Haukur - 28.08.1899, Blaðsíða 4
94
HAUKUR.
n. 21.—22.
á skipin eins og tröll á heiðríkju. Þeir voru svo
þreyttir og þjakaðir eftir róðurinn, að þeir gátu ekk-
ert aðhafzt, og nú tóku þeir allt í einu eftir því, að
straumurinn hafði fleygt þeim nær og nær skipunum.
»Nú erum við líka komnir í klærnar á þeim«,
tautaði Brever, frá sjer numinn af gremju og harmi.
»Sjáið þið ekki, hvernig straumurinn fleygir okkur
áleiðis að skipunum«.
VIII.
Á „Norðurljósinu."
Skipin höíðu ljett akkerum og dregið upp segl,
þegar háseti einn, sem var uppi í kagaðartunnunni á
»Norðurljósinu, kallaði til skipverjanna niðri á þilfar-
inu: »Bátur rjett við hliðina á okkur!« — Fjöldi
manna gægðist upp fyrir skjólborðsbrúnina.
»Áfram, þið þarna á bátnum!« kölluðu þeir há-
stöfum. »Út með árarnar, ef þið viljið verða sam-
ferða! Myndarleg sjómannaefni þetta!«
»Norðurljósið« sneri við og lagði að bátnum, og Suð-
urrikjamennirnir voru teknir upp á þilfarið. Sá fyrsti,
sem kom þar til fundar við þá, var umboðsmaðurinn.
Hvað maðurinn var orðinn umbreyttur. Hann
bar einkennisbúning sjóliðsforinga, og var mjög her-
mannlegur ásýndum.
»Yerið velkomnir, göfugu herrar!« mælti hann
hæðnislega. »Þið eruð máske komnir með eitthvað
meira, sem þið viljið senda með skipinu »Önnu«. En,
eins og þið sjáið, komið þið heldur seint, því að
þarna sjáið þið »Önnu« sigla með fullum seglum á-
leiðis til New-York«.
»0, bara að jeg hefði skammbyssu á mjer«, tautaði
Brewer í hálfum hljóðum, og gnísti tönnum.
Annars mæltu Sunnanvjerarnir ekki orð.
»Þið eruð víst að hugsa um, að fá ykkur far með
okkur norður?« spurði umboðsmaðurinn.
»Flytjið þið okkur í land!« öskraði Brewer.
»Það er nú ekki svo auðgert«, svaraði umboðs-
maðurinn, »því að í fyrsta lagi myndi það tefja töluvert
fyrir okkur, og í öðrulagi eruð þið óvinir okkar, sem
komnir eruð á okkar vald, og sem við þess vegna ætt-
um ekki að rjettu lagi að sleppa, nema gegn lausn-
argjaldi. Mjer dettur nú í hug, að stinga upp á einu
við ykkur: Tveir af ykkur koma með skipinu alla
leið til Pernambuco, en hinir verða fluttir ílandhjer,
til þess að drífa upp peninga, 5000 dollara, í lau3n-
argjald fyrir sig og þá sem eftir verða«.
Brewer var hræddur við brigzlyrði fjelaga sinna,
og þorði því ekki annað, en að segjast fús til farar-
innar. Hann hafði þar að auki misst aleigu sína við
þessar hrakfarir, látið hana til vopnakaupa í þeirri
von, að hann fengi hana tífalt endurgoldna, eins og
umboðsmaðurinn hafði gert ráð fyrir. Hann hafði
því ekki að neinu að hverfa í Bahia. Loksins gaf
svo annar sig fram, sem kvaðst skyldi fylgjast með
skipinu. Hinir voru fluttir í land.
Að því loknu lagði skipið aí'tur af stað. Skip-
stjórinn sýndi jafna lipurð og jafn framúrskarandi
dugnað í skipstjórastöðunni, eins og hann hafði áður
sýnt í stjórnarerindrekastöðunni. Að tæpum 6 klukku-
stundum liðnum hafði »Norðurljósið« náð í »Önnu«.
Skipin heilsuðu hvort öðru með merkjum, ogsvo
töluðu skipstjórarnir saman gegnum kallpípur.
»Stórkostlegur sigur!« kallaði skipstjórinn á »Norð-
urljósinu*- »Fyrirliðarnir í Bahia hafa gefizt upp.
