Haukur - 28.08.1899, Síða 3

Haukur - 28.08.1899, Síða 3
II. 2 1.— 22. IIAUKUR. 93 Sonur plantekrueigandans. Frásaga úr þrælastríðinu í Norðurameríku eftir W. Frey. — «0» — (Framh.) Daginn eftir var byrjað að ferma sOnnu«, og viku siðar var því verki iokið. Nú var að eins eftir, að útvega duglega skipshöfn. Því var grandvarlega haldið leyndu, hvert förinni væri heitið, °g var látið í veðri vaka, að skipið ætti að fara til Spánar. Hásetar buðust nógir, og voru þeir hraust- hstu valdir til fararinnar. Umboðsmaðurinn tókst á hendur skipstjórastöð- hna á »Önnu« og kaus sjer stýrimann. Svo var tek- !ð að ijetta akkerum, og búizt til brottsiglingar. ^að var hátíðlegt augnabiik, þegar umboðsmaður- tnn skildi við vini sína og kvaddi þá. Handtök, fyr- lrbænir og alls konar heillaóskir ætluðu aldrei að Uka enda. Lobsins voru svo seglin dregin upp, og hni leið og skonnortan lagði af stað, kallaði umboðs- híaðurinn til Brewers og mælti: »Þjer munið finna brjef frá mjer heima hjá yður. I því er áríðandi leyndarmál. Lesið það með athygli!« Þegar umboðsmaðurinn hafði þannig mælt, brun- aði »Anna« út höfnina, en hjá tollbúðinni við hafnar- ^hynnið varð hún að nema staðar, því að þar varð skipstjórinn að sýna farmskrá skipsins og greiða toll af þvi, sem tollskylt var. VII. Slæmar kröggur. Brewer skundaði nú sem fljótast héim til sín, á- samt flokksbræðrum sínum, til þess að forvitnast um, hvað umboðsmaðurinn hefði skrifað þeim að skilnaði. Brjefið var alveg nýkomið heim til Brewers, og mátti þegar sjá það á ytra útliti þess, að það hlaut að hafa ^riðandi málefni inni að halda. Því var lokað með embættis innsigli, og á því var merki Bandaríkjanna, stjörnumerkið. Meðan Brewerl auk upp brjefinu, röð- hðu flokksmenn hans sjer í margfaldan hálfhring fyr- lr framan hann, þannig, að þeir stærstu stóðu aftast- lr, en þeir minnstu fremstir. Og allir störðu þeir á Brewer, sem hjelt á brjefinu, og fletti því í sundur hieð viðeigandi hátíðasvip. »Lssið þjer það hátt!« kölluðu þeir, sem óþolin- htóðastir voru, þegar þeir sáu, að Brewer ætlaði fyrst að lesa það yfir með sjálfum sjer, til þess að vera hgglaus um, að reka ekki í vörðurnar, þegar hann f*ri að lesa það upp fyrir þingheiminum. Brewer ræskti sig og byrjaði á brjefinu: »Kæru Suðurríkjamenn og þrælavinir, háttvirtu öokksbræður! Jeg finn hjá mjer köllun til þess, að ®kýra yður frá áríðandi leyndarmáli, áður en vjer skiljum fyrir fullt og allt.......« »En hvað hann er elskuverður og kurteis, bless- aður maðurinn«, mælti einn þeirra flokksmanna vikn- aödi. En Brewer lijelt áfram að lesa brjefið: »Þjer skuluð sem sje vita það, að í þetta skifti hafa Norðurríkin unnið stórkostlegan sigur á Suður- rikjunum..........« »Néi, nú lesið þjer vitlaust! Lesið þjer það aft- hr! Lesið þjer það rjett!