Alþýðublaðið - 05.07.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.07.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAG 5. JÚLf 1939 ALÞTÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓBI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hana: STHFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 1900: Afgreiðsla, auglýsingar. |901: Ritstjórn (innl. fréttir). Ritstjóri. 4993: V. S. Vilhjélms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. : Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMI® J AN Norræn samvinna og norræn alþýðn- samtök. ÞAÐ hefir mikið verið hugs- að og talað um norræna samvinnu á Norðurlöndum á síðustu hundrað árum, en fram á allra síðustu áratugi sjaldnast á svo raunhæfum grundvelli, að hugsjónirnar og orðin hafi staðizt próf veruleikans, þegar á reyndi. Fyrir og um miðja öldina, sem leið, var „skandínavism- inn“ oft hylltur, bæði í ræðu og riti, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Borgarastéttin var þá enn í uppgangi í öllum þessum löndum, og það voru fyrst og fremst stúdentarnir, sem í þá daga börðust fyrir hugsjón hinnar norrænu samvinnu. Og sú samvinna átti sannarlega ekki að sitja við orðin ein. Oftar en einu sinni sóru stúdentarnir í Svíþjóð og Noregi þess dýran eið, að hvorki líf né limir skyldu sparaðir, ef á Danmörku yrði ráðizt af hinu volduga ná- grannaríki, sem þá var að vaxa upp við suðurlandamæri henn- ar, Prússlandi. En það varð lítið úr efndunum, þegar á reyndi. Danmörk varð að berjast ein síns liðs og láta allt Suður-Jót- land af hendi, án þess, að stúd- entaskandínavisminn væri nokkurs staðar nálægur á stund hættunnar. Enn í dag eru til þeir menn á Norðurlöndum, sem eru svo langt fyrir utan allan veruleika, að þeir ímynda sér, eða halda því að minnsta kosti fram í orði kveðnu, að norræn samvinna verði að byggjast á hemaðar- bandalagi milli Norðurlanda. Að vísu eru það ekki lengur stúdentarnir eða menntamenn- irnir, heldur annaðhvort kalk- að&r íhaldssálir eða örvita kommúnistar, sem þó áreiðan- lega ekki myndu sýna neitt meiri hetjuskap, þegar á hólm- inn kæmi, heldur en stúdent- arnir fyrir tæpum hundrað ár- um. Sú norræna samvinna, sem nú er í uppvexti á Norður- löndum, á ekkert skylt við slík- an heilaspuna. Hún er ekki byggð á neinni hernaðarhug- sjón, né neinum tálvonum um það, að Norðurlönd geti í sam- einingu boðið stórveldunum byrginn, heldur á sameiginlegri menningu og sameiginlegri þjóðfélagsþróun síðustu ára- tuga. Og sú þ j óðf élagsþróun héfir ekki verið borin uppi af borgarastéttinni, heldur fyrst og fremst af alþýðunni og sam- tökum hennar. Þar hefir sá grundvöllur loksins skapazt, sem norræn samvinna hefir getað dafnað á, öllum Norður- landaþjóðunum til ómetanlegs gagns. Orðsending til kaupenda út um land Munið að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. Akranes — Borpues. Áætlunarferðir alla þriðjudaga og föstudaga strax aftir komu Ms. Fagraness. Frá Borgarnesi kl. 1 e. k. Fagra- nesið fer til Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 9 sffdogis. MagoAs finonlangsson, bifrelSarstjðrl. —.—.——♦---- Ungfril Bryndfs ZoSga talar um nauðsynlegar umbætur. 'T1 IL landsins er nýkomin fyrsta íslenzka konan, er lært hefir ungbarnavernd í erlendum skólum. Er það ungfrú Bryndís Zoega, sem dvalið hefir undanfarin 5 ár við nám í Kaupmannahöfn og nú síðastliðin 2 ár kynnt sér sérstaklega alla starfsemi dagheimila. Kom ungfrúin til landsins s.l. laugardag og tók samdægurs við forstöðu dagheimilisins „Vesturborg“, er barnavinafé- lagið „Sumargjöf“ starfrækir. í gærdag brá tí'ðindama'ður Al- þýðublaðsins sér á fund Bryn- dísar Zoéga, þar sem hún var Önnum kafin við eftirlit með bömum á „Vesturborg". — Hér virðast allir una sér vel, ef dæma má eftir öllum þessum brosandi og kátu and- liíum, sem hér sjást alstaðar, segir blaðamaðurinn, eftir að hafa boð- ið ungfrúna velkomna heim til landsins og í starfið. — Já, og ef þér viljið ganga Það eru hin sameiginlegu markmið alþýðuhreyfingarinn- ar, lýðræði, samvinna