Fylgja með okkur sem fangar, og eiga að borga hátt
lausnargjald í Pernambuco*.
Fagnaðaróp glumdu við á báðum skipunum.
Á fjórða degi komu skipin til Pernambuco.
Nokkrum dögum síðar komu sendimenn frá Bahia, og
höfðu með sjer 4000 dollara. Þeir skýrðu þegar frá
því, að ómögulegt hefði verið, að útvega lausnargjald
fyrir Brewer, með því að það hefði verið hann, sem
hefði steypt sjálfum sjer og fjelögum sínum í þessa
ógæfu. Hann yrði því ekki keyptur laus.
Það var ákveðið, að skipin skyldu leggja af stað
morguninn eftir. Um kvöldið átti að halda veizlu á
skipínu »Norðurljósið«, og var yfirmönnunum af »Önnu«
boðið að taka þátt í henni.
Áður en veizlan byrjaði. var svo bátur sendur
yfir að »Önnu« eftir gestunum. Það var uppi fótur
og fit á »Norðurljósinu«. Allir voru glaðir og í góðu
skapi, — nema einn. Það var Brewer. Hann gaf
engan gaum að gestunum, og því síður að skipverj-
unum, sem nú voru orðnir háværir í meira lagi við
ölkönnurnar sínar. Hann studdist við skjólborðið og
starði í austnr — austur á hið endalausa Atlantshaf.
líann hafði misst aleigu sina, allt sitt, og allir höfðu
snúið við honum bakinu. Hvaða vit var í því, að vera
lengur að lifa þessulífi? Honum datt allt í einu 1 hug,
að stytta sjer sjálfur aldur. Hann þurfti ekki annað,
en að stökkva útbyrðis, og þá hafði hann yfirgefið þenn-
an fánýta og svikula heim fyrir fullt og allt. En hann
mátti ekki láta óvini sína sjá það, að hann væri orð-
inn svo beygður og örvílnaður, að hann þess vegna
væri að hugsa um, að fyrirfara sjer. Hann hugsaði
sjer því, láta þá komast á þá skoðun, að hann væri
að gera tilraun til, að strjúka í iand. Hann laumað-
ist yfir að þeirri skipshliðinni, sem sneri að landi, klifr-
aðist yflr skjólborðið, og ofan skipshliðina, og fleygði
sjer flötum í sjóinn. En þrátt fyrir það, þótt hann
færi hægt og varlega að öilu, höfðu þó tveir menn,
er voru að tala saman aftan til á þilfarinu, tekið
eftir því, er Brewer fleygði sjer í sjóinn. Það voru
þeir skipstjórarnir af báðum skipunum. Þeir hlupu
þegar til, og sáu nú, að Brewer var í raun og veru
að reyna að synda í land.
»Hann kemst aldrei alla leið. Hann hlýtur að
drukkna, maðurinn!« mælti skipstjórinn á »Norður-
ljósinu«. »Láttu setja ofan bát í snatri, vinur minn«,
mælti hann enn fremur, fór úr frakkanum og steypti
sjer útbyrðis, ti) þess að reyna að bjarga Brewer.
Skipstjórinn var fyrirtaks sundmaður, og var hann
því að eins skamma stund að ná j[ Brewer. Brewer
ætlaði að reyna að komast undan honum með því að
stinga sjer, en skipstjórinn náði í öxlina á honum, og
hjelt honum á floti þar til báturinu kom.
Þegar Brewer var kominn upp í bátinn, varð
honum litið framan 1 lífgjafa sinn, og er hann hafði
horft stutta stund á þetta karlmaunlega, veðurtekna
andiit, kipptist hann allt í einu við, eins og hann
hefði verið stnnginn 1 hjartað
Frammi fyrir honum stóð — Ellis, hinn fyrver-
andi þræll hans. Já, það var hann, og enginn annar.
Nú kannaðist hann svo greinilega við þennan harð-
lyndislega og þrjózkulega andlitssvip, sem þó jafn-
framt var svo tígulegur og drenglyndislegur. Til-
finningarnar báru hann ofurliði.
»Sonur minn, sonur minn elskulegur!« æpti hann
upp yfir sig, og breiddi út faðminn móti skipstjór-
anum. (Meira.)