Haukur - 11.11.1898, Blaðsíða 7

Haukur - 11.11.1898, Blaðsíða 7
ÍI. 3- 4- KAUKUR. þess að kynna sjer hina ýmsu mannflokka, og hið ýmsa ásigkomulag, er hann gæti sjeð og hitt á slíku ferðalagi og undir slíkum kringumstæðum, enda hefir hann eflaust fengið að sj‘á og reyna margt, sem hefir verið þess vert, að því væri gaumur gefinn. * * Afturfarir Spánverja. Þegar Filippus II. komtil valda árið 1556, varð hann drottnari yfir hinu stærsta keisaradæmi, sem til hefir verið í heiminum siðan á frægð- arárum Rómverja hinna fornu. Hinn geisimikli herafli ríkisins, og þess »ósigrandi« armada ^herskipafloti), braut allt undir sig. Mikill hluti af meginlandij Norðurálfunnar, nokkur hluti Norðurafríku, Norður- og Suður-Ameríka, og fjöldi stærri og smærri eyja, sumar fundDar af spænskum farmönnum — allt þetta varð að heygja knje og lúta hinu spænska veldi. Spánverjar höfðu náð í lönd þessi að nokkru leyti með sigurvinningum, og að nokkru leyti með mægðum og landafundum. — Afturfarir ríkisins og sundrung þess er sprottin af fávizku, hroka og ruddaskap, og lýsa þessi einkenni Spánverja sjer einna bezt í fyrir- komulagi rannsóknarrjettarins gamla, og sömuleiðis í nautaötunum, sem eiga sjer stað enn í dag meðsínugamla fyrirkomulagi, þrátt iyrir það, þótt þau hneyksli allan hinn menntaða heim. — Á blómadögum rannsóknarrjett- arins höíðu kaþólskir prestar öll völdiu i höndum, bæði á heimalandinu og sömuleiðis í nýlendunum; í stjórnar- ráðinu sátu eintómir kardínálar og munkar, og munkar gengdu sömuleiðis því nær öllum embættum landsins. Þegar Columbus fann St. Domingo, voru 2 milj. íbúa á eyjuDni. Einum 38 árum síðar, eða árið 1630, var ibúa- talan komin ofan í 350,000. Cortez í Mexico og Pizzaro í Peru, voru að öllu leyti ekta spænskir sigurvegarar Hinni hemjulausu afturhaldspólitík, og hinni ónærgætnis- legu sóun á dug og þreki hinnar spænsku þjóðar, var haldið áfram með sívaxandi gjörræði, meðan Fiiippus II. konungur sat að völdum, því að hann var reglulegur harð- stjóri. Loksins kom líka hin fyrsta uppreist árið 1568. Tuttugu árum síðar fórst hÍDn ágæti herskipafloti Spán- verja, og upp frá því hjeldust uppreistirnar, hver á fætur annari, og ávallt gengu fleiri og fleiri undan hlýðni við spænsku stjórnina, þannig, að á síðustu stjórnarárum I'ilippusar II., og á fyrstu ríkisárum hins táplitla eftir- manns hans, misstu Spánverjar eignir sínar í Norðuraf'ríku. og sömuleiðis Burgund, Neapel, Sicilíu og Mailand, og því næst misstu þeir árið 1609 — Niðurlöndin — 1629 — Malakka, Ceylon, Java og fleiri eyjar, — 1640 — Portugal, — 1648 — allt tilkall til Hollands, — 1648 — Brabant, og ýmsa hluta af Elandern, — 1649 — Maestricht, Herzogenboscb, Breda o, fl., — 1669*— Roussillon og Kartago, — 1668 — aðra hluta af Flandern, — 1672 — marga bæi i Flandern, — 1703 — Gibraltar, Maljorka, Minorka og Jvizza, — 1794 — St. Domingo, — 1800 — Louisiana, — 1802 — Trinidad, — 1809 — Florida, 1810 — 1821 — flestar Yesturheimseyjarnar, svo og Mið- og Suður-A.meriku, °8 nú 1895 — Kúba, Porto Rico, Filippínurnar, Ladrón- t>rnar og Karolínurnar. Og á öllum þessum mörgu árum, meðan aðrar þjóðir heimsins hat'a ýmist verið önnum kafnar í þvi, að finna ný lönd, eða leggja undir sig iönd þau, er Spánverjar höfðu þegar fundið, — allan þennan tíma hefir Spánverj um jafnt og þjett farið aftur, bæði