og jöfn- uður, sem hafa sett mót sitt á alla þróun þessara þjóða í seinni tíð. Og með flokkum alþýðunn- ar stendur þess vegna og fellur norræn samvinna 1 nútíð og framtíð. Að vísu hefir hugsjón hennar í dag gripið Norður- landaþjóðirnar allar langt út yfir takmörk þessara flokka. En þeir eru engu að síður það bjarg, sem hún byggist á, og brautryðjendurnir, sem allir aðrir hafa fetað í áttina á eftir. Fyrir áratugum hófu alþýðu- samtökin í Danmörku, Svíþjóð og Noregi samvinnu sín á milli og stofnuðu með sér samvinnu- nefnd, sem síðan aldrei hefir lagzt niður, þótt stormar utan úr heimi hafi á stundum dregið úr samheldninni og gert starf hennar torvelt. Þannig stóðu alþýðusamtökin í Noregi eftir heimsstyrjöldina og byltingarn- ar, sem sigldu i kjölfar hennar, árum saman fyrir utan þessa samvinnu hinna norrænu al- þýðusamtaka. En nú hefir hún á síðasta áratugnum vaknað til nýs lífs við hinn volduga vöxt alþýðuhreyfingarinnar á öllum Norðurlöndum. Fyrir tveimur árum bættust norsku alþýðu- samtökin aftur í hópinn. Og sam- tímis tóku í fyrsta skipti sæti í samvinnunefndinni fulltrúar fyrir alþýðusamtökin á íslandi. Árlega koma nú forvígismenn alþýðusamtakanna á öllum Norðurlöndum saman á full- trúafundi til þess að ræða og taka ákvarðanir um sameigin- leg hagsmuna- og hugsjóna- mál þeirra og þar með raunar Norðurlandaþjóðanna í heild, sem þau starfa á meðal og eiga þýðingarmikinn, ef ekki aðal- þáttinn í að stjórna. En það er í fyrsta skipti á þessu ári, að ákveðið hefir verið, að slikur fulltrúafundur skuli haldinn hér á íslandi. Að sú ákvörðun hefir verið tekin nú, er ekki að- eins mikilsverð viðurkenning fyrir íslenzk alþýðusamtök, — heldur og nýr og þýðingarmik- ill vottur aukinnar norrænnar samvinnu yfirleitt. með mér og líta á allan bama- hópinn, sem hér er, þá munuð þér sannfærast um, að hér eru allir í sólskinsskapi, enda ekki ástæða til annars í svo góðu veðri sem nú er. Fyrir framan „Vesturborg" er stórt tún, þar sem bömin skipt- ast á um að vera í rólum, klifra í bjálkagrind eöa velta sér í grasinu. Sum eru í eltingaleik, og er ýmist hlaupið á höndum eða fótum. Það var sameiginlegt með öllum, sem á túninu voru, að þau voru öll kát og glöð, meira að segja eftirlitsstúlkurnar tóku þátt í leikjum bamanna, og hlupu um í grasinu. Þrír smádrengir höfðu, ein- hverra hluta vegna, tekið sig út úr skarkalanum á túninu, og voru mjög alvörugefnir viðstörf sín í sandkössunum. — Hvað emð þið að gera þama, strákar? — Við emm að byggja stór og falleg hús. — Og hvað ætlið þið svo að gera við húsin, þegar þið emð búnir að byggja þau? — Þá rífum við þau niður og byggjum önnur fallegri. Þessir snáðar eiga eflaust eftir að byggja mörg falleg hús, að minnsta kosti virtust þeir hafa nóg verkefni frameftir sumrinu. — Því miður er ekki altaf sól- skin hér frekar en annarsstaðar, og hefir þetta hús verið byggt handa bömunum til að leika sér i, þegar slæm veður eru, segir ungfrúin um leið og hún bendir blaðamanninum á allstórt hús við hliðina á íbúðarhúsinu. Þrátt fyrir gott veður hafa einhverjir farið inn, því að út úr húsinu berst allmikill hávaði. Bryndis hleypur inn, blaðamað- Urinn á eftir. Þarna inni blasti við skemtileg sýn. Á miðju gólf- inu standa tveir strákar allvíga- legir, en út við vegginn stendur litil stúlka og horfir á hildar- leikinn, sem þarna fer fram. Það er einvígi, sem þó endar jafn- skjótt og ungfrúin birtist í dyr- Unium, og krakkarnir fara að leika sér eins og ekkert hefði ískorist. Klukkan er langt gengin í 6. Dagur bamanna á „Vesturborg" ter brátt á enda. Einhver kall- ar „Komið að þvo ykkur“, og bömin hafa Iært að hlýða þessu kalli, því að alls staðar að koma bömin, þrátt fyrir það þó að sum þeirra að minnsta kosti hefðu gjarnan viljað dvelja lítið eitt lengur við leikina. Að koma inn í „Vesturborg“ minnir mikið á kvæði Daviðs um „Litlu Gunnu og litla Jón“. Þama inni er alt svo lítið. Hver snáði he'ir sitt litla fatahengi, í kenslu- stofunni ern litlir stólar við lítil borð og niðri í kjallara eru litlar þvotíaská'ar, þar