Haukur - 23.04.1898, Blaðsíða 3
«
11 a i: k i; r .
75
I. 19.—20.
Landshöfðingja sonurinn.
(Frásaga eptir Berth. Hansen.)
—«0»—
(Niðurl.) »Nokkrir af hásetunum, sem þóttust sjá,
að hier væri um það að ræða, að afhjúpa einhvern
stórkostlegan glæp, brugðu þegar við, og sóttu handjárn
og tilheyrandi hlekkjafestar, og fleygðu þeim á þil-
farið fyrir framan Svertingjann, þar sem hann lá á
hnjánum.
En allt í einu spratt hann á fætur.
»Jeg vera frjáls Negri!« grenjaði hann með hálf-
ógnandi röddu, »og jeg vona, að massa vera heið-
virður maður og drengiyndur, og ekki setja frjáisan
mann í járnU
Þannig hringlaði Sambo úr einu gagnstæðinu í
annað. Ymist grjet hann og bað vægðar, og ýmist
bauð hann byrgin, sem frjáls og óháður maður, og
fór svo aptur að skæla, og kvaðst skyidi meðganga allt.
Henry de Mariy sá fram á það, að honum myndi
aldrei auðnast, að veiða sannleikann upp úr Negran-
um, nema með því að sýna honum hina mestu ein-
beittni og hörku. En hann sá líka, að hann mátti
ekki undir neinum kringumstæðum sleppa honum, fyr
en hann hefði geflð greinilega skýrslu um það, hvern-
ig á drengnum stæði.
»Bindið þið mannræningjann við sigluna, dreng-
ir!« skipaði hann.
Hásetunum var ijúft að verða við þeirri skipun,
því að Sambo hafði með fiamkomu sinni bakað sjer
fyrirlitningu þeirra og óbeit. Þeir skutu sjer því
þegar eins og haukar að hinum risavaxna Svertingja,
en það var ekki eins auðvelt að handsama hann,
eins og þeir hjeldu.
H’ann fleygði fyrsta hásetanum flötum á þilfarið,
og hinum öðrum og þriðja stjakaði hann til hliðar.
Svo tók hann undir sig stökk, og ætlaði að steypa
sjer útbyrðis, en þá hljóp Kenard stýrimaður í veginn
fyrir hann.
Negrinn ætlaði einnig að sýna þessum mótstöðu-
rnanni sínum að hann hefði krapta í kögglum, en
stýrimaðurinn vjek sjer lipurlega undan högginu, og
gaf' Svertingjanum um ieið rokna högg á sköflunginn,
sem, eins og allir vita, er hinn viðkvæmasti likams-
hiuti allra Sveitingja. Sambo rak upp óttalegt vein,
missti jafnvægið, og hneig niður á þilfarið.
Svo rjeðust hásetarnir að honum, settu hann í
járn, og bundu hann við sigluna. Undirstýrimaður-
inn sótti afarmikla hnútasvipu, setti sig í steliingar
fyrir framan Negrann, og beið eptir skipun skip-
stjórans.
»Ætlarðu að meðganga?« spurði de Marly
»Þetta skal verða massa dýrt spaug, þegar nýj
landshöfðinginn frjetta, aö hann heflr frjálsan Negra
berja látið!« svaraði Sambo þverúðugur.
»Hvað heitir nýi landshöfðinginn?« spurði de Marly-
»Massa Chandelle«, svaraði Svertinginn, »oghann
vera mikið strangur og harður maður, og mikill vin-
ur Sambos*.
Skipstjórinn leit til stýrimannsins, til þess að
gefa honum bendingu um, að taka vel eptir öllu;
svo sneri hann sjer aptur að Sambo. »Hvað er orðið
af gamla landshöfðingjanum? Heflr hann flutt burtu af
Guadeloupe?«
»Massa Chambre vera veikur, og máske dauður«,
svaraði Sambo.
