Haukur - 28.08.1899, Blaðsíða 2

Haukur - 28.08.1899, Blaðsíða 2
82 HAUKUR. n. 21.----22. aði lengur um þetta, eftir því varð hann hræddari um, að svona myndi það fara. »Ef til vill yrði hún hreinskilnari við mig, held- ur en við rannsóknardómarann, ef jeg talaði við hana sem maður óviðkomandi lögreglunni«, hugsaði hann með sjer. »Og það getur þó undir engum kringum- stæðum gert neinn skaða, þótt jeg fari nú þegar, og viti hvað hún segir«. Svo hafði hann lagt af stað þangað, sem söng- mærin átti heima, án þess að hugsa frekara um það, hverjar afleiðingar það gæti haft. Áður en hann skyldi við Hoffmeier, höfðu þeir fengið upplýsingar um það hjá leikhússtjóranum, hvar hún hjelditil. Og nú beið hann óþolinmóður í málstofu ungfrúarinnar eftir því, að hún kæmi til fundar við hann. Loksins heyrði hann rödd i hliðarherberginu, er mælti: »Þjer segið honum það þá orðrjett, Minna, að jeg láti hann vita það í eitt skifti fyrir öll, að jeg viiji vera í friði fyrir honum«. Og lítilli stundu síðar kom svo ungfrú Natascha Charles inn til Nordecks. Hún var talin með fegurstu stúlkum borgarinnar, en hún var ekki nálægt því eins ásjáleg við dags- birtuna, eins og hún var við ljósbirtuna á leiksviðinu. Samt sem áður var hún rjett lagleg stúlka, vel vaxin, með stór og fjörieg augu og ofurlitið þúfunef, svo að það var engin furða þótt margir heimsmenn litu hana hýru auga. Það var þó einkum silfurskæri hláturinn hennar, sem hafði gert hana að vissu leyti nafnfræga. En það leit ekki út fyrir, að Nordeck myndi fá að heyra mikið af hlátrinum þeim, því að ungfrú Charles var blátt áfram ólundarleg á svipinn, þegar hún kom inn, og spurði hann, hvert erindi hans væri. Nordeck var i hálfgerðum vandræðum með, að koma sjer að því, að bera upp aðal-erindið. Hann talaði íyrst um allt og ekkert, og söngmærin horfði á hann með tortryggnislegu augnaráði. Og þegar hann svo spurði hana, hvort hún hefði ekki verið eitthvað kunnug baróni v. Waldhausen sáluga, svar- aði hún hálf afundin: »Jú, jeg þekkti hann svona lauslega, eins og jeg þekki svo marga aðra, en jeg skil ekki, hvað yður getur gengið til þess, að vera að forvitnast um það«. Nordeck reyndi að fullvissa hana um það, að hann skyldi þegja eins og steinn yflr því, sem þau töluðu saman, en að hún gerði reglulegt góðverk með því, að vera einlæg við hann, og segja honum hreinskilnislega, það sem hann spyrðium. Húnhefði þó ef til vill einhvern grun um það, hver valdur væri að morðinu. Ungfrú Natascha hristi höfuðið, og mælti: »Hvernig ætti jeg að geta haft nokkurn grun um það? Eða haldiö þjer kannske, að jeg sje í ein- hverju sambandi við bófa og morðingja?« »Ef jeg hefði haldið það, þá hefði jeg áreiðan- lega ekki farið til yðar, til þess að leita upplýsinga í þessu efni. En hjer er hamingja og ef til vill líf ungrar stúlku í veði, og það er grunur minn, að það sje á yðar valdi, að afstýra óláni því, sem ytír henni vofir. Ýms óhappaatvik hafa komið því til leiðar, að hún er grunuð um glæpinn, jafnvel þótt það sje með öllu áreiðanlegt, að hún hefir ekki átt neinn þátt í honum. Ef það skyldi vera á yðar valdi, að koma í veg fyrir það, að saklaus stúlka verði dæmd til að sæta lífláti sem morðingi, þá er jeg