Alþýðublaðið - 05.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.06.1939, Blaðsíða 3
MÁNUDAGÍNN 5. JÚNí 1939. ALÞÝÐU3LAÐIÐ *-------------------------♦ ALÞÝByBLABI® SITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). " 196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuþrentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦-----------------—-------* FRÉTT sú, sem Alþýðublað- ið flutti fyrir nokkrum dögum um slagsmál pólska skipstjórans og manna hans við 4 ungar stúlkur, er verið höfðu um borð í pólska togaranum um nóttina, hefir vakið alment umtal hér í höfuðstaðnum. Sjálfsagt er það eitt einstætt við þennan atburð, að til þessa handalögmáls kom, en ekki hitt, aö stúikur hafi ekki áður verið um borð í innlendum og er- lendum skipum hér í höfninni fram á nætur eða næturlangt. Hið mikla umtal orsakast af því, að hér kemur fram í dags- birtuna ein þeirra meinsemda, sem stöðugt virðist vera að vaxa í þjóðfélagi okkar og sem allir hugsandi mefln sjá, að fulla nauðsyn ber til að útrýma, að svo miklu leyti sem það stendur í mannlegu va'ldi. Ástæðurnar fyrir því að slík næturferðalög stúlkna um borð í erlend skip eiga sér stað eru vafalaust margar, en neyzla á- fengis er þar þó sjálfsagt aðah orsökin eins og komið hefir í ljós í öðrum löndum, þar sem slíkt hefir verið rannsakað nán- ar en hér. Það stafar vafalaust nokkuð af því hve lítið er um einkenn- isbúninga hér á landi, að ís- lenzkt kvenfólk virðist varla ráða sér ef hér á götunum sjást erlendir sjóliðar eða flugmenn í .einkennisbúningum. Það er nær því undantekning að sjá kven- mannslausan ,,dáta“ á götunum hér. ef erlent herskip er hér í höfn. Hvað er það, sem dregur aumingja stúlkurnar að þessum erlendu mönnum, sem sjaldnast skilja nokkurt orð af því, sem þeir segja? Eru það einkennis- fötin, eða hvað? Eða er að myndast í bænum vændis- kvenna-„sfétt“, sem þarna sér eitt af „tækifærum“ sínum? Hér skal ekki reynt að svara þessum spurningum og enginn dómur á þetía lagður, en af hverju svo sem þetta er, er þetta hrein vanvirða. Stúlkurnar, sem leiða dátana, mega ekki halda að það sé ?,fínt“ að vera með þeim, þó þeir séu í einkennis- búningi. Þær ættu að vita, að allir, sem sjá þær með þeim, brosa meðaumkunarbrosi að þeim á götunni, og þeir, sem þekkja þær, líta smasrri augum á þær eftir en áður. íslenzkt kvenfólk á að vera stoltara en svo, aö það leggi sig niður við „spásséringar“ með óþektum „dátum“, slíkar leiðingar geta mjög vel til þess leitt, að hið opinbera þui'fi næstu 15 árin að innheimta nokkur barnsmeð- lög erlendis, ef ekki til annars miklu verra. Yafalaust er flestum þeim stúlkum, sem 1 rælni í fyrstu leggja út á þessa glapstigu, ljós sú hætta, sem því fylgir á öll- ar á 4 árum fyrir við olmhi um sviðum, að gefa sig á vald erlendra manna algerlega ó- þektra, og mörg er sú ung stúlk- an, sem aldrei bíður þess bæt- ur, hvorki á sál né líkama. En bæði hér og annars staðar er sú reynslan, að siðferðispredik- anir og umvandanir venzla- manna stoða lítt í þessum efn- um. Til þess að útrýma eða a. m. k. að minka þá hættu, sem hér er á ferð, þarf tvent aðallega:- Annað er aukið og bætt lög- reglueftirlit við höfnina, hitt er verkefni íyrir æskulýðinn, sér- staklega ungu stúlkurnar. Því má og bæta við, að almennings- álitið þarf að fordæma fram- ferði þessara stúlkna. Auknu og bættu lögreglueftirliti ætti að vera hægur