Haukur - 03.08.1898, Blaðsíða 7

Haukur - 03.08.1898, Blaðsíða 7
I. 27- --28. HAUKUR. þessa meðals, með því aí) hafa ramvísindalegt eptirlit með notkun þess. Ekki búast þeir við því, að geta sagt neitt meö vissu um giidi þess, fyr en að ári liðnu. * * Kalt rafmagnsljós. Rafmagnsfræðingur einn í Ameríku, Earlan Moore að naíni, kvaðst bafa fundið leyndardóm binra lýsandi skorkvikinda. Með öðrum orð- um, bann getur búið til ljós áo hita; hann ætlar að stæla st. Hansorminn, og í stað þess að nota hina nú tíðkanlegu glóandi »hárnál« í b'inum venjulegu ' glóðar- lömpum, ætlar baDn að láta allt yfirborð sjálfs lampa- glassins (glerkúlunnar) verða skínandi bjart. Hr. Moore heflr gert tilraunir sínar eitir alveg nýjum grundvallar- reglum, sem hann kvaðst hafa fundið í tilliti til notkunar raf- magnsins. Hann segir, að frá íræðilegu sjónarmiði, sje engin ástæða til að álíta, að vjer getum ekki framleitt kait ljós, og hann íuliyrðir, að hann geti aðgreint hin ýmsu öfi raf- magnsins, og látið hinn lýsandi eiginlegleika þess starfa, án þess að hitinn fyigi með. Ettir tilraunum þeim að dæma, sem hann þegar hefir gert, kveðst hann hafa góða von um, að geta innan skamms búið til ofurlítil ljósáhöld, hjer um bil á stærð við brjósykurskúlu, sem geti borið skæra birtu í 48 klukkustuídir. Það verður eftir því að dæma einskonar ljósforðabúr, sem hver maður getur borið í vestisvasa sínum, og sem verður eins al- menn og auðfengin verziunarvara, eins og t. d. eldspýtur. Þegar maður svo þarf á ljósi að lialda, þarf ekki aunað, en að ýta til oíurlitium hnapp utan á lampanum, sem svo má aítur ýta á sinn fyrri stað, þegar ijóssins er ekkí iengur þörf, og það sem eftir er af ljósefninu má svo nota af'tur seinna þegar á þarf að balda. — Margir hinir helztu rafmagnsfræðingar í Ameríku hafa þegar heimsótt hr. Moore í efnafræðis-staríhýsi hans, til þess að forvitnast um þessa nýju uppgötvun, og eftir því sem mörgum þeirra segist frá, má búast við töluverðum og þýðingar- miklum árangri af henni. Hinir eggmynduðu lampar, er hann hefir þegar búið til, og sem á öllu yfirborðinu eru svo skinandi bjartir, að þeir lýsa, eins og þeir væru ofur- lítii sól, eru, þrátt fyrir þetta mikla ljósmagn, öldungis kaldir eins og venjulegt gler. * * * Menn með mönnum erum vjer Islendingar, tald- ir. — í einu helzta tímariti Norðurlanda stóð í sumar svo hijóðandi fræðigreÍD: »Á austnorðanverðu Islandi nota menn mjög einkennilega aðferð við að veiða villtar álftir. Þegar ung&rnir yfirgefa varpfaudið uppi við vötn- in og árnar, og flytja sig ofan að ströndinni, þá taka strandabúarnir og hundar þeirra á móti þeim með herfi- legum gauragangi, bæði með því að æpa og geita, og ineð því að berja saman spýtum. Veslings dýrin, sem hafa alizt upp við kyrrð náttúrunnar, verða svo logandi hrædd við þetta, að þau verða blátt áfram máttlaus af skelfingu; þau talla til jarðar, og láta taka sig með höud- Unum. — Alveg sömu aðíerðina nota hiuir svo nefndu Grauohos í Suðuraméríku. Þegar þeir verða varir við álftahóp, hlaupa þeir að honum með alls konar óhljóðum og gauragangi. Dýrin verða svo máttlaus af hræðsiu, að þau geta ekki fiogið, og láta rota sig með prikum og bar- eflum. — Sama sagan er sögð af Hottentottunum í Suður- afríku; þeir nota alveg sömu aðferðina, við að veiða hinar fót.hvötu stökkmýs. Um það leyti, sem tungl er 1 fyllingu, feika þeir fram og aptur, og undir eins og þeir sjá stökk- hiús gæjast upp úr holu sinni, fleygja þeir sjer til jarðar, °g æpa og grenja svo afskaplega sem þeir geta. Dýrið Verður alveg máttlaust af hræðslu, og getur því ekki hlaupið, svo að Hottentottarnir