sannfærður um, að þjer gerið það«. Það var svo að sjá, sem áhugi söngmærinnar á máli þessu vaknaði allt í einu. »Stúlka, segið þjer? Er það satt? Jeg hefl ekk- ert sjeð minnst á það í blöðunum enn þá«. »Blöðin hafa til allrar hamingju ekki fengið neina vitneskju um það enn þá, hvernig málinu er komið. Stúlkan mætti fyrst fyrir rjettinum kl. 10 í morgun, og var svo þegar sett í gæzluvarðhald. Hugsið yður, ungfrú Charles, að þjer hefðuð sjálf orðið fyrir slíku óláni. Getið þjer hugsað yður nökkuð óttalegra fyrir unga og saklausa stúlku?« »Það hlýtur að vera mjög leiðinlegt, en jeg skil ekki enn þá, hvernig yður heflr farið að koma tíl hugar, að snúa yður til mín. Nú á dögum eru engir settir í varðhald, nema einhver ástæða sje til þess. Stúlkan hlýtur að hafa gefið eitthvert sjerstakt tilefni tii þess, að vera grunuð um glæpinn*. »Hún var stödd á heimili barónsins rjett áður en hann var myrtur. Það er allt og sumt, sem hægt er að flnna henni til saka«. Ungfrú Natacha kipptist við, og það var allt í einu sem eldur brynni úr stóru, dökku augunum hennar. »Og þjer ætlizt til þess, að jeg taki að mjer að hjálpa slíkri persónu? Sú stúlka, sem heimsækir ó- gifoa karlmenn á heimili þeirra, verður sjálf að bera afleiðingarnar af ljettúð sinni. Það er númín skoðun«. Nordeck færði sig lítið eitt nær henni, og mælti með svo hjartanlegri röddu, sem honum var auðið: »Reiði yðar við stúlku, sem þjer þekkið ekkcrt, kemur upp um yður, ungfrú Charles! Og hvers vegna viljið þjer vera að bera á móti því, að þjer hafið verið kunnugri baróni v. Waldhausen en svo, að þjer hafiö aö eins þekkt hann fyrir annan ? Hald- ið þjer máske að jeg fari að hlaupa með það, og bera það út? Þjer eruð hrædd um, að stúlkan hafl heimsótt hann í einhverjum ástarbrallserindum, og viijið þess vegna ekki hjálpa henni. En jeg sver yður það viö drengskap minn, að þjer hafið enga á- stæðu til þess, að vera hrædd um slíkt. Það hafa aldrei nein ástamál átt sjer stað á milli þeirra. Koma hennar til barónsins var I allt öðrum tilgangi, og er- indi hennar þangað allt annars eðlis. Viljið þjer í raun og sannleika þynga á samvizku yðar með því, að lengja kvalír og hörmungar saklausrar stúlku, að eins til þess að hlífa manni, sem alls ekki á það skil- ið, að honum sje hlíft, og sem yður þykir ekki nokk- urn skapaðan hlut vænt um, heldur þvert á móti?« Söngmærin starði forviða á hann. »Hvað er þetta? Þjer vitið þá------------? »Að Leó Helbig hlýtur að vera morðinginn — já, það veit jeg. En hingað til heíir mig því miður vantað fullnægjandi sannanir gegn honum*. »Og þær á jeg að hjálpa yður um — jeg?« Hún varð allt í einu eldrauð f framan. — »Haldið þjer að jeg hefði þagað, ef jeg hefði getað komið með slíkar sannanir?« »En þjer álítið þá lika, eins og jeg, að hann sje sá seki — eða er ekki svo?« Hún þagði litla stund, og þegar hún svo svaraði, lýsti svipur hennar og augnaráð logandi, óstjórn- legu hatri. »Já — já — já! Enginn hefir gert það annar en hann. Klukkan sex hlýtur hann að hafa fengið brjefið frá mjer, og þá hefir hann farið og myrt hann. Ó, bara að jeg gæti sannað það upp á hann — fant- inn þann arna«. (Niðurl. næst.)

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.