vandi að koma á í þessum efnum. Hitt er erfiðara, þó það sé eina ráðið, sem dug- ar, að fá þeim æskukonum ann- að verkefni, sem „spásséra“ með dátum og drekka um borð í erlendum og innlendum skip- um. Til þess að ófögnuður þessi hætti og hverfi, þarf að hefjast hér í landi sterk og öflug æsku- lýðshreyfing, sem vinnur mark. vist að því að fá ungu stúlk- urnar burt af götunum og til íþrótta, náms eða starfs. Aðrar þjóðir vinna nú að því að kenna ungum stúlkum alls konar störf, er þær gætu tekið að sér ef ó- friður brytist út. Þær eru send- ar í sveit til að læra sveitastörf, látnar í verksmiðjur og aði’ar vinnustöðvar í bæjunum í því augnamiði, að geta tekið að sér störf þar. Þeim er kent að hjúki’a sjúkum, binda um sár og aðstoða á heimilum. Hundruð þúsunda ungra kvenna starfa að slíku nú í dag í ýmsum lönd- um Evrópu. Væri úr vegi að hugleiða hvort ekki mætti koma á ein- hvers konar þegnskylduvinnu fyrir ungar stúlkur hér í landi? Ótal eru þau störf, sem bíða, ótal þau verkefni, sem íslenzk- ar konur eiga að beita og geta beitt kröftum sínum til að leysa. Allir ættu að leggjast á eitt með að bjarga æskulýð landsins frá þeim hættum, sem hans bíða ef áfram heldur það atvinnuleysi, sem nú herjar hér á landi. ISAMBANDI við grein þá er ég skrifaði í Alþýðublaðið 27. f. ni. um olíuverzlunina, hafa menn fundið að því, að ég gerði ekki næga grein fyrir hagnaði þeim er útgerðin og aðrir oliu- notendur hefðu haft af því, að fleiri voru hér um olíu og benz- ínsölu en gömlu olíufélögin, með því aÖ sýna með tölum hvað á- unnizt hefði hvert ár. - Til þess að verða við óskum þessara manna, vil ég leyfa mér að benda á þrjár staðreyndir, og draga út frá þeim nokkrar niðurstöður. 1. Innkaupsverð hráoliu hefir ekki lækkað síðan 1934. 2. Jafnaðarverð olíufélaganna var 1934 milli 19 og 20 aurar pr. kg., en áður en krónan féll í vet- ur 15 aurar, (hefir smálækkað síð an 1934). 3. Á öllu þessu tímabili hefir verið keppinautur á markaðinum hér (sem ekki var áður) með um og undir 15 aura verð á tunnum. a stærri og smærri höfn- um um alt land. Bilið ‘ rnílli hæsta verðs oliu- félaganna og lægsta umrætt tíma bil er 4—5 aur. á kg., en mis- munur þessi hefir stundum verið minni, en þegar tillit er tekið til þess verðs, er verið hefir á olíu þeirri er olíunotend- ur keyptu beint, og altaf hefir Æskulýð landsins á að taka til starfa í þágu alþjóðar til skipu- lagsbundinnar þegnskyldu- vinnu, sem dregur hug hans burt frá iðjuleysinu og ómensk- unni í hvaða mynd sem er og fær honum verk að vinna fyrir þjóð sína og land. Þá munu bæði ungir menn og ungar kon- ur alast upp til starfs og dáða. Auðvitað kostar slíkt eitthvert fe frá því opinbera, en dýrast af öllu er það þjóðfélaginu að gera ekkert til þess að leiða æskulýð landsins á rétta braut. ~——-------» verið lægra enn verð olíufélag- anna, mun ekki of í lagt, að reikna með 4 aura jafnaðarverð- lækkun á kg. 4 síðastliðin ár. Miðað við 11 þúsund smáléstir á ári eins og jafnaðarinnflutning- urinn er samkv. verzlunarskýrsl- um árin 1936 og ’37, (hefir senni- lega hækkað síðan) þá nemur þessi verðlækkun kr. 440,000,00 á ári á þessari einu olíutegund. Ég vil leyfa mér að bendhi á það um leið, að því er fyrir löngu siegið föstu, að Nafta hafi lækk- að benzínverðið um 6—7 aura líterinn, og samkvæmt sömu skýrslum sömu ár mun benzín- notkunin nema nál. 8 milljónum lítra á ári, og miðað