Haukur - 01.08.1912, Blaðsíða 3

Haukur - 01.08.1912, Blaðsíða 3
HAUKUR. Krárkerlingin stakk peningunuin á sig. Hún ^jelt að líkindum, að verkamaður þessi hefði ann- að hvort stolið þeim eða fengið þá í arf. Og hún ^lotti slægðarlega og mælti: »Hvers vegna farið Þjer ekki sjálfur upp og sækið Sólskríkjuna, ungi tt>aður? Stúlkan mundi verða fegin því, það er Jeg viss um, þvi að það er svo satt sem jeg heiti ^Ooðir Ponissa, að hún renndi mjög hýrum augum til yðar í gærkvöld«. »Sæktu hana og segðu, að hún geti skroppið o^eð mjer út fyrir borgina, ef hún vilji — ekkert annað! Þú lælur hana ekki fá neina vitneskju Urn það, að jeg hafi borgað skuld hennar!« »Hvers vegna má hún ekki vita það?« spurði krárkerlingin. »Það varðar þig ekkert um!« svaraði Rúdólf. »EiginIega stendur mjer það alveg á sama; "°§ í rauninni kýs jeg helzt, að hún haldi að hún sJe enn þá bundin mjer«. »Nú þegir þú eins og steinn og ferð upp!« ^nælti Rúdólf bjóðandi. »En það andlit, drottinn minn dýri! Guð Varðveiti j> ann, sem þjer verðið reiður við — nú ter jeg undir eins!« Krárkerlingin fór, og koin aftur að nokkrum ntínútum Iiðnum. »Sólskríkjan ætlaði ómögulega að fást til að t‘úa mjer. Hún varð eldrauð út að eyrum, þegar Je§ sagði henni að þjer væruð hjerna — og þegar Jeg leyfði henni að skreppa með yður út fyrir ^otgina, þá ljet hún alveg eins og liún væri vit- laus — hún gerði það, sem hún hefir aldrei gert fyr á æfi sinni: hún ætlaði að hlaupa upp um ^álsinn á mjer!« »Af fögnuði yfir því að sleppa frá þjer!« I þessum svifum kom Sólskríkjan inn. Hún Var klædd eins og kvöldið áður. Hún roðnaði, er knn sá Rúdólf, og varð hálf-vandræðaleg. »Langar yður til að koma með mjer eitthvað ut fyrir borgina í dag?« spurði Rúdólf. »Þakka yður fyrir, já það vil jeg gjarnan, herra Rúdólf«, svaraði Sólskríkjan, »— efmaddain- an leyfir það«. »Þú mátt gjarnan fara, því að þú hefir ætíð kagað þjer svo vel, blessað eftirlætisgoðið mitt — kystu mig þá, fallega stúlkan mín!« Og kerlingin teygði fram brennivínsþrútið og eldrautt andlitið. Veslings stúlkan varð að herða upp liugann, '°g leyfa þessari viðbjóðslegu kerlingu að kyssa á ennið á sjer. En Rúdólf gaf þessari göinlu norn 0svikið olnbogaskot, tók í liandlegginn á Sól- skríkjunni og leiddi liana út. Og kerlingin varð SVn reið, að hún Ijet rigna yfir hann alls konar ^lótsyrðum og bölbænum. »Varið þjer yður, lierra Rúdólf«, mælti Sól- skríkjan. Kerlingin getur kastað einhverju í höf- nðið á yður — hún er svo grálynd«. »Verið þjer bara róleg, og reiðið yður á mig, karnið gott«, mælti Rúdólf, — »en — — hvað gengur að yður? Þjer eruð svo utan við yður — '7' °g þjer eruð svo raunaleg-----------viljið þjer síður fara þetta með mjer?« »Jeg óska einskis framar .... en .... en jeg þori ekki að lála yður leiða mig svona«. »Hvers vegna þorið þjer það ekki?« »Þjer vinnið hjá öðrum, og einhver gæti sagt vinnuveitanda yðar, að hann hefði sjeð yður á gangi með mjer — — það gæti haft slæmar af- leiðingar fyrir yður, því að vinnuveitendur vilja ekki, að verkamenn þeirra umgangist svona fólk, sem---------«. Og Sólskríkjan dró handlegginn liægt og varlega undan handlegg hans og bætti við: »Farið þjer á undan. Jeg skal koma á eftir 3'ður út að virkisgörðunum. Þegar við erum komin út úr bænum, þá getum við gengið samhliða aftur«. »Verið þjer óhrædd«, mælti Rúdólf, er komst við af þessari nærgætni, og hann rjetti Sólskríkj- unni höndina aftur. »Meistari minn á ekki heima í þessum hluta borgarinnar, og svo bíður líka vagn eftir okkur á Blómatorginu«. »Þjer ráðið náttúrlega, herra Rúdólf; en mjer mundi þykja það mjög leitt, ef þjer yrðuð fyrir óþægindum mín vegna«. »Það efast jeg ekki um — þakka yður fyrir það!------en segið mjer nú hreinskilnislega: stend- ur yður alveg á sama, hvert við förum?« »Já, alveg, herra Rúdólf. Það er alstaðar svo fallegt til sveila, og loftið er svo hressandi. Hugs- ið yður bara, að nú eru fimm mánuðir síðan jeg hefi komið svo langt sein út á Blómatorgið, og þangað fjekk jeg að fara bara vegna þess að móðir Ponissa treysti mjer svo vel; annars hefði hún aldrei leyft mjer að fara út úr Cite«. »Og þegar þjer fóruð út á Blómatorgið, þá hafið þjer sjálfsagt farið þangað til þess að kaupa yður blóm?« spurði Rúdólf. »Onei, því miður!« svaraði hún og stundi við. »Jeg átti enga peninga. Jeg fór þangað bara lil þess að sjá blómin, og anda að mjer ilminum af þeim, og þá gleymdi jeg öllu, sem illt var, og var ánægð með lífið — þessa stuttu stund«. »Og þegar þjer komuð aflur til krárkerlingar- innar, og inn í óhreinu, þröngu gölurnar?« »Jeg varð auðvitað mjög raunamædd, þegar jeg kom heim — og þó varð jeg að bæla niður í mjer grátinn, til þess að verða ekki barin. Jeg öfundaði vinnukonurnar, sem jeg sá á torginu, laglega til fara og með ánægjubros á andlilinu, er þær hjeldu heimleiðis með jurtapottana sína«. »Jeg ímynda mjer, að yður hefði ekki fund- izt þjer vera eins einmana, ef þjer hefðuð haft eitt eða tvö af blómum þessum i glugganum lijá yður?« »Það er alveg rjett til getið, herra Rúdólf. Og einu sinni gaf móðir Ponissa mjei dálitla rósviðar- plöntu, af því að hún vissi, að mjer þótli svo á- kaflega vænt um blóin. Og ef þjer vissuð, hvað jeg varð fegin! Nú fann jeg ekkert til þess fram- ar, hve einmana jeg var, og jeg þreyttist aldrei á því, að horfa á rósviðinn minn .... jeg skemmti mjer við það, að telja laufin og blómin. En loft- ið í Cite er svo slæmt, að þegar tveir dagar voru liðnir, voru laufin farin að gulna — og þá — en þjer hlægið vist að mjer, herra Rúdólf«. »Nei, alls ekki. Haldið þjer bara áfram«. »Þá bað jeg veitingakonuna um að lofa mjer — 125 — - 126 -

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.