Haukur - 01.01.1910, Blaðsíða 12
H A U K U R .
»Ó, það er voðalegur fantur — versti og
slungnasti vasaþjófurinn, sem til er í Neapel. 1
fyrra strauk hann úr tugthúsinu í Gaeta og reri
einn á báti hingað út í eyjuna — enginn vissi,
hvað af honum varð. Sumir sögðu, að munkarnir
á Monte Vergine hefðu leynt honum hjá sjer, vegna
þess að hann hefði hótað þeim því, að hann skyldi
kveikja í klaustrinu að öðrum kosti. En að þeim
skyldi detta í hug að hola honum hjerna niður,
til þess að betla handa klaustrinu sínu, því hefðj
jeg þó aldrei trúað. Jú, það er heldur þokkaleg-
ur skrípaleikur þetta — sko þarna!«
Francesco benti milli brotanna úr borðinu.
Auk stórrar hrúgu af hinum heilögu blöðum, sem
oltið höfðu í ríkum mæli úr borðskúffunni, sá jeg
þar ekki einungis einsetumannshatt hins heilaga
Nicola, með Jakobsskelja-skrautinu*, heldur einnig
skegg hans og »krúnurakaðan« kollinn, sem á ein-
livern yfirnáttúrlegan hátt hafði losnað við hans
heilögu persónu.
»Þetta var það fyrsta, sem losnaði við svínið«,
rnælti Francesco, og sauð í honnm gremjan. »Jeg
er þó annars vanur því, að geta haldið hvaða
náunga sem er, þegar jeg lief náð góðu taki í
skegg hans og hár«.
»En hvernig atvikaðist þetta? Hvers vegna
lentuð þið í áílogum?«
Francesco flennti upp augun.
»Hvernig það atvikaðist, Eccellenza? Sáuð
þjer það ekki?«
»Nei. Jeg sá að eins, að kvendi það, sem
kom úr asnastíunni, hljóp eins og fætur toguðu,
og rak sig á einsetumanninn, svo að hann missti
borðið, og í sömu svipan voru þið öll farið að
fljúgast á og lumbra hvert á öðru«.
»Kvendi! — Já, Eccellenza má gjarnan kalla
hana það. En kærastan mín var það nú samt
sem áður«.
»Kærastan þín? Nú áttu þá orðið þrjár«.
»Nei, Eccellenza, nú á jeg enga — þetta var
hún Beppína!«
»Hún Beppína? — Jeg þekkti hana alls ekki«.
»Nei, Eccellenza, þegar kvenfólkið er í þess-
um fatnaði, þá er það allt saman hvað öðru líkt.
Jú, það var hún Beppína, flennan sú arna. Og
þegar jeg rjetti honúm, þessum Asinone, dálítinn
löðrung í þakklætisskyni fyrir það, að hann hafði
skotið skjólshúsi yfir kærustuna mína, þá flugu
þau bæði á mig eins og tígrisdýr, og börðu mig
og klóruðu hvort í kapp við annað. Lítið þjer
bara á!«
Og Francesco benti fyrst á augað og ennið,
og síðan á hálsinn. Þar voru fimm blóðrauðar
rákir, sem sýndu það, hve mjúkhent Beppína gat
verið. Veslings maðurinn. Það var ljótt að sjá,
hvernig hann var útleikinn.
»Þetta hefði Filomela aldrei gert«, mælti jeg.
»Nei, Eccellenza, þetta hefði hún ekki gert«,
svaraði hann með áherzlu, eins og hann væri viss
*) Jakobsskel heitir krákuskeljategund ein í Mið-
jarðarhaflnu. Á miðöldunum festu pílagrímar skeljar
þessar á klæði sín, er þeir fóru í leiðangur til grafar
Jakobs postula.
um það. »Og þó veit jeg varla, livort verra er,
þetla eða liitt«.
»Hvaða hitt? Segðu mjer nú einu sinni hrein-
skilnislega, hvað það er, sem hún hefir gert«.
»Já, Eccellenza, nú þegar alt er búið að vera
hvort sem er, get jeg gjarnan sagt yður það. En
má jeg ekki fyrst fá mjer ofurlítinn dropa af víni,
því að það þarf kjark til þess, að minnast á
svona sögur«.
Francesco drakk, þurkaði sjer um munninn,
og mælti því næst gramur í geði:
»Hún hefir gert það, sem engin önnur stúlka
hjer á eyjunni, jafnvel elcki sú aumasta og fátæk-
asta, myndi hafa boðið kærastanum sínum — hún
liefir látið leggja sig á ljereft!«
»Leggja sig á Jjereft? Hvað er það? Hvað
áttu við með því?«
»Það er það, sem hann, þessi frakkneski
kvennaveiðari, sóttist eftir að gera við stúlkurnar.
En enga gat hann fengið til þess, nema Filomelu.
Jafnvel Beppina veitti honum afsvar«. (Framii.).
é? fir íííur.
ALDREI SÍÐAN.
D ó m a r i n n : Hefir yður fyr verið refsað?
Á k æ r ð i: Já, fyrir tíu árum var jeg dæmdur ! sekt
fyrir að lauga mig á stað, þar sem mönnum hafði verið bann-
að að lauga sig.
Dómarinn: Nú, og síðan?
A k æ r ð i : Síðan hefi jeg aldrei laugað mig.
SVO AÐ SKILJA.
Árni: Kom mikill snjór hjá þjer f vetur, Bjarni minn?
Bjarni: Já, en þó kom helmingi meiri snjór hjá hon-
um Jóni nágranna mínum, heldur en hjá mjer.
Árni: Hvernig getur staðið á því?
Bjarni: Þuð stóð svo á því, að jörðin hans er helm-
ingi stærri, heldur en mín.
• •
SIÐAVANDUR PRESTUR.
Það var rokstormur og sjógangur mikill. Meðal farþeg-
anna var prestur einn, sem var ákaflega sjóhræddur.
„Það er hræðilegt að heyra, hvað hásetarnir bölva mikið;
það er hörmulegt, það er óguðlegt, að viðhafa slíkan munn-
söfnuð í öðru eins veðri og nú er“, mælti hann við skip-
stjórann.
„O, verið þjer bara rólegur. Meðan hásetarnir bölva
svona, er yður óhætt að reiða yður á það, að engin hætta er
á ferðum", svaraði skipstjórinn«.
Klukkustund síðar hitti skipstjórinn prestinn niðri í far-
þegarúminu.
^Heyrið þjer skipstjóri góður, bölva hásetarnir enn þá?«
„Já, þeir bölva meira en nokkru sinni áður“.
„Ó, guði sje Iof“.
•
HANN HAFÐI VÍST GLEYMT Því.
Blaðkaupandi: Leyfist mjer að spyrja, ritstjóri góð-
ur, hvernig yður gat farið að detta það í hug, að setja látið
mitt í blaðið yðar í gær?
Ritstjórinn: Jeg bið yður mikillega að fyrirgefa,en
þjer sögðuð sjálfur fyrir rúmum mánuði, að þjer skylduð borga
skuld yðar Yið blaðið fyrir síðustu mánaðamót, ef guð lofaði
yður að lifa.
Ritstjóri: STEFÁN RUNÓLFSSON, Regkjavík.
Prentsmiðjan Gutenberg. — 1910.
23 —
— 24