geta gengið að því, og Votað það með kylíu«. — Svo mörg eru þessi fróðleiks- 0rð. Sje nokkur fótur fyrir þessari sögu um Þingeyinga éða Norðmýlinga, þá geta þeir sagt, að það sje ekki leið- að líkjast. * st * Síðan 1. maí í vor hafa engir hestar verið notaðir til þess að draga sporvagna í New York. Aliir sporvagnar þar eru nú knúðir með hreifivjelum, sumir með þjettilolts- vjelum, en flestir með rafmagnsvjelum, og hefir sú nýbreyt- ing kostað um 900,000 dollara. Hengið hann! (Eptir Ivan Turgenjeff.) Gamall vinur minn sagði rnjer þessa sögu: Það var árið 1803, skammt írá Austerlitz. Herdeild sú, sem jeg var foringi fyrir, var í Moravis. Okkur hafði verið harðiega bannað, að abbastnokkuð upp á bæjarmenD, eða fara illa með þá. En samt sem áður báru þeir ævinlega einhvern kala til okkar, og það þótt við værum bandamenn þeirra. Einn af fjelögum mínum hjet Jegor. Það var þræll sem einu sinni hafði verið eign móður minnar. Hann var einstaklega ráðvandur og heiðarlegur maður guð- hræddur og gætinn í öllu. Jeg haíði þekkt hann, frá þvf að hann var barn, og fór ætíð með hann, eins og hann væri bezti vinur minn. 8vo var það einn dag, að jeg heyrði óp og kveinstafi, skammir og alls konar óhljóð inni í húsi því, sem jeg bjó í. Það hafði einhver stolið einhverju smáræði írá húsmóðurinni, og hún kenndi íjelaga minum um þjófnað- inn Hann reyndi að afsaka sig, og hjet á mig til aðstoð- ar, til að sanna sakleysi sitt. Jeg var sem steini lostinn af undrun. Að hugsa sjer, að hann Jegor Avtamonoff skyldi vera sakaður um þjófnað! Jeg reyndi að telja húsmóðurinni trú um, að hann Jegor væri ráðvendnin sjálf, en hún viidi ekki einu sinni hlusta á þær full- yrðingar mínar. Ailt i einu heyrðist jódynur í fjarska. Það var böfuðsmaðurinn, sem kom ríðandi eítir strætinu. Höfuðsmaðurinn var ákaflega feitur og þunglamaleg- ur. Hann reið álútur, svo að axlaskúíarnir dingluðu nið- ur á brjóstið. Þ egar húsmóðirinn sá til ferða hans, hljóp hún með ógreitt hárið á móti honum, og fleygði sjer á hnjen frammi íyrir hestinum; hún kveinaði og kvartaði hástöf- um yfir íjeiaga mínum, og benti á hann með fingrunum. »Góði hershöfðiugí!« mælti hún hálfkjökrandi. »Rjett- láti herra, hjálpið mjer í öllum hænum ! Þessi vondi her- maður hefir stolið frá mjer«. Jegor stóð á þröskuldinum og hatði á sjer hermannasnið; hann stóð keiprjettur, og þandi út brjóstið, eins og varð- maður á verði. En hann mælti ekki eitt einasta orð. Var það af feimni eða hræðslu við höfuðsmanninn, að hann var svona hljóður? Eða hafði hin ógnandi hætta breytt honum í stein ? Hann renndi ot'urlitið til augunum, en bærðist ekki að öðru leyti, og bann var fölur eins og nár. Höfuðsmaðurinn var auðsjáanlega um eitthvað annað að hugsa, en leit samt óhýru auga til fjelaga mins, og öskraði gremjulega: »Nú?« Jegor stóð grafkyrr, eins og líkneski. Það skein ofurlítið í hvítar tennurnar á honum, og ókunnugir hetðu vel getað ímyndað sjer, að þeir hefðu sjeð hann glotta við tönn. En höfuðsmaðurinn var ekki að híða lengi eftir svari. Hann vjek sjer að okkur, og mælti með hvössum rómi. »Hengið hann!« »Svo sló hann í klárinn, og reið af stað, fyrst fet fyrir fot, en svo á brokki. Öll foringjasveitin fylgdi hon- um. Að einsi einn aðstoðarforingi sneri sjer við í hnakkn- um, og. leit kæruleysislega til Jagors. Það var enginn vegur að komast bjá því, að hlýða skipun höfuðsmannsins. Jegor var þegar tekin höndum, og fluttur tii aftökustaðarins. Fyrst i stað var hann mjög gagntekinn af hryllingi og ótta við dauðann, og tvívegis hrópaði hann i angist sinni:

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.