Alþýðublaðið - 20.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.06.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAG 20. JÚNf 193» ALÞYÐUBLAÐIÐ Jónas Guðmundsson: kemur einræði i einhverrí mynn. ÞAÐ LÝSIR EKKI miklum skilningi á verkalýðs- hreyfingunni, sem um hana sést við og við ritað 1 blöð Sjálf- stæðisflokksins. Þess er varla heldur að vænta, þar sem það er ekki fyr en síðustu tvö árin, sem flokkur þessi hefir þózt vera orðinn verkalýðsflokkur, þó sú ,,forretning“ hafi verið rekin sem aukagrein af sjálf- stæðispólitíkinni. Ein slík ritsmíð birtist í Morgunblaðinu s.l. föstudag og er forystugrein í blaðinu. Nefn- ist hún ,,Togstreitan“. Greinin byijar á þessum orðum: ,.Þeir halda stöðugt áfram að togust á um forystuna í hags- munc.málum verkalýðsins, Al- þýðuriokksmenn og kommún- istar, tg hafa hvorugir sóma af.“ Þessar fáu línur sýna marmi svo gremilega niður í það hyl- dýpi fáfræðinnar og vanþekk- ingarinnar á verkalýðshreyfing- unni, byggingu hennar og starfsemi, að það gegnir furðu, að þetta skuli geta staðið í nokkru blaði árið 1939. „Togstreitan.“ Vill nú ekki Morgunblaðið líta í kringum sig, t. d. til ná- grannalandanna, og vita hvort sú ,,togstreita“, sem það talar um, sé . aðeins íslenzkt fyrir- brigði ? Veit ekki Morgunblaðið, að í mörg ár er búin að standa yfir þassi „togstreita um forystuna í hagsmunamálum verkalýðs- ins“ í Noregi, og hefir nú fyrir skemstu endað þar með algerð- um ósigri kommúnistanna. En norsku kommúnistarnir áttu heldur engan „Sjálfstæðis- flokk“ til að hjálpa sér í átök- unum við Alþýðuflokkinn norska. Veit ekki Morgunblaðið, að þser deilur, sem staðið hafa undanfarið ýfir inhan ensku verkalýðshreyfingarinnar og kéndar eru við Stafford Cripps, eru um það, hvort Alþýðuflokk. urinn enski eða kommúhistar í „samfylkingu“ við aðra skuli hafa „forystuna11 í hagsmima málum og stjórnmálum verka- lýðsins. Þessi „hreyfing“ hefir nú beðið algerðan ósigur, a. m. k. í bili, enda hefir enski „Sjálf- stæðisflokkurinn“ (þ. e. íhaldið) ekki veitt „samfylkingunni“ þar neinn stuðning. Veit ekki Morgunblaðið það lieldur, að sú er skoðun Staun- ings forsætisfáðhérra Dana, að hinni dönsku þjóð stafi ekki jafnmikil hætta af neinu eins og vaxandi áhrifum kommúnista. Og þó kommúnistar séu þar í landi þýðingarlausir sem póli- tískur flokkur, er þó tilvera slíks flokks ein út af fyrir sig landráð við Danmörku vegna legu landsins og nábýlis þess við Þýzkaland. Engum „Sjálf- stæðisflokki“ í Danmörku hefir því nokkru sinni dottið í hug að leggja kommúnistunum nokkurt lið. Sama er að segja um Svíþjóð, að þó kommúnistar hafi alt af verið þar þýðingarlaus flokk- ur, hefir sænski Alþýðuflokkur- inn nú um 20 ára skeið átt í deiluni við þá innan verkalýðs- félaganna og utan þegar um h* *f- ir verið áð ræða hagsmunamál alþýðuHnar. Sn það «r eins m#ð Svíþjóð og öll hin löndin, sem ég hefi nefnt, að þar hefir eng inn „Sjálfstæðisflokkur“ verið til, sem fyrirskipað hafi sínum fylgismönnum innan verkalýðs- samtakanna, að kjósa með kom. múnistum, til þess að koma Al- þýðuflokknum á kné. „Togstreitan,“ sem Morgun- álaðið talar um, er því ekkert einsdæmi í heiminum. Hún hefir átt sér stað nú í meira en 20 ár, bæði hér og í öðrum lýðræðis- löndum Evrópu og á sér stað enn þar sem einræðið er ekki orðið ofan á, svo það er alveg merkilegt að Mgbl. skuli nú fyrst vera að koma auga .