Haukur - 24.02.1898, Qupperneq 7

Haukur - 24.02.1898, Qupperneq 7
I. i3-—14- II AUKUR. 55 íslendinga, sem — með því að eyða tíma sínum í rænulaust politiskt glamur, í stað þess að leggja sínu veiku hönd á fjármál landsins — er aðalorsök þess, að atvinnugreinarnar eru í svo miklum lama- sessi, að — jafnvel íslendiugum er minnkun að. Það eru þingmenn Islendinga, sem eyða, auk þing- kostnaðarins, óbeinlínis miljónum króna sf almannaíje á ári hverju. Það er þingmönnunum að kenna, að sjerhver kjósandi nú tapar á ár hverju helming þess, er hann hefir aflað fjölskyldu sinni til lífsfram- færis. 0g með því, að halda núverandi ástandi lengur við, svíkja menn sjáifa sig og þjóðfjelag sitt á verri hátt, en þótt þeir læddu hundruðum þúsunda króna af almannafje í sína eigin vasa. Hinir stolnu peningar kæmu brátt úr höndum þjófanna til eigenda sinna. En peningar þeir, sem menn með núverandi fyrirkomulagi glata úr höndum hins ís). þjóðfjelags, eiga aldrei apturkvæmt«. Menn myndu kalia slíka umsögn »sleggjudóma« o. s. frv. Þeir mættu kalla það hverju nafni, sem þeim þætti gómsætast, og staía að því, eins og þroski þeirra leyíir þeim bezt að gtra. Hið sanna í ummælunum stæði eptir sem áður óhaggað. (Meira) Fróðleiks-molar. Þótt það sje mikils virði, gullið, sem íiutzt heflr frá Kalitorniu, siðan gullnámurnar fundust þar íyrst, þá er fyrirferðin þó ekki meiri, en svo, að það gæti alit rúmast i herbergi, sem væri 40 íet á lengd, 20 fet á breidd, og 15 fet á hæð. * fie * Skinandi s k o rkvik indi. Á ýmsum stöðum í Suður- og Mið-Ameríku eru skorkvikindi, sem eru svo iskínandi björt, að St. Hansormarnir, sem iinnast víðsvegar hjer á álfu, komast ekki r neinn samjöfnuð við þau. Ein tegund þessara skorkvikinda er svo hjört, að eitt kvikindi nægir til þess, að lýsa heilt heibergi. Þegar unga fólkið heldur dansleiki, þá fá stúlkurnar sjer venjulega slíka orma, og festa þeim í hár sitt, eða á búning sinn, og þykir það ætíð hafa framúrskarandi áhrif í þá átt, að auka á íegurð þeirra. * ffi fifi Bráðþroska hörn. Menn, sem ferðast hafa um Indialönd, eru alveg forviða yfir því, hversu börn Hindúa sjeu bráðþroska, og fljót að taka íramförum. Aþeimaldii sem börn hjer á álfu eru ekki einu sinni íarin að læra að þekkja stafina, eru Hindúa börnin þegar orðin fyrirtaks bandiðna- og iþrótta menn. Sjö ára gamlir drengir skera út myndir úr trje, svo að það er hreinasta snilld, og það er mjög algengt, að 10 ára gömul börn geta ofið hina dýrmætustu og skrautlegustu dúka. Ljósmyndasmiðir á Rússlandi hafa einkennilega aðferð til þess, að refsa þeim viðskiptamönnum sínum, sem ekki borga myndirnar. Þeir iesta mynd sökudólgsins upp i sýningarskáp sinn, og láta hana — standa á hötði. fifi i’fi Taugahyitin í heila mannsins. Iheilamanns- ins eru að minnsta kosti 800,000,000 taugahylfi, semhveit fyrir sig er að öllu sjálfstætt líffæri. Það er áætlað, að hveit taugahylfl lifi hjer um bil í 00 daga, og deyja eptir því 5,000,000 taugahyifi á dag, eða 200,000 á klukkustund- inni, eða hjer um bil 8,500 á mínútu hverri. En að sama skapi myndast ávalt önnu» ný, svo að heili mannsins endurnýjast þess vegna algerlega á hverjum 60 dögum. fifi fie fifi I tungumáli Jspansmanna eru um 60,000 orð, og hvert orð er ritað með sjerstöku merki. Það er öldungis ómögu- legt fyrir einn mann, að iæra allt málið, og menntaður Japansmaður þarf heldur ekki að kunna nema hjer um bil 10,000 orð. fifi * * Móða og hrím á gluggum. Mörgum er illa við móðu og hrím á gluggarúðum, einkum verzlunarmönn- um, sem viija hafa ýmislegt til