við t d. 6Va eyri á Itr. hefir þá Nafta lækkað benzínverðið sem nemur á heildarnotkun á ári kr. 520, 000,00, og nemur þá heildarverð- Iækkun á þessum tveim olíuteg- undum kr. 960,000,00 á ári, eða á 4 árum kr. 3,840,000,00. Mun ’hér varlega áætlað, og mun vera nær sanni þegar tillit er tekið til steinoliu líka, að hér sé um 4 milljónir króna að ræða eða I milljón króna á ári. Og hver hefði svo útkoman brðið í ár, ef hlutfallsleg verð- hækkun vegna gengisfallsins hefði komið á 19—20 aura verð- ið eins og 15 aur.? Hvorki meira né minna en 22 aura pr. kg. hefði þá olían kostað í dag í stað 151/2 og 17 aura verðsins, eða nálægt kr. 550,000,00 miðað við II þúsund smálestir hefðu þá út- gerðarmenn orðið að greiða meira fyrir þessa vöru í ár. Þetta eru þá þær upphæðir sem sparast hafa landinu við það að svo var slakað á gjaldeyris- og innflutningshöftunum, að fleiri gátu komið til greina á inn- flutningi þessarar vöru en áður var. Og í þessu sambandi er skilt, að geta þess, að það voru áltaf í gjaldeyrisnefndinni vissir menn sem voru máli þessu vei- viljaðir, enda hefir nefndin veitt leyfi fyrir þessum innflutningi umrædd ár, fyrir áhrif Eysteins Jónssonar fjármálaráðherra og L. Kaaber bankastjóra, sem greiddu svo fyrir þessu máli (þó seinna væri en æskilegt var) að árangri þeim er náð, sem náðst hefir, og hefðu þessir menn ekki sýnt betri skilning á þessu þýðingar- mikla máli en margir aðrir, sem einnig höfðu vald til þess að leysa úr því, þá væru þessar 4 milljónir ekki I vösum útgerð- armanna og benzínnotenda nú. Ég vil taka þaÖ fram, að þetta eru lágar upphæðir samanborið við hvað þær hefðu verið ef út- gerðarmenn hefðu átt olíugeyma sjálfir umrædd 4 ár. Og í þessu sambandi vil ég mótmæla því jsem skín í gejgln í skrifum „Þjóð- viljans“, að verðið þurfi að vera svona hátt í stærri verstöðvum, til þess það ekki verði enn hærra á smærri stöðum. Það er alrangt, að stærri verstöðvarnar eigi eða þurfi að sæta hærra olíuverði vegna smærri verstöðvanna. Það er alveg eðlilegt og heilbrigt, að verðið verði dálítið hærraþar sem aðstaðan er lakari, en það þarf engar áhyggjur að hafa af þessum verstöðvum heldur, ef þeim er leyft að bjarga sér, og fóturinn ekki settur fyrlr þær, og hvað viðkemur núgildandi verði, þá þarf það ekki að vera svona hátt á stærri verstöðvum um til þess að ívilna þeírn smærri því það er á öllum verstöðvun- um of hátt. Eina viðunanlega lausn málsins verður altaf þessi: beinn innfiutn- ingur útgerðarmanna á tunnum á smærri verstöðvar, og á geyma á stærri. — Olíumiðstöðinni í Reykjavík er ofaukið í þessum viðskiptum, og verður aldrei tii annars en tefja fyrir heilbrigðu fyrirkomulagi þeirra. Ég vona að framanritaðar skýr- ingar megi nægja til þess, að hver vitiborinn og þjóðhollur mað ur fordæmi vald það, hvar sem það kemur fram, sem heldur hlífðarskildi yfir einokun á ein- hverri þýðingarmestu vöru lands- manna, og fyrirlíti lítilmensku þeirra manna, sem einu sinni börðust sæmilega gegn þessari sömu einokun, en ganga nú aft- iur á bajk í öll sín spor, fyrir það eitt, að einn maður hefir flutt sig milli flokka. Reykjavík, 2. júní 1939. Jóh. M. Kristjánsson. Prestskosning í Breiðabólstaðaprestakalli á Skógaströnd í Snæfellsnesspróf- astdæmi fór fram sunnudaginn 21. maí. Hinn setti sóknarprestur þar séra Sigurbjöm Einarsson var einn í kjöri. Á kjörskrá voru 104 kjósendur og af þeim kusu 64. 