Haukur - 29.03.1898, Blaðsíða 4
68
HAUKUR.
I. 17.-18.
Stýrimaðurinn fölnaði í framan. Honum virtist
málrómur yfirmanns síns verða miklu óþýðari, en
venja var til, og hann var hræddur um, að hann
hefði bakað sjer reiði skipstjórans.
»Er það mögulegt?« stamaði hann loksins út úr
sjer. »Þjer megið um fram allt ekki misvirða það
við mig, þótt jeg þá gerði mig sekan í því, að taka
þátt í slíkri heimsku. Jeg hefi alvarlega iðrazt þess
síðac, og er fús til, að fara í land, og tala við
Chandelle«.
»Það er gott, Renard«, sagði Henry de Marly;
»jeg á kannske eptir, að hitta þetta glæframenni
enn þá einu sinni, og, ef til vill, verður þess ekki
langt að bíða. En segið mjer eitt, hvað er þetta,
sem kemur þarna frá landi? Sjáið þjer það ekk?«
Og skipstjórinn benti á einhvern svartan blett,
sem þokaðist nær og uær skipinu.
Renard, sem varð glaður við, að samræðurnar
snerust að öðru efni, íór þegar að brjóta beiiann um
það. hvað þetta »svaita« gæti verið, og að lítilli
stundu liðinni mælti hann:
»Það er Svertingjabátur, herra. Eða að minnsta
kosti er það Svertingi, sem er undir árunum; hann
rær svo knálega, rjett eir.s og lífið liggi við«.
Báturinn náigaðist smám saman, og innan skamms
sáu þeir, rkipstjóri og stýiimaður, að það voru fieiri
í bátnum, en Negrinn einn.
»Það er barn, sem er þarna i skutr.um á bátn-
um«, sagði Renard »og það meira að segja hvítt
barn. Hvaða erindi skyldi Svertinginn eiga með það
til okkar? Getur verið, að það sje veikt, og hann
ætli að leita ráða hjá skipsiækninum. Getur Hka
verið, að hann ímyndi sjer, að þetta sje þrælasöluskíp«.
Báturinn var nú kominn að skipshliðinni. Skip-
stjóri bauð mönnum sínum, að hieypa niður kaðal-
stiga, og litlu síðar stóð Svertinginn á þiifarinu, með
barnið á handleggnum.
»Jeg vera Svertingi«, sagði liann hálffeiminn.
»Það þurltir þú ekki að segja okkur«, svaraði
skipstjórinn; »við sjáum það nokkurn veginn*.
Skipverjar hióu að þessum gamanyröum, og
Sambo varð enn þá ringlaðri fyrir það.
»Jeg vera frjáls Negri; massa Chandelle gefa
mjer frelsi«, stamaði hann.
Henry de Mariy og Renard stýrimaður litu hvor
til annars, er þeir heyrðu þes»i síðustu orö Sveit-
ingjans.
»Uvaöa erindi átt þú hingað út á skip mitt?«
spurði skipstjóiinn.
»Jeg hefi fundið þennau dreng«, svaraði Negrinn;
»jeg sjá stóra skipið, og hugta, það veia gott, hann
að flytja hÍLgað; máske taka massa skipstjóii litla
drenginn, og borga iátækum Negra góð ómakslaun«.
Mariy hvessti augun á Sambo, tins og hann ætl-
aði sjer að sjá út úr honum, hveinig i þessu lægi, og
Sambo varð æ órólegri og feimnari.
»Hvers vegna leitar þú ekKi uppi veslings foreldr-
ana, sem týnt hafa barr.i þessu? Svaraöu!« mæiti
skipstjórinn með reiðisvip. »Þeir myndu hafa gefið
þjer mikiu meiri ómakslaun, heldur en þú getur bú-
izt við að fá hjá mjer, þvi aö eptir klæðaburði drengs-
ins að dæma, eru foreldrarnir vel fjáðir«.
»Jeg líka segja, þeir vera rikir, mikið iíkir«,
svaraði Sambo. »En samt jeg leita, og ekki geta
fundið, og þá loksins hugsa, aö spyrja massa skip-
fltjóra«.
