Haukur - 24.02.1898, Side 8

Haukur - 24.02.1898, Side 8
56 HAUKUR. I. 13.-14. við hörundið, og það hafa verið skornir djúpir skurð- ir hjer og hvar í líkama hennar, en það hefir ekki haft nein áhrif á hana. Hún heflr ekkert fundið til, og skurðir og áverkar, sem henni hafa verið veittir, hafa gróið á einni eða tveimur klukkustundum. Hún hefir einnig fullkomið vald yfir blóðrásinni í likama sínum. Þótt hún sje særð svo stóru sári, að iæknarnir sjeu í hreinustu vandræðum með, að stöðva blóðrennslið, þá getur hún stöðvað það algerlega hve nær sem hún vill, og þegar þess er óskað, getur húa látið það hefjast á ný. Það er einmitt þetta vald hennar yfir blóðrásinni, sem allir læknar og prófessorar eru mest forviða yfir. Það yfirstígur þeirra þekkingu og skilning. Ungfrú Tardo hefir enn fremur þann eiginlegleika, að eitur hefir engin áhrif á hana. Hún hefir t. d. ver- ið bitin af hinum eitruðustu höggormum, og ekki orðið nokkurn hlut meint við það. Hún hefir jafnvel sjest taka þessi andstyggilegu skriðdýr í fang sjer, og erta þau og kvelja á ýmsa vegu, þar til þau að lokum hafa bitið hana svo um hefir munað. Það hefir verið reynt, að spýta inn í blóð henn- ar sóttkveikjuefnum ýmsra banvænna og næmra sjúk- dóma, svo sem kóleru, difterítis, tæringu o. s. frv., en það hefir ekki haft nein áhrif á hana; hún hefir verið alveg jafn góð eptir sem áður. Það hefir einnig verið reynt, að skjóta kúlu gegn- um ýmsa hluti líkama hennar, en sár þau, sem við það hafa myndazt, hafa gróið aptur á mjög skömm- um tfma, og henni hefir aldrei orðið neitt meint við slfkt. Doktor Playfair, sem er gagnkunnugur öllum einkennilegleikum þessarar stúlku, telur ugglaust, að þetta aigerða tiifinningarleysi hennar stafi af því, að ekkert samband sje á milli bústað skilningarvitanna eða tauganna. Menn eru orðnir sannfærðir um það, að það sje að eins þrennt, sem geti orðið banamein ungfrúarinn- ar, — hún geti ekki dáið, nema bjartað, heilinn eða mænan verði fyrir einhverju slysi. Ungfrú Evatima Tardo er fædd á eyjunni Trini- dad, og er kynblendingur. Hún hefir ávalt verið til- finningarlaus, síðan hún man fyrst eptir sjer.. Þegar hún var 5 ára að aldri, varð hún fyrir því slysi, að höggormur beit hana. Foreldrar hennar voru sann- færðir um, að hún hlyti að bíða bana af þvi, og geta menn þvf hugsað sjer, hve forviða þeir urðu, þegar barnið hfjóp um alít, eins og ekkert hefði í skorizt, og kenndi sjer einskis meins eptir höggormsbitið. Hún er, ef svo mætti að orði komast, hið ein- kennilegasta og merkilegasta náttúruafbrigði þessarar aldar, og sífelld orsök til undrunar og aðdáunar bæði í hinum gamla og í hinum nýja heimi. S k r í 11 u r. —0:0— Notaleg nýársgjöf. Þegar þjónar og þjónustumeyjar hertogans í T. fluttu honum nýársóskir sínar, svaraði hann. »Þakka ykkur fyrir, vinir mínir; jeg veit, að þið viijið mjer vel, og til þess að sýna ykkur, að jeg ber sama hlýja hugann til ykkar, ætla jeg að gefa ykkur öllum ákafiega stóra nýársgjöi*. Þjónustufólkið