Haukur - 01.01.1910, Blaðsíða 7

Haukur - 01.01.1910, Blaðsíða 7
H A U K U R . aldimmt af nóttn, þegar hann Ioksins koinst á rjetta leið og kannaðist yíö landslagið. En jafnvel þá var það enginn hægðarleikur, að rata, því að lunglið var ekki komið upp, og hamrarnir til Þeggja hliða gerðu náttmyrkrið enn þá svartara. Hann þrammaði þó áfram með hyrði sína á bakinu, þreyttur og þjakaður af þessu erfiða ferða- 'agi, og huggaði sig við það, að hvert fótmál flytti dann nær Lucy, og að honum hefði tekizt að ná 1 matbjörg, sem nægði henni og þeim öllum það Sem eftir væri ferðarinnar. Loksins komst liann svo að dalsmynni því, Þar sem hann hafði skilið við þau. Jafnvel nú í uáttmyrkrinu kannaðist hann við hamrabeltin beggja vsgna við það. Þau Lucy og Ferrier hlutu, hugs- aði hann, að vera orðin æði áhyggjufull að bíða hans, því að hann hafði nú verið nærri fimm klukkustundir í þessum leiðangri. Hjarta hans harðist af fögnuði yfir því, að vera nú nærri því kominn til þeirra aftur, og hann setti hönd fyrir lnunn og hóaði svo hátt, að bergmálaði í klettun- um, til þess að gera þeim viðvart um komu sína. Hann hlustaði eftir svari, en heyrði ekkert, nema hergmálið af sinni eigin rödd, sem hamrabeltin höstuðu á milli sín hvað eftir annað. Hann kall- uði aftur, og í þetta skifti enn hærra en áður, en það fór á sömu leið, að ekkert svar kom frá vin- unum, sem hann hafði skilið við þarna fyrir svo skömmum tima. Einhver óákveðinn voðalegur °tti greip hann allt í einu, og vegna ákafans að komast áfram, fleygði hann frá sjer matbjörginni, er hann bar á bakinu, og hljóp eins og óður Uiaður áfram yfir kletta og klungur. Hann beygði við fyrir síðasta kletts-netið, og hlasli þá við honum blettur sá, þar sem hann huíði kveikt eldinn. Þar lifðu enn þá glæður Uokkrar, en auðsæilega hafði ekkert verið við eld- 'un átt og engu á hann bætt frá því er hann fór. Úauðaþögn hvíldi yfir öllu. Hið óttalega hugboð hans var nú hjer um bil orðið að vissu, og hann ^ddi áfram að eimyrjuhrúgunni. Þar var enga 'ifandi veru að sjá. Reiðskjótarnir, maðurinn, stúlkan — allt var horfið. Það leyndi sjer þvi 'niður ekki, að eitthvert voða-ólán hafði að hönd- Uin borið, meðan hann var fjarverandi — eitthvert °fún, sem náði til þeirra allra, og skildi þó ekki eftir nein verksummerki. Jefferson varð svo ringlaður og höggdofa af l'essu voða-áfalli, að hann hálf-svimaði, og varð ad styðja sig við byssuna, til þess að gela staðið fótunum. En hann var karlmenni og athafna- lr>aður, og var þess vegna fljótur að átta sig, og Ua sjer nokkurn veginn aftur. Hann tók hálf- þrunna viðargrein úr glóðinni, og bljes í hana, þar t>l loga tók á henni, og við birtuna af henni fór þunn svo að litast um í áfangastaðnum. Þar var ukaflega mikið traðk eftir hross, og var auðsjeð, uð stór hópur ríðandi manna hafði náð flótta- Uiönnunum þarna, og sporin sýndu, að þeir höfðu næst snúið aftur til Saltvatnsborgarinnar. Mundu þeir hafa tekið bæði Ferrier og stúlk- l*ua með sjer þangað? Jefferson var orðinn nærri Þdlirúa um, að svo hefði verið, þegar hann alll í — 13 — einu kom auga á ný verksummerki, sem við sjálft lá að yrðu til þess, að blóðið staðnaði í æðum hans. Spölkorn frá eldstæðinu var dálítil hrúga af rauðleitri mold, sem hann var viss um, að ekki hafði verið þar, þegar þau komu þangað um dag- inn. Hrúgan var engu líkari, en nýorpnu leiði. Veiðimaðurinn nötraði af skelfingu. Þegar hann kom nær moldarhrúgunni, sá hann, að ofurlitlu priki hafði verið stungið ofan í liana miðja. Það hafði verið klofið upp í efri enda priksins, og í klaufina hafði verið stungið pappírsmiða. Á mið- ann var þetta letrað — stutt, en greinilega: JOHN FERRIER FYRRUM MEÐLIMUR í SÖFiNUÐI HINNA SÍÐUSTU DAGA HEILÖGU. DÁINN 4. ÁGÚST 1860. Hugprúði, einarði öldungurinn, sem liann hafði skilið við lieilan heilsu fyrir fáum klukkustund- um, var þá í raun og veru dáinn, og þetta var minnismarkið hans. Jefferson Hope skimaði í allar áttir með flótta- legu augnaráði, til þess að gæta að því, hvort þar væri ekki einhverstaðar annað leiðið til. En það var hvergi að sjá. Ofsóknarmennirnir liöfðu þvi auðsæilega flutt Lucy með sjer, til þess að geta fullnægt hinni upphaflegu ákvörðun, þeirri, að innlima hana í kvennabúr einhvers öldungs son- arins. Þegar Jeflerson hafði gerl sjer fulla grein fyrir örlögum unnustu sinnar, óskaði hann þess inni- lega, að lík sitt lægi hjá líki gamla bóndans, þarna í þessum þögula, afskekkta grafreit. En atorka hans og athafnasemi varð nú aftur örvílnunarsljóleikanum yfirsterkari. Ef hann átti ekki annað eftir 1 þessu lííi, þá gat hann þó að minnsta kosti varið því, sem eftir var af æfi hans, til þess að koma fram hefndum. Jefferson Hope var sem sje ekki einungis óviðjafnanlegur elju- maður, þolgóður og þrautseigur, heldur var hann einnig afskaplega hefnigjarn, og hafði sá eiginleg- leiki hans að likindum aukizt og magnazt í sam- vistum hans við Indíana. Hefndarhug hans var auðvelt að vekja, en illt að slökkva. Þegar liann nú stóð þarna við deyjandi elds- glæðurnar, fann liann til þess, að það eina, sem komið gat til mála, að sefað gæti harm lians, var blóðug, óbilgjörn hefnd á íjandmönnuin hans, framkvæmd með eigin hendi. Og hann sór þess dýran eið, að hann skyldi verja öllum sínum kröftum, öllu lífs og sálar þreki, til þess að ná þessu takmarki. Náfölur og þungur á brún ráfaði hann nú þangað, sem hann hafði fleygt kjötinu, og þegar hann hafði fundið það, bar liann það að glóðinni, bljes í glæðurnar, unz þær tóku að loga, og steikti sjer því næst nokkurra daga forða af kjötinu. Að því loknu batt liann það í böggul, og lagði svo tafarlaust af stað, þótt þreyttur og máttvana væri, til þess að veita ofsóknarmönnunum eftirför. í fimm daga hjelt hann þannig áfram, ör- þreyttur og sárfættur, eftir giljum þeim og gljúfr- — 14 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.