Haukur - 01.01.1910, Blaðsíða 8

Haukur - 01.01.1910, Blaðsíða 8
HAU'KUR. um, lautum og lækjarfarvegum, er hann áður hafði farið ríðandi ásamt Ferrier og dóttur lians. Á nóttunni fleygði liann sjer niður milli steina, og svaf nokkrar klukkuslundir. En löngu fyrir aft- urelding vaknaði hann æfinlega aftur, og hjelt þá tafarlaust áfram ferð sinni. Á sjötta degi komst hann svo loks í Arnargilið, þar sem þau höfðu hafið þessa hörmulegu flóttaför, og úr gili því sá hann yfir heimkynni hinna síðustu daga heiiögu. Og þarna stóð hann litla stund, og liallaði sjer fram á byssu sína, örmagna af þreytu og ör- vílnun. Svo hóf hann upp mögru höndina sína, og kreppti hnefann ógnandi að bænum, er bfasti við honum. Og er hann stóð þarna og starði ofan yfir bæinn, tók hann eftir því, að við allar aðal- göturnar voru veifur á stöng, og ýms önnur merki um eitthvert hátíðahald þóttist liann einnig sjá. Hann var að brjóta heilann um það, hvernig á þessu gæti staðið, þegar hann allt í einu heyrði jódyn einhverstaðar nálægt sjer, og er liann lit- aðist um, sá hann mann, er kom riðandi upp í gilið, og stefndi til hans. Þegar maður þessi kom nær, þekkti Jefferson, að það var mormóni einn, er Cowper hjet, og hann hafði oftar en einu sinni gert ýmislegan greiða. Hann ávarpaði hann þess vegna, þegar hann var kominn á móts við hann, í þeirri von, að fá lijá honum vitneskju um það, hvað orðið hefði um Lucy Ferrier. »Jeg er Jefferson Hope«, mælti hann. »Þú kannast víst við mig?« Mormóninn starði á hann, og gal ekki dulið undrun sína. Það var líka í sannleika torvelt, að gera sjer grein fyrir því, að þessi horaði, ræfils- legi, óhreini og ógreiddi vegfarandi, með náfölt andlit og vitfirringslegt augnaráð, væri í raun og veru sami maðurinn, og hinn ungi, fríði, fjörugi og snyrtilegi veiðimaður, sem mormóninn hafði áður kynnzt. En þegar Cowper hafði loksíns samfærzt um, að þetta væri þó í raun og veru sami maðurinn, þá breyttist undrun hans í ótta. »Jeg held að þú sjert alveg vitlaus, að þú skulir dirfast að koma hjer á þessar slóðir«, mælti hann. »Líf mitt er líka í hættu, ef einhver sjer mig tala við þig. Hið heilaga fjögra manna ráð hefir dæmt þig sekan, og gefið út skipunarbrjef nm að handsama þig, hvar sem þú sjáist, fyrir það, að þú lijálpaðir Ferrier og dóltur hans að flýja«. »Jeg óttast hvorki ráðið nje skipunarbrjef þess«, svaraði Jefferson með fyrirlitningarsvip. »En þjer hlýtur að vera nokkuð kunnugt um þetta mál, Cowper, og jeg særi þig við allt, sem þjer er heil- agt, að staldra dálítið við, og svara fáeinum spurn- ingum, sem jeg þarf að leggja fyrir þig. Við höf- um, eins og þú veizt, ætíð verið vinir, og jeg bið þig í guðanna bænum, að neita injer ekki um þessa bón«. »Hvað er það, sem þú vilt fá vitneskju um?« spurði mormóninn, ákaflega órólegur. »Vertu fljót- ur, því að jafnvel klettarnir hafa eyru og trjen augu«. »Hvað er orðið af Lucy Ferrier?« »Hún og yngri Drebber voru i gær gefin sam- an í hjónaband. — En hvað er þetta? Harkaðu af þjcr, maður! Harkaðu af þjer! Hvaða ósköp er að sjá þig!« »Kærðu þig ekkert um mig«, svaraði Hope með veikri röddu. Hann var fölur sem nár, og hneig aftur á bak á stein þann, er hann hafði stutt sig við. »Gefm saman, segir þú?« »Já, gefm saman í gær -— þess vegna eru flöggin uppi. Það lenti fyrst í töluverðri rimnru milli yngri Drebbers og yngri Stangersons út af því, hvor þeirra skyldi fá hana. Þeir höfðu báðii' tekið þátt í eftirförinni, en það var Stangerson, senr lrafði skotið föður hennar, svo að honum fannst hann liafa meiri rjett til hennar. En svo þegar mál þeirra var tekið til meðferðar í ráðinu, þú kom það í ljós, að Drebber hafði fleiri með sjer, og þess vegna gaf spámaðurinn honum hana. En hann hefir víst ekki lengi ánægjuna af henni, þvi að jeg sá greinilega merki dauðans á andliti lrenn- ar i gær, þegar hún kom út úr nrusterinu. Hún er líkari vofu enn nrennskum manni. — Jæja, ætl- arðu nú ekki að fara?« »Jú, nú skal jeg fara«, svaraði Jefferson Hope, sem nú var staðinn upp aftur. Þótt andlit hans hefði verið höggvið úr marnrara, þá hefði það ekki getað verið hvítara, hörkulegra nje kuldalegra, heldur en það var, og hefndargirnin og heiftrækn- in brann sem eldur úr augum hans. »Hvert ferðu nú?« »Iíærðu þig ekkert um það«, svaraði hann. Og svo Heygði hann byssunni á öxl sjer, og skálnr- aði af stað upp eftir gilinu, áleiðis inn á milb fjallanna — eitthvað upp í öræfin, til þess að elt- ast við villidýrin. Meðal þeirra var nú ekkert jafn grimmt og hætlulegt, senr lrann sjálfur. Spádónrur Cowpers um örlög Lucy Ferriers — senr nú var orðin Lucy Drebber — rættist fýr en flesta varði. Hvort senr hinunr voveiflega dauða föður hennar var um að kenna, eða hinu aird- styggilega hjónabandi, senr hún var neydd út í> eða það var þetta hvortveggja í sameiningu, senr olli því — þá er það eitt vist, að veslings Lucý sá aldrei glaðan dag eftir þetta. Hún veslaðist upp meira og nreira. Rjettum nránuði eftir brúð- kaupið, lagðist hún í rúnrið, og andaðist nokkrum dögum síðar. Tilfinningalausi drykkjurúturinn, senr hún hafði átt fyrir mann, og eingöngu lrafði gifzt lrenni vegna auðæfa Ferriers gamla föður hennar, sýnd' engin sjerleg sorgarnrerki á sjer við andlát lrenn- ar. En hinar konurnar lrans syrgðu lrana, °o sátu grátandi yfir líki hennar, nóttina áður en jarðarförin átti að fara fram, eins og siðvenja ei' meðal mormóna. (Framh.). IVeistar*. Listinn minn yfir bófa styttist æ með deg1 hverjum, eftir því sem jeg eldist, en listinn ýfi1' heimskingjana verður æ lengri og lengri. (Schiller!' Góð bók og góð kona bæta manninn. Slæiý bók og slæm kona slcemma hann. Þó eru þe,r margir, sem fara mest eftir ytra útliti. 15 — — 16 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.