í líkamlegum og and- legum ef'num. — Spánverjar eru nú um 18 miljónir, og þar af eru að minnsta kosti 12 miljónir, sem hvorki kunna *) Síðan það ár hafa Pyreneafjöllin verið landamæri í'rakklands og Spánar. i5 að lesa nje skrifa. Fyrir 30—40 árum var það alls ekki álitin nein skömm fyrir spænskan aðalsmann, þótt hann gæti ekki skrifað nafnið sitt. Amerísk saga. Sunnudag einn, í hundadögunum i fyrra sumar, fannst Josias O’Shanty hangandi í trje einu nálægt Títusarstöðum i Pensylvaniu. Þegar hann var skor- inn ofan, fannst hlað eitt í stígvjeli hans, og á, það var þetta ritað með hans eigin hendi: »Jeg hengi mig af gremju yfir heimilis-kring- umstæðum mínum. Jeg er sem sje giftur ekkju, sem átti uppkomna dóttur. Faðir minn, sem kom oft til okkar, varð ástfanginn í stjúpdóttur minni, og gekk að eiga hana. Faðir minn varð þannig tengdasonur minn, og stjúpdóttir mín varð móðir mín, með þvi að hún var konan hans föður míns. Nokkru siðar eign- aðist konan mín son, sem auðvitað var mágur föður míns, og þar af leiðandi móðurbróðir minn, þar sem hann var bróðir stjúpu minnar. Konan hans föð- ur mínp, það er að segja, húu stjúpdóttir mín, eign- aðist einnig sod. Hann var auðvitað bróðir minn, og jafnframt dóttursonur minn. Og konan mín er amma mín, því að hún er móðir hennar móður minnar, og sjálfur er jeg bæði maðurinn konunnar minnar, og dóttursorur konunnar minnar og afl sjálfs mín. Það þykir mjer helzt til mikið, og þess vegna getjegekki lifað lengur við þessar kringumstæður«. IllYiðrið hræddist liann ekki. —« o »— »Ríðum, ríðum, rekum yflr sandinn, rökkrið er að síga’ á Herðubreið, álfadrottning er að beizla gandinn, ekki’ er gott að verða’ á hennar leið.....« söng Jóhann. Hann sat í hæginda stólnum, og hossaði Helga litla á knje sjer. Og þegar hann svo þagnaði, hjelt Helgi litli áfram: »......Væn’ta klá’inn vildi’ e’ gefa til, a’ ve’a kominn o’ni Kiðagil«. »Það er ljóta illviðrið úti, rokstormur og kafald«, sagði Margrjet, sem kom inn i þessu. »En hvað það er hlýtt og notalegt hjer inni«. »Já, nú er betra, að vera inni, en úti«, svaraði Jóhann, maðurinn hennar. Allt í einu var dyrunum lokið upp, og eitthvað kom inn, sem var engu líkara, en snjókekki. »Ta’ e’ ’ann Villi. Hann e’ kominn ti’ a’ ve’a hjá mje’; e’ tú ekki Villi ?« kallaði Helgi lit.li. Jóhann dustaði snjóiun af Villa litla, setti hann síðan á knje sjer og tók að orna honum, og Margrjet kom með skál með heitri súpu í, til þess að hita honum enn þá betur. »Hvernig stendur á þessu, Villi ? Hvar er kápan þín, og hvar er húan þín? Og hvers vegna ertu að fara út i svona slæmt veður? Varstu ekki hræddur um, að þú myndir villast, eða fjúka um koll?« »Jeg ekki hræddur við storminn«, svaraði hann. »Jeg hljóp bara burtu; jeg var hræddur við hann pabba. Jeg vildi ekki bíða eítir kápnnni og húunni!« »Miðdegismaturinn er tilbúinn«, kallaði Stina vinnu- kona, og rak höfuðið inn um gætina. Meðan setið var að borðum var allt í einu barið að dyrum, og áður en Stina kæmist fram, til þess að gæta að því, hver kominn væri, var borðstofudyrunum lokið upp, og fölt og hræðslulegt andlit gægðist inn um dyrnar. »Er hann Villi litli Guðmundsson hjerna?« spurði sú, sem í dyrunum var. »Já, jeg er hjer«, svaraði Villi, þar sem hann sat við borðið. »Komdu inn, Salla!«

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.