Haukur - 01.01.1910, Blaðsíða 4

Haukur - 01.01.1910, Blaðsíða 4
HAUKUR. hafði alveg verið búinn að gleyma. Hann sneri þegar við aftur, og bað um leyfi til að tala við frúna. Hann skýrði henni með fám orðum frá því, er við hafði borið um nóttina. »Hann skal þegar verða látinn laus«, mælti hún, og skrifaði i snatri nokkur orð á miða. »Viljið þjer afhenda varðgæzluforingjanum þessa skipun«, mælti hún svo. »í þetta skifti geri jeg yður greiða, en á morgun krefst jeg þess eftil vill af yður, að þjer gerið mjer greiða. Sýnið þá, að þjer sjeuð verður vináttu minnar«. Aribert hjelt nú beina leið til fangahúss þess, sem vini hans var haldið í. Og jafnskjótt sem hann hafði sýnt miðann, var fanginn látinn laus. »Hvað er þetta?.............Ertu göldróttur?« spurði vinur Ariberts, þegar hann sá hann. »Það er ekki mjer að þakka, að þú varst lát- inn laus, heldur er það að þakka konu þeirri, sem þú talaðir verst um í gærkvöld«. »Frúnni?« »Já«. »Þá krefst hún sjálfsagt einhvers þess af þjer að launum, sem getur ef til vill rænt þig friði lrjarta þíns, eða orðið þjer stórhættulegt. Varaðu þig á henni«. »Þetta lætur þú þjer um munn fara — þú, sem átt henni lausnina, og ef til vill lífið, að launa«. »Hvers nafn heldur þú að hafi staðið undir lausnaxbrjefi mínu? Heldur þú að það hafi verið nafn frúarinnar? Nei, þjer er óhætt að reiða þig á það, að það var nafn keisarans, en ekki hennar, sem stóð undir því. Það er fölsun — svik, ein- tóm svilt, eins og allt hennar líferni«. »Hún er aðdáanleg, töfrandi«, mælti Aribert ákafur. »Hún er það engu síður fyrir það, þótt hún kunni að hafa einhverja mannlega breisk- leika«. Þegar Aribert kom heim til sín, sat Elín inni, lauguð tárum. »Hvers vegna ertu nú að gráta?« spurði hann með hastri röddu. Hún þerraði tárin af augum sjer, horfði róleg á hann og svaraði: »Vegna þess, að þú elskar mig ekki lengur«. Hann hrökk forviða nokkur skref aftur á bak. »Hver segir það?« spurði bann. »Það sýnir þú sjálfur með breytni þinni. Þú hefir alveg gleymt því, að það er trúlofunardagurinn okkar í dag, og það er ekki svo mikið sem þú talir eitt hlýlegt orð til mín«. »Nú, nú, Elín mín góða, fyrhgefðu mjer, jeg hefi um svo margt og mikið að hugsa«. Hann kyssti hana. En hún fann það, að sá koss var langt frá því að vera eins heitur og innilegur, eins og kossinn, sem hann kyssti hana, þegar hún rjetti honum hönd sína fyrir altaiá guðs. »Segðu mjer nú, Aribert«, mælti hún, »hvort jeg hefi gizkað rjett á. Segðu mjer, hvort þú elsk- ar mig enn þá. Jeg skal alls ekki reiðast þjer, þótt svo sje ekki, því að jeg er svo lítilmótleg, einföld og fákunnandi, að það er ekki nema eðli- legt, þótt annar eins maður og þú verði leiður á mjer. Jeg fer þá bara aftur heim til hans föður míns gamla, og segi honum frá því, hve hamingju- söm jeg hefi verið, og hversu þakklát jeg er fyrir gæfu þá, er jeg hefl fengið að njóta um dagana. Segi honum frá því, hvernig jeg á hverjum morgni og hverju kvöldi hafi þakkað góðum guði fyrir það, að liann gat' mjer jafn vandaðann og góðan mann, eins og þú ert. En jeg liefi fundið það á mjer, að einhverntíma hlyti sá dagur að koma, er þú kæmist að raun um, að til eru bæði fegurri og göfugri konur, heldur en jeg. Þess vegna er bezh að jeg setjist að heima í hreysi föður míns, og láti mig dreyma um liðnar gæfustundir. Faðir minn er auðvitað reiður mjer, vegna þess að jeg fór svona íljótlega á brott frá honunx — en hann fyrirgefur mjer, vona jeg — hann er svo góður, góður eins og þú«. Hún greip um hönd Ariberts, og mændi á hann með angurblíðu augnaráði. »Skelfilegur aulabárður ertu«, mælti hann hálf-hikandi. »Jeg elska þig alveg jafnt nú, eina og jeg hefi gert áður«. »Það geiir þú ekki. En lofaðu mjer nú þvír að þú skulir segja mjer það hreinskilnislega sjálf- ur, þegar þú kærir þig ekkert um mig framai'. Jeg skal ekki ávíta þig fyrir það, heldur þakka þjer fyrir sælu þá, sem jeg hefi notið í sambúð- inni við þig«. Hún horfði á hann, og skein blíðan og ást- úðin úr augum hennar. — — Litlu síðan fór hann inn í herbergi sitt. A borðinu lá brjef til hans. Utan á það var skrifað með hendi, sem hann þekkti ekki. Hann reif bijefið upp, og las það forviða: ))IIerra de Bretton! Vaiið yður á því, að láta frú Nischinkin,’vjela yður, því að þá lendir í harðri baráttu milli]yðar og þess, sem kallar sig Hjarta-ása. »Hjarta-ás!« mælti hann við sjálfan sig hugs- andi. »Hver getur það verið, sem ögrar mjer svo? .... Það er bezt fyrir hann, að koma fram í birtuna. Jeg óttast ekki þá, sem skiíða í skugg- anum«. Hann lokaði brjeíið niður, og fór svo yfir að glugganum. A stjettinni andspænis húsinu stóð ungur maður, lítill vexti. Hann var líkastur stúlku í karlmannsfötum, svo grannvaxinn var hann og pei’visalegur allur. Hann var fríður sýnum og góðmannlegur. Hann stóð og horfði upp í glugga þann, senx Aribert stóð við. »Hver er þessi náungi?« tautaði Aribert við sjálfan sig. »Þetta er frítt og einkennilegt andld- Það skyldi þó aldrei vera Hjarta-ás?« Ungi maðurinn vatt sjer allt í einu við, og hvarf skyndilega fyrir næsta húshorn. Aribert starði forviða á eftir honum. »Ef það er þessi náungi, sem jeg á að kljást við, þá er jeg ekki smeykurc, mælti hann við sjálf" an sig hlæjandi. (Framii.). — 7 — 8

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.