á þessa „togstreitu". En þetta á sér að eins eina skýringu og hún er sú, að Morgunblaðið og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa ekki fyr en nú upp á síðkastið veitt kommúnist um að máluin í þessari baráttu Alþýðuflokksins við kommún- istana in'nan verkalýðsfélag- anna. Þessar tilfærðu línur Morg- unblaðsins — og raunar grein- in öll — ber það með sér, að Morgunblaðinu er gjörsamlega hulið hversvegna þessi barátta milli Alþýðuflokksins og kom- múnistanna, sem það kallar „togstreitu“ á sér stað. Alþýðuflokkurinn „höfuðó- viriurinn." Morgunblaðið þarf ekki lengi að leita til þess að sannfærast um, að kommúnistarnir ráðast ekki á neinn flokk annán en Alþýðuflokkinn með öðrum vopnum en venjulegu kommún- ista kjaftæði. Hvorki á Sjálf- stæðisflokkirin né Framsókn hafa þeir ráðist á neitt svipaðan hátt og Alþýðuflókkinh. Ná- kvæmlega hið sama gerist í öll- um öðrum löndum. Og vegna hvers er þetta? Það er vegna þess, að kommúnistarnir þurfa að fá fótfestu fyrir byltingar- kenningar sínar. Þá fótfestu er ekki að fá í yfirstéttunum og miðstéttunum að neinu veru- legu leyti, en eingöngu að kalla í verkalýðsstéttinni og öðrum lægra launuðum stéttum. Það eru þessar stéttir, sem Alþýðú- flokkarnir fyrst og fremst hafa barizt fyrir að fengju bætt kjör. Þessar stéttir þurfa kommúnist- ar að Viriria frá Alþýðufíokkn- rnn til þess að geta skapað bylt- ingargrundvöll fyrir sig. Með- an þessar stéttir fylgja Alþýðu- flokknum berjast þær á allt ann an hátt. Þær eru löghlýðnar og vinna með samtökum og lög- gjöf að því að bæta hag sinh' og lífsafkomu. Kommúnistar reyna fyrst og fremst að sundra Alþýðuflokk- unum skipulagslega, með því að ráðast á verkalýðsfélögin, — sprengja þau sundur og ná í þeim yfirráðunum. Þetta gera þeir alveg eins og þó hinn. póli- tíski flokkur alþýðunnar. sé „skipulágslega aðgreindur“ frá verkalýðsfélögunum. Því sann- leikurinn er sá, að í öllum lönd- um er verkalýðshreyfingin og hinn pólitíski flokkur hennar, — Alþýðufloltkurinn — svo ná- tengd hvert öðru, að raunveru- lega er um eina heild að ræða þó skipulagsleg aðgreining eigi sér stað. Verkalýðsfél. eru bæði í Noregi, Svíþjóð og Englandi deildir í ílokkn,um, svo állir .. ■■ ■ geta á því séð, hve náið sam- starfið er. Nú í sumar mun verða hald- ínn hér I Reykjavík fulltrúa- fundur verkalýðssamtakanna á Norðurlöndum og koma þá hingað fulltrúar frá verkalýðs- samböndum og Alþýðuflokkum Noregs, Danmerkur, Svíþjóð- ar og Finnlands. Enginn komm- únisti verður í þeim hóp, ekki heldur íhaldsmaður. Fulltrúar verkalýðssambandanna verða einnig, eins og fulltrúar Al- þýðuflokkanna, Alþýðuflokks- menn. Ef kommúnistum tekst ekki að sundra verkalýðshreyfing- imni, tekst þeim heldur aldrei að skapa sér þann byltingar- grundvöll, sem þeir þurfa að fá til þess að geta lifað og starf- að. Þá veslast þeir upp og deyja. Þetta vita þeir og því leitast þeir fyrst og fremst við að sundra Alþýðuflokkunum og veikja áhrif þeirra í verkalýðsfélög- unum. Ráði Alþýðuflokkarnir hins vegar stefnu verkalýðsins verður hann ekki byltingar- sinnaður, heldur fer leiðir um- bótanna og skipulágslegrar þróunar, að hinu setta marki: