Haukur - 01.08.1912, Blaðsíða 2

Haukur - 01.08.1912, Blaðsíða 2
H A U K U R. þetta, og liann klifraði upp úr kjallaranum og veitti þeim Tom og Söru eftirför. Hann sá þau fara upp í vagn sem beið þeirra hjá Frúarkirkjunni. Allt í einu datt Breddubeiti ráð í hug. Hann laumaðist að vagninum, áður en hann fór af stað, og settist á þrepið aftan á honum. Klukkan eitt um nóttina nam vagninn staðar á Stjörnuturnsgöt- unni, og Tom og Sara fóru inn í eina smágötuna, sem lágu út frá henni. Það var svarlamyrkur. Breddubeitir tók hníf- inn sinn og skar djúpa skoru í trje eitt, nálægt því sem vagninn nam staðar, og ætlaði hann að leita þess aftur morguninn eftir, til þess að átta sig betur á staðnum. Því næst sneri hann aftur til fylgsnis síns í kjallaranum, og var það langur vegur. Og svo sofnaði hann, og svaf nú draumalaust og miklu værara, heldur en hann hafði gert um langt skeið. st 8, kapítnli. Skemmtigangan. Morguninn eftir var óveðrið um garð gengið. Himininn var heiður og blár, og haustsólin laug- aði allt í geislum sínum. í sólskininu og veðurblíðunni var glæpamanna- hverfið, sem lesendurnir hafa nú litazt um í, ekki nærri eins skuggalegt og hræðilegt, eins og það var í illviðrinu og myrkrinu. Klukkan hálf ellefu árdegis lagði Rúdólf af stað ofan í Baunagötu, og fór inn í »Hvítu kanín- una«. Annað livort var hann ekkert hræddur við að hitta persónur þær, sem hann laumaðist frá kvöldið áður, eða hann ljet þann ótta ekkert á sig fá. Hann var enn þá klæddur sem erfiðismaður, en þó var búningur hans eitthvað snotrari heldur en almennt gerist. Undir blússunni, sem var fleg- in niður á brjóst, sást í rauða ullarpeysu silfur- hneppta, og kragi á hvítri Ijereftsskyrtu var brett- ur niður utan yfir svörtum silkihálsklúti. Hann hafði bláa ílauelskúfu með gljáskyggni á höfðinu, og stóðu jörpu lokkarnir hans niður undan henni. í staðinn fyrir þungu, klunnalegu, járnuðu tramp- skóna, sem hann hafði kvöldið áður, hafði hann nú snotra og nýburstaða skó á fótunum, er sýndu, að hann var fótsmár maður. Búningur þessi fór Rúdólf vel. Krárkerlingin mætti Rúdólf í dyrum drykkju- stofunnar, og leit til hans með græðgissvip. »Jeg er yðar þjenustu reiðubúin, herra minn! Þjer eruð sjálfsagt kominn til að sækja afganginn af peningunum, sem þjer biðuð ekki eftir í gær- kvöld?« mælti hún auðmjúk. Hún hafði ekki gleymt því, að sigrari Breddubeitis hafði kvöldið áðar tleygt tuttugu franka gullpcningi á borðið hjá henni. — »Þjer eigið til góða tiu franka og seytján skildinga. En jeg hefi fleira að segja yður: Hár, prúðbúinn maður og kvenmaður i karlmannsföt- um komu hingað í gærkvöld og spurðu um yður. Þau fengu sjer flösku af bezta víninu, sem jeg á í eigu minni, og buðu Breddubeiti að drekka úr henni með sjer«. »Svo?« mælti Rúdólf. »Drukku þau nieð Breddubeiti? Hvað sögðu þau þá?« »Nei, það er satt, þau drukku ekki — þau brögðuðu varla á víninu, og .... « »Hvað töluðu þau við Breddubeiti? sagði jeg!(< »Það var nú margt og mikið. Þau töluðu ui» Rauðarm, um regnið og um góða veðrið«. »Þekktu þau Rauðarm?« »Nei, það var öðru nær. Breddubeitir varð fyrst að lýsa Rauðarmi nákvæmlega fyrir þeim, og svo fór hann að segja þeim frá því, hvernig þjer hefðuð barið sig«. »Það er nú svo. En jeg á annað erindi hingað«' »Þjer eruð að sækja það, sem þjer eigið til góða, eða er ekki svo?« »Jú, og svo ætla jeg að bregða mjer út úr borginni með Sólskríkjunni«. »Það getur ekki orðið úr því, ungi maður«. »Hvers vegna?« »Vegna þess, að henni gæti dottið í hug að koma ekki aftur«, svaraði krárkerlingin. »Fötin, sem hún er í, eru mín eign, og auk þess skuldar hún mjer 220 franka fyrir fæði og húsnæði. Ef jeg vissi ekki, hvað hún er ráðvönd og heiðvirð stúlka, þá skyldi hún svei mjer aldrei fá að fara lengra en i mesta lagi út að næstu gatnamótum«- »Skuldar Sólskrikjan yður 220 franka?« »Tvö hundruð og tuttugu franka og tíu skild' inga . . . . en hvað kemur yður það við, ungi inaður? Máske þjer ætlið að borga fyrir hana-' Já, verið þjer nú svo rausnarlegur, svona í eil1 skifti!« »Gerðu svo vel!« mælti Rúdólf, og lleygð' ellefu 20 franka gullpeningum á borðið. »Og hvað eru fatagarmarnir, sem Sólskríkjan er í, mikils virði?« Krárkerlingin stóð sem höggdofa, og skoðaðr hvern peninginn eftir annan. »Nú, já, já, gamla! Þú heldur máske að peO' ingarnir sjeu falsaðir? Láttu skifta þeim undn eins, svo að þessum viðskiftum sje lokið. Hvað viltu fá fyrir fötin, sem þú lieflr lánað Sólskríkjunni?^ Ki-árkerlingin þagði litla stund. Hún var alveg forviða á þessum auðæfum hjá óbreyttum verka' matrni, og hún var milli vonar og ótta — vonar-' innar um að ná i meiri peninga og óttans við að' vera svikin á þeim. »Fötin eru að minnsta kosti 100 franka virði«, mælti hún að lokum. »Aðrir eins ræflar!« mælti Rúdólf. »Það et ómögulegt! Þú lieldur því sem jeg á til góða síð' an i gærkvöld, og jeg læt þig fá tuttugu franka gullpening í viðbót, og svo er ekki meira um það' Að láta þig kúga út úr sjer peninga, er sama senr að stela þeim frá fátæklingunum, sem eiga rjett :r að fá ölmusu«. »Nú, þá fer Sólskríkjan ekki heldur eitt út úr húsinu, maður minn. Jeg get selt eign mín3 alveg eins og mjer lízt!« »Djöfullinn steiki þig einhverntíma fyrir atha-'*1 þitt! Hjerna eru peningarnir, okurkerling! Farð1* og sæktu Sólskríkjuna!« — 123 - 124

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.