Haukur - 03.08.1898, Blaðsíða 3

Haukur - 03.08.1898, Blaðsíða 3
I. 27.-28. HAUKUR. 107 Dóttir brautarvarðarins. (Frásaga eptir Franz Pistorius.) —«o>-— VI. (Framh.) Þegar lestin brunaði fram hjá þeim Helenu og Indíönunum, stóðu vjelstjórarnir báðir á eimreiðarpallinum, og horfðu með mikilli athygli fram yfir brautina. í sama bili sem lestin beygði fyrir h»ð þá, er áður er um getið, sá annar þeirra bregða fyrir rauðu ljósi skammt frá þeim. Hann kallaði til fjelaga síns, og sagði honum frá því, en þegar þeir litu aptur upp, þá sáu þeir ekkert ljós. »Hjerna hlýtur það að vera«, mælti sá, er hafði sjeð ljósið, »svo satt sem jeg stend hjerna, var það stððvunarmerki, sem jeg sá; það getur ekki hafa verið annað«. »Yður hlýtur að hafa skjátlast*, svaraði hinn, og hristi höfuðið. »Hefði það verið stöðvunarmerki, þá hlyti það að sjást enn þá, eða hvað ætti þeim að hafa getað gengið til þess, að bregða upp merkisijósi rjett í svip, og slökkva það þegar aptur?« »Það veit jeg ekki, en jeg imynda mjer, að við sjeUm bráðum komnir að nr. 68, og eins og þjer vit- ið, eru Indíanarnir þar rjett í grenndinni. Að minni hyggju væri rjettast fyrir okkur, að aka með að eins hálfum hraða, til þess að vera við öllu búnir«. »Hvaða þvættingur! Yður hefir bara missýnzt, það er allt og sumt. Við^eigum enn langan veg ept- ir, þar til við komum að nr. 58, og höfum fulla á- stæðu til þess, að hraða ferð okkar sem rnest*. Hann hrökk alit i einu við. Hann heyrði sem sje gufupípuna hvína, og sá, að íjelagi hans setti lyftistöngina í hreifingu, til þess að draga úr hraða lestarinnar. Honum þótti það undarlegt, að hann skyldi gera það að sjer óspurðum. Svo varð honum ósjálfrátt litið fram yfir veginn, og varð hann ekki lítið forviða, þegar hann sá rautt Ijós í fjarska. Það gat ekki verið annað en merkia- Ijósker. Þetta rauða ljós þýddi: »Nemið staðar! Braut- in er lokuð!« Hvorugur vjelstjóranna mælti orð frá vörnm. Þeir störðu fram fyrir sig, og mátti sjá á svip þeirra, að þeir bjuggust við öllu hinu versta. Enn þá sást ekkert athugavert við brautina; tein- arnir lágu þráðbeinir fram undan eimreiðinni, svo langt, sem mögulegt var að sjá. Með því að leggja hemilinn á, auðnaðist þeim, að minnka hraðann tölu- vert. Þeir álitu, að takast mætti að stöðva eimreið- iua algerlega á svo sem hundrað föðmum. Allt í einu hljóðaði annar þeirra upp yfir sig, og benti fram á brautina. Þeir sáu, að brautarteinarnir höfðu veriö rifnir upp, og að þeir áttu ekki eptir þangað nema á að gizka 60—70 faðma. »Teinarnir eru rifnirupp*, mæltihann; »við erum ftlgerlega glataðir, ef okkur auðnast ekki að stöðva eimreiðina áður en þangað er komið«. Aptur gall við gufupípa eimreiðarinnar, og kall- aði lestarliðið til aðstoðar við að stöðva lestina, hrað- ara og hraðara snerust sveifiuhjólin öfugt við það, ®em þau höfðu áður gert, hægara og hægara rann iestin áfram, en nær og nær færðist hún þó hinni öttalegu yfirvofandi hættu. Vjelstjórarnir hefðu auð- vitað getað bjargað líflnu, með því að stökkva af eimreiðinni út fyrir brautina; en skylduvitund þeirra aþtraði þeim frá að gera það. Hjer um bil 20 faðma