Haukur - 03.08.1898, Blaðsíða 2

Haukur - 03.08.1898, Blaðsíða 2
io6 HAUKUR. I. 27.—28. heppni og þetta, getur þó fjandann ekki varað um alla eilífð* »Nei«, svaraði Andrjes, »ekki vil jeg það«. En nú kölluðu hinir í krármanninn, og heimtuðu meira brennivín — meira brennivín. Og svo tóku þeir að drekka á ný, veittu Andrjesi óspart, og leiddu honum fyrir sjónir, hve heimskulegt það væri, að reyna ekki einu sinni, að vinna þetta upp aftur. Og svo fór að lokum, að Andrjes ljet undan fortölum þeirra. Þessi bölvuð óheppni hlaut þó einhvern tíma að taka enda, hugsaði hann. »En við viljum fá geitina hingað, og sjá hana, áður en við byrjum«, heimtuðu þeir. Andrjes stóð upp, og skögraði af stað. Hann laumaðist þar sem minnst bar á fram með þjóðvegin- um bak við þorpið. Og þar rak hann sig loksins á geitina, þar sem hún var tjóðruð í skurðinum. Hann tók hana með sjer, 0g iagði aptur af stað til veitinga- holunnar. Þegar hann kom aðkránni, batt hann geit- ina við vegslána, sem höfð var til þess að loka þjóð- veginum, þar sem járnbrautin lá yfir hann. Það var ein af þessum gömlu og nú úreltu vegslám, sem voru þannig gerðar, að öðrum enda þeirra var lyft upp, svo að þær stóðu beint upp í loftið, þegar veguriun var opinn. Nú hafði sláin nýskeð verið látin falla, og þjóðveginum þar með lokað, með því að járn- brautarlest átti að fara fram hjá rjett í þessum svif- um. Það sást einmitt til hennar niður við bugðuna á járnbrautinni. Umsjónarmennirnir þurftu ekki að ómaka sig út úr stöðvarskálanum, til þess að lyfta vegslánni, eða láta hana falla; þcir gátu gert það með því að toga í eða gefa eftir snæri, sem lá alla leið frá slánni og inn í skálann. Eins og áður er frá skýrt, batt Andrjes Mettu við slá þessa, og fór síðan inn til drykkjufjelaga sinna, sem urðu heldur en ekki glaðir við komu hans. Þeir drukku hvert staupið á fætur öðru, meðan járnbraut- arlestin þaut tram hjá með harki og skrölti, og ljet hvina í gufupipunDÍ. Svo stóðu þeir loksins upp, og slöguðu út, til þes3 að skoða 0g verðleggja Mettu. Eu veslings Metta var ekki lengur mikils virði. Meðan Andrjes sat í ró og makindum við staupið sitt, höfðu stöðvarumsjónarmennirnir togað í snærið, og iyft slánni, svo að húu stóð beint upp i loftið, og efst uppi hjekk geitin, með bandið um háisinn — kyrkt og steindauð. Drykkjufjelagarnir þrir ráku upp skeliihlátur, er þeir sáu Mettu haDga þarna, en Andrjes hrökk náföl- ur aftur á bak, rjett eins og einhver hefði gefið hon- um rokna kjaftshögg. Hann hafði í sama bili komið auga á Karenu, sem stóð grátandi hjá vegsiánni, og neri hendurnar. Nú sá hann það allt í einu, hversu lúalega, hversu einstaklega íúlmannlega hann hafði hagað sjer. Samvizkan var nú loksins vöknuð. »Upp með dýrið!« æpti einn svallarinn. »Hvað bjóðið þið?.........Nú, Andrjes, farðu nú að byrja uppboðið!