« kölluðu tilheyrendurnir. »Nei, hjerna stendur með skýrum orðum: Norður- ríkin á Suðurríkjunum*, svaraði Brewer. »Þá hefir það bara misskrifazt hjá honum afflýt- irnum, sem á honum befir verið«, sögðu sumir. Svo hjelt Brewer áfram: »Því að jeg skal trúa yður fyrir því í einlægni, að vopnin eru öll komin í hendur Norðurríkjamann- anna. Jeg er umboðsmaður Norðurríkjanna, og þjer hafið verið ginntir og gabbaðir eins og þursar . . .« Reiðióp kváðu við um allan salinn. Brewer missti skjalið úr höndum sjer, og starði eins og vofa á fjelága sína. »Það skal honum aldrei heppnast, fantinum þess- um«, kallaði sá, er einna minnst fát hafði komið á. »Skipstjórinn er okkur trúr«. »Já, það er hann«, svaraði sá, er átt hafði »Önnu«. »En brjefið er víst ekki á enda enn þá. Lesið þið það allt, eins og það er, svo að við getum sjeð, hvernig í þessum þorparaskap liggur«. Brewer stóð eins og steinsúla. Einn úr hópnum tók brjefið upp af gólfinu, og las það: »Víkingaskip frá New-York bíður hjerna rjett fyr- ir utan hafnarmynnið. Jeg fór i land af því í Pernambuco, og kom svo landveg hingað. Þegar »Anna« kemur út af höfninni, tekur víkingaskipið hana hernámi, og fer með hana norður; það er eins áreiðanlegt, eins og að tveir og tveir eru fjórir«. »Þá er öil von úti!« mæltu flokksmenn Brewers, sem með einum munni. Og svo snerust þeir allir að Brewer með rjúk- andi skömmum og illyrðum. Þeir kenndu honum um þessar hrakfarir, og um skaðann, sem þeir höfðu orð- ið fyrir. Þeir völdu honum mörg hæðileg orð, og höfðu í hótunum við hann. »Enn þá er ekki öll von þrotin!« kallaði loksins einn þeirra, eins og honum hefði allt í einu dottið ráð í hug. »Skipið liggur enn þá hjá tollhúsinu, og við ættum því að geta náð í það. Við skulum fara þegar, og vita hvað okkur tekst!« Þessa uppástungu íjellust allir á, og hlupu þegar af stað. Nokkrir þeirra huguðustu ruddust upp í bát, og Brewer settist við stýrið. Svo reru þeir lífróður út liöfnina, og stefndu að tollhúsinu. En þegar þeir áttu að eins spölkorn eftir, voru seglin allt í einu dregin upp á »Önnu«, og svo skreið hún ofur hægt og rólega út úr hafnarmynninu. Brewer eg fjelagar hans hjeldu á eftir skipinu, og hertu róðurinn sem þeir gátu. »Anna« var góðan spöl á undað bátnum, og það dióg ávallt heldur sundur en saman með þeim. Annað seglskip kom allt í einu í ijós, og stýrði beint að »Önnu«. »Það er allt um seinan«, mælti Brewer. »Þessi bölvaður umboðsmaður hefir logið hverju orði, sem hann sagði; að eins í brjefinu hefir hann sagt satt«. Róðrarmennirnir voru orðnir svo uppgefnir, að þeir gátu naumast hreift sig, enda voru þeir óvanir sjómennsku. Þeir lögðu nú iun árarnar, og horfðu á skipin. Þeir vildu ekki trúa þvi, fyr eu þeir sæu það, að skipið og öll þau ógrynni fjár, sem í því voru, fjelli svona allt í einu í hendur óvinanna. Víkingaskipið fejrðist nær og nær, og þegar það var rjettkomið að »Önnu«, lagðist það við akkeri. Brew- er og íjelagar hans sáu, að bátur með fjölda manna fór yfir að »Önnu«, og nú v&r bæði skip og farmur á valdi Norðurríkjamannanna. Skipin láu enn litla stund, og bátar fóru fram og aftur miili þeirra. Brewer og fjelagar hans mændu

x

Haukur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.