frá stað þeim, þar sem teinarnir höfðu verið rifnir upp, voru þeir loksins svo lánsamir, að geta stöðvað lestina. Henni var óhætt. * * * Nú verðum vjer að hverfa aptur til þeirra Owens og Ritters, sem vjer skildum við sem bandingja Indí- ananna. Þeir brutu lengi heilann um það, hvernig þeir ættu að geta bjargað lífinu, en þeir gátu engin úrræði fundið. Þeir voru bundnir, bæði á höndum og fótum, og sáu engin ráð til þess, að ná þeim fjötr- um af sjer. Þessir tveir Indianar, sem halda áttu vörð yfir þeim, hjeldu sig fyrst í stað framan til i herberginu. En forvitnin rak þá von bráðar út; þá langaði til þess að komast eptir þvi, hvernig fjelögum þeirra gengi. Fyrst I stað fóru þeir út á víxl, aldrei nema ann- ar í einu. En svo fóru þeir að verða áræðnari. Þeir vissu, að baudingjarnir voru svikalaust bundnir, og að þeir myndu aldrei geta losað sig. Og það er nokkurn vegin vist, að þeim Ritter hefði aldrei auðnast að losa sig, ef einkennilegt smá- atvik eitt hefði ekki orðið þeim að liði. Klukkan var yfir 9, þegar Indíani sá, sem inni var, fleygði stórri spýtu á glæðurnar; -svo fór hann út, og skildi ofninn eptir opinn. Ritter horfði á þetta; hann lá hjer um bil 2 álnir frá ofninum, svo að neist- arnir hrukku í andlit honum, þegar fór að snarka i spýtunni. Þegar hann fann sársaukann af neistunum, fiaug honum allt í einu ráð í hug. Owen gamli tók eptir þvi, að gleðisvip brá fyrir í andliti hans. Indi- anarnir voru báðir fjarverandi, svo að bandingjarnir voru þarna einir inni. Ritter lá enn þá litla stund hreifingarlaus, og hlustaði. Svo brölti hann á fætur, og hoppaði að ofn- inum. Hann settist á hækjur, og sneri bakinu að ofninum, og Owen gamli sá, að hann teygöi hendurn- ar inn í ofninn og þrýati þeim niður að glóðinni — Hann ætlaði að brenna af sjer fjötrana. Ritter þrýsti höndunum fast að eldibrandinum. Sjálfar hendurnar komu ekki alveg við glóðina, en þó svo nærri henni, að það var alveg eins og þær ætluðu að stikna. En hann gafst ekki upp; hjer um bil í heila mínútu hjelt hann höndunum við spýtuna, sem nú var orðin að tómri glóð. Svo dróg hann hendurnar aptur út úr ofninum. Hann hafði náð til- gangi sinum; böndin voru hjer um bil alveg brunnin í sundur. Owen starði höggdofa á hann. Hann gat ekki varizt þess, að reka upp ofurlágt fagnaðaróp, þegar hann sá, að Ritter allt í einu sleit yötrana af hönd- um sjer. Ritter leit í kringum sig, og Owen skildi þegar, að hverju hann myndi vera að gæta. »1 borðskúffunniU hvislaði hann. »Þar liggur hnifur — fljótt, fljótt, áður en Indíanarnir koma aptur*. Ritter náðl þegar í hnifinn, og skar böndin af fótum sjer.. Hann ætlaði einmitt að fara að sníða fjötrana af Owen gamla, þegar þeir allt í einu heyrðu, að gengið var um anddyrið. En Ritter vjek ekki frá hlið vinar síns þrátt fyrir það. Honum lánaðist að skera af honum böndin, en nú stóð Indianinn í dyr- unum, og sá þegar, hvað hjer hefði átt sjer stað. Hann grenjaði upp yfir sig af bræði, og greip vígöxi sina. Hann kastaði henni svo hart, að það var rjett eins og eldingu brigði fyrir. Ritter hafði

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.