sýnis úti við gluggana. En það er ofureinfalt að verjast þessu. Það þarf ekkert annað, en að væta rúðurnar ofuriitið með hreinu glj’oerini, og þá kemur engin móða, ekkert hrim eða neitt þess háttar á þær. Eptir lengri eða skemmri tíma getur auðvitað vitjað tii, að ryk setjist á þær, og þarf þá að þurka það af, og bera aptur á þær glycerin. Meðai þetta er ótvílugt, og hefir um langan tíma verið notað til þess að verjast móðu og hrími á eimreiðargluggum. * >|c Mannshár er sjálfsagt einhver arðsamasta verzlunar- vara, sem til er. Til Lundúna er á ári hverju flutt um 5 ton (10,160 pund), og í París þurfa menn á nál. 200,000 pundum af mannshári að halda á ári, og er það talið að kosta 640,000 krónur. GLEYMNI. Það þykir máske ótrúlegt, að til sjeu svo gleymn- ir menn, að þeir hafi ekki munað eptir að mæta við brúðkaup sitt; en þess eru þó mörg dæmi. Bezt í þeirri röð er þó sjálfsagt sagan af sira Georg Harvest, sem varð það tvívegis á, að gleyma brúðkaupsdegi sínum. í fyrra skiptið ætlaði hann að kvongast dóttur Camptons biskups í Lundúnum, en þegar brúð- kaupsdagurinn rann upp, þá lagði hann af stað á fiskveiðar, og mundi ekkeit eptir brúðkaupinu. Brúöurin varð svo hrygg og reið yfir þessu, að hún sagði honum þegar upp. Nokkru seinna trúlofaðist hann annari stúlku, og brúðkaupsdagurinn var ákveð- inn; en það lá við sjálft, að það brúðkaup færist einnig fyrir, af sömu orsök og hitt. Hann gleymdi alveg, að mæta í kirkjunni á hinum ákveðna tíma. Það var beðið eptir honum fulla kiukkustund, en hann kom ekki, og var þá sent af stað að leita hans. Fannst hann þá loksins á efnafræðisstofu sinni í há- skólabyggingunni, og var hann þar niðursokkinn í einhverjar rannsóknir, og kom alveg eins og af fjöll- um, þegar hann var minntur á brúökaupið. Edison hafði einnig gert sig sekan í töluverðri gleymni á brúðkaupsdegi sínum. Reyndar mætti hann á ákveðnum stað og tíma, en þegar er vígslunni var lokið, skundaði hann beina leið inn á vinnustofu sína, og sökkti sjer þar svo mjög ofan í vinnu sína, að hann gleymdi aigerlega bæði brúðkaupsveizlunni, konunni sinni, og öllu, er að biúðkaupinu laut, og kom ekki þaðan aptur, fyr en eptir tvo sólarhringa. Hinn alkunni enski leikari, John Kemble, gipti sig síðari hluta dags; um kvöldið átti hann að leika »HamIet«, og hugsaði hann svo mikið um leikinn, að hann gleymdi alveg hjúskaparsáttmála þeim, sem hann hafði gengizt undir, áður en hann fór á leikhúsið, og þegar leikrum var lokið, bjelt hann beina leið heim í heibergi það, sem hann hafði búið í áður, og svaf þar um nóttina. Merkilegasta kona heimsins. Ucgfrú Evatima Tardo er eflaust hin merkileg- asta kona, sem til er í heiminum, og engin hefir gef- ið læknisfræðingunum eins mikið umhugsunarefni, eins og hún. Jafnvel þó almenningur hafi til skamms tíma ekki fengið neinar greinilegar sögur af henn1', þá hafa þó margir læknar og háskólakennarar í mörg undanfarin ár verið að brjóta heilann um hana, og allir þeir, sem hafa sjeð hana, bæði í Evrópu og Ameríku, hafa orðið að játa, að hún væri sú dular- fuliasta og furðulegasta vera í mannsmynd, sem þeir hefðu nokkurn tíma sjeð. Hún er 26 ára að aidri, og hefir alla æfi sina verið algerlega tilfinningarlaus, að því er líkamann snertir. Hún finnur ekki til neins sársauka, þótt t. d. títuprjónum sje stungið á kaf í likama hennar; að eins finnur hún þá, að eitthvað er komið við hana. Það hefir verið reynt, að stinga saumnálum upp undir neglurnar á henni, og halda glóandi járni rjett

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.