fór að verða heldur en ekki torvitið. »Mjög stóra nýársgjöf«, hjelt hertoginn álram. »Jeg gef ykkur allt það — sem þið hafið stolið frá mjer á þessu síðastl. ári. Meðal, SEM HREIF. Móðirin: Nú, svo maðurinn þinn er alveg hættur að vera á veitingarkránum á kvöldin? Dóttirin (nýgipt): Já, jeg var fljót að venja hann af því. Móðirin: Og hvernig fórstu að þvi? Dóttirin: Áður en jeg fór að hátta á kvöldin setti jeg tvo hægindastóla við ofninn, Ijet nokkur hálftæmd vín- glös standa á borðinu, dreifði vindlaösku yfir borðdúkinn, og fyilti herbergið með tóbaksreyk; þetta hreif ótrúlega fljótt, og nú situr maðurinn minn ævinlega heima á hverju kvöldi. * * * Líka lán. Frúin: Hugsaðu þjer bara, hann Hansen er svo heyrnarlaus, að hann getur ekki einu sinni heyrt, konuna sína tala. Maðurinn: Já, jeg hefi aldrei efastum, að lánsamir menn gætu einnig verið til í þessum heimi. * * # Kennarinn (við próf í sagnfræði): Hvar og hve- nær, eptir hvaða orustu og í hvaða stríði, með hverjum skilyrðum og milli hverra komst þessi friðarsamningur á? * * * Börnin okkar. Karl litli: Heyrðu afi minn! Afinn: Hvað viltu, drengur minn. Karl: Viltu gera nokkuð fyrir mig? Afinn: Hvað er það? Karl: Lokaðu snöggvast augunum. Afinn: Til hvers ætti það að vera? Karl: Jú, jeg skal segja þjer — mamma segir, að þegar þú sjert búinn að loka augunum, þá fáum við svo ósköp mikla peninga, og nóg af öllu, og að þá flytjum við okkur öll yfir í húsið þitt, og þar sje svo gott að vera. * * * Bara ÞESS VEGNA. Læknirinn (sem hefir verið sóttur kl. 2 um nótt): Já, svo vil jeg biðja frúna, að senda boð eptir prestinum, og — ef þjer viljið gera erfðaskrá — þá líka eptir fó- getanum. Frúin: En hamingjan hjálpi mjer, læknir góður; jeg er þá víst ósköp hættulega veik? Læknirinn: Veik? Nei, langt frá því — það er svo sem ekki neitt; en jeg vil að eins ekki vera sá eini, sem er rekinn upp úr rúminu í nótt að ástæðulausu. * * Sjí Dansleiks-samtal. A. : Hvernig lízt þjer á dætur kaupmannsins ? B. : O, önnur þeirra er hræðilega blátt áfram, en hin er blátt áiram hræðileg. * ❖ # Stillingarmaður. Ólafur gamli var maður, sem tók lífið með ró. Einu sinni kom ráðskonan hans inn tii hans um miðja nótt, og vakti hann. »Hver ósköpin ganga á? spurði hann, og mjakaði sjer til í rúminu, tii þess að láta fara sem bezt um sig. »Hún móðir þín er dáinb »Hjálpi mjer, það verður ljóta sorgin, þegar jag vakna í fyrramáliðc. Svo sneri hann sjer upp að þilinu, og sofnaði aptur. 3jC * Hann þekkir hana. A. : Þetta ætti hver maður að fá að vita undir eins. B. : Já, jeg ætla þegar að fara, og segja konunni minni frá því. * # if A. : Jeg hefi heyrt, að Páll, vinur okkar sje búinn að eignast konu, sem tali öll möguleg tungumál. B. : Veslings maðurÍDn. Jeg kenni sannarlega í brjósti um hann; konan mín talar ekki nema að eins eitt tungu- máf, og það hefir mjer allt af fundizt meira en nóg. Prentsmiðja Stefáns Kunólfssonar.

x

Haukur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.