2 seðlar vora ógildir og einn auður. Umsækjandi féíkk þannig 61 atkvæði og varð kosningin því lögmæt. F.O. Hraðferðir frá Bifreiðastöð Steindörs un Abranes: Tii Akureyrar alla mánudaoa, miðvlkudaoa oo fistu- daoa. Frá Akureyri alla mánudaoa. fimtudaoa 00 lauoar- daoa. Útvarp i ðlinni ekkar norðnr-kifreiðnn. Sjóleiðina annast M.s. Fagranes Milli vertíða Á sjó og sfld. Ég vaknaði í morgun frjálsari en fyr og íagnandi vorinu stökk ég á dyr. ÞETTA er gömul ljóðlína um vorið og ég greip sjálf- an mig í því að vera að raula hana í því að ég klæddi mig í fötin. Merkilegt, hugsaði ég, — hvernig slík lög og hendingar geta geymst og gleymst. Þessir Ijóðafarfuglar koma fljúgandi til manns einn góðan veðurdag, ef til vill út úr silfurspjöldum bók- anna eða hugartúnum einhvers náungans. Og maður lærir þær fyrirhafnarlaust, dáist að þokkabrag þeirra, gerir þær á- samt laginu að uppáhaldi sínu um stund, en leggur þær svo til hliðar fyrir nýjum lögum og nýjum textum. En seinna vaknar söknuður eftir gamla laginu. Mann lang- ar að raula það sér til hugar- léttis, en þá er það týnt. Það er leitað og leitað, en ekki finnst einn einasti tónn, en einn dá- samlegan morgun, þegar engan langar að leita neins, liggur það ósjálfrátt á vörunum eins og sannarlegur farfugl, sem floginn er sunnan eða austan úr höf- I um gleymskunnar. j! En það er satt, vorið er kom- i ið, og þegar ég opna gluggann, I hellir það sínum sterka blee inn til mín. Ég dreg andann dýpra og minnist þess, að vorið er eiginlega komið fyrir löngu síð- an. E11 ég hefi ekki fundið til þess sérlega fyr en nú, bæði vegna þess, að veðrið er óvenju- lega hlýtt og milt, og að vetr- arvertíðinni er nú endanlega lokið, en það er stund, sem sjó- maðurinn kann að meta. En hann hefir ekki hvílt sig lengi, þegar gamlar minningar vakna. Síldarvertíðin er í að- sigi, hann rennir auganu norð- ur á bóginn og hugurinn nemur staðar við spurninguna um af- urðaverð og veiðimagn. Eins og taflmaðurinn reynir að reikna út leikina á skákborðinu, reynir hann líka að fyrirsjá möguleik- ana um vinning eða tap. Hann raðar „sennileikanum“ í hundr- uð og tugi og dregur strik undir. En þrátt fyrir allan útreikning svífur dæmið þó í lausu lofti, því ávalt verða eftir óreiknan- legar tilviljanir, bæði illar og góðar, en hvergi eru þær furðu- legri og fjölbreyttari en á síld- veiðunum fyrir norðan. Og því er það, að sjómaður- inn er oft fullur af kvíðagrun, þegar hann fer 1 síldarleitina til Norðurlandsins. Afkoman bygg- ist á því, að sjórinn bregðist aldrei. En sjórinn bregst annað veifið — og þá verða héraðs- brestir um land allt. En óhug- urinn minkar eftir því, sem norðar dregur og þegar við sjá- um Hornbjarg, sjáum við gaml- an kunningja, það glaðnar yfir okkur. Þarna stendur hann enn- þá hinn gamli svarti drangur, þarna stóð hann þráðbeinn og óbifanlegur, þegar feður okkar fóru fyrst á síld, og seinna þegar synirnir fóru, var það hann, sem benti þeim á sínu hljóðláta máli: Drengir, farið heilir á norðurvegum. Nú vitum við, að þó svo að fjúki í atvinnuskjólin, þá er það náttúran norðanlands, sem aldr- ei bregst okkur. Hún breiðir mót okkur sína síungu arma í hvert sinn er við leitum á fund henn- ar. Og við leitum víða, og með svipaðri aðferð og stendur í hinni þjóðfrægu vísu: Ég er kominn upp á það allra þakka verðast, að sitja kyr á sama stað, og samt að vera að ferðast. Sjómaðurinn