Hénry sá nú, að sjer myndi ekki takast, að kom-
ast á þennan hátt fyrir brögð Svertingjans. Hann
fór því til barnsins, sem skalf af kulda og hræðslu,
tók vingjarnlega í hönd þess, og spurði: »Hvað heit-
ir þú, drengur minn?«
»Henry«, svaraði barnið, og svo hjelt það áfram:
»Ó, farðu með mig til hans föður míns, hann er svo
veikur, og jeg verð að segja honum frá nokkru!«
Skipstjórinn virti drenginn fyrir sjer.
»Merkilegt«, sagði hann í hálfum hljóðum við
sjálfan sig, »þessi andlitssvipur minnir mig á einhvern,
sem jeg hefi sjeð áður, eu jog man ekki í svipinn,
liver það getur verið«.
»Nú, svo þú heitir Henry, drengur minn?« sagði
hann svo við drenginn.
Drengurinu kinkaði kolli.
»Heitirðu ekki neitt fleira?« spurði Marly.
»Jeg er aldrei kallaður annað en Henry«, svar-
aði drengurinn.
»Hvar býr liann fuðir þinn? Geturðu sagt mjer
það, drengur minn?« spurði skipstjórinn enn fremur.
»Hann býr í stóru húsi«, svaraði Henry litli.
»Hann er veikur, mikið veikur, og læknirinn er ætíð
að taka á lífæðinni á honum«.
Svertínginn var farinn að verða mjög óþolinmóð-
ur.. Það var auðsjeð, að haun var hræddur um, að
drengurinn kynni að segja fleira, en hann óskaði.
Honurn varð því sýnilega ljettara um hjartaræturnar,
þegar skipstjórinn hætti spurningum sínum.
»Negrinn vera mjög gluður«, sagði hann svo, »að
hann sjer, hvað mikið massa eiska litia drenginn.
Hann vill fara, því Sarah, móðir hans, bíða eptir
honum. Massa skipstjóri má barnið hafa. Það vera
ósköp skemmtilegt, og stytta stundirnar á leiðinleg-
um sjóferðum*.
Svo ætlaði Sambo að fara ofan í bátinn, en Marly
skipaði honum aö vera kyrrum, og sugði, að hann
fengi ekki leyfi til þess, að fara frá borði, fyr en á-
reiðanlegar upplýsingar væru fengnar um það, hvern-
ig á drengnum stæði.
»Ó, massa!« sagði Svertinginn hálfkjökrandi, »jeg
verð l'ara, gamla móðir bíða og lifa á Sambo. Þeg-
ar sonur hennar ekki koma, þá Sarah gráta og fleygja
sjer í sjóinn«.
»Gott«, mælti skipstjórinn rólega; þú getur farið
í land, tii þess aö segja móður þinni frjettirnar; en
jeg iæt tvo menn með hlaðnar byssur íylga þjer, til
þess að gæta þín, og sjá um, að þú komir aptur«.
Nú fjellust Sambo algerlega hendur; hann skalf
af angist og hræðslu. ,
»Vægð, vægð!« emjaði hann. »Jeg skal játa allt«.
»Komdu þá með það!« mæiti skipstjórinn. »Hverj-
jr eru foreldrar drengsins?«
0, jeg vera mikið ólánsamur, mikið ólánsamur,«
sagði Negrinn kjökrandi.
»Þetta er engin játning!« sagði Marly með þrymj-
andi röddu. »Hvað heitir þetta barn?«
»Það segja Henry, og jeg trúa þvi«, svaraöi Negr-
inn, sem reyndi, eins og allir Negrar, að komast hjá
þvi, að játa allt hreinskiinislega.
»Setjið hann í járn«, mælti skipstjórinn við
menn sína.
»Vægð, vægö og mi3kun!« emjaði Sambo laf-
hræddur, fjell á knje, og teygði upp handleggina*.
(Meira.)
Einnig i ríki kugmyndanna situr tízkan ah völdum.