Haukur - 01.08.1912, Blaðsíða 6
HAUKUR.
til dauðadags, hr. Rúdólf! Fjandinn steiki mig,
ef jeg veit hvers vegna jeg er svona elskur að yður,
alveg eins og hundur að húsbónda sínum — en
— það er nú sama, svona er það samt. Jeg skil
það ekki. Það verður að vera yðar hlutverk að
sk5rra það; og þjer hafið sjálfsagt einhver ráð með
það . . . . «
»Þakka þjer fyrir, vinur minn góður. En
lialtu nú áfram!«
»Þegar þessi stórvaxni maður og kvenmaður-
inn sáu það, að þau gátu ekki veitt neitt upp úr
mjer, fóru þau aftur burt úr kránni. Jeg fór líka.
Það var úrhellisrigning. Skammt frá kránni eru
rústir af húsi, sem nýskeð hefir verið rifið niður;
— bíðum við, hugsaði jeg með mjer, ef hann held-
ur áfrain að hvolfa svona úr loftinu, þá get jeg
alveg eins vel sofið hjerna, eins og í herberginu
mínu. Jeg renndi mjer ofan í nokkurs konar kjall-
ara eða gryfju, því að þar gat jeg þó að minnsta
kosti fundið afdrep, og þar var skjól, og jeg útbjó
mjer ágætt rúm á gömlum bjálka, og hafði gips-
hrúgu fyrir kodda, og svaf þar eins og kóngur!«
»Hvað svo? Hvað svo meira?«
»Við höfðum drukkið saman í gærkvöld«,
mælli Breddubeitir, »og eftir að þjer voruð farinn,
varð jeg að drekka með manni þessum og dulbúna
kvenmanninum, svo að jeg var hálf-drungafullur,
eins og þjer getið skilið. Jeg sofnaði því undir
eins. En jeg hafði ekki sofið lengi, þegar jeg
vaknaði við mannamál. Það var Skólameistarinn,
sem var í mjög vinsamlegum samræðum við ein-
livern ókunnugan. Jeg hlustaði: Dauði og djöfull!
Það var langi þrjóturinn, sem komið hafði inn í
krána með kvenmanninum í karlmannsfötunum!«
»Hvað þá? Þau voru að tala við Skólanieist-
arann og Ugluna?«
»Já, þau komu sjer saman um það, að hitt-
ast núna kl. eitt á veginum til St.-Denis, rjett á
móts víð St.-Ouen«, svaraði Breddubeitir.
»Hjerna, og rjett á þessari stundu?« spurði
Rúdólf.
»Já, meistari Rúdólf, það var hjerna«.
»SkóIameistarinn!« mælti Sólskríkjan óttasleg-
in; »varið þjer yður á honum, góði herra Rúdólf!«
»Vertu óhrædd, stúlka mín; hann kemur ekki
sjálfur; það er bara Uglan, senti kemur«, sagði
Breddubeitir, til þess að hughreysta hana.
»Hvernig fór þessi maður að komast í kunn-
ingsskap við Skólameistarann og Ugluna?« spurði
Rúdólf.
»Það veit jeg svei mjer ekki«, svaraði Breddu-
beitir. »Annars vaknaði jeg víst ekki fyr en í
endanum á samræðunum, því að langi maðurinn
var eitthvað að tala um að fá áftur veski eða vasa-
bók, sem Uglan átti að færa honum hingað og fá
500 franka fyrir. Af því dró jeg þá ályktun, að
Skólameistarinn hefði fyrst rænt hann veskinu og
máske fleiru, og að þeir hefðu svo á eftir farið að
koma sjer saman«.
»Þetía er mjög svo kynlegt!«
»Langi maðurinn og kvenmaðurinn í karl-
mannsfötunum lofuðu Skólameistaranum 2000
frönkum, ef liann gæti -------já — gert yður eitt-
— 131 —
hvað illt, jeg veit ekki hvað. Uglan kemur nu
hingað, til þess að semja við þennan ókunna mann,
fá honum aftur veskið hans, og flytja Skólameist-
aranum skilaboð um það, hvað hann á að gera... • *
Mariublóm nötraði afhræðslu, en Rúdólfbrosti
með fyrirlitningarsvip.
»Tvö þúsund franka fyrir að vinna yður mein,
meistari Rúdólf! Það var þó fjandans!« mælh
Breddubeitir. »Mjer dettur í hug — hjer á reynd'
ar enginn samanburður við —J mjer dettur í hug,
að einu sinni heyrði jeg talað um, að maður einn
hefði lofað 500 frönkum, ef komið væri til hans
með hund, sem hann hafði tapað, og þá sagði je$
við sjálfan mig: Ef þú týndist, veslingur, Þa
mundi enginn gefa svo mikið sem fimm franka,
til þess að fá þig aftur. En að vilja gefa 2000
franka til þess að gera yður eitthvað illt, hm!
Hver eruð þjer þá?«
»Það skal jeg segja yður áður en langt um
líður«.
»Gott, herra minn! Þegar jeg heyrði þessa
uppástungu, sagði jeg við sjálfan mig: Jeg verð
að komast fyrir það, hvar hann á heima, þessl
maurapúki, sem er að ofsækja meistara Rúdólf-
Hann lagði af stað með kvenmanninum í karl'
mannsfötunum, og þau fóru upp í vagn, sem beið
hjá Maríukirkjunni. Jeg hafði klifrað upp ur
kjallaranum og laumazt á eftir þeim, og þegar þau
óku af stað, settist jeg aftan á vagninn. Við kom'
um inn í Stjörnuturnsgötuna, og jeg sat allt af
aftan á vagninum. Það var svo dimmt, eins
bundið væri fyrir augun á manni, og þess vegoa
gerði jeg skoru í trje eitt, þar sein þau fóru ofaU
úr vagninum, til þess að geta fundið staðinO,
þegar bjart væri orðið . . . . «
»Vel hugsað, vinur minn!«
»Jeg fór þangað í morgun. Á mjóum gangstig
sem liggur út frá götunni skammt frá trjenu, sa
jeg för eftir stóra og litla fætur, og þau lágu lieim
að húsi einu spölkorn frá götunni — þar hljóta
þessir grunsömu fuglar að eiga hreiður sitt«.
»Þakka þjer fyrir, góðurinn minn; þú hefn'
óafvitandi gert mjer stóran greiða!« mælti Rúdólf*
»Fyrirgefið, herra Rúdólf! jeg vissi það veL
annars hefði jeg ekki gert það«.
»Já, jeg skil þig, vinur rninn, og jeg hefði
feginn viljað launa þjer greiðann með öðru en
þakklæti. En því miður er jeg ekki annað eri
veslings iðnaðarmaður, og — þó vilja menn gefa
2000 franka fyrir að gera mjer eitthvað illt. Je&
skal seinna segja þjer frá því, hvernig á því stendur«-
»Já, það megið þjer gera, ef yður sýnist svo;
ef þjer viljið síður gera það, þá er það alveg sama-
Mannhundar ætla að ráðast á yður og vinna yður
mein — það þoli jeg eklci fyrir nokkurn mum
Allt annað er mjer óviðkomandi«.
(Framh.)*
k
Sækstu ekki eftir auðæfum. Þau baka þjer öfund>
leiða til bílííis og iðjuleysis, sljóvga andann og kæla
hjartað. — Skoðaðu fjársjóði þína sem lánsfje, er komid
sje frá hendi drottins allsherjar, sem meðal til þess a^
eíla þína eigin og annara fullkomnun og farsæld.
— 132 —