ferðast víða á einu sumri og enginn borgar ferðagleðina rausnarlegar en hann. Vélarnar stanza aldrei. Hugsið ykkur öll þessi hundruð af stritandi stáltröllum, sem knýja skipin áfram út við heim- skautalínuna. Þarna í hálfrökkr- inu niðri í vélarrúminu snúast öxlar og ásar knúnir áfram með heljarorku úr forðabúri vélar- innar. Og skipið sjálft klýfur ýmist lognslétt hafið eða „veltir súðavöngum“ og stynur við eins og hestur undir þyngslaböggum. Eftir því, sem skipið kemur víðar við, fjölgar myndunum í safni minninganna. Staðirnir renna fram hver af öðrum, — Húnaflói, Skagafjörður, Gríms- ey, Skjálfandi, Eyjafjörður, Langanes. Náttúran er bæði formfögur og breytileg. Alls- staðar gnæfa há, tíguleg og frjálsleg fjöll. Eyjarnar í Skaga- firði eru sífeld lagarprýði og hlíðarnar í Húnaflóa stöðugt augnayndi fyrir ferðamanninn. Og gleymum ekki þorpunum, sem standa hér og þar meðfram ströndunum eins og perlur dregnar á band. Já, norðlenzk náttúra gefur sjómanninum bæði það fegursta og kjarnmesta, sem hún á. Að sumarlagi er Siglufjörður kjarnríkasti bær landsins. Þá sækir þangað úrvalið af verka- fólki þjóðarinnar; þúsundir af ágætu og hraustu fólki, sem vinnur dag og nótt og ann sér lítillar hvíldar. Siglufirði má bæði í gamni og alvöru líkja við jurt, sem hefir sinn sérstáka og sjaldgæfa ilm frábrugðinn öllum öðrum bæjum. En hann er fyrst og fremst nytjajurt og er þó ríkulega gæddur litum og fegurð blómsins. Strax og líður fram í júní, fer hann að blómg- ast. En fullþroska sínum nær hann þó ekki fyr en um miðjan júlí, þegar síldarstúlkurnar koma norður. En þá verður líka handagangur í öskjunni og fag- urt um að litast. Þarna koma skipin inn í röðum, allar teg- undir, allar stærðir. Vísan hans Jóns Ólafssonar, þar sem hann taldi einu sinni úti fyrir Aust- fjörðum „fjörutíu franskar duggur, fimmtíu róðrarskip“, verður hér að hálfgerðum hé- góma, því að á góðum veiði- dögum er röðin n»rri óslitin fjörðinn út og inn allan sólar- hringinn. Og skipin liggja við hverja bryggju, stór og smá, eins mörg og lagt geta að. Bryggjurnar eru margar, 30 eða 40, eða hver veit hvað, en þær duga ekki samt. Þegar beðið er, liggja skipin síðu við síðu, ef til vill fimmföld eða sexföld röð af hlöðnum fleyjum. Og fyrir ofan eru ríkisverksmiðjumar. Þær eru ekki heldur iðjulausar, síldinni er ekið stanzlaust í þær og ávalt taka þær meira. Reyk- háfana ber hátt við himin, og þeytir annar þeirra frá sér svörtum mekki, en hinn hvít- um. Það er sótið og gufan, andi eldsins og vatnsins, sem stíga rólega upp í himinhvolfið þeg- ar þau hafa lagt á lokaráðin um meðferð síldarinnar. En þey, rétt til hliðar heyr- ast köll, það eru söltunarstúlk- urnar. Þær standa þarna í löng- um röðum meðfram fullum síldarkössum. Þær bera hend- urnar ótt. Tíminn er peningar. Þær sveigja sig og beygja eins og blóm fyrir vindi á lækjar- bakka. Nokkrar grúfa sig yfir tunnurnar og raða í þær, aðrar hraða sér að kverka, sumar heimta tunnur og salt af hjálp- armönnunum í kring. Gefirðu þig á tal við þær, eru þær alúð- legar og kátar. Þær spjalla um alla heima og geima og fara ekkert í manngreinarálit. Þarna ríkja þær yfir karlmönnunum á planinu, en þeir eru hinir lipr- ustu. Og þú sjálfur horfir á þennan margbreytta sjónleik og veizt að hann endurtekur sig á hverju ári. Sértu ungur, mun Frh. á 4. *íðn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.