sem litlu börn- ín voru önnum kafin við að þvo af sér mikið ryk áður en mömm- urnar kæmu og sæktu þau. — Þér hafið verið við nám i í Kaupmannahöfn og kynnt yður sérstaklega rekstur dagheimila sem þessa. Getið þér sagt mér eitthvað um starfsemina þar? — Það sem ánægjulegast er við ‘ dagheimilin í Kaupmanna- höfn er samstarfið milli barna- heimilana og foreldranna, sem þar er mjög mikið, þvi að á þann hátt fer margt betur, og enginn misskilningur kemst að, eins og Svo oft vill koma fyrir vegna ókuimugleika aðila á sinu sam* Broddborgaranur eru nú óðum að flytja inn í Madrid á ný, siðan Franco hélt þar innreið sína. En litið virðist vera um brúklega bíla. Hér lætur einn flytja sófann sinn og aðra húsmuni á kerru inn í borgina. Skemtiferð Garðyrkjufélagsins um Akra- nes og Borgarfjörð verður n.k. laugardag og sunnudag 8. og 9. þ. m. Áskriftarlistar liggja frammi í blómaverzl. Flóru og Litlu blómabúðinni. Mjolk - Sfeyr - Smjðr - ðstsir. „Engin önnur næring getur komið í stað mjólkur,“ segir pró- fessor E. Langfeldt. Og hann segir enn fremur: ,,í mjólk eru öll næringarefni: Eggjahvítueíni, kolvetni, fita, sölt og fjörefni. Mjólkurneysla kemur í veg fyrir næringarsjúkdóma og tryggir hinni uppvaxandi kynslóð hreysti og heilbrigði.“ Yfirlæknir dr. med. A. Tanberg segir m.a.: ,,Það getur ekki leikið á tveim tungum, að rétt notkun mjólkur og mjólkurafurða í daglegri fæðu er eitt áhrifamesta ráðið til þess að auka hrevsti og heilbrigði þjóðarinnar.“ Á sumrin er mjólkin næringarmeiri og vitamínauðugri en á öðrum tímum ársins. Fyrir því er nú rétti tíminn fyrr hvern og einn til að auka mjólkurskamt sinn. UNGFRÚ BRYNDíS ZOEGA eiginlega starfi, uppeldi barn- únna. Svo er annað. Barnaheimilin erlendis fylgjast altaf með upp- vexti þeirra barna, sem hjá þeim hafa dvalið, einnig eftir að þau hafa farið af barnalieimilunum. Hefir það mjög mikla þýðingu fyrir barnaheimilin tekki síður en bömin og aðstandendur þeirra, því að á þann hátt skapast meira Öryggi í starfinu en ella. Það fyrsta, sem vakti athygli mina eftir að ég kom heim, voru blaðaskrifin um þetta svokallaða „Pólska æfintýri“, og hefir í því sambandi mikið verið hneykslast á framkomu stúlknanna, sem um borð fóru. Ég álít að aðalorsökin sé ekki hjá stúlkunum sjálfum, heldur af því að hér vantar aðhald og sama- stað fyrir börnin þann tíma dags- ins, sem þau em við leiki utan heimilisins- Heimilisaðbúnaður er viða þannig, því miður, að bömin kjósa heldur að vera úti á götu við leiki, og er því hending ein sem ræður því í hverskonar fé- lagsskap þau lenda. * Bæjarfélagið, ríkið og einstök félög og áhugamenn eiga að sam einast um að koma upp bama- leikvöngum, þar sem öll börn leika sér undir eftirliti fullorð- inna, og það á að koma upp svo mörgum barnaleikvöngum að hvert einasta barn hverfi af göt- unni og leiki sér þar, þá er ég sannfærð um að ekki líður á löngu þar til „Pólsk æfintýri" hverfa úr sögunni. Samtal við fyrsta íslenzko konnna, sem lært heflr rekstnr dagheimila (yrir hðm. Hagnr S.Í.S. stendur með miklom blóma. Einar írnason endnrkos- inn forseti á aðalfnnd- innm i Reykholti. A ÐALFUNDUR Sambands is- lenzkra samvinnufélaga er nýafstaðinn. Var hann haldinn að Reykholti í Borgarfirði dagana 30. júní til 3. þ. m., og komu margir fulltrúar af fundinum lúngað í gær. Einn stjórnarmeðlimur átti að ganga úr stjórninni Einar Árna- son á Eyrarlandi, sem var for- maður sambandsins, og var hann endurkosinn. Tveimur mönnum var bætt við í stjórnina samkvæmt nýjum á- i kvæðum sambandslaganna, og | TOiu kosnir Sigurður Jónsson skáld á Arnarvatni í Suður-Þing- eyjarsýslu og Þórður Pálmason kaupfélagsstjóri í Borgarnesi. Hagur sambandsins stendur með miklum blóma og var um- setning þess álíka og árið 1937. Forstjórar sambandsins fJuttu skýrslur á fundinum um rekstur þess og efnahag. Einn daginn fóru fulltrúarnir að Hvanneyri, og tók skólastjór- inn þar á móti þeim og sýndi þeim staðinn. AMATÖRÞEIUÐ KEHlBPnffi. Tlwrfu usfr- 7 /yi Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.