»Svona, nú hefi jeg fengið nægar upplýsingar!*
mælti Henry de Marly. »Drengurinn þessi er sonur
Chambres landshöfðingja; hann er sá rjetti erflngi að
embættinu, og það hefir verið gert samsæri gegn
honum, til þess að ryðja honum úr vegi! Ha, níð-
ingur, vesalmenni! Ef þú meðgengur ekki allt hrein-
skilnislega, þá sver jeg við guð og allt það, sem
heilagt er, að jeg skal láta berja þig svo miskunnar-
laust, að hvergi verði heill blettur eptir á þinni sót-
svörtu húð!«
»Massa tala sannleika«, sagði Sambo, þegar hann
varð þess áskynja, að skipstjórinn hafði komizt að
rjettri niðurstöðu um brögð þeirra og svikráð. »Jeg
vera mikið ólánsöm mannskepna — mikið ólánsöm!
Yeslings Negri gera, það sem voldugur húsbóndi hon-
um skipa!«
»Hver heflr skipað þjer, að fremja þetta níðings-
verk?« spurði skipstjórinn,
»Jeg ekki þurfa að nefna nafnið; massa það
vita mikið vel«, svaraði Sambo.
»Það var þessi bölvaður Chandelle, eða var ekki
svo?« mælti de Marly.
»Massa vita allt, og nú jeg biðja, mjer að lofa
að fara«, sagði Svertinginn.
»Þú heflr komizt hjá þ?í, að vera barinn«, mælti
skipstjórinn; »en jeg sleppi þjer ekki, fyr en fram-
burður þinn hefir afbjúpað svikarann«.
Svo skipaði Henry de Murly mönnum sinum, að
loka Svertigjann inni á öruggum stað, og hásetarnir
tóku hann, hvernig sem hann þrjózkaðist við, og fluttu
hann undir þiljur. »Vægð, vægð, massa!« hrópaði
Sambo hvað eptir annað, eptir að hann var kominn
þangað niður, og þótti hásetunum það ekki ónýt
skemtun. En skipstjórinn fór með drenginn ofan í
háetu sína, og lofaði að fara með hann til for-
eldra hans.
VII.
Henry de Marly gekk fram og aptur um gólflð í
káetunni, og var órór í skapi. Öðru hvoru nam
hann staðar, og horfði á litla drenginn, tem var
sofnaður í legubekknum.
»Hann heflr að öllu leyti hennar svip og andlits-
drætti«, sagði hann í hálfum hljóðum. »Undarlegt,
að jeg skyldi verða til þess, að bjarga honum úr
níðingaklóm. Guðs vegir eru órannsakanlegir*
í þessu bili var káetudyrunum lokið upp, og
Renard stýrimaður rak höfuðið inn um gættina.
»Það er víst mál til komið, að við förum að
ljetta akkerum«, sagði hann, »þvi að innan hálfrar
stundar fáum við óttalegt rokviðri — reglulegan
fellibyl!«
Henry de Marly brá þegar við, og fór með
stýrimanninum upp á þilf'arið, og þegar upp var
komið, sá hann skjótt, að fulkomin hætta var á ferð-
um. Hann skipaði þegar fyrir, hvað gera skyldi, og
fám mínútum síðar brunaði skipið út úr víkinni, og
stefndi út á rúmsjó.
»Dragið upp öll seglin!« hrópaði skipstjórinn,
þegar þeir voru komnir út úr víkinni.
Það var enginn hægðarleikur, að gegna þeirri
skipun, því að ofviðrið varð æ sterkara og sterkara.
Margir af skipverjunum töldu vafalaust, að skipið
hlyti að farast, ef öll segl væru dregin upp, en hjer
var ekki annars kostur, en að hlýða. Og lítilli stundu
síðar voru öll segl komin upp, 0g stóra, þrísiglda
skipið þaut áfram, rjett eins og fugl á fiugi. Það