Alþýðublaðið - 23.03.1920, Side 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Fyrirspurn.
Skyldi ekki einhver geta frætt
mig um það, hverjum hafl verið
sendar þær 8000 kr., sem þingið
í sumar veitt handa íslenzkum
stúdentum í Khöfn. Eftir því, sem
eg hefl heyrt, munu þeir ekki
hafa fengið hann, og sé það rétt,
virðist mér hlutaðeigandi stjórnar-
völdum skylt að gefa einhverja
skýringu á drættinum, sem er
orðinn nokkuð langur, og munu
stúdentarnir illa við una, því dýrt
er að lifa í Höfn nú, ekki síður
en annarsstaðar. En hverju svo
sem þetta er að kenna, má ekki
lengur dragast að koma peníngun-
um til hlutaðeigenda. Stúdentar
þessir njóta ekki svo mikilla hlunn-
inda frá hendi „ríkisins", að það
megi halda svo fyrir þeim þess-
um fáu krónum, sem í þá er
hreytt. —
Peningarnir verða að sendast
sem fgrst.
H.
Bm daginn og veginn.
Sanphækknn. Eins og sjámá
á auglýsingu hér í blaðinu er tíma-
kaup V.-K.-félags kvenna hækkað
hlutfallslega eins og karlmanna, en
aðrir taxtar fétagsins eru óbreyttir
fyrst um sinn.
Konur verða að kaupa þetta
blað, þvf auglýsingin verður ekki
sérprentuð, J.
Mannalát. Jón Helgason, prent-
ari, hefir orðið fyrir þeirri sorg,
að missa báðar telpurnar sínar,
mjög efnilegar, aðra þriggja, en
hina fjögurra ára gamia. Banamein
þeirra var Iungnabólga og kík-
hósti.
Fiskiskipin. Kútter Esther kom
inn í gær með 9 þús. fiskjar. Hafði
hún fiskað það mest austur í Eyja-
fjallasjó. Veðráttuna sögðu skip-
Verjar svo ónæðissama, að þeir
gáiu fiskað 2—3 tíma í sólarhring.
En fiskur nógur þegar næði fékst
t'I að fiska.
Kútter Hafsteinn kom inn á
sunnud. vegna inflúenzu-veikinda
um borð.
Kútter Helgi kom í gær.
55 sjúklingar voru í gærkvöldi
í spftalanum í Barnaskóianum.
Skólar opnaðir. Háskólinn,
stýrimannaskólinn, yfirsetukvenna-
skólinn, kvennaskólinn, vélstjóra-
skólinn og fleiri skólar hafa nú
verið opnaðir aftur.
Kveðja. Góan var að kveðja í
gær. Einn gamall maður sendi
blaðinu til birtingar svo hljóðandi
kveðju:
Oft þú sendir ilsku él
og ýfðir marga lundu;
farðu Góa gamla vel
grett þó væririr stundum.
Gamall i hettunni.
Yeðrið í dag.
Reykjavík, S, hiti 5,0.
ísafjörður, logn, hiti 2,4.
Akureyri, S, hiti 1,8.
Seyðisfjörður, logn, hiti 2,1.
ftrímsstaðir, S, hiti 3,0.
Þórsh., Færeyjar, S, hiti 6,5.
Stóru stafirnir merkja áttina.
Loftvog lægst fyrir vestan land
og alstaðar fallandi; suðlæg átt
með hlýindum.
Kamelíuírúin.
(Qftir Heimskringlu.)
(Nl.)
Fegurð hennar virtist vaxa
undursamlega með hverjum deg-
inum. Hún hafði svart hár, er
náði henni til fóta, er það féll
laust. Andlitið var líkast því og
er á myndum Maríu meyjar. Aug-
un voru djúp og dökk, augabrýrn-
ar fagurlega bogamyndaðar og
neflð og varirnar einkar fallegar.
Hálsinn og mjallhvít brjóstin voru
eins og yflrnáttúrleg, en kyntu þó
ástríður karlmannanna i ljósan
loga. Konunglegir menn streymdu
að sölum hennar og gáfu henni
of fjár. Franskur herforingi einn
bað um leyfi til að fá að borga
skuldir hennar, sem þá voru
80,000 frankar. Ungir aðalsmenn
þyrptust að henni, og án þess að
missa nokkuð af yndisleik sínum,
varpaði hún sér úr faðmi í faðm,
stundum ofsakát eins og barn,
stundum sokkin niður í angur og
iðrun fullvaxinnar konu. Hún gerði
gott í stórum stíl. En notaði þó
afskaplegt fé til klæðnaðar. Nærföt
hennar ein saman voru sett knipl-
ingum, sem kostuðu 30,000 franka.
Tekjur hennar voru konunglegar,
en þó var hún í botnlausum
skuldum.
Nafnið „Kamelíufrúin" fékk hún
vegna þess, að hún bar vanalega
kamelíublóm í hárinu, og undir
því nafni gengur hún í leikriti A.
Dumas, sem nú er leikið á öllum
leikhúsum hins siðaða heims.
Dumas sá hana fyrst 20 ára
gamla á leikhúsi einu í París,
þar sem hún var með gömlum
rússneskum stjórnmálamanni. Feg-
urð hennar og óhamingja hafði
mjög mikil áhrif á hann. Fékk
hann vin sinn einn til að kynna
sig henni. Þá í fyrsta skifti komu
fram sjúkdómseinkenni hennar,
sem síðar leiddi hana til bana.
Af þessari og annari meiri við-
kynningu við Kamelíufrúna, samdi
Dumas hið fræga leikrit sitt.
Stuttu þar á eftir fóru dauða-
merkin að gera vart við sig á
þessari undarlegu, eftirsóttu konu.
En þó virtist það enn auka fegurð
hennar. Dauðamerkið geislaði af
andliti hennar eins og einhver
ljómi.
Við jarðarför hennar mættu
greifar, barónar, furstar og annað
stórmenni, og grétu eins og börn.
Og loks þúsundir fátæklinga, sem
hún hafði gefið og séð fyrir. Það
var ógrynnisfjöldi.
Saga þessarar konu er einhver
hin merkilegasta, sem átt hefír
sér stað. Kamelíufrúin er, þrátt
fyrir alt, í ætt við allar konur.
Það hvílir yfir æflferli hennar
eitthvað alment, þrátt fyrir öll
sérkenni og afbrigði.
Foch marðkálkur gerður með-
limur franska „akademisins“.
Foch marskálkur hefir verið
gerður meðlimur i .Academie
francaise". Var mikill hátíðablær
yfir athöfninni. Hélt Poincaré fyrv.
forseti ræðu fyrir Foch og ýms-
um öðrum herforingjum Frakka i
stríðinu og hrósaði þeim mjög.
Foch talaði í ræðu sinni um
frönsku hermennina og lofaði þá
mjög, sérstaklega fyrirrennara sinn
í „akademíinu“, Villars marskálk.