Haukur - 29.03.1898, Qupperneq 2

Haukur - 29.03.1898, Qupperneq 2
66 HAUKUR. I. 17.-18. urinn, sem hann í sama bili teygði niður fyrir eyrun, var enginn óskahattur, og koflnn hennar Rauðu-Mettu stóð því óhaggaður eptir sem áður. Og svo labbaði Ólí gamli af stað upp til Páls tengdasonar síns, til þess að biðja hann, að hjálpa sjer til að líta eptir strandinu. Páll var sjómaður, og bjó með konu sinni, Katr- ínu, í litlu og laglegu, nýbyggðu húsi, sem stóð í þröngu dalverpi, er sneri fram að sjónum. Óli gamli hafði lengi vel verið mjög mótfallinn þeim ráðahag, og hann hafði jafnvel optar en einu sinni gert alvar- lega tilraun til þess, að ónýta trúlofun þeirra. Á- stæðan var ekki einungis sú, að Páll var fátækur, átti ekkert til, nema nokkur hundruð krónur í peningum, sem hann sjálfur hafði dregið saman; nei, aðalástæð- an var sú, að hann var fæddur af ljelegu f'ólki. Móð- ir hans hafði verið á sveit til dauðadags, og sjálfur hafði hann að miklu leyti verið aiinn upp á sveitar- innar kostnað. Og þetta uppeldi hafði, eins og venja er til, ekki verið sem allra bezt. Hin meðfædda ljettúð hans hafði öllu heldur veríð vakin, en kæfð, 0g á fermingaraldri hafði hann þegar gert fleira en eitt glappaskot, og tekið þátt í ýmsum heimskulegum strákapörum. En svo varð hann allt í einu eins 0g annar mað- ur. Hann varð gætinn og ráðsettur og reglusamur piltur, og menn fóru að bera traust til hans. Hann stundaði fiskveiðar, og lánaðist það vel, 0g það, sem hann vann sjer inn, það lagði hann fyrir, og nú leið ekki á löngu, áður en hann gat keypt sjer part í róðrarbát, og þegar hann var fenginn, þá fóru aur- arnir að safnast smátt og smátt. Eptr þvi sem Óli fjöruvörður kynntist Páli betur, eptir því sannfærðist hann betur og betur um það, að Páll væri svo heiðarlegur, trúr og duglegur dreng- ur, sem nokkur sjómaður eða bóndi þar í hjeraðinu gæti óskað sjer fyrir tengdason. Og þegar hann sá, að þeim Páii og Katrínu var fullkomin alvara með, að vilja ná saman, þá setti hann sig ekki lengur bein- línis móti því, heldur ljet sjer nægja, að nöldra og mala eitthvað í háifum hljóðum, og svo þegar brúð- kaupið var ákveðið, þá hætti hann því einnig ger- samlega, 0g hjáipaði ungu hjónunum eptir föngum til þess, að setja sig á laggirnar. 0g nú höfðu þau Páll og Katrín búið saman nokkuð á annað ár. Óla likaði ávalt betur og betur við tengdason sinn. Hann heimsótti hann opt, 0g leitaði ráða hans og álits ura öil helztu vandamálefni, sem fyrir hann komu, jafnvel þau, er beinlínis snertu embætti hans. Og þessi litli sneflll af konunglegum embættisþótta, sem hann átti í fórum sínum, og sem hann hafði gam- an af að tjalda, þegar hann talaði við aðra, hvarf næstum því gersamlega, þegar hann sat hjá Páli, og talaði við hann. Fjöruvöröuiinn var nú kominn heim að húsi Páls. Hann gægðist fyrst inn í skúrinn við húsgaflinn, því að þar var Páll vanur að sitja við að bæta veiðar- færi sín, þegar hann var heima. Nú var hann þar samt sem áður ekki. En Katrín var þar inni, og var að tína spýtnarusl og annan eldivið í svuntu sína. »Er Páll heima?