útrýmingu fátæktarinnar. Alþýðuflokkarniir eru því og verða ávallt yzta og sterkasta várnarlína lýðræðisins og frels- isins. Þetta heitir á máli hins. eldri kommúnisnia, að alþýðu- flokkarnir séu ,,höfuðstoð borgarastéttarinnar,“ eða „höf- uðóvinurinn,“ sem kommúnista- fíokkarnir ættu við að eiga. — Takist að rjúfa þá línu, verður þeim hætt, sem bak við hana eru, — og í þeim löndum, sem þessi varnarlína hefir bilað og kommúnistum hefir tekist að riá yfirráðum í verkalýðsfélög- unum hefir einræði og kúgun orðið afleiðingin. Samvinna Sjálfstæðismanna og kommúnista. Og nú standa þessar deilur hér á íslandi sem hæst. Hver er or- sökin? Hún er í stuttu máli þessi: Þegar kommúnistarnir sáu, að bein áhlaupapólitík gegn Alþýðuflokknum dugði ekki, var tekin upp „samfylk- ingarpólitíkin.“ Ætlun komm- únistanna var aldrei að sameina Alþýðuflokkinn og Kommúnista flokkinn, heldur eingörigu að rugla kjósendur og fylgjendur Alþýðuflokksins. Alþýðuflokk- urinn svaraði þessu samfylking- arskrafi með föstu tilboði um sameiningu , flokkanna. Því tilboði höfnuðu kommúnistar, en höfðu þá unnið það á, að nokkrir af Alþýðuflokksmönn- um höfðu „ekki þolað hristing- inn“ og í einfeldni sinni og glópsku farið yfir í herbúðir kommúnista. Einn þessara manna var Héðinn Valdimars- son, sem fannst það niðurlæging fyrir sig að hætta við „samein- ingar“-stefnu sína og taka upp á ný fulla andstöðu við kom-' múnista. Hann taldi sig einnig standa svo sterkt 1 verkamanna- félaginu Dagsbrún, Byggingar- félgi alþýðu og víðar þar sem hann var kominn inn sem trún- aðarmaður Alþýðuflokksins, að erfitt mundi að fella sig. Héðinn Valdimarssön hafði frá upphafi verið einna ákveðn- astur andstæðingur kommún- istanná,' og visai' vel, hve fast' þeir sóttu á að eyðileggja skipu- lag alþýðusamtakanna, til þess að geta ruglað fólkið sem mest. Nú gerðist hann sá Efialtes í ís- lenzkri verkalýðspólitík, að taka að sér forystuna upp það ein- stigi, sem hann sjálfur vissi, að hægt var að fá flesta aðra verka menn, en Alþýðuflokksverka- meimina til að fara, og það var að ráðast á útilokunarákvæðin frá setu á sambandsþingi, — SEM EINGÖNGU VORU SETT VEGNA KOMMÚNIST ANN A og' það fyrst og fremst fyrir til- verknað Héðins sjálfs —- til þess að sundra Alþýðusambandinu. Sjálfstæðismenn, sem þá voi’u í stjórnarandstöðu, tóku í hina útréttu hönd kommúnistanna og afleiðingarnar eru kunnar: ■— Dagsbrún er nú undir stjórn kommúnista. Fjöldi Alþýðu- flokksmanna hefir verið rekinn úr félaginu og hið sama bíður Sjálfstæðismannanna þar, ef þeir hreyfa hönd eða fót. Hlíf í Hafnarfirði er þó bezta dæmið um það, hvernig pólitík Sjálf- stæðismanna verkar í verka- lýðsfélögunum. Sjálfstæðismenn og kommúnistar í Hafnarfirði semja um það, að reka. skuli úr Hlíf 12 Alþýðuflokksmenn og svifta um 40 menn atkvæðis rétti og kjörgengi til trúnaðar- starfa. Þetta var krafa Sjálf- stæðismanna, en að koma henni fram kostaði þá það, að komm- únistar fengju einir stjórn í Hlíf til næsta aðalfundar. Gerðu kommúnistar og Sjálfstæðis- menn samninga um þetta. Nú hefir þessi .,togstreita“ milli Alþýðuflokksins og kommúnist- anna fengið á sig þá mynd, að kommúnistar og Sjálfstæðis- menn í félagi eru búnir að reka alla Alþýðuflokksmenn úr Hlíf, — hátt á annað hundrað