hafa hærri dag-
laun, heldur en landshöfðingi Islands. Vorir skipstjórar,
sem að öllu geta veriö jafnfærir hinum útlendu
skipstjórum, og sem leggja margfalt meiri vinnu og
vosbúð á sig, en þeir, fá mjög sjaldan einn tíunda
af launum þeirra. — Hásetar vorir og flskimenn, —
sem settir eru alloptast á manndrápsbolla, er drepa
þá fyrir tímann úr vondri aðbúð, eða með því að
sökkva nær sem hvessir —, fá 10 kr. í laun áviku,
þegar vel lætur. Hinir útlendu básetar, er reka veið-
ar hjer við land, fá jafn opt 10 kr. á dag. — Skips-
eigendur hjer á landi hafa allflestir skaða á útgerð
sinni. Það eru dæmi til þess, að útlendir útgerðar-
menn hafa grætt 90,000 krónur á sumri á útgerð eins
skips til fiskveiða við strendur Islands.
Og sama er ásigkomulag allra annara atvinnu-
greina hjer á landi.
Menn flnna líka almennt, að eitthvað er bóta vant
í mannfjelagi voru.
Sumir þing- og þjóðmála-garpar vorir segja göt
þau á stjórn vorri hinni dönsku, og vilja bæta hana;
en hún fer i flæmingi undan áleitun þeirra, og vill eigi
bætast láta af þeim.
Aðrir vilja bæta kaupmannastjettina; enhenni leiðist
líka þukl það, þegar ekkert verður úr frekari að-
gerðum.
Þá eru enn nokkrir, sem bæta vilja hjú þjóð-
fjelagsins, — embættismennina —, með því að svelta
þau enn þá meira, en nú gerist — spara. — Það er
næstum því gaman, að heyra þá menn, sem með
fyrirhyggjuleysi sínu og slóðaskap eyða öllu því, er
tönn f'estir á, frá þjóðfjelagi sínu, taia um að spara
því peninga, með því að draga svo mikið aflaunum
þjóna þjóðfjelagsins, að þeir eig;i geti unnið því hálft
gagn, eða staöið í stöðu þeirri, er þeir eru skip-
aðir í.
Og allmargir vilja setja smábætur á allan almenn-
ing — mennta hann á »billegum« búnaðarskólum,
kvennaskólum 0. s. frv.
En enginn mælir með því, að gera alvarlega
tilraun til þess, að sameina allar þessar bætur, og
reyna að sletta þeim á glompu þá, sem öll hamingja
og veiferð íslands nú glatast um — þingið.
Engum dettur í hug, aö vera svo einarður, að,
segja svo hátt, að allir megi heyra: »Það er alþingi