« spurði Óli. »Nei, hann fór í kaupstaðinn rjett eptir nónið í dag, en jeg imynda mjer, að hann komi samt heim í kvöld«, svaraði hún. »Það er ijóti stormurinn í dag«. »Já hann er hvass«. Óli tók ofan hattinn, og lagaði á sjer hárið, sem stormurinn hafði feykt til og aflagað; svo tók hann vasaklútinn sinn, og þerraði augun; hann var orðinn svo voteygður í seinni tíð. Katrín sneri að honum bakinu, og hjelt áfram, að tína spýtnaruslið í svuntu sína. »Það var svei mjer gott, að þið gátuð komið ykkur upp þessu nýja húsi, og þurflð ekki að búa í gamla hjallinum þarna uppi á hólnum«, sagði Óli, 0g setti aptur upp hattinn. »0 já, en hjer getur verið stormasamt líka«, svar- aði hún. »Það er ekki svo hættulegt. Látum hann bara hvessa — hjer er þó ævinlega afdrep«. Hún sneri sjer við, og ætlaði að fara inn með eldiviðinn. Föður hennar brá hálfgert við, þegar hann sá framan í hana. Hún var berhálsuð, og efstu pörin á peysunni voru ókrækt; hárið var úflð og ó- greitt, og andlitið var náfölt, rjett eins og hún væri að sálast úr kulda. »Ertu ekki heilbrigð?« spurði hann. »Jú, þakka þjer fyrir. Jeg hafði hálfgerðan höf- uðverk í dag, en nú er hann að mestu leyti batnaður. Yiltu ekki koma inn A meðan?« »Nei, jeg verð að fara þegar af stað aptur; en segðu honum Páli« — og nú setti fjöruvörðurinn á sig embættissvipinn, og hækkaði röddina lítið eitt — »að í nótt ætli jeg að vaka sjálfur, en annað kvöld verði hann að búa sig undir að vaka — þú getur víst verið án hans litla stund í einu svona endur og sinnum, eða hvað? Já, því við verðum svei mjer að hafa augun á rjettum stað...........Það eru fleir en við, sem gjarnan vilja bjarga af rekunum, þegar þeir sjá sjer færi á því.........Geti hann geflð honum Kláusi flngurlausa auga, þá má hann j)að gjarnan; það er karl, sem heflr »verið inni« áður fyrir þess konar, og hann er einn af þeim mönnum, sem maður getur trúað til alls..........Hvert hefir Páll ann- ars farið?« »Jeg veit það ekki með vissu«, »Þú vonast þó eptir honum bráðum?« »Já í kvöld, ímynda jeg mjer«, svaraði Katrín, og sneri sjer undan, en þó ekki fljótara, en svo, að faðir hennar sá, að augu hennar fylltust tárum, og grátdrættir komu í ljós kringum munnvikin á henni. »Hvað gengur að þjer Katrín?« spurði hann seint, en með þungri áherzlu, og færði sig nær henni. En húu ílýtti sjer fram hjá honum út að skúr- dyrunum: »Ekkert«, sagði hún, »það er ekkert; en jeg verð að fara inn............barnið er víst farið að gráta«. (Meira.) Neistar. Þegar allir vinir þínir hafa yiirgeíið þig, þá áttu ekki lengur neina óvini. Það kemur mjög sjaldan fyrir, að náttúran skapar reglulegan glópalda; hún lætur að eins í tje efnið í hann, og svo taka mennirnir við, og fullgera verkið. Það er ekki allt undir því komið, hve miklu vjer getum lypt, heldur undir því, hve mikið vjer getum borið heim. Þaö er ekki gott að skilja nægjusemina Jeg þekkti mann einn, sem ekki átti neina skyrtu, og hann var hverj- urn manni ánægðari. En svo tók einn náungi sig til, og gaf honum skyrtu. Og þá varð hann óánægður yfir því, að flipparnir á henni íengjust aldrei almennilega »stííaðir«. Flestar mæður geta alið upp og vanið börn allra annara — að eins ekki sín eígin börn. Sumum mönnum fer hatturinn betur en höfuðið.

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.