« En Andrjes gegndi honum ekki einu orði. Hann skundaði til konu sinnar, faðmaði hana að sjer, og Jeiddi hana af stað heim á leið. Ölvíman hafði alger- iega runnið af honum, og grátur Karenar nísti hjarta hans eins og tvíeggjað sverð. Aldrei á ævi sinni hafði hann fandið til jafndjúprar fyrirlitningar fyrir sjáifum sjer, eins og á þessari stundu. Og þegar þau voru komin heim, gerði hann játningu yfirsjóna sinna fyrir henni, bað hana að fyrirgefa sjer alla þá sorg og allt það andstreymij sem hann hefði bakað henni, og hjet henni þvi með dýrum eiði, að hann skyldi upp frá þessu byrja nýtt og betra lif. Þá lagði Karen handlegginn um háls honum, og mælti: »Guði sje þá eilíft lof og eilífar þakkir, góði Andrjes minn! Þá ætla jeg ekki að syrgja Mettu lengur, því að þú ert mjer þúsundfalt dýrmætari en hún«. Og hún fór að reyna að hughreysta hann, og bera í bætifiáka fyrir hann, eftir því sem hennar góða, kærleiksríka hjarta lagði henni orð í munn. Við dauða Mettu urðu líka stórkostleg umskifti á högum hennar, því að upp frá þeirri stundu varð Andrjes aftur hinn sami kostgæfni og trygglyndi maður, sem hann hafði verið, áður en þau komu til þorpsins, og hann forðaðist eins og heitan eldinn allt það, sem átti skylt við drykkju og spil. Allt sumar- ið hafði hann stöðuga og arðsama vinnu, og um haustið mátti iíta nýja Mettu á beit fyrir utau litla húsið, sem stóð afsíðis i austurenda þorpsins — nýja Mettu, sem var, eins og hin fyrri, eftirlætisgoð aiira á heimilinu. Og vorið eftir varð heldur kátt í kotinc, þegar Andrjes kom einn góðviðrísdag heim með kú í taumi. Andrjes hafði á þessu eina ári sparað á laun og dregið saman kýrverð, án þess að Karen hefði nokk- urn grun um það, og nú kom hann heim með kúna að öllum óvörum. Karen fleygði sjer í faðm Andrjes- ar, tók um hálsinn á honum, og kyssti hann með inni- legu þakkiæti fyrir gjöfina, og með þeim kossi rann sjerhver beisk endurminning burtu, sem til þessa hafði öðru hvoru gert vart við sig í brjósti hennar. Þannig atvikast það oit í lífinu: Það, sem í svipinn skoðast sem sorg og andstreymi, getur siðar meir orðið að gleðiuppsprettu. Það er að eins undir því komið, að taka hin rjettu tök á því. Neistar. Eiestir þekkja bæði skyldur og rjettindi: rjettindi sin, og skyldur — annara. íllt er að vera fáfróður, en verra er að vilja ekkert nema. Trúnaður og einlægni f'ramleiða stundum f’yrirlitningu, en tals og tvöfeidni — lotningu. Þegar þú velur þjer konu, þá veldu hana einu stigi fyrir neðan þig; en viljir þú velja þjer vin, þávelduhann einu stigi fyrir ofan þig. Opt verður sá sögvis, sem einsamall f'erðast. Menn hafa uppgötvað það, að því eldri, sem maðurinn verður, því minni verður heilinn í honum. Þetta er auð- vitað orsökin til þess, að unglingarnir vita allt, en ]yúr fullorðnu ekkert. Hinn besti heimspekingur, sem jeg þekki, er sá, sem hefir nóg að jeta og dreka, og á peninga á vöxtum. Fæðingin er ekkert annað en byrjunin á dauðanum, alveg eins og kveikurinn byrjar þegar að eyðast, er kveikt er á honum. N ú ið er eitt augnablik, og að eins þetta augnablik er — lífið. Hefndin er sæt, en afleiðingarnar beiskar. Ef maður svíkur þig einu sinni, þá er það hans sök; en svíki hann þig í annað skipti til, þá er það sjalfum þjer að kenna.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.