Haukur - 03.08.1898, Blaðsíða 4

Haukur - 03.08.1898, Blaðsíða 4
io8 HAUKUR. I. 27.—28. þegar sjeð, hvað hann ætlaði sjer, og hljóp því til hliðar og forðaði þannig lífinu. í einu vetfangi var hann kominn að hlið Indianans, sem ekki hafði enn þá haft ráðrúm til þess, að ná í rýting sinn. Indían- inn rjetti út hendina, til þess að reyna að bera af sjer lagið, en það varð árangurslaust. Hann íjell til jarðar; Ritter hafði lagt hann í hjartað. Owen gamli var nú staðinn upp, og greip vígöxi Indíanans. Svo hlupu þeir báðir út, því að enn þá áttu þeir annan mótstöðumann, sem þeir þurftu að vinna á. Hann varð auðsjáanlega óttasleginn, þegar hann sá þá Ritter koma út; hann skaut samt úr byssu sinni á þá, en hitti þá ekki, og lagði þegar á flótta. Ritter stappaði niður fætinum af gremju. »Bölvaður þorparinn!* mælti hann. »Nú hafa Indíanarnir sjálfsagt heyrt skotið, og innan fimm mín. útna verður allur hópurinn kominn hingað. Hvað eigum við að gera?« »Við verðum að komast fram hjá Indíönunum, svo að þeir verði ekki varir við«, svaraði Owen, »og reyna að gefa lestinni merki. Guð sje oss næsturU bætti hann við, um leið og hann leit á úrið sitt. »Klukkuna vantar tæpar 20 mínútur i tíu. Að fimm mínútum liðnum á lestin að vera hjer«. í saraa bili tók ritsiminn að hringja inni í húsinu. Owen varð fölur, eins og nár. »Lestin er farin fram hjá næsta varðhúsi«, mælti hann agndofa; »það er orðið um seinan að hlaupa á móti henni hjeðan af«. »Reyniö þjer að gefa merki hjeðan,* mælti Ritter. »Bara að það geti sjezt nógu langt að — frá ein- stöku stað sjest það auðvitað, en annars skyggja hæð- irnar víðast hvar á það. En það verður að fara, sem fara vill — jeg verð að reyna það«. Hann hljóp inn í húsið, til þess að sækja ljósker- ið, en það var horfið — Helena hafði þegar tekið það. En hann fann annað vara-ljósker. Það tók nokkurn tíma, að fá það til að loga, og. festa það á stöng, til þess að geta haldið því sem hæst- En loksins lánaðist þeim það. Þeir lyftu ljósker inu hærra og hærra, og þetta rauða Ijós þeirra frelsaði hátt á annað hundrað manna líf, eins og les- aranum er áður kunnugt. Samt sem áður er óhætt að fullyrða það, að það er mjög vafasamt, að vjel- stjórinh hefði tekið nógu snemma eptir ljósi þessu, ef hann hefði ekki þegar verið búinn að sjá ljós það, sem Helena brá upp. Það mátti ekki miklu muna. VIli Þegar er lestin nam staðar, þustu aliir út úr vögnunum, og horfðu óttaslegnir á hina ógurlegu hættu, sem þeir höfðu komizt svo dásamlega hjá á síðasta augnabliki. Með lestinni höíðu verið meðal annara um 100 hermenn, og kallaði sveitarhöfðinginn þá þegar saman; hann þjóst auðvitað við því, að spellvirkjarnir, hinir blóðþyrstu Indianar, myndu vera á næstu grösum, og ef til vill ráðast að lestinni þá og þegar. En það varð nú ekkert úr því. Hermennirnir fóru að skygnast um eptir Indíönunum þarna í grennd- inni, en þeir fandu hvergi neina lifandi hræðu. Sveitarhöfðinginn var í vafa um það, hvað hann ætti að gera, hvort hann ætti að legga af stað gang- andi til Fletchersstaða, eða vera kyr hjá lestinni, til þess að verja farþegana, ef Indíanarnir kynnu að veita þeim