manna — og allmargir Sjálf- stæðismenn, sem áður voru, eru gengnir kommúnistunum alveg á hönd, svo ekki er annað sýnt en fámenn klíka kommúnista Táði þar öllu framvegis og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi það eitt upp úr ,,samfylkingu“ sinni við kommúnistana, að hann tapi þeim verkamönnum alveg til þeirra, sem óþroskaðastir eru. „Togstreitan“ í Byggingarfé- laginu. Höfundur Morgunblaðsgrein- arinnar færir þessa „togstreitu," sem hann kallar, yfir í Bygg- ingarfélag alþýðu. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að Alþýðu- flokkurinn hafi misnotað vald sitt í Byggingarfélaginu meðan hann réði því og eini munurinn sé sá, að nú séu það kommún- istar, sem misnoti valdið þar, í -stað Alþýðuflokksins áður, og þetta sé nú varla til að gera veð- ur út af. Það virðist ekki vera að Morgunblaðið líti á kommúnist- ana sem þjóðskaðlegan flokk, fyrst því er sama hvort hann fer með stjórn Byggingarfélags. ins eða annar flökkur, sem al- gerlega stendur á lýðræðisgrund velli. En látum það nú vera, — Morgunblaðið mun fá að reyna hvaða þýðingu það hefir, þegar þáð hefir hjálpað kommúnist- unum, til þess að brjóta niður verkalýðssamtökin, eins og dæm in sýna í Hafnarfirðinum. En ég vil spyrja Morgunblaðið: Er það verjandi af nokkrum ráð- herra að láta eina milljón 'króna í ihendur; manna, sem ekkert áhugamál hafa annað en það, að eyðileggja liið íslenzka þjóðfélag og lýðræðisskipulag, grafa ræturnar undan sjálf- stæði þjóðarinnar og kaupa sér fylgi — og jafnvel vopn — til þess að geta verið viðbúnir að gera uppreisn? Er það verjandi að fá þessum mönnum slíkt fé í hendur, án þess ríkisvaldið hafi aðstöðu til að hafa full- komið eftirlit með meðferð þessa fjár? Alþýðuflokknum var trúandi til þess að fara með slíkt fé, Framsóknar. og Sjálfstæðis- mönnum sömuleiðis, því eng- inn þessara flokka situr á svik- ráðum við þjóðina. — En kom- múnistum er ekki trúandi til þess og það væri núverandi rík- isstjórn svo mikil minkun, ef hún gerði það, að hún megnaði ekki undir að rísa. Það er algerlega rangt hjá Morgunblaðinu, að Alþýðu- flokkurinn hafi misbeitt valdi sínu í Byggingarfélagi alþýðu. Það er fyrst eftir að meðlimir hans í stjórninni eru farnir úr Alþýðuflokknum, að þeir taka að misbeita valdi sínu þar. Sjálfstæðisflokkurinn verður að velja. Ég hefi talið rétt að svara svo ýtarlega þessari Morgunblaðs- grein sem gert er hér, til þess að gera öllum ljóst, að Sjálf- stæðisflokkurinn getur ekki Ieikið tveim skjöldum í þessum málum. Allt samstarf hans við kommúnista þýðir vöxt bylt- ingarhættunnar í landinu. Þýðir að meira og meira af þeim Íáglaunamönnum, sem fylgdu Sjálfstæðisflokknum áður, — hverfa í lið með kommúnistun- um. Það þýðir einnig, að brjóst- vörn lýðræðisins — þróunar- og lýðræðissinnuð verkalýðs- hreyfing — bilar og upp úr þeim óskapnaði, sem þá myndast, EINN góðan veðurdag í júní- mánuði á því herrans ári 1865 kom maður nokkur inn í sparisjóðinn í Skien í Noregi og lagði þar inn á reikning 965 spesíudali. • Svo leið langur tími, maður- inn lét ekki aftur sjá sig, en innieign hans hélt áfram að standa í bókum sparisjóðsins. Vextir og vaxtavextir voru lagð- ir við hana......En nú varð sparisjóðurinn í Skien nýlega gjaldþrota. Það hafa því að minnsta kosti ekki allir spari- fjáreigendur þar látið innstæður sínar óhreifðar síðan um miðja 19. öld. Við gjaldþrotaskiftin kom gamla inneignin frá 1865 aftur í ljós. Samkvæmt bókum sparisjóðs- ins, hét maðurinn, sem lagði hina áður umgetnu 965 spesíu- dali inn í sjóðinn, Erik Olsen Tangen, og átti heima í Aas- sókn. Þessi upphæð er nú, með vöxtum og vaxtavöxtum, örðin öll „togstreitan“, sem Morgunblaðið talar um að eigi sér stað, er ÓHJAKVÆMILEG BARÁTTA við öfl, sem fjand- samleg eru lýðræði og frelsi þjóðarinnar. Alþýðuflokkurinn hættir aldrei þeirri baráttu. Því ef hann hættir henni, þá verður útkoman sú, að komm- únisminn veltur hér yfir og í kjölfar hans siglir svo nazism- inn. Er það kannske það, sem Morgunblaðið óskar eftir? Von- andi ekki. Og ef Sjálfstæðis- menn hafa af fullum heilindum gengið til samstarfs um vanda- mál þjóðarinnar — eins og Al- þýðuflokkurinn hefir gert, þá ber honum skylda til þess að vera á verði gegn kommúnism- anum. Sjálfstæðismenn verða að skilja það, að það er ábyrgð- arhluti, að veikja forystuna fyrir hinni lýðræðissinnuðu al- þýðuhreyfingu, með brott- rekstrum úr verkalýðsfélögun- um. Þeir verða einnig að skilja það, að útilokunarákvæðin í sámbandslögunum eru sett ein- göngu vegna kommúnistanna, sem nauðvörn þess hluta verka- lýðsins, sem vildi starfa .á lýð- ræðisgr undvelli. Við Alþýðuflokksmenn erum fúsir til að ræða við verkamenn og aðra frá öllum þeim flokk- um, sem eru lýðræðisflokkar, um hverskonar samvinnu og skipulag á málefnum verkalýðs- ins. En við kommúnistana ræð- um við ekki um þau mál. Sjálf- stæðismenn verða því að velja milli þess, hvort þeir vilja vinna með Alþýðuflokks- og Framsóknar-verkamönnunn í verkalýðsfélögunum og hafna þá í einu og öllu samvinnunni við kommúnistana, eða halda áfram samstarfi sínu við kom- múnistana og eyðileggja þar með verkalýðsfélögin á hinum ýmsu stöðum og skapa ástand í verkalýðsmálunum svipað því, sem nú er í Hafnarfirði. Allt tal um það að leysa fé- lögin undan „pólitísku oki flokk. anna“ er eins og barnshjal. — Hvar í veröldinni er til sú verkalýðshreyfing, . sem ekki styðst við pólitískan flokk? Er hún í Noregi, Svíþjóð, Finn- Frk. á 4. slða. 60 000 krónur. Enginn hefir gert kröfu til peninganna, og ætt- ingjar virðast ekki vera til. En það, sem einkennilegast er: Það hefir ekki tekizt, þrátt fyrir ná- kvæma Ieit í gömlum kirkjubók- um, að finna neinn mann með nafninu Erik Olsen Tangen. En með auglýsingum í blöðunum um allan Noreg hefir tekist að hafa uppi á stúlku, sem átti föðurbróður, Erik Ol- sen að nafni, sem átti á sínum tíma heima í Aassókn. Hvort hún er þó erfingi að peningun- um, er algerlega óráðin gáta, enri sem komið er. Fólk hefir verið beðið að gefa allar upplýsingar, sem á einn eða annan hátt gætu orðið til þess að greiða úr þessari erfiðu flækju, Það skyldi þó aldrei vera, að einhver fyrirfyndist hér á íslandi, sem gæti með góðri samvizku gert tilkall til þessara 60 000 króna og þar með losað skiftaráðandann í Skien við þær?. 60 þúsund krónur í norsk~ um sparisjóði, sem eng~ inn eigandi hefirfundiztað! --—---«----- 965 spesfndalir, sem vorn lagðir inn i sjóðinn árið 1865, ern nií orðnir að Dessari ðlitlegn uppbæð. -----■» ----

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.