atlögu. Hann ætlaði einmitt að fara að halda heim að varð- húsinu með nokkra af mönnum sínum með sjer, en þá komu þeir Owen og Ritter til þeirra, svo að ekkert varð úr förinni. Eptir því sem þeim sagðist frá, leit helzt út fyrir, að mjög fátt af Indíönum væri þar í grenndinni, ef þeir væru þá ekki með öliu farnir þaðan eitthvað á brott. Þegar búið var að fá allflestum af farþegunum vopn í hendur, var álitið óhætt að yfirgefa þá í lest- inni, án þess að bera neinn kvíðboga fyrir þeim. Hersveitin lagði því af stað til FJeíchersstaða, og fylgdi8t Ritter með henni, og sagði henni til vegar. • * * Matoreh, Indíanahöfðinginn, hafði legið í leyni skammt frá brautinni, til þess að horfa á hið fyrir- hugaða járnbrautarslys. En i þess stað sá hann nú, að lestin nam staðar, og að áform hans ónýttist þann- ig með öllu. Hann varð alveg hamslaus af gremju og reiði. Þegar hann svo sá fjölda hermanna koma út úr vögnunum, skipaði hann mönnum sínum, að leggja þegar af stað til Fletchersstaða. Þeir yrðu að vera búnir að leggja nýlenduna í eyði, áður en styrktarlið hvítu mannanna næði þangað. Þegar þeir ætluðu að fara að leggja af stað, kom, Indíani sá, er undan kömst frá varðhúsinu, þegar þeir Owen og Ritter losnuðu, til þeirra, og nú heyrði Matoreh, með hverjum hætti komið hafði verið í veg fyrir áform hans. En nú var enginn tími til þess, að hefna sín á þeim Owen og Ritter, enda óvíst, hvar þeirra væri að leita eptir svo langan tíma. Hann lagði því af stað, og skipaði mönnum sínum að fylgja sjer. Ferðin gekk greiðlega, og eptir tæplega hálfa klukkustund komu þeir til fjelaga sinna, sem þegar höíðu slegið hring um nýlenduna. Ekkert áhlaup hafði enn þá átt sjer stað. Höfðinginn safnaði nú að sjer þeim mönnum sín- um, sem hann hafði mest álit á, og skýrði þeim frá þvi, hvað við hafði borið. »Að einni klukkustund liðinni*, mælti hann svo, »verða hvítu mennirnir komnir hingað. . Þeir eru fleiri en vjer, og bræðrum mínum er kunnugt um það, hversu voðaleg skotvopn þeirra eru. Áður en þeir koma, verður Omahaættin að hafa lokið starfi sínu hjer«. Allir kváðust fúsir til að hefja þegar áhlaupið á víggirðingu hvítu mannanna. Matoreh kinkaði ánægjulega kollinum, Að fimm mínútum liðnum gaf hann mönnúm sín- um bendingu, og þustu þeir þá allir fram í skógar- jaðarinn, sem var rjett hjá mylnunni. Kyrð og þögn hvildi yfir öllu; það heyrðist ekk- ert, nema niðurinn i ánni. En svo gall heróp höfð- ingjans við allt í einu, og þá fór heldur að verða kvikt þar í grenndinni. Alstaðar gægðust Indíanarnir fram úr skógarjaðr- inum, og hlupu yfir völlin að mylnunni. Óttalegt óp og ýlfur glumdi við hvaðanæva að. Indíanarnir voru komnir að varnargirðingunni; en þá varð allt í einu breyting á. Það varð bjart á efsta lofti í mylnunni; fötum með sjóðandi tjöru var hellt út um gluggana, og jafnhliða því var skotið í sífeilu út um gluggana á neðri loftunum. Þegar upphlaupsmennirnir sáu, að hjer þurfti fljótt að skríða til skara, ruddust þeir fram hver í kapp við annan, án þess að skeyta neitt um skothrið hvítu mannanna. Nokkrir þeirra þyrptust

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.